Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1987 ÍÞRÓTTIR lllllllllllllll lllllllllll llllllllllllllllllllllllll ■II Handbolti: Sverrir í Gróttuna Sverrir Sverrisson, sem lék með KR-ingum í 1. deildinni í handbolta á síðasta keppnistímabili, hefur ákveðið að snúa á fornar slóðir og Ieika með liði Gróttu í 2. dcildinni í vetur. Sverrir lék sem skytta í Iiði KR og kemur til með að styrkja lið Gróttu verulega í 2. deildarslagnum. Gróttumcnn vantaði einmitt skyttu vinstra megin á síðasta keppnistíma- bili. Knattspyrna: “Bara einu sinni enn“ Tele Santana, þjálfari brasilíska landsliðsins í heimsmeistarakeppn- inni 1982 og aftur í Mexíkó 1986, hefur tekið tilboði um að þjálfa brasilíska liðið Atletico Mineiro í þrjá mánuði. Santana hafði lofað að þjálfa aldrei framar í Brasilíu eftir að landsliðið hafði dottið út úr heimsmeistarakeppninni árið 1982 og aftur hótaði hann þessu í fyrra en menn eiga víst aldrei að segja aldrei. „Að þessu loknu lofa ég ykkur því að ég mun ekki þjálfa hér meira“, sagði Santana í sjónvarpi um helg- ina. Santana hóf þjálfaraferil sinn hjá Mineiro. Hverjir eru bestir? Skagamenn eða öllu heldur stúlkur. íslandsmeistarar i 1. deild kvenna ÍA. 1. deild kvenna Tímamynd Pjetur. Meistarar á elleftu stundu Skagastúlkur tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í l deild kvenna í gærkvöldi með sigri á Val 1-0 á Hlíðarenda. Valsstúlkum dugði jafntefli í leiknum til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn einkenndist mjög af veðrinu, dálítill vindur og rigning og var völlurinn því mjögblauturogháll. Valsstúlkur voru öllu sprækari í fyrri hálfleik sem var þó frekar dapur. Fengu þær eina færi hálfleiksins er ein Vals- stúlkan fékk boltann fyrir fæturna ein og yfirgefin á markteig, en á einhvern undraverðan hátt tókst henni að skjóta hátt yfir markið. Staðan í hálfleik 0-0. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og lengi leit út fyrir að Valsmenn héldu titlinum á jafntefli, en aðeins 5 mín fyrir leikslok náði Ragna Lóa Stef- ánsdóttir að skora mark fyrir Skaga- stúlkur sem reyndist vera sigurmark leiksins og tryggði þar með Skaga- stúlkum titilinn. í Garðabæ léku Breiðabliksstúlkur sinn síðasta leik í 1. deildinni að sinni. Léku þær við lið heimamanna, Stjörnuna. Stjarnan sigraði 3-0 í leiðindaleik. Stjörnustúlkurskoruðu öll mörkin í fyrri hálfleik. Breiðablik fékk nokkur góð tækifæri til að minnka muninn og jafnvel að jafna leikinn, en báru ekki gæfu til að koma boltanum í netið. -ps Enska knattspyrnan í gærkvöldi: Plymouth sigraði Sheffield Plymouth sigraði Shcff. Utd með einu marki gegn engu í 2. deildinni í gærkvöldi og komst liðið þar með á topp deildarinnar, hefur tíu stig eins og Barnsley en betri markatölu (athugið stigatöflu á bls. 13). Plymouth og Barnsley hafa tíu stig eftir fimm leiki og í þriðja sæti er Leeds Utd. með níu stig eftir fintm leiki einnig. Leeds vann WBA í gærdag með einu marki gegn engu. Það voru fleiri leikir í 2. deildinni í gærkvöldi. Oldham vann Hudders- field 3-2, Stoke vann Leicestcr 2-1 og Swindon og Hull gerðu marka- laust jafntefli. Jnhann Georgsson Eyjantaður og Guðmundur Erlingsson markvörður Þróftar kljást um knöttinn á Valbjarnarvelli þar sem Þróttur sigraði ÍBV um helgina Tímamynd - Pjetur Vinningstölurnar 29. ágúst 1987 Heildarvinningsupphæð: 17.132.177,- 1. vinningur var kr. 10.792.512,- og skiptist hann á milli tveggja vinningshafa, kr. 5.396.256,- á mann. 2. vinningur var kr. 1.905.024,- og skiptist hann á 528 vinningshafa, kr. 3.608,- á mann. 3. vinningur var kr. 4.434.641,- og skiptist á 18.401 vinningshafa, sem fá 241 krónur hver. Upplýsingasími: 685111 íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: Keppni í hámarki Keppnin í 2. deildinni í knatt- spyrnu er enn jöfn og spennandi, nú þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið. Fimm lið eiga raunhæfa i möguleika á 1. deildarsæti en aðeins 1 tvö þeirra munu hreppa hnossið þegar upp er staðið. Víkingar standa best að vígi og , sigur þeirra á ísafirði um helgina var \ sannfærandi. Atli Einarsson skoraði tvívegis í 4-1 sigri og Björn Bjart- marz og Trausti Ómarsson skoruðu einnig fyrir Víking. Mark ÍBÍ gerði Stefán Tryggvason. Sverrir Pétursson og Kristján Sva- varsson skoruðu fyrir Þrótt í sigur- leik gegn Eyjamönnum á Valbjarn- arvelli. Mark Eyjamanna gerði Tómas Ingi Tómasson. Selfyssingar unnu öruggan 4-0 sig- ur á Einherja á Vopnafirði. Sævar Sverrisson, Jón Gunnar Bergs, Páli Guðmundsson og Elías Guðmunds- son skoruðu mörk Selfyssinga sem eru með í baráttunni um 1. deildar- sætin tvö. Staðan í 2. deild Víkingur.................................... 16 9 2 5 29-22 29 Þróttur..................................... 1691 6 33-26 28 Leiftur .................................... 1675 4 27-20 26 Selfoss..................................... 1675 4 30-24 26 UBK......................................... 16 8 1 7 28-20 25 ÍBV......................................... 16 6 5 5 28-25 23 ÍR ......................................... 16 6 4 6 26-25 22 KS ......................................... 16 6 3 7 26-28 21 Einherji ................................... 16 5 4 7 18-27 19 ÍBÍ ........................................ 16 2 0 14 18-44 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.