Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.09.1987, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. september 1967 Tíminn 9 llllllllllllllllllll VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllillllllllllll^ Þórður Ægir Óskarsson blaðamaður skrifar: Afvopnunarviðræður og Pershing 1 málið: Atlantshafsbandalagið og samræmd afvopnunarstefna Afvopnunarsamningar stórvcldanna láta standa á sér. í>að virðist enginn skortur á stórum og mikilvægum fundum á sviði alþjóðamála þessi misserin. Beðið var með eftirvæntingu eftir fundi helstu iönríkja heints í Fen- eyjum, en árangur var enginn. Varsjárbandalagið hélt hefðbund- inn leiðtogafund sinn í Austur- Berlín og útkoman varð eins og alltaf áður yfirborðskenndar klisj- ur um vilja til vígbúnaðartakmark- ana. Nato hélt utanríkisráðherra - fund sinn hér í Reykjavík og gerði lítið meira en að samþykkja ákvörðun Bandaríkjanna um að stefna að tvöfaidri núlllausn í við- ræðum þeirra við Sovétríkin. Öll minnumst við leiðtogafundarins hér í Reykjavík í októbcr sl. En það er ekki hægt annað en undra sig á því hvers vegna verið er að halda alla þessa stóru fundi til að leysa efnahagsvandamál heimsins og prísa eigin friðarvilja þegar engin þessara fundarhalda virðast leiða til raunhæfra samn- inga. Umræðan um Pershing 1 flaug- arnar vestur-þýsku og áhrif þeirra á afvopnunarviðræður stórveld- anna um brottnám meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuvopna úr Evrópu er einmitt til þess fallin að draga enn frekar úittrú almenn- ings á núverandi samningaferli í afvopnunarmálum, sem nánast er einokað af stórveidunum og lýtur þeirra duttlungum í öllum atriðum. Það virðist svo að um lcið og talið er að einni hindruninni sé rutt úr vegi þá kemur bakslag, sent tekur óratíma að vinna upp. Kohl kanslari Vestur-Pýska- iands ruddi stórri hindrun úr vegin- um þegar hann hvarf skyndilega frá fyrri stefnu og lýsti því yfir að Vestur-Þýskaland væri reiðubúiö að kasta gömlu Pershing 1 eld- flaugunum 72 á haugana um leið og stórveldin hefðu náð samkomu- lagi um að uppræta meðal- og langdrægar flaugar sinar. Þá koma Sovétmenn fram fyrir fjölmiðla þungir á brún og segja eftirgjöf Kohls ekki hafa haft hvetj- andi áhrif á viðræðurnar í Genf og margt þurfi að athuga áður en samningar verði aðraunveruleika. Að vísu hafi talsmaður utanrík- isráðuneytisins sovéska, Gennadi Gerasimov viðurkennt að ástandið sé betra og þá með tilvísun til yfirlýsingar Kohls og eftirgjafar Reagans varðandi kröfuna um skyndieftirlit á staðnum mcð samn- ingunum. En hingað til hafa Sovét- rnenn látið líta út sem svo opinber- lega að þessar flaugar séu erfiðasti þröskuldurinn í vegi fyrir nýjum samningum um nteðal- og skamm- drægar kjarnorkuflaugar. Var almennt búist við að yfirlýs- ing Kohls yrði Sovétmönnum áróð- urstromp, en það hefurekki gengið eftir. Bandaríkjamenn í fýlu Það er þó vitað mál að margir afvopnunarsérfræðingar Banda- ríkjastjórnar eru ekkert yfir sig hrifnir af yfirlýsingum Kohls, því undanfarið hafa Bandaríkin ítrek- að hafnað því að þessar Pershing flaugar gætu orðið hluti af sam- komulagi milli stórveldanna og þá á þeirri forsendu að þetta væru ekki þeirra vopn, þrátt fyrir að kjarnahleðslur flauganna væru bandarískar. Rangt er að einblína einungis á Pershing 1 flaugarnar 72 eingöngu, því eftir verða í Evrópu á níunda hundrað sovéskar kjarnorkueld- flaugar af gerðinni SS-21 og SS-23, sem draga allt að 300 km. Þá er að finna 360 gamlar eldflaugar á svæði Varsjárbandalagsins. Loks eru utan viðræðurammans 160 Lance eldflaugar, sem draga 160 km. Reyndar eru þetta allt eldflaugar sem búa mábæði kjarnaoddum og hefðbundnum sprcngihleðslum. Áróðursstríðið endalausa Sagan kennir okkur að það er Sovétríkjunum mikið mál að hafa aðgang að vestrænu pressunni til að hressa upp á fmynd sína. Undanfarið hefur þeim tekist ákaf- lega vel upp og hver munnlega tilslökunin á fætur annarri komið fram. Má þar nefna dæmi varðandi eftirlit með eyðingu efnavopna, en það atriði hefur staðið þrálega í veginum fyrir samningum um eyð- ingu efnavopna. Ekki ólíkar til- slakanir hafa hljómað úr austri varðandi eftirlit með tilraunum með kjarnorkuvopn o.s.frv. Það sem mest er um vert er þó sú staðreynd, að Sovétmönnum hefur tekist að láta líta út fyrir að eyðing Pershing 1 flauganna sé eini þröskuldurinn á leiöinni til samn- inga um meðal- og skammdrægar flaugar. Sem fyrr virðist aðalatriðið snú- ast fyrst og fremst um að hafa fruntkvæðið í áróðursstríðinu. Þegar koma á þessum atriðum á blað, þá er fljótlega fundið upp á nýjum fyrirvörum og skilyrðum til að tefja framgang ntála. Reagan náði ekki frumkvæðinu Ræða Reagans forseta Banda- ríkjanna í síðustu viku hjálpaði ekki mikið til að vekja vonir fólks um samkomulag á næstunni eins og margir höfðu vonast eftir. Þótti hann fara óvcnju mildurn orðum um Sovétríkin og lagði einungis áherslu á að Sovétríkin gæfu upp raunhæfar tölur um útgjöld sín til varnarmála og samsetningu hcrafla síns. Leiðtogafundur? Talað hafði verið um áhuga Gorbat- sjovs á að sækja þing Samcinuðu þjóð- anna, sem hcfst í þcssum mártuði og hugsanlegan leiðtogafund í tengsl- um við það, en því hefur verið opinberlega neitað vestra. Sams konar neitun hefur verið framreidd í Sovétríkjunum um möguleikann á að Gorbatjov komi til þingsins, en hins vegar verður Shevardnadze utanríkisráðherra á ferðinni í Was- hington eftir tvær vikur, en engar sérstakar vonir eru bundnar við þá heimsókn. Vafalaust vilja menn þar vestra sjá frekari árangur í viðræðunum í Genf áður en leið- togafundur verður fastákveðinn. Trúlega verða engir samningar án undangengins leiðtogafundar, þar sem hvorugur stórveldaleiðtoginn getur látið hjá líða að nýta sér það pólitíska vægi og þá jákvæðu ímynd, scm slík samningagerð óneitanlega hefur bæði í heimaríki viðkomandi og ckki síður á alþjóða- vettvangi. Væntingar cru um að slíkur fundur vcrði að verulcika í október eða nóvembcr, cn reynslan kcnnir okkur að búast ekki við of tniklu í þcim efnum. Bcnt hefur verið á að Gorbatsjov gæti notið slíkrar skrautfjaörar, scm afvopnunar- samningur væri, á 70 ára byltingar- afmælinu 7. nóvember n.k. Hinn hernaðarlegi raunveruleiki Það er ljóst mál að fastheldni Vestur-Þjóðverja á Pershing 1 flaugarnar mótaðist fyrst og frcmst af stöðu landsins í Evrópu, því það yrði örugglega fyrsta skotmark Sovétmanna í árás á Atlantshafs- bandalagið, eins og öflugur her- styrkur Varsjárbandalagsins við þau landamæri sem að Vestur- Þýskalandi liggja sannar án tvímæl- is. Hafið og kjarnorkuvopn Þá má geta þeirrar staðhæfingar að fækkun kjarnorkuvopna á meg- inlandi Evrópu verði aðeins til að þeim fjölgi að sama skapi á hafinu, og þá ekki síst í Norður-Atlants- hafi. A.m.k. Bandaríkjamenn Itafa hafnað þessari staðhæfingu. Einnig má leiða að því rök að slík fjölgun yrði pólitískt óframkvæmanleg í kjölfar jaln mikilvægra samninga. Hins vegar hefur þessi breyting mikil áhrif á eðli þess hernaðar- jafnvægis, sem nú ríkir meðal stór- veldanna. Það stafar af því að hlutfallslegt mikilvægi kjarnorku- vopna í sjó mundi auðvitað aukást þegar nteðal- og skammdrægar eldflaugar væru brottnumdar. Og þar sem meginstoð fælingarstefn- unnar eru kjarnorkuvopn í sjó vegna þess hve erfitt er að eyða þeim, þá er ljóst að ástandið á höfunum verður viðkvæmara og hættumeira vegna þessa aukna mikilvægis. Þetta atriði er mikilvægt fyrir íslendinga að hafa í huga og þá auðvitað sérstaklega ef kraftaverk- ið skyldi gerast og samningar verða að raunveruleika. Hins vegar cr frekar hæpið og þá aðallega út frá efnahagslcgum forsendum að þrýstingur í átt til stóreflingar hefð- bundins hcrafla á sjó verði að veruleika, þó svo verði vafalaust um landheri. Vitlaust spilað? Nú hlýtur að vera áleitin sú spurning, hvort sá viðræðuvett- vangur sem stórveldin tvö hafa mótað og ráðið öllu um varðandi afvopnunarviðræður undanfarinna áratuga hefur ekki gengið sér ger- samlega til húðar. Það hlýtur að vera komin tími til að ræða þann ntöguleika alvarlega að hernaðar- bandalögin tvö á norðurhveli jarð- ar fari að ræða afvopnun og varn- armál almennt á grundvelli banda- laganna, þó auðvitað hljóti stór- veldin herstyrks síns vegna að vega þyngst á slíkum vettvangi. Skref Itafa þegar verið tekin í þessa átt, í þeim viðræðum um niðurskurð á hefðbundnum herafla í Evrópu, sem fram fara í Vín. Strategísk vopn cru e.t.v. sá eini flötur sem hugsanlega cr cðlilegt að halda utan slíkra viðræðna. En vert er að hafa í minni þá staðreynd að þrátt fyrir hugsanleg- an stórveldasamning um meðal- og skammdrægar eldflaugar í Evrópu, þá hafa Bretland og Frakkland eftir sem áður verulegan fjölda kjarnorkuvopna í fórum sínum og hví skyldu Sovétríkin ekki grípa nú til þeirra ráða að láta fylgiríki sín koma sér upp „eigin" kjarn- orkuvopnum. Það er því nauðsynlegt að láta allar þær viðræður, sem ná yfir vígbúnað sem á annað borð finnst í vopnabúrum aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins, taka til bandalag- anna í heild. Erfiðara yrði fyrir einstök ríki að draga fæturna. Þar fyrir utan væri þetta gott tækifæri fyrir Atl- antshafsbandalagið að móta nú einu sinni markvissa afvopnunar- stefnu sem á raunverulegan hátt leiddi til meira öryggis fyrir íbúa vestrænu lýðræðisríkjanna. Sevésk SS-21 skammdræg eldflaug.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.