Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. september 1987 Tíminn 19 Fjögur börná ellefu mánuðum Þ AÐ hlýtur að vera met, sem ung hjón í Mo í Rana í Noregi settu nýlega. Evy Strand, sem er 19 ára, hefur eignast hvorki fleiri né færri en fjögur börn á ellefu mán- uðum. - Johnny hélt að ég væri að grínast, þegar ég sagði honum, að ég gengi með tvíbura aftur, segir hún og viðurkennir, að sér hafi ekki orðið um sel, því eldri tvíbur- arnir voru ekki nema rétt hálfs árs. Synirnir Rudi og Ruben urðu ársgamlir 3. ágúst, mánuði eftir að þeir eignuðust tvíburasystur. Nærri má geta, að eftir tvö ár eða svo verði líf og fjör á litla heimilinu hjá Strand-fjölskyldunni. Tvíburar eru algengir í fjöl- skyldu Evy, hún á föðursystur, sem eru eineggja tvíburar. en Johnny Strand kannast ekki við að nokkurn tíma hafi fæðst tvíburar í hans ættunr. Ekkja Cary Grants hefur fengið sér nýjan kærasta - Jennifer, dóttir Grants.er fokvond Cary Grant og fímmta eiginkonan hans, Barbara.þegar hann varð áttræður. Hinn nýi vinur Barböru er Kirk Kerkorian og er sjötugur fjármálamaður í Hollywood. Það er sagt að Barbara og Kirk séu að leita sér að góðri villu með sundlaug í Suður-Frakklandi og ætli að setjast þar að. Evy Strand með tví- buradæturnar. Hún er 19 ára og fjögurra barna móðir. Nú verður aldeilis kátt í kofanum, segir Johnny Strand, sem hér er með ársgamla synina. 30 milljón dollara sjóði fyrir utan ýmsar aðrar eignir. Að undanförnu hefur Jennifer verið að kynna sér lífsferil föður síns og hefur verið á kafi í yfir hálfrar aldar gömlum blöðum og úrklippubókum. Það er ekki frá því að svipur sé með þeim Pálunum Schlúter Þegar Jennifer fæddist var faðir hennar 63 ára, og hann sá ekki sólina fyrir henni. Hún er falleg, sögð vel skynsöm og svo auðvitað vellauðug. En nú á næstunni er það háskólanámið sem situr fyrir öðru hjá henni Schlúter og Schlúter „Ég hef aldrei orðið fyrir óþægi- ndunt vegna nafnsins. Ég heiti Paul Schlúter og er stoltur af því nafni. Þó að ég sé orðinn sextugur sósíaldemókrati. Og t' sannleika sagt óska ég þess innilega að Poul Schlúter gangi alls ekki vel í kosn- ingunum!" Hann Paul Schlúter, verkamað- ur, scm síðustu 13 árin hefur unnið í plastumbúðaverksmiðju í Lyngby, var ekki á því að óska frænda sínum og næstum alnafna velgengni í dönsku þingkosningun- um á dögunum, enda eru þeir þar á öndverðum meiði. En eins og nú er alkunna varð Paul ekki að ósk sinni, Poul Schlúter hefur þegar myndað nýja stjórn þó að hann tapaði nokkru fylgi í kösningunum. „Nafnið mitt er stafað með a en hans með o, en það skiptir ekki svo miklu máli. Við erum líka skyldir forsætisráðherrann og ég en það er nokkuð langt aftur í ættir. Svo erum við líka báðir frá Suður-Jót- landi. Að öðru leyti eigum við ekkert sameiginlegt," segir Paul Schlúter. Paul Schlúter er svo sem ekkert óánægður með hlutskipti sitt, en segir að hann eigi fátt sameiginlegt með danska forsætisráðherranum Jennifer, einkadóttir Cary Grants og fjórðu eiginkonu hans, leikkonunnar Dyan Cannon, var liarmi lostin þegar faðir hennar lést í nóvember á síðastliðnu ári, 82 ára. Jennifer ólst að mestu upp hjá pabba sínum, þegar foreldrar hennar skildu, og var alltaf niikil pabbastelpa. Þegar Grant kvæntist Barböru Harris, fimmtu eiginkonu sinni, þá var ágætis samband á milli stjúpmæðgnanna. Nú hefur komið babb í bátinn. Barbara, sem var miklu yngri en Grant, hefur nú kynnst manni sem talið er að hún muni giftast á næstu vikum. Jennifer. stjúpdóttir hennar, varð öskuvond yfir þessu, og finnst sem Barbara lítilsvirði minningu Grants og ,,..ég get bara alls ekki trúað því að hún sé orðin ástfangin svo stuttu cftir að hún missti pabba," sagði hún í viðtali. Móðir Jennifer, Dyan Cannon, hefur reynt að gerast sáttasemjari í málinu, en dóttirin hcfur slitið öllu sambandi við stjúpu sína. Hún er flutt heim til móður sinnar á Malibu strönd, en segist búast við að halda áfrant háskólanámi í haust í Stanford-háskólanum í Kaliforn- íu. Ekki vantar ungu stúlkuna peninga, því að hún var einkabarn föður síns, sem arfleiddi hana að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.