Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudagur 25. september 1987 ...........lllllllllllllllll Félagsvist Spiluö veröur félagsvist í samkomuhúsinu föstudaginn 25. sept. nk. kl. 20.30. Kvöldvinningar. Allir velkomnir. Framsóknarfélagið Borgarnesi Aðalfundur FUF í Reykjavík Aöalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík veröur haldinn að Nóatúni 21, miðvikudaginn 30. september 1987. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Spjall um starfið framundan Stjórn FUF í Reykjavík Akranes - Bæjarmálafundur Miövikudaginn 30. september kl. 20.30. Á dagskrá meðferð og framtíöarnot húsnæðis í eigu Akraneskaupstaöar. Jón Sveinsson formaður húsnýtingarnefndar fylgir lokaskýrslu úr hlaði. Allir velkomnir. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Ungir Skagfirðingar Aöalfundur FUF Skagafirði verður haldinn að Suðurgötu 3, fimmtu- daginn 1. okt. kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. önnur mál Stjórnin Framsóknarfólk Austurlandi 28. kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. I PRENTSMIÐ|AN PRENTSMIlJlAN [C^aaaj Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Málverkauppboð á Hótel Borg Á sunnudag kl. 16:30 gengst Gallerí Borg fyrir uppboði á Hótel Borg. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg í Austurstræti 10 (Pennanum á 2. hæð) á fimmtudag, föstudag og laugardag á venjulegum verslunartíma. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 26. september. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Einfalt og skemmtilegt frístundagam- an. Góður félagsskapur. Nýlagað molak- affi. Allir velkomnir. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 26. september kl. 14:00 í Félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir velkomnir. Frá Bridgedeild Rangæingafélagsins Bridgedeild Rangæingafélagsins er að hefja vetrarstarfið. Byrjað .verður að spila miðvikudaginn 30. september kl. 19:30 að Ármúla 40. Þá verður spilað eins kvölds tvímenningur og jafnframt verða afhent verðlaun fyrir síðasta keppnis- tímabil. Miðvikudaginn 7. október hefst svo 5 kvölda tvímenningskeppni. Skráning fer fram í síma 30481 og 76525 og á staðnum 30. september. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Merkjasöludagar Menningar- og minningarsjóðs kvenna Hinir árlegu merkjasöludagar Menningar- og minningarsjóðs kvenna verða föstudaginn 25. og laugardaginn 26. september. Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna, m.a. með því að styðja konur í framhaldsnámi. Alls hafa um 500 konur hlotið styrk úr sjóðnum frá upphafi, en hann var stofnað- ur á afmælisdegi Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur 27. september árið 1941. Merkjasalan hefur um árabil verið ein helsta fjáröflunarleiðin til stuðnings sjóðnum. Menningar- og minningarsjóður kvenna hefur gefið út Æviminningabók í fimm bindum. Einnig gefur hann út smekkleg minningarkort, sem eru til sölu á skrifstofunni að Hallveigarstöðum, ■ Túngötu 14, Reykjavík, sem er opin ntánudaga - fimmtudaga kl. 13:00-16:00. Dagana sem merkjasalan stendur yfir verður skrifstofan opin kl. 14:00-18:00. Verð merkjanna er 100 krónur. í Reykja- vík verða merkin afhent að Hallveigar- stöðum. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Næstkomandi sunnudag, 27. septem- ber, verður farið til Garðakirkju og verið þar við guðsþjónustu. Prestur verður sr. Bragi Friðriksson. Á eftir verður drukkið messukaffi í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Félagsvist Hún- vetningafélagsins Húnvetningafélagið í Rcykjavík heldur félagsvist á laugardaginn 26. september kl. 14:00 í Félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir velkomnir. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA spariskIrteina ríkissjóejs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.87-25.10.88 kr. 1.172,95 1981-2. fl. 15.10.87-15.10.88 kr. 740,78 1982-2. fl. 01.10.87-01.10.88 kr. 505,20 ‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Félagsstarf aldraðra í Neskirkju Laugardagssamverustundir hefjasl næsta laugardag í félagsstarfi aldraðra í Neskirkju. Farin verður skoðunarferð upp á Akranes laugard. 26. scpt. Farið verður frá kirkjunni kl. 12:30 áleiðis að m/s Akraborg. Vinsamlegast skráið ykkur hjá kirkju- verði í stma 16783 milli kl. 17:00 og 18:00 í dag og næstu daga. Ásgrímssafn Frá 1. september verður opnunartími Ásgrímssafns þannig: Á sunnudögum, þriöjudögum og fimmtu- dögum kl. 13:30-16:00. Breyting á opnunartíma “ Árbæjarsafns Arbæjarsafn er opið um helgar í scpt- cmbcrmánuði kl. 12-30-18.00. Ragnar Kjartansson myndhöggvarí Sýning Ragnars Kjartanssonar í Hveragerði Nú stendur yfir sýning Ragnars Kjart- anssonar myndhöggvara á keramikmál- verkum og höggmyndum í Heilsuhælinu í Hveragerði. Sýningin ersett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúrulækningafélags Islands og gaf listamaðurinn félaginu verk eftir sig, keramikmálverkið „Parið“. Sýningin hófst sunnudaginn 20. septem- ber og stendur til 31. október. Gallerí Borg: Sýning Önnu S Gunnlaugsdóttur Anna S. Gunnlaugsdóttir sýnir í Gall- erí Borg við Pósthússtræti. Á sýningunni eru verk unnin með acryl á striga og pappír. Þetta er seinni sýningarhelgin og er °pið virka daga kl. 10:00-18:00 en um helgin kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 29. september. Sýning Katrínar H> Ágústsdóttur á Kjarvalsstöðum Katrín H. Ágústsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum á Kjarvalsstöðum kl. 14:00 laugardaginn 26. september. Þetta er fimmta einkasýning Katrínar á vatns- litamyndum, en hún hefur einnig sýnt batikmyndir og fatnað. Katrín H. Ágústsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann, í Handavinnudeild Kennaraskóla íslands og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Auk þess hefur hún farið í námsferðir til Danmerkur og Finnlands. Hún starfaði áður að textil ásamt Stefáni Halldórssyni, en þau reka textilverkstæði. Þar hafa þau unnið við fatnað, þjóðlífsmyndir og hökla. Katrín hefur haldið átta einkasýningar á batikmyndum. Hún hefur einnig haldið nokkrar kjólasýningar, en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Katrín starfar nú við Kvennaskólann í Reykjavík þar sem hún kennir hand- og myndmennt. Sýning Katrínar er opin til 11. október. Sýning á handblásnu gleri í Gallerí List Nýlega var opnuð sýning á handblásn- um listmunum úr gleri í húsakynnum Gallerí Listar að Skipholti 50 b. Þar eru til sýnis og sölu verk eftir ýmsa kunna glerlistamenn frá Noregi, Finnlandi og Bretlandi. Einn þeirra er Norðmaðurinn Severin Brörby. Hann hefur sýnt verk sín víða um heim og hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. verðlaun norska Hönnunarráðsins 1980 fyrir glermuni sína. Frá Bretlandi eru m.a. sýnd verk eftir Michael Harris. Hann mótar mörg verka sinna með sér- kennilegri gull- og silfuráferð og hlaut bresku hönnunarverðlaunin á sviði gler- listar árin 1980 og 1982. Sýningin er opin kl. 10:00-18:00, laug- ardaga kl. 10:00-12:00. Hún stendur til 3. október. Námsstefna um sálmafræði Dagana 27.-29. september verður haldin Námsstefna um sálmafræði. Þar verða kynntar með fyrirlestrum norskra og íslenskra fræðimanna stefnur og straumar í sálmakveðskap og sálmasöng á Norður- löndum. Námsstefnan hefst með sálmadagskrá í Hallgrímskirkju. Mótettukór Hallgríms- kirkju og hljóðfæraleikarar kynna nýja sálma og sálmalög og flytja þá með kirkjugestum. Fyrirlestrar og umræður fara fram í Norræna húsinu 28. og 29. september og stendur dagskráin frá kl. 10:00 til 18:00 báða dagana. Fyrirlesarar verða Svein Ellingsen sálmaskáld. Trond Kverno tönskáld og Knut Ödegaard skáld frá Noregi og sr. Sigurjón Guðjónsson, Bjarni Sigurðsson dósent, Hörður Áskelsson lektor, Þröstur Eiríksson organisti og sr. Kristján Valur Ingólfsson. Námsstefnan er cinkum ætluð prestum, organistum og guðfræðinemum, en er opin öllu áhugafólki. Skráning fer fram á aðalskrifstofu Há- skóla íslands, sími 694306. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endurmenntunarstjóra Háskól- ans, sími 23712 og 687664. Þeir sem standa að námsstefnunni eru: Háskóli Islands, Guðfræðidcild og endur- menntunarnefnd, Norræna húsið, Presta- félag Islands, sálmabókarnefnd og Söng- málastjórn þjóðkirkjunnar. Söngnámskeið Ágústa Ágústsdóttir söngkona heldur tvö söngnámskeið í vetur. ætluð lengra komnum söngnemendum. Námskeiðin standa í 6 vikur hvort, og fer kennslan fram á laugardögum frá kl. 11:00 til kl. 14:00. Auk hennarstarfarpíanóleikari að nántskeiðum þessum. Áætlað er að sex nemcndur vcrði virkir á hvoru námskciði og fær hvcr þeirra hálfrar klukkustundar kennslu, en jafn- framt er ætlast til, að hver um sig fylgist með kennslu hinna nemendanna. Áheyr- endur að kennslunni eru og velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Ágústu Ágústsdóttur, Garða- stræti 36. í síma 29105. Frá Indversku barnahjálpinni Að gefnu tilefni vill Indverska barna- hjálpin taka fram, að reikningsnúmer hennar er 72700, sparisjóðsreikningur í Búnaðarbanka, Austurbæjarútibúi. Gjaldkeri nefndarinnar er Ármann Jó- hannsson, kaupmaður í Jasmín. Formaður nefndarinnar, Þóra Einars- dóttir, er á förum til Indlands um mánaða- mótin, og hyggst að dvelja í Suður-Ind- landi í 6 mánuði til að vinna að verkefni nefndarinnar. Símar hjá form. nefndarinnar, Þóru Einarsdóttur, eru: I Hveragerði 99-4683 og í Reykjavík 91-16442. Sýning Jakobs Jónssonar í Ásmundarsal I Ásmundarsal við Freyjugötu stendur yfir 4. einkasýning Jakobs Jónssonar, sem var opnuð s.l. laugardag. Sýningin stendur til 4. október. Á sýningunni eru 29 olíumálverk. Sýningin er opin kl. 16:00-22:00 virka daga og 14:00-22:00 um helgar. Helgarferðir Ferðafélagsins 25:27. sept.: 1. Landmannalaugar-Jökulgil Jökulgil er fremur grunnur dalur sem liggur upp undir Torfajökul til suðausturs frá Landmannalaugum. Jökulgil er rómað fyrir litfegurð fjalla sem að því liggja. Er innar dregur í gilið þrengist það mjög og heita þar þrengsli. Innan við þrengsli er núpurinn Hattur og undir honum gróð- urblettur, Hattver, við volga laugalæki. Gist verður í sæluhúsi F.l. í Laugum (þar er hitaveita, góð eldunaraðstaða og svefnpláss notaleg). Þetta er einstakt tækifæri til þess að skoða Jökulgilið, en á haustin minnkar vatn í Jökulgilskvíslinni og verður þá gilið fært bílum. 2. Þórsmörk-Langidalur. Þórsmörk er aldrei fegurri en á haustin og aðstaðan í Skagfjörðsskála er frábær. Ferðamenn njóta dvalarinnar í Þórsmörk inni sem úti. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Brottför í ferðirnar er kl. 20 föstudag. Ferðafélag íslands. Dagsferðir sunnudaginn 27. sept.: 1. kl. 10 - Hátindur Esju. Verð kr. 500,- Munið að vera í hlýjum fötum og þægilegum skóm. 2. kl. 13 - Brynjudalsvogur - náttúru- skoðun. Ekið verður í Brynjudalsvog og gengið í fjöruborðinu og cins upp til landsins. Verð kr. 600.- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Töluvert er enn af óskilamunum frá ferðum sumarsins á skrifstofu F.l. Ferðafélag íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.