Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1987 Kjördæmissamband Framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing haldið í Garðaholti 29. nóvember 1987 fkiöholtssókn Aðventusamkoma Breiðholtssóknar Dagskrá: 10:00 Formaður KFR setur þingiö. 10:05 Kosnir þingforsetar og ritarar. 10:10 Kosin kjörbréfanefnd. 10:15 Ávörp gesta: 1) Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Sigurður Geirdal. 2) Landssamband framsóknarkvenna, Helga Helgadóttir. 3.) Formaður SUF Gissur Pétursson. 10:30 Kjörbréfanefnd skilar áliti. 10:45 Flutt skýrsla stjórnar, a) formanns, b) gjaldkera. 11:00 Umræða um skýrsluna og reikninga. 10:20 Tillögur laganefndar lagðar fram, umræður. 11:50 Matarhlé. 12:30 Kosnir aðalmenn í miðstjórn. 13:00 Lögð fram drög að stjórnmálaályktun: Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, Jóhann Ein- varðsson alþingismaður. Almennar umræður. 15:30 Kosning varamanna í miðstjórn. 15:40 Kaffi. 15:50 Stjórnmálaályktun afgreidd. 16:10 Tillögur laganefndar, umræður og afgreiðsla. . 16:40 Stjórnarkosning: a) Formanns b) Kosning 4 manna í stjórn KFR og tveggja til vara. c) Kosning uppstillinganefndar. d) Kosning stjórnmálanefndar. e) Kosning tveggja endurskoðenda. 17:00 Önnur mál. 18:00 Þingslit. Aðventukvöld Breiðholtssafnaðar | verður í hátíðasal Breiðholtsskóla fyrsta sunnudag í aðventu, sunnud. 29. nóv. kl. 20:30. Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jóiasöngva undir stjórn organistans Daníels Jónassonar. Inga Backman söng- kona syngur einsöng, Árni Þór Jónsson les jólafrásögu og Málfrfður Finnboga- dóttir, formaður KFUK flytur hugleið- ingu. Stutt helgistund við kertaijós, börn aðstoða. Ákveðið hefur verið að Breiðholts- kirkja verði vígð 13. mars n.k. Keflavíkurkirkja Guðsþjónusta í sjúkrahúsinu kl. 10:30. Sunnudagaskóli kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Veigar Margeirs- son leikur á trompet. Sóknarprestur Aðventufagnaður í Neskirkju Helgihald verður sem áður í Neskirkju á fyrsta aðventusunnudegi. Kl. 11:00 hittast börnin í Neskirkju til söngs og samveru í leik og fræðslu, en kl. 14:00 er fjölskylduguðsþjónusta, þar sem öll væntanleg vorfermingarbörn taka þátt og sjá um helgistundina með lestri, sam- talsþætti og söng og kveikja á fyrsta aðventuljósi kirkjunnar. Kl. 17:00 hefst svo hátíðarstund í kirkjunni. Kór Mela- og Hagaskóla syng- ur við stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Eiður Gunnarsson óperusöngvari mun syngja einsöng, en ræðumaður verður Ellert Schram ritstjóri. Einnig verður almennur söngur og orgelleikur Reynis Jónassonar. Allir eru velkomnir. Guðmundur Óskar Ólufsson Félagsvist Kvenfélags Kópavogs Spilum félagsvist mánudaginn 30. nóv- ember kl. 21:00 í Félagsheimilinu. Allir velkomnir. Aðventu- og afmælishátíð Bústaðakirkju Fyrir sextán árum á fyrsta sunnudegi í aðventu var Bústaðakirkja vígð. Síðan hefur sá dagur verið mikill hátíðisdagur í söfnuðinum. 1 þetta skiptið er þó meira um að vera, þar sem vígður verður fagur kross eftir Leif Breiðfjörð glerlistamann. Það er Kvenfélag Bústaðasóknar sem gefur kirkju sinni krossinn. Barna- og fjölskyldumessa verður kl. 11:00 og almenn guðsþjónusta kl. 14:00. Aðventutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Á sunnudag kl. 17:00 efnir Mótettukór Hallgrímskirkju til árlegra aðventutón- leika sinna í Hallgrímskirkju. Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason eru gestir tónleikanna og munu leika verk frá endurreisnartímanum á blokkflautu og lútu. Á efnisskrá kórsins eru aðventusálmar, mótettur og messuþættir frá 16., 17. og 18. öld. Stjórnandi Mótettukórs Hall- grímskirkju er Hörður Áskelsson. JÓL í KRINGLUNNI Á morgun, laugard. 28. nóv. kl. 11:00 byrjar jólastemmning í KRINGLUNNl. Ástríður Thorarensen borgarstjórafrú kveikir þá á jólatrjám og veitir viðtöku styrkjum til barnadeildar Hringsins frá húsfélagi Kringlunnar og kaupmönnum á staðnum. Jólatrén verða alls 5, og það stærsta 7 m hátt íslenskt tré úr Hallormsstaðaskógi. Jólalög verða leikin og skólakór Kárs- nessskóla syngur. Þvínæst er veglegt afmælishóf í umsjón kvenfélagsins. Um kvöldið verður aðventusamkom- an. Hinn nýi kirkjumálaráðherra, Jón Sigurðsson flytur ræðuna, kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans Jónasar Þóris og nokkrir hljóðfæraleikarar leika með. Einsöngvaramir Svala Nielsen og Einar Örn Einarsson syngja. Bræðrafélag Bústaðakirkju sér um undirbúning, en Jónas Gunnarsson, formaður félagsins, flytur ávarp. Kaffiboð í Háteigssókn Kvenfélag Háteigssóknar býður öllu eldra fólki í sókninni til kaffidrykkju og skemmtunar sunnudaginn 29. nóvember kl. 15:15 í Domus Medica. Tekið verður á móti kökum sama dag kl. 13:00. Jólafundur félagsins verður svo þriðju- daginn 1. desember kl. 20:30 í Sjómanna- skólanum. Gestur fundarins verður Sig- ríður Guðmundsdóttir, hjá Hjálparstofn- un kirkjunnar. Hallgrímssókn - starf aldraðra Á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju og starfs aldraðra getur eldra fólk fengið hársnyrtingu og handsnyrtingu. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Félag eldri borgara Opið hús er hjá Félagi eldri borgara, í Sigtúni 3 „Goöhcimum". Húsið er opnað kl. 14:00 á morgun, sunnudaginn 29. nóvember. Skaftfellingakórinn syngur kl. 17:00. Dans ki. 21:00 Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222. Stjórnin. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið á Blönduósi laugardaginn 28. nóv. og sunnudaginn 29. nóv. og hefst kl. 13.00 á laugardaginn. Dagskrá: 1. Þingsetning og kosning starfsmanna, kl. 13.00 2. Frá stjórn og nefndum, kl. 13.15. 3. Stjórnmálaumræður, framsaga Steingrímur Hermannsson, kl. 13.45. 4. Kosning starfsnefnda og nefndarstörf, ki. 16.30. Kvöldverður og kvöldskemmtun, kl. 19.30. Sunnudagur kl. 11.00 1. Nefndarstörf 2. Hádegisverður, kl. 12.30 3. Afgreiðsla nefndarálita kl. 14.00 4. Kosningar, kl. 16.00 5. Þingslit, kl. 17.00. Ávörp flytja Unnur Stefánsdóttir, Steingrímur Hermannsson og Þórunn Guðmundsdóttir. Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin Jóladagatal SUF 1987 Þeir félagar sem hafa fengið jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Úrdráttur hefst 1. desember n.k. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 14480. Stjórn SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna haldinn að Nóatúni 21, Reykjavík, laugardaginn 28. nóvember 1987. Dagskrá 09.30 Fundarsetning, kosning embættismanna fundarins. 09.35 Skýrsla formanns Gissurar Péturssonar. 09.50 Skýrsla gjaldkera Þorsteins Húnbogasonar. 10.05 Framsöguerindi. a.) Áhrif Framsóknarflokksins innan verkalýðshreyfingar- innar - markvissari barátta. Þórður Ólafsson formaður launþegaráðs Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi. b) Utanríkismál - afvopnum - friður. Erlend samskipti SUF. Þórður Ægir Óskarsson blaðamaður og stjórnmálaf- ræðingur. Umræður. 12.00 Hádegisverður. 13.00 Stjórnarsamstarfið - fiskveiðistefnan. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Umræður. 14.00 Nefndarstörf. a) Baráttuleiðir til áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar, um- ræðustjóri Gissur Pétursson. b) Utanríkismál, umræðustjóri Þórður Ægir Óskarsson. c) Stjórnmálaályktun, umræðustjóri Bragi Bergmann. d) Verkefnaáætlun fyrir afmælisár, umræðustjóri Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. 15.00 Lögð fram drög aö ályktunum, umræður. 15.30 Kaffi 16.00 Umræður og afgreiðsla mála. Þátttaka í útvarpinu RÓT. Önnur mál. 17.00 Fundarslit. Fundurinn er opinn öllu ungu framsóknarfólki! Akurnesingar - nærsveitamenn Félagsvist verður í Framsóknarhúsinu, sunnudaginn 29. nóvember kl. 15.30. Verið velkomin. Félag ungra framsóknarmanna Félagsvist verður spiluð sunnudagskvöldið 29. nóvember kl. 21. Spilað verður í Hellubíói. Framsóknarfélag Rangæinga. JÓLABASAR Eldri borgarar í Gerðubergi verða með sölu á handavinnu og jólaföndri á morgun, sunnudaginn 29. nóvember og hefst basarinn kl. 14:00. Einnig verður selt greni og efni til aðventuskreytinga. Kaffiveitingar á staðnum. Athugið að strætisvagnar nr. 12 og 13 stansa fyrir framan húsið. Félagsstarf aldraðra í Gcrðubergi Samtök gegn astma og ofnæmi: Kökubasar í Blómavali Árlegur kökubasar Samtaka gegn astma og ofnæmi verður haldinn í Blóma- vali við Sigtún 29. nóv. kl. 13:30. Kynningarfundur SHÍ um Þjóðarbókhlöðu I dag, laugardag 28. nóv. kl. 14:00 mun Stúdentaráð Háskóla Islands gangast fyrir kynningarfundi um málefni Þjóðarbók- híöðu. Fundurinn verður haldinn í ný- byggingu bókhlöðunnar við Birkimel. Ávörp flytja Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, Einar Sig- urðsson háskólabókavörður og Skúli Skúlason nemi. Aðventutónleikar SVANSINS Lúðrasveitin Svanur heldur sína árlegu aðventutónleika sunnud. 29. nóvember kl. 17:00 í Langholtskirkju. Stjórnandi tónleikanna verður Robert Darling, sem hóf störf hjá sveitinni sl. haust. Efnis- skráin er fjölbreytt og m.a. verða flutt verk eftir Bach, Árna Björnsson, Elgar, Bizet, Beethoven og fleiri. Samband milli íslenskra eldstöðva? Mánudagskvöldið 30. nóvember mun Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur reifa nýjar hugmyndir um íslenskar eldstöðvar, þ.e. að tengsl séu milli megineldstöðva, svo sem milli Kröflu og Bárðarbungu og milli Vestmannaeyja og Kötlu. Til dæmis virtist þrýstingur undir Bárðarbungu minnka þegar kvika tók að streyma upp i kvikuhólf Kröflu. í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu rök fyrir þessum tilgátum og gerð tilraun til að skýra þessi tengsl. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20:30. Dostojevskí í MÍR Á morgun, sunnud. 29. nóv. kl. 16:00 verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sovéska kvikmyndin „26 dagar í lífi Dostojevskís“. Skýringartextar eru á ís- lensku. Bókasýning og listaverkasýning frá Hvítarússlandi er opin alla virka daga kl. 17:00-19:00ogumhelgarkl. 14:00-19:00. Aðgangur að sýningunum í húsakynn- um MÍR er ókeypis og öllum heimill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.