Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 16
16 Tímin Laugardagur 5. desember 1987 !!!l!li!;i!lllllil bækur llllllll Jolabasar og hiutaveita Félags framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldinn í Hótel Lind Rauðarárstíg 18, laugardaginn 5. des. kl. 2 e.h. Eins og á undanförnum árum verður þarna margt góðra muna á góðu verði t.d. kökur og jólavörur að ógleymdu okkar vinsæla laufabrauði. Á hlutaveltunni verða engin núll og góðir vinningar í boði. Framsóknar- konur taka á móti munum og kökum á föstudag eftir kl. 16 að Rauðarárstíg 18. Stjórnin Framsóknarfólk um land allt athugið Hin geysi fallegu jólakort Landssambands framsóknarkvenna eru komin út. Sendum hvert á land sem er, hafið samband við Margréti á flokksskrifstofunni sími 91-24480, fyrir hádegi. L.F.K. Jólafundur félags framsóknarkvenna í Reykjavík verður í Norður- Ijósasalnum í Þórskaffi mánudaginn 7. desember kl. 20.30 Dagskrá: Séra Bernharður Guðmundsson flytur jólahugvekjuÁslaug Brynjólfs- dóttir fræðslustjóri les Ijóð.Guðrún Einarsdóttir kennari les sögu. Fram fer heiðursfélaga kjör. Gestir fundarins verða ráðherrar Framsóknarflokksins og konur þeirra. Við minnum á jólaþakkana. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin Framsóknarfélag Akraness heldur almennan fund mánudaginn 7. desember kl. 20.30 að Sunnubraut 21. Alexander Stefánsson situr fyrir svörum. Allir velkomnir. Stjórnin. Inge Scholl: Hvíta rósin Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út Hvítu rósina eftir Inge Scholl sem kom fyrst út á þýsku í Frankfurt 1955. Einar Heimisson þýddi bókina úr frummálinu, en ljóðaþýðingar gerði Helgi Hálfdanarson. Útgefandi kynnir Hvítu rósina svofelldum orðum á bókarkápu: „Asamt fáeinum vinum dreifðu systkini Hans og Sophie Scholl flugritum til námsmanna í Suður- Þýskalandi á árunum 1942-43, þar sem hvatt var til andspymu gegn stjórn nasista. Þau guldu fyrir með lífi sínu: 18. febrúar 1943 féllu þau í hendur Gestapo, og vom líflátin með fallöxi fjómm dögum síðar. „Hvíta rósin" var dulnefni andspyrnuhópsins. í þessari bók segir Inge Scholl sögu Hvítu rósarinnar og lífssögu systkina sinna. Ennfremur geymir bókin „dreifibréf Hvítu rósarinnar", flugritin sex sem áttu að ýta við samvisku þýskra námsmanna, bjartar leiðarstjörnur á myrkum þýskum himni, sem dauðinn gat ekki slökkt. Hvíta rósin hefur verið prentuð í sexhundmð þúsundum eintaka í Vestur-Þýskalandi og verið þýdd á fjöldamörg tungumál." Hvíta rósin er 138 blaðsíður að stærð. Kápumynd gerði eiginmaður höfundar, Otl Aicher, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1988 Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 1988, en aðalhluti þess er Almanak um árið 1988 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvisindastofnun Háskólans hefur búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinaf élagsalmanaksins að þessu sinni er Árbók íslands 1986 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. Þetta er 114. árgangur Þjóðvinafélagsalmanaksins sem er 200 bls. að stærð, prentað í Odda. Umsjónarmaður þess er Jóhannes Halldórsson cand. mag. Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins auk Jóhannesar (kosnir á alþingi 17. april 1986) em: Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður (hann andaðist 2. mars 1987), forseti; Einar Laxnessmenntaskólakennari; dr. Guðrún Helgadóttir fyrrverandi skólastjóri og dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. MARILYN M0NR0E sokkabuxur Glansandi gæðavara Heildsölubirgðir: Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin ^S4£igurjðnnon tjf. Þórsgata 14. Sími: 24477 Jóladagatal SUF 1987 Þeir félagar sem fengið hafa jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Úrdráttur er þegar hafinn, eftirtalin númer hafa komið uþþ: 1. des. nr. 2638 2. des. nr. 913 3. des. nr. 1781 4. des. nr. 1670 Allar frekari upþlýsingar eru veittar í síma 24480. Stjórn SUF Austfirðingar Drætti í happdrætti K.S.F.A. er frestað til 7. desember. Nánari upplýsingar í síma 11584. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222. Stjórnin. Dagvist barna Dagh./leiksk. Fálkaborg Fóstrur og aöstoðarfólk með reynslu í uppeldis- störfum vantar eftir hádegi nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 78230 og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. t Eiginkona mín og móðir okkar, Ingunn J. Ásgeirsdóttir Kirkjuteigi 13, lést í Landakotsspítala 3. desember Jón Egilsson Sveinn Jónsson Þorgeir Jónsson Sigríður Jónsdóttir t Þökkum innilega samúð og auðsýnda vináttu við andlát og jarðarför Eiríks Jónssonar frá Helgastöðum, Biskupstungum Guð blessi ykkur öll Börn, tengdabörn og barnabarnabörn t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar Margrétar Einarsdóttur frá Þoroddsstöðum i Úlfusi f.h. mína og systra minna Eiríkur Einarsson t Útför foreldra okkar Hróðnýjar Sigurðardóttur Jóhanns Halllórs Páissonar Dalbæ I, Hrunamannahreppi sem létust af slysförum 28. nóvember sl. fer fram frá Hrepphólakirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinna látnu er bent á orgelsjóð Hrepphólakirkju. Rútuferð verður frá B.S.Í. kl. 11.30. Börnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.