Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.12.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 17. desember 1987 Heldur ætla aðfinnslur málfræð- ings að vinda upp á sig vegna þess einstaka framtaks Tímans að bregða fyrir sig hinu algenga ís- lenska nýmyndunarorði „bígerð“ í forsíðufrétt af plútoníumryki. Nú hefur forstöðumaður Orða- bókar Háskólans hringt inn þær athugasemdir að til sé fjórtán árum eldra dæmi í íslenskum ritum. Bígerð kemur fyrir í Hafnarstúd- entum, bls. 33, og er það sr. Þorsteinn Helgason, síðast í Reyk- holti, sem bregður fyrir sig þessu orði. Dæmið er svona: “... hvort nokkur umbreyting við skólann hefur verið í bígerð (eins og dón- arnir segja) í gegnum hoppið hér í vetur...“ Þetta dæmi kemur fyrir í Iöngu bréfi hans til Páls stúdents Pálssonar, frá 2. maí 1826. Forstöðumaður Orðabókarinn- ar, Jón Aðalsteinn Jónsson, vildi taka það skýrt fram að hann væri á hinn bóginn afar óánægður með þá framsetningu Tímans að etja þess- ari stofnun gegn Finni N. Karls- syni, menntaskólakennara á Egils- stöðum. Um uppruna þessa orðs væru skiptar skoðanir og ætluðu þeir ekki að taka afstöðu til þeirra mála, heldur einungis að gefa upp þau dæmi sem til eru í Orðabók- inni. Mun ýmist vera hallast að því að orðið sé runnið úr þýsku, eins og Árni Böðvarsson bendir á í nýjustu útgáfu Orðabókar Menningarsjóðs og Finnur N. styðst við án þess að hafa nein dæmi á reiðum höndum, eða þá að orðið sé íslenskt og myndað úr forskeytinu bí- og sagnanafnorðinu gerð. Munu skoðanir einkum skiptar um það hvort hægt sé að rekja uppruna bígerðar til sagnarinnar að „bí- gera“, en hún er komin úr þýsku með viðkomu í dönsku og er hin versta sletta. Að lokum er það að nefna að í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar segir um bígerð að það sé e.t.v. íslensk nýmyndun, sbr. dæmi úr eldri dönsku, „i gerd(e)“ í merkingunni í þróun. Telur nú Tíminn málið komið að sinni úr höndum blaðamanna og afhendir það málvísindamönnum til úrskurðar. KB Iðnaöarráöherra afhenti viðurkenningar: 16 starfsþiálfarar Sextán starfsmenn hjá fjórtán fyrirtækjum í fata- og vefjariðnaði, fengu þann 10. desember s.l., af- henta viðurkenningu fyrir þátttöku í starfsþjálfunarnámskeiði, sem hald- ið var í samræmi við samkomulag sem Landssamband iðnverkafólks og VSÍ,VMSÍ og Félag íslenskra iðnrekenda gerðu með sér í kjara- samningum ó.desember 1986. Þessir starfsmenn hafa verið undanfarna mánuði í bóklegu og verklegu námi á vegum Iðntækni- stofnunar íslands. Námið hófst í maí og hefur staðið yfir síðan með hléum, þar af voru 8 vikur bóklegt nám sem fram fór hjá Iðntæknistofn- un, en 9 vikur verkleg þjálfun í fyrirtækjum. Markmið námskeiðsins var m.a. að þjálfa þátttakendur til að geta leiðbeint öðrum, geta þjálfað nýliða samkvæmt ákveðinni áætlun og geta lagt mat á hæfni einstaklinga. Peim er einnig ætlað að þekkja gæðakröf- ur, vélar og tæki og þekkja til vinnurannsókna. Hinn glæsilegi líkbíll afhentur. F.h. Ásbjörn Björnsson, forstjóri, Bjami Ólafsson, Bílvangi, og Ólafur Magnússon yfirbílstjóri. Tímamynd Pjetur • Buick líkbíll til Reykjavíkur Kirkjugarðar Reykjavíkur, Reykja- víkur prófastdæmi, fengu afhenta sl. föstudag nýja likbifreið af Buick gerð. Það var umboðsaðili General Motors á íslandi, Bílvangur sf. sem flutti bifreiðina inn fullinnréttaða til líkflutninga, en uin þær breytingar sá eitt elsta og virtasta fyrirtæki í Bandaríkjunum á þessu sviði, Sup- erior Coaches. Buickinn er eftir þessar breytingar rétt rúmir 6 metrar á lengd og 2 metrar á breidd. 451 af ferskum laxi flogið til Frakklands Um 45 tonn af ferskum laxi verða flutt út til Frakklands á vegum Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins í þessari viku. Megnið fer með flugfragt næstu daga. Áður hefur Sjávarafurðadeild flutt út 93 tonn af ferskum laxi til Frakklands, sem er aðalmarkaðssvæði deildar- innar fyrir þessa afurð, en útflutn- ingur á ferskunt iaxi hófst um miðjan maí sl. J*á hafa 36 tonn farið á Bandaríkjamarkað frá því þessi útflutningur hófst. Laxinn fer á markað í Boulogne, sem er aðaldreifingarstöð fyrir fisk í Frakklandi, en þaðan að mestu á Parísarsvæðið, á jólaborð franskra heimila. Laxinum er slátrað í þcss- ari viku hjá íslandslaxi hf. við Grindavík og Snælaxi hf. í Grund- arfirði og hann fer óslægður á markaðinn. Markaðsverð fyrir lax- inn hefur verið 271 kr/kg fob að meðaltali, þ.e. þegar umboðslaun erlendis, flutningsgjöid og trygg- ingar hafa veriö greiddar. Ferskur, óslægður lax er þannig 6 til 7 sinnum verðmætari en ferskur þorskur í gámum að meðaltali. Með aukinni framleiðslu laxeld- isstöðva fer útflutningur á laxi sívaxandi. Reiknað er með að Sjávarafurðadeild Sambandsins annist sölu á um 650 tonnum af iaxi á næsta ári, að nettóverðmæti um 180 milijónir króna. Verðmæti út- flutts lax á þessu ári á vegum deildarinnar er um 50 miiljónir króna. Sjávarafurðadeild annast langstærstan hluta laxútflutnings- ins frá íslandi. flNGELfl Skuggsja SKVGGSJÁ - BÓKABVÐ OLIVERS STEDíS SF ÁST OG HAMINGJA Barbara Cartland Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á i hugmyndina, og framundan 1 er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag. ANGELA Theresa Charles Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og litin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fólks. Angela missti mann sinn og dóttur í bílslysi og iíf hennar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yftrveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. iiDW!. löíía!W®L Erik IXerlöe SVÖRTU AUGUN SKuaasjÁ SVORTU AUGUN Erik Nerlöe Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og ljúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að flýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að flýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðeins út í ófyrirsjáanlegar hættur. TINA Eva Steen GOÐI HIRÐIRINN Else-Marie Nohr Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim, en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr lífi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í líf hennar. Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði í Thailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og mundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fljótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún erfull af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. En fjögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. c3r au-UWJUKMl Eva Steen TÍNA C ____ Eba-Marls Nekr GÓÐI HIRÐIRINN SKUGOSJÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.