Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 91
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2009 59 Rætt verður um svarthol og sprengistjörnur í fyrir- lestri Páls Jakobssonar stjarneðlisfræðings í Öskju í dag. Tilefnið er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar sem nú er haldið hátíðlegt. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að tími sé til kominn fyrir almenning að hvíla sig á kreppu- talinu og horfa í átt til stjarnanna. „Það held ég og það er ekki verra að skella sér á fyrirlestur og fá að heyra um aðeins öflugri hamfarir en við erum að ganga í gegnum hérna,“ segir hann. „Það eru til hugmyndir um að svona sprengistjörnur valdi útdauða á jörðinni ef þær springa í innan við þúsund ára fjarlægð frá okkur.“ Páll verður fyrsti fyrirlesarinn af fimm á þessu vormisseri. Á meðal annarra fyrirlesara verður stjörnulíffræðingurinn David Des Marais frá Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, sem kemur hingað 8. apríl. „Hann er einn fremsti sérfræðingur í heim- inum á sínu sviði. Hann mun sennilega tala um Mars- jeppana. Það er alltaf gaman að heyra frá mönnum sem eru í miðri hringiðunni,“ segir Sævar Helgi. Á heimasíðunni www.2009.is eru fleiri upplýsingar um alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar, sem er haldið í til- efni þess að 400 ár eru liðin síðan Galíleó Galílei not- aði sjónauka í fyrsta sinn til að rannsaka himingeim- inn. - fb Öflugri hamfarir en á Íslandi Þriðja gamanmyndin í Fock- ers-seríunni, Little Fockers, er í undirbúningi í Hollywood. Hún mun fjalla um börn Gregs Focker og eiginkonu hans Pam. Ben Stiller, Robert De Niro og Owen Wilson eru allir í samn- ingaviðræðum um að leika í myndinni og talið er að Wilson muni í þetta sinn leika stærra hlutverk en hingað til. Jay Roach, sem hefur leikstýrt báðum Fockers-myndunum, verð- ur ekki við stjórnvölinn í þetta sinn. Þrír leikstjórar koma til greina í starfið, þar á meðal Peyt- on Reed sem leikstýrði Yes Man. Litlir Fockers á leiðinni BEN STILLER Stiller verður í aðalhlutverki í þriðju Fockers-myndinni, Little Fockers. Fari svo að hinn sálugi Heath Ledger hljóti Óskarinn aðfaranótt mánudags sem besti leikarinn í aukahlutverki, eins og margir búast við, mun þriggja ára dótt- ir hans Matilda eignast styttuna. Það verður þó ekki fyrr en árið 2023, eða þegar hún verður átján ára. Þangað til verður styttan í vörslu móður hennar, Michelle Williams. Ekki hefur verið upplýst hver mun taka við Óskarnum ef Led- ger vinnur. Annaðhvort verður það einhver úr fjölskyldu hans eða náinn samstarfsmaður hans í kvikmyndabransanum. Matilda fær Óskarinn HEATH LEDGER Ledger fór á kostum í hlutverki Jókersins í The Dark Knight. Celine Dion hefur verið elt á röndum upp á síðkastið af 41 árs gömlum karlmanni. Maðurinn er talinn hafa elt söngkonuna um nokkurt skeið, en síðasta föstu- dagskvöld hringdi hann bjöllunni á villu Celine og heimtaði að fá að tala við hana og eiginmann hennar Rene Angelil. Þegar hann neitaði að fara hringdu öryggisverðir á lögregluna. Mað- urinn reyndi þá að flýja á hlaup- um en var handtekinn þegar hann sneri aftur að húsi söngkon- unnar stuttu síðar. Eltihrellirinn var látinn gang- ast undir geðrannsókn og þurfti að svara til saka fyrir rétti, en Celine Dion hefur ekki tjáð sig um málið enn. Dion elt á röndum SKOÐA STJÖRNURNAR Sævar Helgi Bragason (til hægri) skoðar stjörnurnar ásamt félaga sínum, Sverri Guðmundssyni. OF VINSÆL? Celine Dion er ein þeirra stórstjarna sem hafa orðið fyrir barðinu á eltihrelli, en 41 árs karlmaður hefur elt hana á röndum um nokkurt skeið. Velkomin í Háskóla Íslands Kynnum á fjórða hundrað námsleiðir! Námskynning í dag kl. 11–16 á Háskólatorgi, í Gimli og í Odda Nemendur og kennarar kynna þær fjölmörgu námsleiðir sem í boði eru í Háskóla Íslands namskynning.hi.is hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.