Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.02.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. febrúar 1988 Tíminn 15 Ekki gert ráð fyrir fotgangandi i skipulaginu Séu fjarlægðir í Burgville miðað- ar við mælikvarða New York er gangan frá húsinu okkar í matvöru- búðina samsvarandi leiðinni frá Times Square til húss Sameinuðu þjóðanna, eða 20-30 mínútna gangur. Næsta sjoppa, apótek, kjötsala og fatahreinsun voru í svipaðri fjarlægð en í ofurlítið aðra átt. Ef kvikmyndasmekkurinn er eitthvað í öðrum dúr en þessar venjulegu táningamyndir sem sýndár eru í bíóinu á staðnum kostaði það margra klukkutíma langa göngu. Og þarna eru engir strætisvagnar, engir leigubílar, engar lestir í neina átt. Ég kemst af án þcss að fara í bíó en hversu oft finnur maður hjá sér löngun til að bera 5 kílóa kalkún, 6-doIlu bjórpakka, 4-5 potta af mjólk, 2 kfló af kartöflum og risapakkningu af þvottadufti frá byggingu Sameinuðu þjóðanna að Times Square, og ganga enn lengra í þveröfuga átt til að sækja fötin úr hreinsun, blöðin, glas af hóstasaft og lambalæri? meira fé handa á milli en fyrr og þurfti ekki lengur að óttast refsiað- gerðir bílastæðavarða í jólaösinni. Níu eða 10 ára yndislegt frelsi frá bílaþrældómnum lagði sitt af mörkum til að gera tímabilið í New York eitthvert hið yndislegasta í lífi mínu. En þá kom að því að hverfa aftur til blákalds raunveru- leikans. Við yfirgáfum New York og fluttumst til Burgville (samnefn- ari fyrir smáborgir í Bandaríkjun- um). Staðurinn bauð af sér einstak- lega góðan þokka, nema staðsetn- ing eiginlega allra hluta í bænum. Ég var aftur kominn í bílaland. Öll skelfingin eins og hún lagði sig: tryggingar, skráningarskriffinnsk- an, skattar, stöðug mötun á bensíni og olíu, hvítir skoðunarmiðar, endalausar áhyggjur. Ætti ég að láta skipta um olíu? Pýðir þetta klikk, klikk, klikk hljóð að eitt af hjólunum er að detta af? Verður mér stungið inn fyrir að trufla umferðina á hraðbrautinni með því að aka um á sumardekkjum í snjóbyl? En ég átti ekki um neitt að velja. Ég keypti bíl. Og það var eins og hendi væri veifað, ég fór að fitna. Reyndar var eitt af því fyrsta sem ég veitti athygli við komuna til Burgville hvað þar var margt geysi- lega feitt fólk. „Það er vissara fyrir okkur að vera varkár hérna,“ sagði ég við konuna mína. „Kannski er eitthvað í vatninu sem veldur of- fitu.“ En það var ekkert í vatninu. Pað var á götunum. Enginn fór nokk- urn tíma fótgangandi nokkurn skapaðán hlut. Allir keyrðu bt'l. Ég veit um hvað ég er að tala vegna þess að ég vandist fljótt á það sjálfur. Einmitt í morgun langaði mig til að gá hvort það væri kalt úti, svo að ég hljóp út um dyrnar, skreið inn í bílinn minn og keyrði umhverfis húsaröðina á meðan ég las hitastigið af nýja stælhitamælin- um í bílnum mínum. Þegar ég fer í kjörbúðina þar sem bílastæðin þekja 15 ekrur og eru yfirleitt auð, kemst ég í vont skap ef bílastæðin við innganginn eru upptekin og ég neyðist til að ganga 30-40 metra frá bíldyrunum að verslunarborðunum. f nokkrar vikur neyddi ég sjálfan mig til að ganga, bara til að fá smáhreyfingu. En þegar maður hefur gengið framhjá sjö eða átta þvergötum í hvaða átt sem er frá miðri Burgville eru allargangstéttir horfnar og sá sem er fótgangandi á í harðri samkeppni um göturnar við bíla sem akfeitt fólk ekur. Hvað get ég gert í málinu? Sjálfsagt geri ég ekki neitt. Ég er að verða feitur í Burgville. Raunir bílaþrælsins Margur er sá sem bölvar hressi- lega þegar hann kemur heim að kvöldi eftir að hafa neyðst til að taka þátt í darraðardansinum á götum Reykjavíkur að deginum. Aðrir leggjast á bæn og þakka sínum sæla fyrir að hafa enn einn daginn sloppið með líf og heila limi úr umferðinni í Reykjavík, sem við höldum að eigi engan sinn líka um víða veröld. En það er víðar pottur brotinn í umferðarmálum. Pá er ekki verið að tala um umferðarmenninguna sem víða viðgengst eða umferðar- ómenninguna sem viðgengst í Reykjavík. Það er öllu fremur verið að tala um ástand almenn- ingssamgangna en augljóst er að í því betra ásigkomulagi sem ai- menningssamgöngur eru í einu bæjarfélagi því minni ástæður eru til að vera þræll bílsins síns. Því lengri vegalengdir sem almenning- ur verður að sækja til vinnu og þjónustu alla, því háðari verður fólk þessum einkafarartækjum ef almenningssamgöngur eru ekki í góðu lagi. Fjarlægðirnar sem fólk þarf að kljást við í daglegu lífi í Reykjavík eru satt að segja orðnar ógnvæn- lega miklar. Og þá skiptir máli hvernig fólk kemst á milli staða á sem skemmstum tíma, auðveldast- an hátt og án þess að leggja heilsuna sífellt í hættu, bæði líkam- lega og andlega. Það má nefnilega færa að því gild rök að stór hluti umferðaróhappa stafi einfaldlega af því að alltof margir eru á ferli á götum borgarinnar í einu, í kappi við tímann og aðraökumenn, til að leysa af hendi einföldustu erindi, og að öllum líkindum er stór hluti þeirra að stelast úr vinnunni í ofanálag. Er furða þó að allir séu stressaðir! Skemmtileg hugleiðing um þetta vandamál birtist fyrir skömmu í The New York Times Magazine eftir Russell Baker, sem hefur kynnst kostum góðra almennings- samgangna, sem gerðu honum kleift að vera bíllaus, ekki síður en því að vera alger þræll bílsins. Gefum honum orðið. j New York Þeir sem búa í New York gleyma hvernig á að aka bíi. Það er einhver mesti munaðurinn við að búa í New York að bíll er algerlega óþarfur þar. Nema því aðeins ein- hver vilji helga líf sitt því verkefni að leita að bílastæði, það er nefni- lega ekki hægt að láta bílinn standa við gangstéttarbrúnina endalaust og enginn hefur efni á að leigja bílskýli nema hann sé því loðnari um lófana. Og það sem meira er, bíllinn kemur ekki eigandanum að neinu gagni, jafnvel þó að honum takist að koma bílnum inn í nett bíla- stæði, því að þegar bfllinn er færður úr þessu dýrmæta plássi á einhvern þann stað sem maður vill fara til í borginni, hver er þá kominn til með að segja að þar sé nokkur leið að finna bílastæði? í Washington Þegar ég flutti frá Washington til New York kunni ég ekki að meta þægilegan aðbúnaðinn til að byrja með. Hvaðvarðar almenningssam- göngur er Washington á álíka frumstæðu stigi og Los Angeles. Þegar ég bjó þar, þá var þar engin neðanjarðarlest og það leið svo langur tími milli strætisvagnaferða að eiginlega var varla hægt að tala um að þær væru til heldur, nema manni lægi ekki meira á en svo að ekki skipti máli hvort hann mætti á staðinn deginum fyrr eða síðar. í Washington fóru allir ferða sinna í bílnum sínum. Minn bíll stóð fyrir framan húsið og vélar- hlífin náði því aldrei að kólna. Reyndar var bíllinn svo vanur að fara leiðina á skrifstofuna að ég þurfti varla að stýra honum. Ég steig bara inn í bílinn, góndi út í loftið smástund og það næsta sem ég vissi var að ég leit upp og við blasti skrifstofubyggingin. Billinn var farinn að fara sínar eigin leiðir Bíllinn hefði komist til skrif- stofunnar þó að enginn sæti í honum ef ég hefði bara skilið lykilinn eftir í svissinum. Eitt kvöld var mér reyndar boðið í veislu í heimahús. Ég settist í bílinn og þegar ég opnaði augun 20 mínútum seinna áttaði ég mig á því að bíllinn hafði flutt mig á skrifstofuna. Ég var orðinn svo háður bílnum í Washington að þegar ég fluttist til New York tók ég hann með mér og hélt í hann dauðahaldi í eitt ár eða meira, miklu lengur en það tók mig að átta mig á því að það væri peningasóun. En bíliinn varorðinn eins og hluti af sjálfum mér. Það var heimskulegt að halda honum en ég ímyndaði mér að ef ég segði skilið við hann yrði það mér sár persónulegur missir. Þegar ég loks mannaði mig upp í að losa mig við bílinn varð ég ánægður að komast að raun um að ekki aðeins saknaði ég hans ekki hið minnsta heldur hafði ég miklu Fjarlægðir i smáborginni miklu óviðráðanlegri Allir akfeitir í bilalandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.