Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 31.03.1988, Blaðsíða 24
Sparisjóðsvextir á tékkardkninga hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta jQr 680300 Tíminn T Tíminn Landsátak til þyrlukaupa Róm, Feneyjar, Flórens, Verona, Gardavatnið, San Marino og sól Þú slærö margar flugur í einu höggi á Rimini. Sólin, sjórinn og öll tilheyrandi aðstaða er í takt við aðrar glæsilegustu sólarstrendur Evrópu, en Rimini hefur líkaafdráttarlausa sérstöðu, sem kryddartilverunaog eykur fjölbreytnina langt umfram það sem venjulega gerist á sólarströndum: EINSTAKAR SKOÐUNARFERÐIR. 3ja daga Rómarferð, 2ja daga ferð til Verona og Gardavatnsins, dagsferðirtil Feneyja, Flórens og San Marino. Hvar annars staðar bjóðast álíka ævintýri? FRÁBÆRIR VEITINGASTAÐIR. Rimini-Riccione er eitt af höfuðvígjum ítalskrar matargerðarlistar. Hérfinnurðu staði sem gefa bestu veitingastöðum stórborganna ekkert eftir. Sparikvöldin slá í gegn! HEIMSFRÆGIR TÍSKUHÖNNUÐIR. ítalskirtískuhönnuðir á borð við Georgio Armani hafa opnað sínar eigin verslanir og hafa jafnvel bækistöðvar sínar á Rimini. Tískuverslanir skipta hundruðum með fatnað eins og hann gerist glæsilegastur um allan heim! ÍTALSKT, ÓSVIKIÐ ANDRÚMSLOFT. Þú ert á grónum ítölskum stað með aldagamla, ósvikna menningu, sem alls staðarfinnst fyrir. Aðeins það gefur Rimini-dvölinni ótrúlega mikla dýpt. BARNAKLÚBBURINN OG ÍÞRÓTTAKLÚBBURINN bjóða upp á fjölbreytta skemmtun; leiki, íþróttastarf og dansiböll fyrir alla aldurshópa! RIMINI-RICCIONE - staður ungs fólks, fjölskyldufólksogeldrafólks. Staðurallra þeirra sem vilja eina ferð með öllu. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91-62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-2-72-00 Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellana - Igea Manna Cervia - Milano Marittima Ravenna e'le Sue Manne Adnalic Riviera ol Emilia - Romagna i italy Björgunarsamtökin þrjú, Slysa- varnafélag íslands, Landssamband hjálparsveita skáta og Landssam- band flugbjörgunarsveita, hafa lýst yfir áhuga á að standa fyrir stórri landssöfnun til kaupa á nýrri þyrlu til björgunarstarfa. Hugmyndin er enn á umræðustigi en forsvarsmenn samtakanna vonast til að hugmyndin verði að veruleika með haustinu. „Það hafa komið fram hugmyndir um þetta landsátak, en það þarf opinbera ákvörðun um hvort fara eigi út í þyrlukaup. Ef samþykki ríkisstjórnarinnar lægi hins vegar fyrir væri okkur í raun ekkert að vanbúnaði, en málið er bara ekki komið á aðgerðarstig," sagði Tryggvi Páll Friðriksson, formaður Landssambands hjálparsveita skáta í samtali við Tímann. Hann sagði að rætt hefði verið við bæði forsætis- og dómsmálaráðherra og málið er í skoðun hjá þeim. „Jú það er rétt að þeir töluðu við mig og einnig aðra ráðherra. Þetta mál er í athugun, en ákvörðun verður að taka í tengslum við fjár- lagagerð, því það er ljóst að þó að þeir standi að landssöfnun, þá lendir meginþunginn á ríkissjóði. En það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þetta mál,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra í samtali við Tímann. Stór björgunarþyrla kostar um 400 - 500 milljónir króna, en minni, samskonar vél og TF - SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, kostar um 150- 200 milljónir. Af hagkvæmnis- ástæðum gæti verið betra að kaupa minni þyrluna, þar sem þá væru varahlutirnir þegar til staðar og ekki þyrfti að þjálfa áhöfnina upp á nýtt. Frá sjónarmiði björgunar er hins vegar ótvírætt mun betra að kaupa stærri þyrluna. Hún gæti ekki aðeins bjargað fleiri mönnum, heldur hefur hún einnig mun meira flugþol. „Það brennur á mönnum að gera eitthvað í málinu. Við höfum gert fjöldamargar ályktanir og rætt við ráðherra. Það eru undirskriftalistar í gangi víða en boltinn er hjá stjórn- völdum. Við gætum hugsað okkur að ef við fáum grænt ljós frá stjómvöldum, þá færum við af stað með landsátakið í september,“ sagði Tryggvi Páll. Björgunarsamtökin hafa nú sam- einast um einn neyðarsíma, sem tekur gildi þegar ný símaskrá kemur út. Síminner91-627111 ogverður24 klukkustunda vakt við hann. Með tíð og tíma mun sérneyðarsími Slysavarnafélagsins leggjast niður, svo og sími Hjálparsveitanna og Flugbjörgunarsveitanna. -SÓL 10 milljónir í Lottó-1x2 w Búist er við ríflega þremur millj- ónum króna í fyrsta vinning í Get- raunum 1x2 þegar sölu verður hætt á laugardag. Hægt er kaupa miða í miðstöðinni í Laugardal á laugardag og hringja inn númer krítarkorta í síma 68 83 22. Lottópotturinn verður feitur sem aldrei fyrr. Búist er við sjö milljónum í vinning fyrir fimm rétta. Samtals um tíu milljónir í boði fyrir spámenn þjóðarinnar. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.