Tíminn - 09.04.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 09.04.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 9. apríl 1988 Tíminn 23 Grace Kennedy söngkona: Fergie heill aðist af Holly- wood - og Hollywood af henni Fergie kunni hið besta við sig í Hollywood. Hér er hún með landa sínum, leikaranum Dudley Moore, og fer vel á með þeim. Best naut Sarah sín í Hollywood, þar sem kvikmyndafólkið elti hana á rönduin og sannfærði hana um, að hún væri alveg eins og sköpuð fyrir kvikmyndirnar. Hún væri „stjörnuefni" eins og það er kallað. Hefði þannig litarhátt, framkomu og heillandi persónuleika. Parna var reyndar hindrun í vegi fyrir framgangi Fergie í kvikmynd- um í bili, - en einmitt um þetta leyti var hátíðlega tilkynnt að her- togahjónin af York, Andrew og Sarah, ættu von á barni. Landi hertogaynjunnar, Dyn- asty-stjarnan Joan Collins, fullyrti að Fergie ætti vísan frama á hvíta tjaldinu. Hún ætti bara að koma til Hollywood þegar hún hefði jafnað sig eftir barnsburðinn og sjá til hvernig henni gengi. Fergie, sem er 28 ára og fjörug og lagleg ung kona og hefur gaman af að vera í sviðsljósinu, sagði að þetta væri geysilega freistandi fyrir sig, -en líklega væri þarnaþrándur í götu. Og það kom á daginn, að það var sannleikur, því að þegar Fergie sagði Andrew prins frá þessu í gamni, varð hann - að sögn - alveg fjúkandi vondur yfir að konan sín skyldi hlusta á svona vitleysu. Úr þessu varð mikil rimma hjá ungu hjónunum, og nóg var af eyrum til að fylgjast með og segja frá hinu konunglega rifrildi. Andrew prins varð öskuvondur. Jr að varð söguleg ferð sem þau fóru til Ameríku, þau Andrew Bretaprins og kona hans, Sarah Ferguson - eða Fergie eins og hún er oft kölluð, - en hún „sló alveg í gegn“ hjá Ameríkönum. Gimsteinum skrýdd fyrir 2 millj. dollara! Fawn Hall vakti eftirtekt í heims- fréttunum þegar hún bar vitni í réttar- höldunum yfir Oliver North í sam- bandi við Irans-vopnasölumálið, en hún var einkaritarí Norths. Hún þótti koma vei fyrir í réttarhöldunum og ljósmyndarar kepptust við að ná af henni myndum, því að stúlkan var svo glæsilcg. Fawn Hall vann heilmikið í sambandi við vetrar-ólympíuieik- ana í Calgary í Kanada, aðallega við kynningar og auglýsingar fyrir leikana. Par á meðal fékk hinn heims- frægi skartgripahönnuður, Harry Winston, hana til að sýna fyrir sig demantshálsmen með blóma- mynstri og tilheyrandi eyrna- lokka og furkunnarfagran hring „Nýtt líf fyrir mig og Natalie“ VXrace Kennedy var þekkt söngkona og hafði náð langt á framabrautinni, þegar hún sneri við blaðinu, hætti söngnum og gekk í hjónaband. Eiginmaður Grace var breskur milljónamær- ingur. Þau hjón eignuðust dóttur. Fæðingin gekk mjög erfiðlega og Grace var um tíma nær dauða en lífi. Erfiðleikar komu upp í hjóna- bandinu og Grace segir í nýlegu viðtali við enskt kvennablað, að lífið hafi verið orðið óbærilegt fyrir sig og dótturina. Grace gekk út af hinu ríkulega heimili þeirra, sem var í stórhýsi í norðurhluta Lundúnaborgar. Hún sagði að litla dóttirin hefði aldrei fengið að leika sér með börnum og verið orðin einræn og döpur, en nú - þegar þær mæðgur hefðu miklu lítilfjörlegri heimkynni væri Nata- lie orðin kát og hress og léki sér eins og órabelgur. Hinn ríki faðir hafði alltaf skipt sér lítið af dótturinni, og hefur aldrei reynt til að fá að sjá hana síðan Grace fór frá honum. „Ég reyni með hverjum degi að bæta Natalie upp döpru árin, og bestu laun mín eru þegar ég heyri hana hlæja glaðlega og ólátast,“ segir móðirin, sem nú hefur tekið til við söngferil sinn og gengið stórvel. Að ofan til hægrí: Nýgift og lukkuleg, - Grace með eiginmanninum, mill- anum Robert Winsor, sem hún fór frá til að byrja nýtt líf með dótturinni. Grace komin aftur til starfa í vinsælum sjón- varpsþætti „Með Paul Nicholas og vinum“. Grace er í dag söngstjarna sem skemmtistaðir sækjast eftir. Að ofan til vinstri: Natalie hefur lært að brosa á ný. Mamma hennar og hún eru ánægðar með „nýja lífið“. Fawn Hall með demants- blómin um háls og í eyrum og fagurbláan 32-karat saf- ír á hendi. með 32ja karata safír frá Burma. Verðmæti skartgripanna var sagt ekki undir tveim miltjónum dollara, - eða um 80 milljónir íslenskra króna!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.