Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 20. apríl 1988 Tvær vélar lentu í smávægilegum vandræðum með stuttu millibili á Reykjavíkurflugvelli á sunnudag. Engin slys urðu. Efri vélin, TF-TEE, er sú íslenska, neðri SÚ þýska. (Tímamyndir: Pjetur) Flugmenn í vandræðum Reyndur llugmaður lítillar, cins hrcyfils Cessna llugvclar, TF-TEE, varð smcykur á flugi yfir Sandskciði unr sexleytið á sunnudag. Var þá gangur hreyfilsins orðinn grófur og hann fór að litast um eftir lendingar- svæði, ef hann þyrfti að nauðlcnda. Flugbrautin á Sandskeiði var snævi þakin og honum lcist ekki á að lcnda þar af ótta við að flugvélin snerist við í lendingu. Þá var mikil umferð um Suðurlandsvcg og ekki á það hættandi að lenda þar. Vandræðalaust gekk þó að fljúga vélinni til Reykjavíkurogekki þurfti að nauðlenda. Ólíklegt þykir að ísing hafi valdið gangtruflunum. Það hefur ekki enn verið rannsakað sök- um anna, en talið cr að um bilun í hreyfli sé að ræða. Skömmu eftir að TF-TEE lenti klukkan 18:23 tilkynnti þýskur flug- maður á eins hreyfils Bcechcraft flugvél að hann væri að koma inn til lendingar í Reykjavík og væri rúða hjá honum brotin. Til öryggis voru slökkvibíll og sjúkrabíll rciðubúnir til aðstoðar við flugbrautina, þegar vélin lenti, en þcirra gcrðist ekki þörf. þj Frá menntamálaráðuneytinu Staða bókavarðar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla íslands er laus til um- sóknar. Starfið felst í skipulagningu og umsjón með safni sem verið er að koma upp sameiginlega fyrir skólana. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 17. maí n.k. Menntamálaráðuneytið Frá Menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu eru lausar kennarastöður í eftirfarandi greinum: ensku, stærðfræði og viðskipta- greinum ásamt tölvufræði, heilar stöður og hlutastöður í dönsku, þýsku, lífrræði, eðlisfræði og efnafræði. Æskilegt erað umsækjendur geti kennt meira en eina grein. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í ensku, íslensku, listgreinum, rafmagnsgreinum, sögu, sérgreinum háriðna, stærðfræði, tölvufræði og vélstjórnargreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 16. mai n.k. Menntamálaráðuneytið Sjúkraliðar Aðalfundi Sjúkraliðafélagsins, sem halda átti 23. apríl, verður frestað um óákveðinn tíma. Stjórnin. Byggðastofnun klárar bráðum útlán þessa árs Byggðastofnun hefur nú þegar lánað út og gefið lánsloforð fyrir 838 milljónum króna. Ekki á hún eftir nema um 200 milljónir til útlána það sem eftir er af árinu. Guðmundur Malmquist, forstöðumaður Byggða- stofnunar, sagöi í viðtali viðTímann að nú yrði hægt mjög á öllum lánveitingum fyrir þetta ár. Enginn fundur er fyrirhugaður á næstunni í stofnuninni vegna lánveitinga. Stærsti hluti þeirra lánveitinga sem búið er að afgreiða hefur verið veittur til fyrirtækja í sjávarútvegi. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fengið á þessu ári um 508 milljónir króna í lán frá Byggðastofnun. Auk þess hefur verið varið um 150 milljónum til viðgerða á fiskiskipum samkvæmt áætlun um sérstök skipasmíðaverk- efni. Samtals hafa þá 658 milljónir verið veittar að láni til fyrirtækja í sjávarútvegi. Guðmundur sagði að venjuleg staða væri sú að farið væri að veita lánsloforð strax á haustin fyrir útlán næsta árs. í ár hefðu verið afgreiddar um 290 milljónir strax í upphafi ársins, vegna lánsloforða frá síðasta hausti. Upphaflega var gert ráð fyrir því að veitt yrðu lán fyrir um einn milljarð króna á þessu ári. Sagði Guðmundur að vegna verðbólgu- þróunar og þess háttar breytinga, liti út fyrir að sú upphæð yrði um 1.350 milljónir í ár. Þessi upphæð er þó ekki endanleg þar sem hún er háð því hvernig stofnuninni gengur að innheimta eldri lán. KB Borgarnes: Kaupfélagsstjóraskipti Ólafur Sverrisson hefur sagt lausu starfi sínu sem kaupfélags- stjóri Kaupfélags Borgfirðinga og lætur af starfi í júní. Hann verður 65 ára í næsta mánuði. f stað hans hefur stjórn kaupfélagsins ráðið Þóri Pál Guðjónsson sem kaupfé- lagsstjóra. Ólafur Sverrisson á langan og farsælan feril að baki, því að hann hefur verið kaupfélagsstjóri í Borg- arnesi í rétt tuttugu ár, eða frá 1968. Þar áður var hann kaupfé- lagsstjóri á Blönduósi árin 1958- 68. Ólafur hefur gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sam- vinnuhreyfinguna, og í stjórn Sam- bands ísl. samvinnufélaga hefur hann setið frá 1975, síðustu árin sem varaformaður. Þórir Páll Guðjónsson er fæddur 1945, útskrifaðist scm búfræðingur frá Hvanneyri 1965 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1968. Næstu árin var hann í starfsnámi Sambandsins og Samvinnuskólans, Ólafur Sverrisson. cn var útibússtjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga á Laugarvatni 1970-73, Kennari við Samvinnuskólann í Bifröst varð hann svo árið 1973 og starfaði þar samfellt fram á s.i. sumar. Þá réðist hann frarn- kvæmdastjóri fyrir Eðalfisk hf. í Borgarnesi, en hefur nú látið af því Þórir Páll Guðjónsson. starfi og hafið störf hjá Kf. Borg- firðinga. Hann var formaður Landssambands ísl. samvinnu- starfsmanna árin 1981-83. Þórir Páll er kvæntur Helgu Karlsdóttur frá Narfastöðum í Reykjadal og eiga þau þrjú börn. -esig Björgunarsveitir, öryrkjar og fornbílamenn: Rýmri undanþágur á bifreiðagjaldi Eins og mönnum ætti að vera í fersku minni var lagt sérstakt bif- reiðagjald á bílaeigendur á s.l. hausti, er gekk almennt undir heit- inu kílógjald. Nú hefur verið lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til að staðfesta þetta gjald og er einnig að finna nýtt ákvæði, sem gleðja ætti björgunarsveitarmenn, öryrkja og fornbílaeigendur. -Verði þetta stjórnarfrumvarp að lögum, er gert ráð fyrir að fjármála- ráðherra séu veittar rýmri heimildir til að undanþiggja bifreiðar, í eigu öryrkja og björgunarsveita, bifreiða- gjaldinu. Um þetta stendur í frumvarpinu: „Fjármálaráðherra er heimilt að endurgreiða, lækka eða fella niður bifreiðagjald af bifreiðum í eigu öryrkja og björgunarsveita svo og bifreiðum sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs. Getur hann í reglu- gerð kveðið nánar á um hverjir falli undir undanþáguheimild þessa og önnur skilyrði sem hann telur nauð- synleg.“ KB Áskorun til ríkisstjórnar: Morðið á Abu Nihad fordæmt á Austurveili Stjórn og félagar Ísland-Palest- ínu komu saman á Austurvelli í gær til að afhenda Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, áskorun til ríkisstjórnarinnar vegna atburðanna fyrir botni Mið- jarðarhafsum helgina. Varmorðið á Abu Nihad, scm næstur gekk Arafat innan Al Fata, fordæmt, en nú er talið að ísraelsmenn eigi sök á því. Þá var farið fram á, að þeir Palestínumcnn, sem hraktir hafa verið frá heimilunt sínum í hernámi lsraels, fái aö snúa aftur. Skorað var á ríkisstjórnina. að hún beitti sér fyrir því á vcttvangi Norður- ianda, að setja skilyrði fyrir stjórn- málasambandi við ísrael. Steingrímur Hermannsson veitti áskoruninni viðtöku og sagðist mundu aflicnda hana ríkisstjórn- inni. Hann tók undir fordæmingu á morðinu á Abu Nihad, cins og raunar öll önnur morð. en lagði álierslu á að ríkisstjórnin styddi sjálfsákvöröunarrétt ísraelsþjóðar og vildi stuðla aðstofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Félagar úr Ísiand-Palestínu héldu að þessu loknu til bandaríska sendiráðsins og aflientu áskorun einnig þar. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.