Tíminn - 04.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. maí 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR llll Guömundur Bjarnason, heilbrigöis- og tryggingaráðherra: FJÖLÞÆTT VERKEFNIÁ SVIDI HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA Ræöa á miðstjórnarfundi 23. apríl sl. í september 1987 skipaði framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins sérstakan samráðshóp um heilbrigðis- og tryggingamál, en í honum eiga sæti: fulltrúar heilbrigðis- ráðherra, þingflokks, framkvæmdastjórnar, Landssam- bands framsóknarkvenna, Sambands ungra framsóknar- manna og fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík. Með því að skipa samráðshópinn með þessum hætti er tryggt eðlilegt og nauðsynlegt upplýsingastreymi innan flokksins á sviði heilbrigðismála. Þau lagafrumvörp sem verið hafa í undirbúningi svo og ýmis önnur heilbrigðismál fara til umfjöllunar í þessum samráðshópi áður en þau eru lögð fyrir ríkisstjórn eða Alþingi. Markmiðið með þessu starfi er að byggja upp haldgóða þekkingu á heilbrigðis- og tryggingamálum innan Framsóknarflokksins. Fjármálaskrifstofa í samræmi við ákvæði stjórn- arsáttmála um fjárhagslega endurskipulagningu var um síðustu áramót komið á fót sérstakri fjár- málaskrifstofu í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hlut- verk skrifstofunnar er að aðstoða þær stofnanir, sem undir ráðuneyt- ið heyra, við gerð fjárlagatillagna og hafa síðan eftirlit með því að við fjárveitingar sé staðið. Fram til síðustu áramóta hafði einn maður í ráðuneytinu umsjón með gerð fjárlagatillagna fyrir hönd ráðu- neytisins og undirstofnana þess. Var mjög brýnt að taka fastar á þessum málum og koma á fót ijármálaskrifstofu innan heilbrigð- isráðuneytisins. Sjúkrahús á föst fjárlög Fram til ársins 1980 voru fjár- veitingar til sjúkrahúsanna á land- inu áætlaðar út frá fjölda sjúkra- rúma. Ríkið greiddi ákveðna upp- hæð fyrir hvern legudag á sjúkra- húsi. Þetta fyrirkomulag hefur gengið undir heitinu „daggjalda- kerfi“. Með svokölluðum „föstum fjárlögum" er átt við að hvert sjúkrahús fær ákveðna upphæð í fjárlögum til ráðstöfunar. Stefnt er að því að öll sjúkrahús verði komin á föst fjárlög árið 1989. Að undir- búningi þess er nú unnið í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Ekki er þó enn séð hvort eða hvenær tekst að koma ýmsum sjúkrastofnunum á þetta rekstrar- form, s.s. heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði og sjálfseignarstofnunum sem reka þjónustu fyrir aldraða. Endurskoðun á launakerfi í samvinnu Læknafélags íslands, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og samninganefndar Tryggingastofnunar ríkisins er nú unnið að endurskoðun á greiðslu- kerfi almannatrygginga til sérfræð- inga, heilsugæslulækna og heimilis- lækna utan heilsugæslustöðva. Endurskoðun almanna- tryggingalaganna Tryggingastofnun ríkisins ráð- stafar á árinu 1988 um 15 milljörð- um króna, sem skiptist þannig að 9 milljarðar fara til lífeyristrygginga og 6 milljarðar til sjúkratrygginga. Gildandi almannatryggingalög eru að stofni til frá árinu 1971. Á undanförnum árum hefur Alþingi gert meiri og minni breytingar á lögunum en heildarendurskoðun þeirra hefur aldrei farið fram. Skip- uð hefur verið nefnd til að endur- skoða almannatryggingalögin og verksvið og stjórnskipulag Trygg- ingastofnunar ríkisins. Nefndin hefur það hlutverk að skoða al- mannatryggingalögin og tengsl al- mannatryggingalaganna við önnur lög svo sem lögin um málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Auk þessa skal nefndin gera úttekt á stjórnskipulagi og verksviði Trygg- ingastofnunar ríkisins. Stefnt er að því að hægt verði að leggja ný lög um almannatryggingar fyrir næsta Alþingi. Lyfjakostnaður Áætluð útgjöld Tryggingastofn- unar ríkisins vegna lyfjakostnaðar á árinu 1988 eru kr. 1,6 milljarður. Auk þess er lyfjakostnaður sjúkra- húsanna og það sem einstaklingar greiða sjálfir fyrir lyf. Má áætla að heildarlyfjakostnaður sé um 2,5 milljarðar. Um nokkurt skeið hef- ur starfað nefnd á vegum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur það hlutverk að gera tillögur um, með hvaða hætti megi lækka lyfjaverð og heildarkostnað vegna lyfja. Gert er ráð fyrir að nefndin Ijúki störfum fyrir 1. júní nk. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðismála í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðisþjónustu verði endur- skoðuð. Eftir samráðsfund ríkis- stjórnarinnar og stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í júní ’86 voru skipaðar tvær nefndir til að gera tillögur um breytingar á samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Önnur nefndin endurskoðaði verkaskiptinguna og hin fjármála- leg samskipti. Tillögur nefndanna voru þær, að bygging sjúkrahúsa og langlegudeilda aldraðra, rekstr- arkostnaður sjúkrahúsa og lang- legudeilda skyldi verða verkefni ríkisins, en heilsugæslan utan sjúkrahúsanna, þ.e.a.s. stofn- kostnaður og rekstrarkostnaður skyldi verða verkefni sveitarfélag- anna. Nú hafa hins vegar vaknað ýmsar efasemdir um þessi skipti. í þeirri nefnd, sem nú er starfandi milli ráðuneyta til að undirbúa framkvæmd á næsta skrefi í flutn- ingi á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga, hefur verið rætt um að ríkið yfirtaki allan kostnað, bæði stofn- og rekstrarkostnað Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra. sjúkrahúsa og heilsugæslu. Ef af þessari breytingu yrði mundu út- gjöld ríkissjóðs aukast um tæpar 800 milljónir kr. en útgjöld sveitar- félaga lækka að sama skapi. Yrði því að finna önnur verkefni sem flytja mætti til þeirra í staðinn. Endurskoðun á starfsemi tryggingafélaganna Veruleg hækkun varð á ábyrgð- artryggingu bifreiða 1. mars sl. Hækkunin stafaði fyrst og fremst af því að mjög mikil fjölgun varð á tjónum og slysum í umferðinni og því varð afkoma margra trygginga- félaga mun verri en gert hafði verið ráð fyrir. Auk þess er um aukna tryggingavernd að ræða. Ég hef nú skipað starfshóp til að endúrskoða starfsemi tryggingafélaganna og kanna hvort hægt sé að koma þar við aukinni hagræðingu, sem leitt geti til lægri iðgjalda fyrir neytend- ur. Frumvarp til nýrra læknalaga Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra læknalaga en núgildandi lög eru að stofni til frá árinu 1932. Frumvarpið fjallar um réttindi og skyldur lækna. Með þessu frum- varpi eru ýmis ákvæði læknalag- anna færð í nútímalegra horf og til samræmis við önnur lög, sem sett hafa verið á undanförnum árum á sviði heilbrigðismála. Heilbrigðisfræðsla og forvarnir Pær stofnanir, nefndir og ráð sem sjá um þá starfsemi sem einu nafni er nefnd forvarnir eru Áfeng- isvarnaráð, Tóbaksvarnanefnd, Manneldisráð, Tannverndarráð og sérstakt samstarfsverkefni við Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina. Ég hafði í hyggju að leggja fram á þessu þingi frumvarp til laga um heilbrigðisfræðslu og forvarnir en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn heimilað að frumvarpið verði lagt fram. Tilgangur frumvarpsins var sá að samræma forvarnir og heilbrigðisfræðslu í landinu og grípa til nauðsynlegra stoðaðgerða í því sambandi. Markmið laganna er að efla heilbrigði fólks, auka heilbrigðisvitund og ábyrgð ein- staklingsins á eigin heilsu og lækka þannig tíðni langvinnra sjúkdóma og slysa. Landsnefnd um eyðni Síðan árið 1983 hafa verið í gangi aðgerðir til að hefta út- breiðslu alnæmis hér á landi. Pað er almennt álitið að það sé aðeins lítið brot hinna sýktu sem enn er þekkt. Flestir eru sammála um að árangursríkasta baráttutækið gegn alnæmi sé upplýsingar og fræðsla til almennings, áhættuhópa og starfsfólks í heilbrigðisþjónust- unni. Ég hef nú skipað landsnefnd um alnæmisvarnir. Hlutverk nefndarinnar er að gera langtíma- áætlun um alnæmisvarnir í landinu og stuðla að aukinni samvinnu þeirra sem vinna við meðferð og forvarnir á þessu sviði. Frumvarp til laga um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit Frumvarp þetta er endurskoðun á eldri lögum um sama efni, sem tóku gildi 1. ágúst 1982. í frum- varpinu eru ákvæði um innflutn- ingseftirlit með matvælum og öðr- um neyslu- og nauðsynjavörum á vegum Hollustuverndar ríkisins. Mjög brýnt er orðið að gera stofn- uninni kleift að takast á við eftirlit með innflutningi og framleiðslu matvæla og annarra neyslavara. 1 því skyni er nauðsynlegt að koma upp innan stofnunarinnar rann- sóknarstarfsemi er lýtur að efna- rannsóknum vegna heilbrigðiseft- irlitsins eða útvega henni aðgang að slíkum rannsóknum hjá öðrum aðilum. Auk þess þarf að koma á góðum tengslum og samstarfi við tollyfirvöld til að slíkt innflutnings- eftirlit geti verið virkt. Er nú unnið að þessum málum innan stofnunar- innar og ráðuneytisins. Frumvarp til laga um eiturefni og hættuleg efni Á undanförnum árum hafa verið sett margs konar lög sem á einn eða annan hátt kveða á um ýmiss konar starfsemi er lýtur að eitur- efnum og hættulegum efnum. Má þar nefna lög um Hollustuvernd, Vinnueftirlit, Lyfjaeftirlit o.fl. Ég hef nú lagt fram á Alþingi sérstakt frumvarp um eiturefni og hættuleg efni. Er þar fyrst og fremst um endurskoðun eldri laga að ræða, þar sem tekið er mið af öðrum þeim lögum sem að framan greinir. í frumvarpinu er leitast við að draga úr stjórnunarstörfum eitur- efnanefndar og færa þau til fram- angreindra eftirlitsstofnana. Eitur- efnanefndin starfi fyrst og fremst sem sérfræðinganefnd en ekki sem stofnun. Mótun neyslu- og manneldisstefnu Landssamband framsóknar- kvenna hefur lagt á það áherslu í sínu starfi innan Framsóknar- flokksins, að mótuð verði opinber neyslu- og manneldisstefna. í kjöl- far samræmingar á tollum og vöru- gjaldi og einföldun söluskattskerf- isins urðu verulegar verðhækkanir á ýmsum vörum, sem oft eru nefndar hollustuvörur. Ég lagði áherslu á að við fyrirheit í starfs- áætlun ríkisstjórnarinnar um mót- un neyslu- og manneldisstefnu yrði staðið. Slík stefnumörkun kemur inn á mörg svið stjórnsýslunnar og tengist því mörgum ráðuneytum. Ég hef því skipað samstarfshóp heilbrigðisráðuneytisins, landbún- aðarráðuneytisins, iðnaðarráðu- ncytisins, sjávarútvegsráðuneytis- ins, viðskiptaráðuneytisins og Manneldisráðs, sem hefur það hlutverk að móta neyslu- og mann- eldisstefnu. Þá má geta þess að á vegum ráðuneytisins er starfandi ncfnd mcð þátttöku Í.S.Í., UMFÍ og Æskulýðsráðs um eflingu hcil- brigðra lífshátta meðal æskufólks. Málefni aldraðra Núgildandi lög um málefni aldr- aðra eiga að falla úr gildi um n.k. áramót og var því nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. Nú er lokið endurskoðun þessara laga. Þau munu vonandi á næstu dögum vcrða lögð fram á Alþingi til kynn- ingar. í haust verða þau síðan aftur lögð fram til umræðu og afgreiðslu. Nokkrar áherslubreytingar eru í frumvarpi þessu frá eldri lögum og má þar m.a. nefna aukna áherslu á heimaþjónustu annars vegar og hjúkrunarheimili hins vegar, sem mótast af því viðhorfi að gera öldruðum sem lengst klcift að dvelja við eðlilegar aðstæður í cigin íbúð, í heimabyggð, að bjarga sér sjálfir og vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. Síðan taki hjúkrunarþjónustan við þegar nauðsyn krefst þess. Pá er lögð aukin áhersla á vistunarmat þannig að þeir njóti þjónustunnar, sem mest þurfa á henni að halda. Fram- kvæmdasjóður aldraðra vcrði efld- ur og reglur um greiðslur einstakl- ingsins fyrir dvöl á stofnunum verði endurskoðaðar og samræmdar. í vetur hefur verið gerð tilraun til að fara inn á nýjar brautir í öldrunar- þjónustu í Reykjavík. Einkaaðila hefur verið veitt tímabundið til- raunaleyfi til að reka slíka þjónustu í heimahúsi, með því að taka til sín á daginn gamalt fólk og veita því alla þá sömu þjónustu og veitt er á dagvistarstofnunum fyrir aldraða. Kostnaður þjónustunnar er greidd- urcftirsem áðurafhinuopinbcra. islensk heilbrigðisáætlun Á síðasta þingi lagði fyrrverandi heilbrigðisráðherra fram skýrslu um íslenska heilbrigðisáætlun. Frá því í sumar hefur þessi heilbrigðis- áætlun verið í endurskoðun í heil- brigðisráðuneytinu. í febrúar sl. var haldið heilbrigðisþing þar sem áætlunin var tekin til umfjöllunar. Að þinginu loknu hafa verið gerðar nokkrar endurbætur á áætluninni í samræmi við vilja þingsins. Ætlun- in er að leggja hana st'ðan fyrir Alþingi í upphafi næsta þings. Heilbrigðisáætlunin byggir í öllum meginatriðum á þeim sömu mark- miðum og Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur sett fram um „Heilbrigði allra árið 2000“. Þau þrjú markmið sem eru hornsteinar áætlunarinnar eru: að stuðla að heilbrigðu líferni, að draga úr hætt- um sem valda heilsutjóni, að reka heilbrigðiskerfi sem þjónar fólk- inu. Hcilbrigðismarkmið eru sett fram til að stuðla að og bæta heilbrigði einstaklingsins þannig að bæta megi árum við lífið, að bæta hcilbrigði við lífið, að bæta lífi við árin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.