Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 20
Auglýsíngadeáld hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Tíminn STRUMPARNIR FRuGmsnLLET Tíminn Utanríkisráðherra segir að verðtryggingarnefnd hafi ekki svarað spurningum stjórnarinnar: Fyrsta skrefið gæti verið gengistrygging „Nefndin gerir ekki það sem henni var falið að gera af ríkisstjúrninni í maí,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, er Tíminn spurði hann álits á niðurstöð- um verðtryggingarnefndar. „Hún svarar alls ekki því sem henni var falið að svara.“ Steingrímur sagöi að verkefni hennar liafi vcrið að benda á þau spor sem hægt væri að stíga til að losna út úr vítahring víxlhækkana verðlags og vísitölu launa. Segir utanríkisráðherra að ekki sé vcrj- andi að fjármagnsmarkaðurinn fái að vera stikk frí á meðan launin cru aö dragast aftur úr vcrðlags- þróuninni. Álit Magnúsar Jónsson- ar í nefndinni sc hins vegar athygl- isvert þar sem hann bendir á að gcngistrygging lánskjaravísitölu sé dæmi um næsta skref út úr víta- hringnum. Stcingrímur Hermannsson var harðoröur um niðurstöður ncfnd- arinnar og sagði að henni hafi verið ætlað að svara ákveðnum spurning- um ríkisstjórnarinnar um leiðir út úr ógöngunum. Þetta hafi verið vcrkefni hennar en því hafi hún bara ekki skilað. Til dæmis bendi skýrsla Alþjóöa gjaldeyrissjóðsins um síðustu áramót til að verulegra víxlhækkana gæti í íslensku efna- hagslífi. Þá er hann mjög óánægður með það mikla misgengi sem virðist ætla að verða milli þróunar launa og framfærslukostnaðar með tilliti til lánskjara. Segir hann að þetta gap sé meira en hann Itafi reiknað með, þótt það sé innan marka rauðu strikanna í nýlega gerðum kjarasamningum. „Menn gerðu ráð fyrir vissu svigrúmi cn nú horfir til allt of mikillar rýrnunar kaup- máttar.“ Ábendingar þær sem koma fram í séráliti Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings, segir Steingrímur að séu mjög gagnlegar. Hann bendi á að nauðsynlegt sé að koma á gengistengingu lánskj aravísitöl- unnar. „Þetta gæti verið næsta skrefið sem stjórnin þarf að taka. Þetta er atriði sem gæti orðið til þess að tryggja útflutningsatvinnu- vegunum nauðsynlegt öryggi.“ Bendir ráðherra á að nauðsyn- legt geti verið að taka skráða gengisvísitölu inn í grundvöll láns- kjaravísitölunnar. Þetta væri hægt með því að ákvarða lánskjaravísi- tölu að einum þriðja hluta með gengisvísitölunni, eða einhverju öðru hlutfalli. Lánskjaravísitala gæti hugsanlega orðið að öllu leyti ákvörðuð með tilliti til gengistrygg- ingar. Varðandi ummæli Jóns Sigurðs- sonar, viðskiptaráðherra, og nefndarmanna um að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu áður en hægt verði að gengistryggja láns- kjaravísitölu, sé það fyrst ogfremst spurning um hvort komi á undan hænan eða eggið. Segir Steingrímur að nauðsyn- legt sé að höggva á þann hnút sem myndast hefur í þessum málum hjá okkur vegna víxlverkana launa og verðlags. Nauðsynlegt sé að kom- ast út úr þeim vítahring sem fyrst og þau skref sem tekin verða í þá átt verði þau skref sem komi á stöðugleika í efnahagslífinu. KB Glæfraferö til Grænlands: Siglt í rekís og illviðrum Tveir Sómabátar frá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði héldu í gær í langa og stranga siglingu til vesturstrandar Grænlands. Þar verða þeir síðan aflientir grænlensk- um kaupendum á fyrstu sjávarút- vegssýningunni þar í |andi, nánar tiltekið í Nuuk. Leiðin er alls um 1.500 sjómílur ogtekurferðinum lOdaga. Siglinga- leiðin er hin mesta þolraun fyrir bátana, enda erfið. Rekís er á leið- inni, stormasamt fyrir suðuroddann og illviðri ekki óalgeng. Má því gera því skóna að bátarnir sýni það og sanni í sinni fyrstu siglingu, hversu vel þeir duga á þessum slóðum. Bátarnir eru vel búnir tækjum og fyllsta öryggis verður gætt á leiðinni. Tveir menn eru í áhöfn á hvorum bát. Sómabátar hafa verið smíðaðir í Bátasmiðju Guðmundar í nokkur ár og náð miklum vinsældum, enda hannaðir sem blanda af hraðbáti og fiskiskipi. Þegar hafa verið seldir 200 bátar hérlendis og hafa þeir fengið góðar viðtökur þar sem þeir hafa verið sýndir erlendis. Svo góðar hafa viðtökurnar verið að nú er búið að opna útibú frá fyrirtækinu í Færeyjum og er verið að afhenda fyrstu bátana sem smíðaðir eru þar um þessar mundir. -SÓL Sómabátarnir sem eiga eftir að leggja að baki um 1.500 sjómflna leið til vesturstrandar Grænlands. Tímamynd: Gunnar Bifreiöaskoöun (slands hf. í staö Bifreiöaeftirlits ríkisins: Skoðun hert til muna Bifreiðaskoðun Islands hf., sem mun skoða og skrá bifreiðar landsnranna í framtíðinni, var stofnuð í gær. Hlutafélagið mun taka yfir verk- cfni Bifreiðaeftirlitsins þegar fram líöa stundir en að sögn Hauks Ingibergssonar, framkvæmda- stjóra Bifreiðaeftirlits ríkisins, sem sat stofnfundinn, hefur ekki verið ákveðið hvenær af því muni verða. „Það er ekki ákvcðið hvenær félagið mun taka yfir starfsemi Bifreiðaeftirlitsins, enda félagið ekki nema tveggja klukkustunda gamalt,“ sagði Haukur í viðtali við Tíniann í gær. „En það er Ijóst að menn verða að vinna hratt." Ríkið er helmingscignaraöili í hlutafélaginu og tryggingafélögin eiga 25% hlutafjár. Bílgreinasam- bandið, Félag íslcnskra bifreiða- eigenda og Félag bifvélavirkja eiga loks 25%. Hlutaféö er 80 milljónir króna. Að sögn Hauks mun skoöun bifreiða fara fram með talsvert öðrum hætti en tíðkast hefur til þessa, því að skoðun mun í aukn- um mæli fara fram með tækjabún- aði. Stjórn Bifreiöaskoðunar íslands hf. skipa auk Hauks, Björn Frið- finnsson aðstoðarmaður dóms- málaráöherra, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins, Ein- ar Sveinsson forstjóri Sjóvá, Stefán Magnússon varaformaður FÍB, Guðmundur Hilmarsson frá Félagi bifvélavirkja og Björn Ómar Jóns- son frá Bílgreinasambandinu. IDS Listahátíö: Hátt í 9 þúsund hafa séð Chagall á Listahátíð Aðsókn að sýningu á verkum Marc Chagalls í Listasafni íslands hefur verið mjög góð. Nú þegar hafa á níunda þúsund manns séð sýninguna, sem stendur til 14. ágúst. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, frá klukkan 11- 17. Ellilífeyrisþegum er nú boðið að sjá sýninguna á sérstökum kjör- um á þriðjudögum og miðvikudög- um, en auk þess er aðgangur ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum. SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.