Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 9. september 1988 Tengsl bjórs og íþrótta í BNA: LEIKIR ERU EIN SAMI FELLD BJÓRAUGLÝSING tóbaksveldið mikla, keypti fyrir- tækið. Pá var Miller í 7. sæti í bransanum, langt á eftir Anheuser- Busch, Schlitz og Pabst sem trón- uðu í þremur efstu sætunum. Philip Morris var búinn að fínpússa mark- aðstækni sína í „sígarettu-stríðun- um“ á 7. áratugnum og var frum- kvöðullinn í beitingu þessara að- ferða við bjórsölu. Eitthvað haföi verið um bjór- auglýsingar í tengslum við sjón- varpsútsendingar frá íþróttavið- burðum en ekkert í líkingu við það sem nú er uppi á teningnum. Markaðskannanir leiddu það í ljós að aldur þeirra sem mestan bjór drekka er sá sami og aldur þeirra sem mest taka þátt í íþróttum, bæði sem keppcndur og áhorfcnd- ur, 18-29 ára. Á meðal karla á aldrinum 18-34 ára má finna hóp sem innbyrðir gífurlega mikið af bjór. Þrátt fyrir það að þessi hópur sé einungis 20% þeirra sem neyta bjórs, sér hann um að svolgra niður 70% af öllu því magni sem flæðir unt Bandaríkin. Þennan hóp er lang- einfaldast að nálgast með sölu- mennsku tengdri íþróttum. Með tilkomu Miller Lite, sem hiautgífurlcga lýðhylli, rauk Miller úr 7. í 2. sætið og fór að ógna Anheuser-Busch. A-B tók þá loks við sér og fór að leita fyrir sér hjá sjónvarpsstöðvunum. „Þeir gláptu undrandi á okkur eins og við værum aðkomumenn að stíga út úr rútunni," sagði Roarty, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs A-B. „Hvar hafið þið verið? Auglýsinga- tíminn hefur verið uppbókaður í mörg ár!“ Millcr var á þeim tíma búinn að tryggja sér 70% af öllum íþróttaviðburðum stærstu sjón- varpsstöðvanna. 16 milljarðar í auglýsingar A-B gafst ekki upp og beið. Það tók nokkur ár en A-B tókst að sigla fram úr Miller. í dag eru risarnir tveir nánast með einokun á bjór- auglýsingum fyrir alla stærstu íþróttaviðburði sjónvarpsstöðv- anna. Ákvæði samninga þeirra við sjónvarpsstöðvarnar kveða ekki aðeins á um að risarnir tveir fái einokun, heldur einnig að þeir eigi rétt á að endurnýja samningana áður en aðrir fái tækifæri. A-B eyðir tveimur þriðju af auglýsingaútgjöldum sínum í íþróttaviðburði. Samtals fara hvorki meira né minna en 344 milljónir dala,(tæpir 16 milljarðar króna) í auglýsingar hjá fyrirtæk- inu. Frá því að A-B fór að einbeita sér að þessum markaði árið 1977 hefur markaðshlutdeildin farið úr 22% í 40%. Ekki eru allir sáttir við þessa einokun risanna. Strohs, þriðji stærsti bruggarinn, lagði inn kvört- un til dómsmálaráðuneytisins 1985 og sakaði einokunarsamningana við sjónvarpsstöðvarnar um að vera óréttmætar hömlur á við- skipti. Lögfræðingar komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að allt væri þetta löglegt. „A-B fer sínar leiðir og slíkt vald getur haft slæm- ar afleiðingar í för með sér,“ segir F.X. Matt, forseti Sambands bandarískra bjórframleiðenda. •>Ég er hræddur um að framtíðin beri bara meiri og meiri Budweiser í skauti sér og minna af öllu öðru.“ íþróttir eru „big business“ Margir eru þeirrar skoðunar að Eini stóri sannleikurinn um bjór í Bandaríkjunum er að enginn dýrkar bjórsopann eins mikið og íþróttaáhugamaó- urinn, segir í fróðlegri grein um tengsl bjórsins og íþrótta sem birtist í tímaritinu Sports Illustratcd hinn 8. ágúst sl. Þetta er óvéfengjanleg staðreynd og heill kapituli útaf fyrir sig í biblíu markaðs- og auglýsingastjóra bandarískra bjórframleiðenda. Þessi hnefaleikakeppni í Las Vegas fer fram á stórri Buðdweiser aug- lýsingu frá Anheuser-Busch. Það er m.a. ástæða þess að nánast hvereinasti íþróttaviðburð- ur - allt frá ómerkilegu víðavangs- hlaupi í smábæ og upp í sjálfa Ólympíuleikana - fer fram í um- hverfi þar sem bjórskilti, bjórslag- orð og bjórsölumennska ráöa ríkjum. Margir furða sig á því að þessi aðdáunarverðasta og heil- næmasta stofnun samfélagsins sem íþróttir cru, að mati Bandaríkja- ntanna, skuli samtvinnuð ólgusjó áfengis. Bjórneysla í tengslum við íþróttaviðburði hefur þrennt í för nteð sér: gróða, ánægju og vand- ræði. Málið er að vandræðin virð- ast óneitanlegur fylgifiskur hinna tveggja fyrrnefndu. í apríl sl. stóðu 41 þúsund áhorf- endur á hornaboltaleik í Cincinnati fyrir einu cftirminnilegasta reiði- kasti í íþróttasögu Bandaríkjanna. Þeir umturnuðu vellinum, og hröktu mistækan dómara í burtu. Reyndar átti einn leikmannanna upptökin að öllu saman og var hann allsgáður, en drykkjurútum í stúkunni var kennt um ólætin. Bjórkóngar kaupa sig inn í liðin Tengslin milli bjórs og íþrótta eiga sér langa sögu. Chris von dcr Ahe var bjór- og hafnarbolta- áhugamaður í St. Louis. Áhugann á íþróttinni sjálfri mátti þó fyrst og fremst rekja til þess hversu mikil drykkja var viðhöfð í tengslum við hana. Ahe veitti því athygli hversu lífleg viðskiptin voru á kránni sem hann átti þegar hafnarboltaliðið St. Louis Brown Stockings voru að keppa. Um 1880 ákvað hann því að taka upp á að selja bjórinn sinn beint á íþróttaleikjunum en fékk ekki leyfi til þess. Þetta var fljótleystur vandi, 1881 keypti hann hlut í liðinu til þess að fá bjórsöluna í gegn. Það var svo August A. Busch Jr. sem ruddi veginn fyrir giftingu bjórs og hafnarbolta árið 1953 og aftur var St. Louis sögusviðið. Eigandi St. Louis Cardinals liðsins, sem tók við af Browns-liði Ahes, var dæmdur fyrir söluskattssvik og óttuðust áhangendur liðsins um framtíð þess. Formaður hafnar- boltadeildarinnar krafðist þess að liðið yrði selt. Busch, forstjóri Anheuser- Busch bjórframleiðslunnar, sem er í dag langsöluhæsti bjórfrantleið- andi í heimi, pungaði þá út $3.75 milljónum dollara (172.5 milljónir króna), keypti liðið og bjargaði málunum. Hann var hylltur fyrir þetta óeigingjarna framlag til sam- félagsins en hann gleymdi heldur ekki flöskunum góðu. Árlega seldi Anheuser-Busch 6 milljónir tunna af bjór en í dag er sú tala ekki undir 75 milljónum tunna. Hlutaaf þess- ari aukningu má þakka tengslunum við hafnarboltann, enda eru heimaleikir Cardinals-liðsins í dag eins og ein samfelld Budweiser auglýsing, en Budweiser er þekkt- asta merki fyrirtækisins. Anheuser-Busch (A-B) var í 47. tengslin milli íþróttanna og bjórs sé af hinu góða og nefna sem dæmi að án stuðnings bjórframleiðend- anna stæðu margir íþróttaviðburð- ir einfaldlega ekki undir sér. En bjór er ekki bara „big business", það eru íþróttir í Bandaríkjunum Iíka. Topp liðin í öllum helstu íþróttagreinum ganga kaupum og sölunt fyrir ógnvænlegar upphæðir. íþróttamenn eru atvinnumenn og fá vel borgað ef „varan“ sem þeir bjóða upp á er „keypt“ af almenn- ingi. Peningarnir fyrir launum leikmanna og allri umgjörð íþrótt- anna koma ekki bara frá sölu á aðgöngumiðum. Stuðningur fyrir- tækja skiptir ekki síður máli. Á þessu sviði sem öðrum er Anheuser-Busch í fremstu röð. A-B er með samninga við öll 24 bandarísku atvinnu-hafnarbolta- liðin, 20 af 28 liðum bandaríska fótboltans í NFL deildinni og yfir 300 háskólalið. Auk þess styður A-B við bakið á yfir 1000 einstök-' um íþróttaviðburðum. Ábyrgdarleysi og hræsni Það er hins vegar annar kenning- arskóli sem er á öndverðum meiði, sem segir að íþróttir og bjór fari ekki saman. Þar eru læknar og sálfræðingar framarlega í flokkt. Þeir segja það ábyrgðarleysi og hræsni að tengja þetta tvennt sam- an og að það sé heilbrigði þjóðarr innar hættulegt. „Þetta slær jafnvel út misnotkun eiturlyfjasala á unga fólkinu okkar,“ skrifar Dr. Jay Caldwell, framkvæmdastjóri íþróttaheilsu- hælis í Alaska, í tilefni þess að þríþrautar keppni í Alaska hafði verið endurskírð „the Bud Light Triathlon". „Við megum ekki gleyma því að áfengi er misnotað mest allra vímugjafa í Bandaríkj- unum. Það eru 13 milljónir alkó- hólista í landinu og meira en 3 milljónir þeirra eru á aldrinum 14-17 ára. Ég hef áhyggjur af þessum nánu tengslum áfengis og íþrótta. Bjórframleiðendur hafa tengt þetta tvennt á áhrifamikinn hátt og þeir hafa búið svo um hnútana að það virðist ákaflega eðlilegt að fá sér áfengan drykk eftir ánægjulega íþróttaiðkun. Með því að standa að baki íþrótta- viðburða eins og þríþrautarkeppn- sæti á nýlegum lista tímaritsins Fortune yfir 500 ríkustu fyrirtæki Bandaríkjanna, með $8.25 mill- jarða (379.5 milljarða króna) í tekjur af sölu. A-B hefur verið í fyrsta sæti yfir bandaríska bjór- framleiðendur á hverju ári síðan 1957, meö um 40% af markaðin- um. Miller cr í öðru sæti, með 20.7% af markaðinum. Innreið bjórsins í sjónvarpið Miller fór af stað með mikla herferð 1970 þegar Philip Morris, Los Angeles Lakers urðu meislarar annað árið í röð í fyrra. Á uppi- stöðu körfunnar má sjá auglýsingu frá Lite björ. Michelob bjór er einnig á snærum Anheuser-Busch, eins og Budweis- er, og hér siglir liann sinn sjó. inni fær bjór ímynd heilbrigðar íþróttaiðkunar.“ Minni gróði en meira gaman Flestir vilja þó fara milliveginn og sjá að algjört bann á bjórsölu á íþróttaleikjum er ekki svarið. Megnið af fólki fær sér einn, tvo bjóra, eða þá engan, og megnið af þeim sem fá sér aðeins meira eru ekki ólátaseggir. Það er þessi eilífi minnihluti rudda sem skemmir fyr- ir meirihlutanum og þessir ruddar hafa hingað til fengið að leika lausum hala á íþróttaleikjum. Fyrir vikið hafa sumstaðar nú verið opnaðar bjórlausar stúkur við hlið hinna almennu. Sumstaðar hefur verið ákveðið að hætta að selja bjór vel fyrir lok leiks, að takmarka fjölda bjóra á mann og að banna sölu bjórs í sætin. Fyrir vikið hefur gróðinn minnkað en ánægjan aukist. (Þýtt, stytt og endursagt JIH) Coors bjórinn fær ekki haggað einokun Risanna tveggja á íþrótta- Icikjum sjónvarpsstöðvanna. Þeir styrkja því fjölda smærri viðburða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.