Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 4
4 HELGIN Laugardagur 1. október 1988 I I Tékkar seldir í ræningjahendur Fimmtíu ár eru nú liðin frá fundinum í Munchen, þar sem menn hugðust kaupa sér frið undan ofbeldisöflum Þann 29. september voru fimmtíu ár liðin frá hinum örlagaríka fundi í Munchen, þar sem örlög smáríkis voru ráðin af bandamönnum Bretum og Frökkum, sem þannig hugðust með hrossakaupum tryggja frið í álfunni sem orðinn var ótryggur. Þetta reyndist þó misráðið og þykir mönnum þetta æ lifandi dæmi um að undanláts- semi við öfl ofbeldis og yfirgangs leiði ekki til annars en stórslysa. Þetta hefur sannast enn rækilegar, eftir að mönnum eftir heimsstyrjöldina varð Ijós hinn raunveru- legi gangur atvika, þar sem alls konar leynimakk af hálfu stórveldanna hefur upplýst. Sagt er að sagan hafi tilhneigingu til að endurtaka sig og víst hafa atburðir sem minna á örlög Tékka gerst síðan. Tékkar hafa þar að auki sjálfir orðið að lúta í lægra haldi á ný fyrir stórveldi, sem hafa viidi ráð þeirra í hendi sér og eiga enn á brattann að sækja til réttarins til sjálfsákvörðunar. Sá lærdómur sem draga má af atburð- um á Munchenarfundinum er því vissulega þess verður að vera rifjaður upp á þessum tímamótum. A u s t r i a I H U n/ ; 1 8ary on 14 March 1939^' / Budapest / GARY j RUMANIA \ I T,.._ , , .... . , icniviicaR idi iuo vduoi sem roi- landsvæði alhent Þyska- Tékknesk landsvæði, sem Þjóöverjar verjar tóku í september 1938 og ember 1M8 Sept' lliiij S9_,“ilL,f"^„Un9VerÍUm ‘ V‘n Þann E3 voru *orntlega innlimuð 1. nóv- 2. október 1938. Tékknesk landsvæði sem Pól- verjar tóku í voru formleg ember 1938. Allt frá því Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi í byrjun árs 1933 hét hann m.a. aðsameina alla þýsku- mælandi menn í eitt ríki. Ætlaði þetta að ganga dável hjá honum. Saarhéraðið sameinaðist Þýskalandi 1935 að undangenginni atkvæða- greiðslu meðal íbúanna. Ári síðar fór þýskur her inn í Rínarlöndin. Var það skýlaust brot á Versala og Locarnosaniningunum. Með vorinu 1938 var orðið allheitt í kolunum vegna kröfu Hitlers um innlimun Austurríkis í Þýskaland. Sá beygur sem stóð af ítölum í þessu máli varð minni en efni stóðu til og Austurríki hvarf af sviðinu sem sjálfstætt ríki. Næst í röðinni var Tékkóslóvakía. Innan landamæra hennar bjuggu rúmlega 3 milljónir Súdeta-Þjóð- verja. Stjórnarherrarnir í Berlín studdu dyggilega baráttu þeirra fyrir sameiningu við Þýskaland auk þess sem Hitler fór sínar eigin leiðir í þeirri baráttu. Sumarið 1938 Ætla mátti að það yrði erfiðara fyrir Hitler að sölsa undir sig Tékkó- slóvakíu heldur en Austurríki m.a. vegna þess að Tékkar voru í banda- lagi við Frakka og Sovétmenn. Tékkar voru líka vel í stakk búnir að verjast þýskri innrás vegna hag- stæðra landamæra frá náttúrunnar hendi ásamt öflugum varnarvirkj- um. En í bandalagi fyrrgreindra ríkja voru glufur sem hagstæðast var fyrir Hitler að víkka en að eiga á hættu að þau sameinuðust ásamt Bretum og mynduðu hernaðarblokk gegn Þýskalandi sem þrátt fyrir mik- inn vígbúnað var enn hernaðarlega vanbúið til átaka af þessari stærðar- gráðu. Stóra trompið á hendi Hitlers var tortryggni Breta, Frakka og Tékka í garð Sovétmanna. Auðveld- aði þetta honum leikinn verulega auk þess sem Frakkar fylgdu Bretum í einu og öllu í sinni utanríkispólitík. Þar var frumkvæðið og stefna Breta gagnvart Þjóðverjum undir forsæti Nevilles Chamberlains var kristaltær friðkaupastefna. Hitler hafði lýst yfir að krafan um Súdetahéruðin væri síðasta landa- krafa sín. Trúði Chamerlain senni- lega manna best blekkingarboð- skapnum. Annars var landakrafan í sjálfu sér langt frá því að vera óréttlát, sérstaklega ef byggja átti á sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Bæði Pólverjar og Ungverjar áttu t.d. eftir að gera tilkall til héraða í Tékkóslóvakíu. Stefna Chamber- lains var líka langt frá að vera hans einkaskoðun, menn eins og Nevile Henderson sendihcrra Breta í Berlín og Viscount Halifax utanríkisráð- herra voru svipaðrar skoðunar. Síð- ast og ekki síst skipti almenningsálit- ið í Bretlandi máli er enn tók undir réttmæti krafna Hitlers. í Frakklandi urðu stjórnarskipti um vorið 1938. Forsætisráðherra nýju stjórnarinnar var Edouard Dal- adier og Georges Bonnet utanríkis- ráðherra. Ekki átti hagur Tékka eftir að vænkast við þetta, utanríkis- stefnan varð enn sveigjanlegri en áður. En hver var staða Sovétríkjanna? Frá upphafi voru möguleikar þeirra einstaklega takmarkaðir. Bretar og Frakkar sniðgengu þau sem banda- menn og ættu Sovétmenn að berjast með Tékkum varð her þeirra að fara yfir pólskt eða rúmenskt land en á því voru mjög litlir möguleikar. Staða þeirra sást svo best þegar kom að Múnchenarfundinum þar sem þeim var meinuð þátttaka. Þann 24. apríl flutti Konrad Henlein foringi Súdeta-Þjóðverja ræðu í Karlsbad þar sem hann setti fram kröfurþeirra. Hann sagðim.a.: „breytum Tékkóslóvakíu í „ríki þjóðabrotanna" með fullu frelsi gagnvart áróðri þjóðernissósíalista, og - það sem meira er, breytingu á utanríkisstefnu Tékkóslóvakíu sem myndi gera hana að þýsku leppríki." Hugmyndin var að ganga lengra en Tékkar gætu nokkurn tíma samþykkt. Fjórum dögum eftir Karls- badkröfurnar báru breskir og fransk- ir ráðherrar saman bækur sínar í Lundúnum. Kom þar skýrt fram að Neville Chamberlain boðinn vel kominn til viðræðnanna. Bretar vildu komast hjá styrjöld vegna Tékkóslóvakíudeilunnar; m.a. vegna þess að landið yrði aldrei varið vegna legu sinnar. Tæplega mánuði síðar lét Hitler herforingja- ráðið leggja drög að innrás í Tékkó- slóvakíu. Dulnefni hennar var „Græna aðgerðin". í inngangsorð- um áætlunarinnar sagði: Það er ekki ásetningur minn að sigra Tékkóslóvakíu íhemaðarátök- um í framtíðinni án nokkurs tiléfnis, nema óæskileg pólitísk þróun eigi sér stað innan Tékkóslóvakíu, eða pólitísk þróun í Evrópu skapi sérlega hagstætt tækifærí sem e.t.v. kæmi aldrei aftur. Aðeins tveimur dögum síðar var inngangsorðum áætlunarinnar breytt allverulega. Þar sagði nú: Það er staðföst ákvörðun mín að sigra Tékkóslóvakíu í styrjöld innan skamms. Það erhlutverk stjórnvalda að hinkra eða notfæra sér hagstætt augnablik með pólitískar eða hern- aðarlega aðgerðir í huga... Þessi áætlun skal ísíðasta lagi framkvæmd 1. október. Bretar vissu að Hitler hlyti að hafa einhver tímatakmörk. Giskað var á 12. september sem var lokadagur flokksráðstefnu nasista í Núrnberg. Þessi ranga ályktun var enn einn ávinningurinn fyrir Hitler því Bret- um þótti skammur tími til stefnu. 1 júlílok sendu Bretar Lord Runc- iman til viðræðna við Tékka. Frá upphafi var ferð hans eins og hvert annað vindhögg og sjálfur hafði hann ekki mikið álit á árangri. Hann hafði m.a. sagt við Halifax: „þú setur mig um borð í stjórnlausa kænu út á mitt Atlantshaf". Hitler hafði hins vegar hagstæðan byr og vissi hvert hann vildi fara, en innan raða hersins voru yfirmenn sem töldu hann ofreisa bátinn. Um þetta atriði segir breski sagnfræðingurinn A.J.P. Taylor m.a. annars: Þýsku hershöfðingjarnir héldu stöðugt fram fullyrðingum um að þeir væru ekki í stakk búnir að standa frammi fyrir stórstyrjöld: Hitler svaraði alltaf því sama, að á því væri engin hætta. Allmargir hershöfðingjar töluðu um að steypa Hitler afstóli og meintu það jafnvel. Síðar, vegna lítillar hvatningar vest- urveldanna og sérstaklega þó vegna flugferðar Chamberíains til Berc- htesgaden varðekkert úraðgerðum. Eiginlega hindraði Hitler hershöfð- ingjana í að aðhafast nokkuð. Þeir ætluðu aðeins að hefjast handa ef hann léti þjóðina „vega salt fram af hengifluginuen það gerði hann ekki. Hann vildi aðeins standa frammi fyrir styrjöld þegar önnur hvor valdablokkin hafði gefið eftir. Áður en það gerðist aðhafðist hann ekkert. Tímaskekkja Breta varð besti bandamaður Hitlers. Fljótlega hlytu þeir að grípa til einhverra ráða til að afstýra styrjöld. Það var 13. sept- ember, daginn eftir lokaræðu Hitlers í Núrnberg, sendi Chamberlain hon- um eftirfarandi skeyti: Með tilliti til æ ískyggilegra ástands er ég tilbúinn að koma með skömmum fyrirvara og eiga fund með þér til að finna friðsamlega lausn á vandamálinu. Ég er reiðu- búinn að koma flugleiðis og leggja af stað strax á morgun. Nefndu fyrsta hugsanlega tíma fyrír fund okkar og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.