Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 2
' 2 Tíminn Föstudagur 7. október 1988 Marel hf. flytur út tölvuvogir og flokkunarkerfi til Ástralíu og Nýja-Sjálands: Flokkar fiskinn á íslandi, kjúklingabita á N-Sjálandi Það er nú liðið hartnær eitt ár frá því tölvufyrirtækið Marel hf. hóf útflutning á tölvuvogum til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Andfætlingar okkar láta mjög vel af framleiðslu fyrirtækisins og að sögn Þórólfs Árnasonar, markaðsstjóra þess, er ástæða til að ætla að á næstu 2-3 árum verði hlutur Ástralíu og Nýja-Sjálands í útflutningi Marels hf. um 10-15% af veltu fyrirtækisins. Tölvuvogirnar eru komnar nú þegar í 15 skip í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. í Ástralíu eru Marel-vogir um borð í rækjuskipum við norður- og norðvesturströndina og við eyjuna Tasmaníu fyrir sunnan Ástralíu. Á Nýja-Sjálandi hafa vogirnar hinsvegar verið seldar til botnfískveiðiskipa, sem eru að veiðum víða í landhelgi landsins. „Það er gaman að geta sagt frá því að annar þeirra tveggja útgerðarað- ila í Ástralíu, sem kaupa af okkur tölvuvogir, gerði prófanir á öllum helstu framleiðendum tölvuvoga fyr- ir skip í jieiminum. í framhaldi af þessari athugun tók hann ákvörðun um að kaupa vogir frá okkur þrátt fyrir að þær séu um 30% dýrari en vogir frá sumum samkeppnisaðilum okkar. Það er greinilegt að okkar vogir stóðu framleiðslu samkeppnis- aðilanna nokkuð framar hvað gæði snertir," segir Þórólfur. Nýjabrumið í útflutningi Marels hf. á þessu ári til Nýja-Sjálands eru flokkunarvélar fyrir kjúklingabita. Hér eru á ferðinni samskonar flokk- unarvélar og eru notaðar hér á landi og víðar til flokkunar á fiski. Þórólf- ur Árnason segir að flokkunarvélun- um þurfi nánast ekkert að breyta til þess að nýta þær einnig við flokkun á kjúklingabitum. Einungis þurfi að breyta stillingum lítillega. Þess ber að geta að dótturfyrirtæki Marels hf. í Kanada hefur einnig nýverið selt tvær flokkunarvélar til kjúklingavinnslu, aðra í Arkansas í Bandaríkjunum og hina í Ontarío í Kanada. Tvær flokkunarvélar hafa farið til kjúklingasláturhúsa á Nýja-Sjálandi í þessu skyni, í Auckland og Christchurch, og sú þriðja er á leiðinni til New-Plymouth. Þórólfur segir að glöggskyggni umboðsmanns Marels hf. á Nýja-Sjálandi hafi gert það að verkum að reynt var með góðum árangri að nýta flokkunarvél- ina fyrir kjúklingabita á þessum markaði. „Við höfum alltaf verið í fiskinum hér á íslandi af því að við þekkjum ekkert annað. En þetta sýnir að tækin frá okkur standa sig vel í alhliða matvælavinnslu," segir Þórólfur. Hann segir að vissulega séu fyrir hendi möguleikar á mark- aðssetningu þessarar flokkunarvélar í kjúklingaframleiðslu víðar ,en á Nýja-Sjálandi. Til dæmis væru menn að þreifa fyrir sér í Ástralíu. „Það er verið að vinna að þessum málum án þess þó að maður vilji segja of mikið að svo komnu máli,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að árangur fyrirtækis- ins í markaðssetningu ráðist ekki síst af útsjónarsemi og atorku 10-20 umboðsmanna fyrirtækisins út um allan heim og dótturfyrirtækis í Kan- Starfsmaður klúklingasláturhúss í Auckland á Nýja-Sjálandi við flokkunarkerfi frá íslenska tölvufyrirtækinu Marel . hf. Mynd: Þórólfur Ámason. ada. „Við höfum verið mjög heppnir með samstarfsaðila á Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þeir eru mjög ferskir og útsjónarsamir og þeim ber að þakka að nokkru leyti þann árangur sem við höfum náð á þessum markaði.“ Marel hf. hefur fyrir löngu haslað sér völl á erlendum mörkuðum með sína framleiðslu auk sölu á tækni- þekkingu sem starfsmenn fyrirtækis- ins hafa aflað sér. Um 70% af framleiðslu fyrirtækisins er nú flutt út á erlenda markaði en til þessa hefur stærstur hluti framleiðslu Mar- els hf. verið tölvuvogir fyrir sjávarút- veginn. Reyndar má óhikað segja að fyrirtækið sé leiðandi í heiminum á því sviði. „í Ástralíu og Nýja-Sjá- landi er okkur tekið sem ráðgjöfum og menn kunna mjög vel að meta þær upplýsingar sem við getum veitt um fiskveiðar og fiskvinnslu. Við höfum t.d. yfir að ráða mikilli þekk- ingu á vinnslu og henni getum við óhikað miðlað til Nýsjálendinga og Ástrala," segir Þórólfur Árnason. óþh Reglur um útflutning á ferskum fiski munu standa áfram: Utanríkisráðuneytið fær ráðgjöf erlendis Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að leita eftir ráðgjöf hjá aðilum sem starfa við ferskfisk- markaði þá sem íslendingar selja á. Hugmyndin er að ráðuneytið fái vikulega ráðgjöf varðandi það magn sem markaðarnir eru álitnir þola og mun þeim upplýsingum komið á framfæri við þá sem út- flutning þennan vilja stunda. Eftir sem áður verða því engin leyfi veitt til útflutnings á gámafiski nema umsókn hafi borist ráðuneytinu árdegis á föstudegi í næstu viku á undan þeirri sem útflutningur er fyrirhugaður í. Þá hefur stjórn LÍÚ ákveðið að breyta reglum sínum um siglinga- leyfi til Þýskalands á þann hátt að einn stóru Reykjavíkurtogaranna fær forgang til siglingar í viku hverri. Rökstuðningur LÍÚ við þessa ákvörðun er sá að með þessu sé tryggt að aðeins einn stóru togaranna fjögurra fái siglingaleyfi í viku hverri og dragi þannig úr hættu á sveiflum. Mikil óánægja er meðal aðstandenda minni togara vegna þessa máls en eftir sem áður verða þeir nú að sækja sérstaklega um hin eftirsóttu siglingaleyfi og standa til þess í Iöngum biðröðum. -BG Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld: Skjaldbakan kemst þangað líka I kvöld verður fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á þessu leik- ári. Ér það leikritið „Skjaldbakan kemst þangað líka“ eftir Árna Ibsen. Samkvæmt upplýsingum Viðars Eggertssonar leikstjóra fjallar leikritið um skáldin Ezra Pound, sem Þráinn Karlsson leikur, og Will- iam Carlos Williams í höndum Theo- dórs lúlíussonar. Það greinir frá ólíkum viðhorfum þeirra til lífsins og starfsins, og ekki síst segir það frá ótrúlegri vináttu þeirra sem stóð í 60 ár, og í sýningunni fylgjumst við með þeim þann tíma. Williams er læknir og skáld, og er sannfærður um að læknirinn og skáldið séu óaðgreinanlegir. Að deila kjörum með fólki gefur skáld- skap hans gildi. Hann bjó í smábæ allt sitt líf, og ást hans á sínum samastað gerði hann að paradís á jörðu, og ljóð hans fjölluðu um allt það smáa líf sem hrærðist í nánasta umhverfi hans. Ezra var aftur á móti á sífelldu flakki um heiminn, og gat hvergi fest rætur. Hann vildi kynnast öllu sem hafði verið hugsað og ort í heiminum til að geta fellt það inn í einn Ijóðabálk. Hann fann sér loks sama- stað í hugmynd, fasismanum, og í seinni heimsstyrjöldinni tók hann að sér að útvarpa áróðri fyrir ítali til Bandaríkjanna. Fyrir áróður sinn var hann kærður fyrir landráð, og til stóð að dæma hann til dauða. Það kom í hlut Williams að verja hann, þó hann gæti ekki varið skoðanir hans. Þessi átök eru þungamiðjan í leikritinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.