Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.11.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. nóvember 1988 Tíminn 15 MINNING Frú Björg Jónsdóttir í Vallanesi Fædd 26. júlí 1901 Dáin 20. október 1988 Sumardýrðin á Héraði er mikil við hinn græna lit laufgróðurins, sem vex af ljósum stofni um vallholt og brekkuhöll, en teygir sig í lágu kjarri um undirhlíðar austurfjalla. Inn til dalanna dregur í skjól og ilmur úr grasi stígur við hitnandi sól. Við slíka lofgerð heimahaga langrar til- komandi jarðvistar fæddist þrett- ánda barn Ingibjargar húsfreyju á Vaði í Vallanessókn, ysta byggðar- bóli í norðanverðum Skriðdal, á miðsumri 1901. Ingibjörg á Vaði var mikillar gerðar eins og mörg þeirra Bjarnabarna Sveinssonar og Guð- rúnar Jónsdóttur í Viðfirði. Þung áföll aldamótaáranna buguðu Ingi- björgu ekki, þvert á móti sneri hún vörn í sókn er hún missti mann s'inn, Bjarna ívarsson, fimmtugan á hall- andi sumri 1900 frá 12 börnum og við skert stórbúið. Giftist hún aftur, þegar er lög leyfðu að skemmstum tíma ekkjunnar liðnum, ráðsmanni á búi sínu, Jóni Björgvini Jónssyni frá Hallbjarnarstöðum. Varð þeim auðið 5 bama og Ingibjörg þó 39 ára, er þau áttust. Festu þau hjón kaup á Vaði 1907, en þar var Skriðu- klaustursjörð. Bjuggu þau til elli á Vaði. Dó Ingibjörg frá Viðfirði 1940, en Jón Björgvin 1954, 85 ára. Björg Jónsdóttir ólst upp í for- eldrahúsum í stórri fjölskyldu hins bammarga heimilis, fíngerð og listræn. Hún nam orgelleik og stýrði frá ungum aldri kirkjusöng í Valla- nes- og Þingmúlakirkjum. Réðu þeir hæfileikar og störf örlögum hennar. Þegar hún var 23 ára vígðist ungur guðfræðingur, Sigurður Þórðarson, fæddur vestur við Arnarfjörð vorið 1899, ættaður úr Borgarfirði og Rangárþingi, til Vailanes- og Þing- múlasókna, fyrst aðstoðarprestur, en fékk hið næsta ár veitingu fyrir brauðinu. Kynni unga prestsins og fallegu, listrænu stúlkunnar á Vaði, sem fylgdist með honum á annexí- una og lék svo vel undir messusöng- inn, urðu brátt þau, að organistinn varð prestskona í Vallanesi og samleið þeirra ein, meðan síra Sig- urður lifði. Fyrstu árin vom ljúfur tími í lífi ungra og samvalinna prests- hjóna á stóm setri og í góðsveit á Héraði. Voru dætur þeirra tvær, Bjarghildur og Oddrún, heimilið menningarlegt á alla grein og stofur miklar í öðru stærsta prestsseturs- húsi á landinu, en bú í vexti. Lék allt í lyndi og Vallanessöfnuður samein- aður á ný eftir áratuga skiptingu og löggilta fríkirkjustarfsemi. Nýtt og vandað kirkjuhús reist suður frá gamla bæjarstæðinu og garðinum, en boðskapur unga prestsins bjartur í anda hinnar frjálslyndu guðfræði lyftist við lofgerð hljómsins frá orgel- inu. Allt hefur sinn tíma. Heilbrigði og jarðnesk starfsorka átti nálæg enda- lok í hinum hvíta dauða Vallanes- prestsins. Hann var aðeins 36 ára, er nokkurra missera erfiðu veikinda- stríði hans og sjúkrahúslegu var lokið. Frú Björg stýrði búi sínu í Valla- nesi og lék á hljóðfærið, þegar síra Sveinn Víkingur kom frá Seyðisfirði að messa og jarða, síðan við þjón- ustu næsta staðarprests, síra Marin- ós Kristinssonar. Á hans árum var nýtt og afar lítið prestshús byggt og var það síðan bústaður Vallanes- presta það sem eftir var staðartíma frú Bjargar. Hún var húsfreyja áfram í Vallanesi og bjó í tvíbýli í stóra húsinu allt til 1970, er hún og síðari maður hennar, Magnús Jóns- son frá Tunghaga, lengi meðhjálpari Vallaneskirkju, fluttu í Egilsstaði. Heitir Vallaneshlutinn, sem þau hjónin bjuggu á, Jaðar I, frá skipt- ingu jarðarinnar 1939. Er það fögur og sléttlend ræktarjörð á víðáttu- miklu Vallanesinu, en híbýli rúm, sem sagði um gamla prestsseturshús- ið, en útihús ærin; hvort tveggja frá óvenjulegum stórbúskapartíma síra Magnúsar Blöndals Jónssonar. Son- ur hans, síra Pétur rithöfundur, var í rúm 20 ár prestur á staðnum og hafði bústað í litla húsinu. Vinátta og gagnkvæm virðing þeirra frú Bjargar var einlæg hinn langa sam- tíma þeirra í Vallanesi. Við brottför hans kom síra Marinó aftur, en þegar ný og gömul þjónusta hans og frú Bjargar var á enda í Vallanes- og Þingmúlakirkjum 1966, lét hún af organistastörfum, háð liðagigt í úln- liðum og annarri slitgigt eftir langan og kröfuharðan vinnudag húsmóð- urinnar á fjölmennu heimili og bóndakonunnar á stórum garði, fyrst með síra Sigurði, síðan ein til for- ráða og svo með ráðsmönnum um hríð, m.a. Snæbirni bróður sínum, en lengst og síðast með Magnúsi. Eru synir þeirra tveir, Sigurður og Ármann, er stóðu ungir fast að búi og störfum með foreldrum sínum í heimahúsum, en ásamt þeim heimil- isföst dætrabörn frú Bjargar, sam- felldast Gerður Aradóttir, að ég ætla, en síðar einkum Emil Thor- oddsen, barn að aldri, hjá ömmu sinni og Magnúsi, þegar ég kom að Vallanesi undir vetur 1966. Samveruár okkar á staðnum urðu 4, en frú Björg og Magnús brugðu búi og settust að í húsi sínu að Selási 26 á Egilsstöðum í fardögum 1970. Hið næsta haust fórum við Guðrún að öðru brauði og fluttum í fjarlægan landshluta. Hin nákomna vinátta, sem með okkur tókst, hefur ekki rofnað, þótt vík væri milli vina, en fundum borið saman af og til, er við áttum leið um Austurland, en börn okkar síðast á liðnu sumri. Fallega heimilið þeirra var minningageymd starfsævinnar í Vallanesi, prýtt bók- um og af listfengi gömlum munum og góðum gripum. Hinu hélt hver til skila, sem minntist fyrri daga, ungur og gamall, er vakti þakkarhugann, nýjaði vináttuna og treysti þá alúð, sem áður var svo hagfelld og sönn. f nokkur hin síðustu ár stóð Magn- ús einn fyrir heimilinu. Frú Björg var að öllu á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum og óvíst að ætla til hvers hún náði umhverfis. Var hún milli heims og helju, sem kallað er, farin að líkamsheilsu og næstum á burt úr þessum heimi. Hin afar fíngerða kona hafði verið sterk í miklum og endurteknum sjúkdómsáföllum fyrr á árum. Nú um megn fram, er kjarkurinn og þolgæðið, lífsviljinn og þakkarhugurinn á hinu langa hausti aftraði henni að skiljast við. Frú Björgu voru báðir heimar jafn kærir. Og hún átti himinvonina góðu. Langt fram yfir hin lengstu lög lífgaðist hljóður hugur orðlausrar líkamsveru við jarðlífsminnin ljúfu. Og Magnús kom til hennar upp á hvern dag. Það var nóg. Elskan og þökkin áttu skínandi bjarma undir slokknandi loga. Það ljós er á vegi Magnúsar á veturnóttum, barna hennar og ástvina, þegar dimmir í landi, en til hennar sjálfrar kom haustið loksins í fyllingu tímans og í gjöf hinnar eilífu sumardýrðar. - Allt hold er gras og allur yndisleikur þess er sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau, segir Jesaja spámaður. Sannlega boðar litadýrð haustsins í skammærri árétting sumarkveðjunn- ar á Héraði, að orð Guðs stendur stöðugt, eilíflega. Mannsins von er tíðum sú, að haustlitirnir standi lengi og óskin, að laufvindarnir andi seint á síðustu fegurð hins jarð- neska. Þó þekkjum vér fyrirheitið um eilífðarvor. Og vér hugsum um lífið eftir þetta líf, þegar vér horfum yfir fölnað grasið á Vallanesinu hin svölu haustdægrin. Drottinn hefur andað á landið - og húsfreyjan, sem fyrr var áhorfandi og hugsaði um upprisuboðskap hins næsta vors í sköpun Guðs á jörð, hélt á vit hins lifandi fyrirheitis á veturnóttum til sumarmála framhaldslífsins. Ágúst Sigurðsson Ragnar Kjartansson Fæddur 17. ágúst 1923 Dáinn 26. október 1988 Þegar hugmyndin að stofnun Ný- listasafnsins kom fram í október 1976. þá var hún mikið rædd á vinnustofu Ragnars Kjartanssonar, og kom þá strax í Ijós mikill áhugi hans á að styðja þessa hugmynd svo hún yrði að raunveruleika. Þótt Ragnar væri „raunsæismaður“ í myndlist þá fylgdist hann grannt með þvi sem yngsta fólkið var að gera og var reyndar hvatamaður að því að kynna verk þess opinberlega, samanber Útisýningarnar á Skóla- vörðuholti á sínum tíma, og hafði ákaflega gaman að rifja upp ýmis skemmtileg atvik sem þeim tengdust. Þar var hann aðili að nokkurs konar hallarbyltingu í myndlist þjóðarinnar þegar lista- mennirnir komu fram með upphaf nýrrar stefnu, hugmyndalistarinnar, en fram að þeim tíma hafði högg- myndin verið hornreka í sýningum sem undirmáls- eða jaðarlist, sett upp þegarmálverkið hafði fengið sitt sviðsljós. Ragnar Kjartansson var einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins, og þremur árum síðar gaf hann til safnsins yfir 50 titla: skúlptúr, hreyfi- verk, bækur og bókverk, grafík, málverk og kort, allt eftir Dieter Roth, og áritað af höfundi „til vinar míns“, „með bestu kveðjum", o.s.frv. Árið 1982 var ákveðið að sýna þessa gjöf í safninu og var Ragnar mjög ánægður yfir því. Haft var samband við Dieter Roth og hann beðinn um ráðgjöf og upplýs- ingar, sem og hann varð fúslega við, en bætti um betur og sendi safninu marga kassa fulla af bókverkum, skáldverkum, grafíkmyndum, hljómplötum o.fl. Sýningin varð því mjög fjölbreytt og umfangsmikil og vakti verðskuldaða athygli. Aðstandendur Nýlistasafnsins eru margir hverjir nemendur og vinir Ragnars Kjartanssonar og eru hon- um þakklátir fyrir stuðning og hvatn- ingu, og þann sóma sem hann sýndi safninu. Félagar í Nýlistasafninu. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiða. Viöhald og viögeröir á iðnaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin —Sími 84110 Aðalfundur Nútímans hf. 1988 verður haldinn að Nóatúni 21 föstudaginn 25. nóvember kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. 3. Ákvörðun um aukningu hlutafjár. Stjórnin. KÆLIÞYKKNI fyrir málmiðnaðarvélar MALMIÐJAN HF. @91-680640 L-- 'J BILALEIGA meö utibu allt í kringurri landiö, gera þer mögulegt aö leigja bil á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar Gæöamerki sem veiöi- menn eru öruggir meó. Fyrirliggjandi í ýmsum stæröum. Kaupfélögin um land allt og sportvöruverslanir í Reykjavík t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Halldór Gíslason frá Langagerði, Kirkjuvegi 14, Selfossi verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 16. Guðbjörg Jónsdóttir Eygló Kristófersdóttir Björn Sigurðsson Ester Halldórsdóttir Steinar Karlsson Hrefna Halldórsdóttir Ágúst Morthens og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.