Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 3. janúar 1989 Forseti veitir heiöursmerki 20 manns hljóta riddarakrossinn Samkvæmt tillögu orðunefndar sæmdi forseti íslands 21 íslending heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Eftir- taldir tuttugu hlutu riddarakrossinn og einn stórriddara- kross. Birgitta Spur safnstjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu höggmyndalistar. Björgvin Freder- iksen iðnrekandi Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf í þágu iðnaðar. Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu þroskaheftra. Egill Ólafsson bóndi Hnjóti Örlygshöfn Barða- strandarsýslu, riddarakross fyrir söfnun og vörslu sögulegra minja. Elísabet G.K. Þórólfsdóttir hús- freyja Fellsströnd Dalasýslu, ridd- arakross fyrir húsmóður- og upp- eldisstörf. Guðjón Magnússon for- maður Rauða kross íslands Reykjavík, riddarakross fyrir störf að líknarmálum. Guðrún Magnús- son sendiherrafrú Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf í opinbera þágu. Hersteinn Pálsson fyrrver- andi ritstjóri Seltjarnarnesi, ridd- arakross fyrir ritstörf. Hörður Sig- urgestsson forstjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf að sam- göngumálum. Jóhannes Stefáns- son fyrrverandi forseti bæjarstjórn- ar Neskaupstað, riddarakross fyrir störf að bæjar og atvinnumálum. Jón Þórarinsson tónskáld Reykj- avík, stórriddarakross fyrir störf að tónlistarmálum. Jón Jónsson búnaðarmálastjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu land- búnaðarins. Jórunn Viðar tónskáld Reykjavík, riddarakross fyrir störf að tónlistarmálum. Kjartan Guðnason formaður sambands ís- lenskra berkla- og brjóstholssjúk- linga Reykjavík, riddarakross fyrir störf að félags og tryggingamálum. Margrét Guðnadóttir prófessor Reykjavík, riddarakross fyrir kennslu og vísindastörf. Páll Flyg- enring ráðuneytisstjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Sigurður J. Briem deildar- stjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sjúkra. Skapti Áskelsson skipasmiður Akureyri, riddara- kross fyrir brautryðjendastarf í skipasmíðum. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf að atvinnumálum. Séra Þorsteinn Jóhannesson fyrrverandi prófastur Reykjavík, riddarakross fyrir störf að kirkjumálum. jkb Hagstofan gefur út tilkynn- ingu um aö leiga húsnæöis skuli ekki hækka fyrstu þrjá mánuöi þessa árs: Húsaleiga er óbreytt Hagstofa Islands hefur gefið út tilkynningu um að húsaleiga skuli vera óbreytt mánuðina janúar, fe- brúar og mars 1989, frá því sem hún var í desember á síðasta ári. Þessi ákvörðun er liður í verð- stöðvun ríkisstjórnarinnar og gildir um leigu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæðis- kostnaðar eða breytingu meðallauna samanber lög númer 62 frá árinu 1984. Verðbótahækkun húsaleigu fylgir hækkun launa. Þar sem laun hækkuðu ekki í október síðast liðn- um og ekki heldur við upphaf þessa árs, eins og gert var ráð fyrir í samningum hækkar þessi viðmiðun- arstaðall húsaleigu ekki heldur. Hvort farið er eftir viðmiðunartöl- um frá Hagstofunni er annað mál og með því er ekkert eftirlit af hálfu þess opinbera, enda ekki þægilegt að koma slíku eftirliti við þar sem algengt er að hluti húsaleigu sé ekki gefinn upp til skatts. -ág íslenski hundastofninn m er í hættu: Islenski hundurinn dýrgripur „íslenski hundurinn á fáa sína líka meöal hunda. Hann er góölyndur, skapgóður, greindur og hefur ótrúlega aðlögunarhæfni,“ sagði Sig- ríður Pétursdóttir á Ólaf- svöllum á Skeiðum. Sigríður hóf að rækta íslenska hundinn árið 1967 en þá lá við að hann væri að verða aldauða og enn er íslenski hundurinn ekki úr allri hættu því áhugi íslendinga fyrir hundinum er afar lítill. í frétt Tímans þann 22. des. sl. er greint frá því að hreinræktaðir ís- lenskir hundar á íslandi eru nú aðeins á annað hundrað dýr og ræktun því erfið. Sigríður sagði að eftirspurn eftir hundinum hefði lítið aukist upp á síðkastið og væri það miður að íslendingar skyldu ekki skynja kosti þessa hunds betur en raunin er og hvílíkur dýrgripur hann væri. Hún sagði að sá misskilningur væri furðu algengur að íslenski hundurinn þurfi að vera „frjáls“ sem fólk skildi þannig að hann ætti að ráfa eftirlitslaus út um sveitir. Þetta sagði Sigríður alrangt. Fáir hundar væru auðveldari í meðförum inni á heimili eða ættu auðveldara með að aðlaga sig hvers konar aðstæðum. Það væri hins vegar al- gerlega undir hundaeigendum sjálf- um komið hvernig uppeldi hundsins tækist og það ætti við um allar hundategundir. -sá Laxfoss hinn nýi í höfn í Reykjavík. Stærsta skip íslenska flotans mun leysa af tvö minni skip Eimskipafélagsins en þó auka flutningsgetuna um 20%. Lýsandi dæmi um þróunina í skipaflutningum? Tímamynd: Pjetur. Reykjavíkurhöfn: SKIPUNUM FJEKKAR, EN FLUTNINGARNIR AUKAST Skipakomum í Reykjavíkurhöfn fækkaði um 11 frá því í fyrra en rúmlestatala jókst um 23% eða úr 3.085.000 brúttórúmlestum árið 1987 í 3.804.125 árið 1988. Heildarvöruflutningar um höfnina virðast ekki hafa dregist saman að magni frá fyrra ári, enda þó innflutn- ingur síðustu mánuði ársins hafi orðið minni en áætlað var. Útflutn- ingur um Reykjavíkurhöfn milli ár- anna ’87 og ’88 hefur aukist veru- lega. Á tveimur síðastliðnum árum hef- ur verið unnið að stækkun hafnar- svæðisins í Vatnagörðum í Sunda- höfn og m.a. var Kleppsbakki lengd- ur í 287 metra. Þá hefur verið unnið að lengingu skjólgarðs út frá Korn- garði, til að skapa viðunandi skjól í hafáttum við Kleppsbakka. Hafnar- stjórn áætlar að ljúka þessum fram- kvæmdum á þessu ári. Á síðasta ári var einnig gerð viðlega fyrr Viðeyj- arferju í Klettavör í Sundahöfn og lokið við bryggju í Viðey. Þá hefur verið unnið að undirbúningi hafnar- svæðis í Kleppsvík og verður þeim framkvæmdum haldið áfram. Stærsta skipið sem kom til Reykja- víkur á árinu var skemmtiferðaskip- ið Europa, en það getur lagst að bryggju í Sundahöfn. Stærsta ís- lenska skipið sem kom á árinu er hið nýja skip Eimskipafélagsins, Brúar- foss sem kom til Reykjavíkurhafnar í fyrsta sinn 21. desember s.l. - ág Félag áhugafólks um alnæmi stofnað í Reykjavík: Stutt við smitaða og sjúka Nýlega voru stofnuð í Reykjavík Samtök áhugafólks um alnæmisvandann en alnæmi er nú þegar orðið verulegt vandamál hér á landi. Tilgangur samtakanna er að styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra og að auka fræðslu um alnæmi. Á stofnfundi samtakanna, sem var vel sóttur, voru stofnaðir þrír starfshópar: fræðsluhópur, félags- málahópur og fjáröflunarhópur. í stjórn samtakanna voru kjörin þau Auður Matthíasdóttir formaður, Vilborg Ingólfsdóttir varaformað- ur, Guðlaugur Einarsson, Guðni Baldursson, Hólmfríður Gísla- dóttir, Jón Bj@rman og Sonja B. Jónsdóttir. Meðal þeirra, sem fluttu ávörp á stofnfundinum, voru þeir Kristján Erlendsson læknir og Ólafur Ólafs- son landlæknir og fagnaði hann stofnun samtakanna. Rauði kross íslands bauð stofnfélögum upp á veitingar og hefur auk þess gefið samtökunum 200.000 krónur til starfseminnar. Þá hefur Lands- nefnd um alnæmisvarnir gefið sam- tökunum 100.000 krónur sem er ágóði af styrktartónleikum þeirra Bubba Morthens, Harðar Torfa- sonar og Megasar, en þeir tónleik- ar voru haldnir í byrjun des. s.l. Þrátt fyrir talsverða fræðslu um alnæmi á undanförnum árum virð- ast margir telja að þessi sjúkdómur sé einkamál tiltölulega fámenns hóps. Þann misskilning vilja með- limir samtakanna reyna að leið- rétta því alnæmi getur snert hvern sem er. Þótt maður telji enga hættu á því að hann smitist sjálfur þá verður hann átakanlega var við þennan sjúkdóm ef ættingi eða vinur smitast. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að hér þrífist hræðsla og fordómar gegn smituðum einstakl- ingum. Það er staðreynd að smitað fólk á í miklum erfiðleikum með að halda atvinnu sinni og að finna sér öruggt húsnæði. Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann ætla að beita sér fyrir breyttu viðhorfi í garð þeirra sem smitast hafa af alnæmi og auknum stuðningi við aðstandendur þeirra. Þeir sem vilja gerast félagar í samtökunum eru hvattir til þess að hafa samband við Auði Matthías- dóttur í síma 22400.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.