Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT VARSJÁ - Herforinginn Wojciech Jaruzelski forseti Póllands varaði pólsku þjóðina vð því að herinn myndi ekki láta það viðgangast að komm- únistaflokknum yrði ýtttil hliðar í umbótum þeim sem nú fara fram milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í Pól- landi. MOSKVA - Alexander Yak- olev einn helsti stuðningsmað- ur Mikhaíls Gorbatsjov sakaði Vesturlönd um að draga fæt- urna og vilja greinilega ekki bæta samkiptin við Sovétríkin og fylgiríki þeirra. WASHINGTON - George Bush Bandaríkjaforseti bauð nokkrum öldungadeildarþing- mönnum Demókrataflokksins til Hvíta hússins til að reyna að fá þá til að greiða atkvæði með John Tower sem varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna. At- kvæðagreiðslanferfram í dag. KHARTOUM - Verkalýðs- félög og stjórnmálaflokkar í Súdan hvöttu Sadeq al-Mahdi forsætisráðherra landsins til þess að leysa upp samsteypu- stjórn sína og samþykkja frið- artilboð skæruliða í suðurhluta landsins. PEKING - Kínverska ríkis- stjórnin er að missa tökin á efnahagsmálum hins víð- feðma Kínaveldis, en verð- bólga hefur aldrei verið meiri en einmitt nú og litlar líkur að úr henni dragi. Frá þessu skýrði talsmaður hagstofunn- ar, Zhang Zhongji að nafni. JERÚSALEM - fsraelskir gyðingar og Arabar gengu að kjörborðinu er sveitarstjórnar- kosningarfóru fram í ísrael. Þó var stór hóþur Araba sem kaus ekki en sat heima og drakk te til að lýsa stuðningi við bræður sína á hernumdu svæðunum. Allsherjarverkfall var í hinum hernumda austurhluta Jerúsal- emborgar. Hins vegar er talið að bókstafstrúaðir múslímar úr röðum Araba muni láta mikið á sér kveða. Miövikudagur 1. mars 1989 lllllllllllllllllilllllill ÚTLÖND lillllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllll^ Skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins setja allt í bál og brand í Venezúela: Tuttugu drepnir í óeirðum í Caracas Aö minnsta kosti tuttugu manns voru drepnir og tvöhundr- uð særðir í ofbeldisöldu er reið yfir Caracas höfuðborg Venezúela á mánudag eftir að stjórnvöld hækkúð verð á eldsneyti og almenningsfargjöldum. Forseti landsins, Carlos Andres Perez, sem nýlega tók við embætti kallaði herinn til í gær til að halda uppi lögum og reglu í borginni. Rúmlega eittþúsund rnanns voru handteknir, flestir vegna rána, en múgurinn rændi og ruplaði verslanir í borginni í mótmælaöldunni. Vopnaðir ræningjar báru ábyrgð á flestum morðunum. Einn lögreglu- foringi var skotinn til bana og ellefu lögreglumenn særðust í ósköpunum. Ofbeldisaldan hófst þegar í Ijós kom að strætisvagnafargjöld höfðu hækkað um 30% og eldsneyti um 90%. íbúar Caracas segja að átökin og ofbeldisaldan sé sú versta sem geng- ið hefur yfir borgina frá því að mótmælaaðgerðir gegn einræðis- herranum Marcosi Perez Jiminez í janúar árið 1958 settu allt á annan endann. í kjölfar þeirra átaka var lýðræði endurreist í landinu. Hækkanirnar á mánudag voru lið- ur í aðgerðum liins nýja forseta í efnahagsmálum, en Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn hefur sett Perezi skil- yrði fyrir lánum úr sjóðnum og voru hækkanirnar einn þátturinn í að koma á móts við sjóðinn. Seðla- bankastjóri Venezúela og fjármála- ráðherra landsins eru einmitt í Hálf milljón Serba þrammar gegn Albönum Hálf milljón Serba tók þátt í mótmælafundi utan við þing Júgó- slavíu í Belgrad í gær eftir að verkfall námumanna af albönsku bergi brotnu í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo hafði neytt þrjá háttsetta embættismenn hliðholla Serbum að segja af sér embætti. Námuverka- mennirnir hættu átta daga verkfalli sínu í gær eftir að mennirnir sögðu af sér. Svipaðar mótmælaaðgerðir Serba og Svartfellinga voru í Svartfjalla- landi og sjálfstjórnarhéruðunum Vojvodina og Kosovo. Hermenn og skriðdrekar sem sendir voru út á meðal fólks í Kosovo voru kallaðir á ný til her- búða sinna eftir að verkfallsmenn höfðu látið af aðgerðum sínum. Verkfall námumannanna kom til vegna hugmynda stjórnvalda um að Serbar fái rétt til að hlutast meira um málefni Kosovo en verið hefur. Kos- ovo er að mestu byggt fólki af albönsku bergi og játar það sið múslíma. Hefur mikil ólga verið milli þeirra og hinna kristnu Serba og Svartfcllinga að undanförnu. Washington til að undirrita samning við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. - Ránin í verslununum eru hlið- stæð þeim atburðum sem hafa verið að gerast undanfarin ár í Brasilíu, Santo Domingo og nýlega í Perú, sagðu Alfredo Alvarez dálkahöf- undur dagblaðsins E1 Nacional í gær. - Nú þegar við höfum gengist við skilyrðum Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins er röðin komin að okkur. Ofbeldið í Venezúela stingur mjög í augun nú því að þar hefur verið mjög friðsamlegt í fjölda ára, en almenn lífskjör í landinu eru þau bestu sem finnast í Suður-Ameríku. Pá hefur lýðræði verið mjög stöðug' þar. Carlos Andres Perez forseti Venezúela tók við embætti 2. febrúar. Hann var forseti landsins á uppgangstímanum 1974 til 1979 og er geysivinsæll. Hann þurfti þó á mánudag að horfa upp á verstu ofbeldisöldu, sem riðið hefur yfir Caracas í 31 ár, og kallaði til herinn í gær. Suður-Líbanon: Skólabörn særast í loftárásum ísraela Tuttugu og þrjú skólabörn og tveir kennarar særðust í loftárásum sem ísrelskar herþotur gerðu á þorp Drúsa og stöðvar Palestínu- manna í fjöllunum suðaustur af Beirút í gær. Tveir palestínskir skæruliðar féllu og eldri maður særðist einnig í þessum loftárásum ísraela. Talsmaður ísraelska hersins sagði að ísraelskar herþotur hefðu lagt í rúst höfuðstöðvar Marxísku lýðræðishreyfingarinnar fyrir frels- un Palestínu, en þær eru utan við þorp Drúsanna. Sjónarvottar í þorpinu Ainab sem ísraelar gerðu loftárásir á sögðu að börnin sem særðust væru á aldrinum fimm til tólf ára gömul. Þau hefðu aðallega særst lítillega af völdum braks og glerbrota þegar þrjár sprengju féllu við skóla þeirra, en samkvæmt heimildum á sjúkrahúsum í grenndinni eru nokkur barnanna séu mjög mikið slösuð og í lífshættu. Aðeins þrjú börn fengu að fara strax heim af sjúkrahúsi eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Fyrr um daginn höfðu liðsmenn hers Suður-Líbanons drepið einn palestínskan skæruliða sem var ásamt félögum sínum að planta jarðsprengjum innan öryggislínu þeirrar sem ísraelar drógu í Líban- on fimmtán kílómetra frá landa- mærum ísraels. f síðustu viku voru þrír palestínskir skæruliðar drepnir, en þeir voru á leið að landamærum ísraels. Er talið að loftárásir ísraela í gær hafi verið gerðar til að reyna að koma í veg fyrir slíkar herferðir næstu daga. Segjast skæruliðar Palestínumanna búast við fleiri loftárásum. íranska þingiö ekki á því aö láta undan í deilum um „Söngvá satans“: Slítur stjórn- málasambandi við Bretland franar hafa gefið Bretum viku frest til að taka í lurginn á rithöf- undinum Salman Rushdie fyrir móðganir hans við íslam í bókinni „Söngvar Satans" sem tryllt hefur músltma um allan heim, ekki hvað síst í íran þar sem erkiklerkurinn Khomeini hefur dæmt Rushdie til dauða. Breyti Bretar ekki afstöðu sinni til málsins munu íranar slíta stjórnmálasambandi við Breta, en ekki eru liðnir nema tveir mánuðir frá því ríkin tóku upp stjórnmála- samband að nýju eftir tæplega tveggja ára hlé. Það var franska þingið sem tók þcssa ákvörðun í sérstakri at- kvæðagreiðslu í gær og var varla nokkur kjaftur sem ekki greiddi atkvæði með því að slíta stjórn- málasambandi við Breta. f síðustu viku kölluðu Bretar sendiráðsmenn sína heim frá Te- heran til að mótmæla því að Kho- meini hvatti múslíma til að drepa Rushdie fyrir að hafa móðgað íslam og spámanninn með skrifum sínum. Svar írana var að kalla heim tvo sendiráðsmenn frá London. Þá kölluðu öll ríki Evr- ópubandalagsins heim háttsettustu sendiráðsmenn sína frá Teheren til að mótmæla. Sri Lanka: Tamílar myrða 35 Sinhalesa Skæruliðar Tamíla á Sri Lanka myrtu þrjátíu og fimm saklausa borgara á árás sem þeir gerðu á þorp Sinhalesa í norðurhluta landsins. Skæruliðarnir vopnaðir byssum, sverðum og hnífum réðust inn í þorpið Borawewa og myrtu þá er fyrir urðu. Á meðal fórnarlamba þeirra voru níu börn og fjórar konur. Herma fréttir að lík þeirra hafi verð bútuð sundur, en slík hroðaverk hafa verið tíð í því grimmdaræði sem ríkt hefur í þessum hræðilegu árásum, hvort sem skæruliðarnir hafa verið úr liði Tamíla eða Sinhal- esa. Lögreglan telur að árásar- mennirnir hafi verið um þrjátíu talsins. Skæruliðar Tamíla berjast fyrir sjálfstæðu ríki í norður- og austur- hluta Sri Lanka, en vilja ekki sætta sig við sjálfstjórn þá sem samið var um fyrir tveimur árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.