Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 14. apríl 1989 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGislason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Húsbréfakerfi Pað varð að samkomulagi milli þingflokka, sem styðja núverandi ríkisstjórn, að félagsmálaráð- herra væri heimilt að leggja fram frumvarp til breytinga á húsnæðislöggjöfinni sem miðaði að því að taka upp að hluta til svokallað húsbréfakerfi sem fjáröflunarleið fyrir húsnæðiskerfið í landinu. Félagsmálaráðherra hefur fyrir nokkru lagt frumvarpið fram í neðri deild. Pað var rætt við fyrstu umræðu og síðan vísað til félagsmálanefndar þingdeildarinnar til umfjöllunar þar, eins og þing- sköp gera ráð fyrir. Málið er því algerlega í forræði Alþingis og mun verða rætt þar í nefndum og þingflokkum í samræmi við þingvenjur. Félagsmálanefnd hefur haldið þeirri venju þing- nefnda, sem vilja vinna verk sín vel og af fullri yfirsýn um málefni, að senda frumvarpið til umsagnar ýmsum þeim aðiljum, sem láta sig húsnæðismál og fasteignaviðskipti nokkru varða og búa yfir þekkingu sem er gagnleg alþingismönn- um áður en þeir taka endanlega afstöðu til þessa þingmáls. Um húsbréfakerfið eru mjög skiptar skoðanir meðal alþingismanna, einstakra stjórnmálaflokka, fagmanna um verðbréfaviðskipti, hagsmunasam- taka og forsvarsmanna banka og peningastofnana yfirleitt. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, hefur hins vegar tekið slíka ofsatrú á þetta húsbréfakerfi að hún ansar því engu, þótt maður gangi undir manns hönd að sýna henni fram á með rökum að á húsbréfakerfinu eru margvíslegir annmarkar sem gera það nauðsynlegt að fram- kvæma hugmyndina með gát og prófa sig áfram með þessa fjáröflunarleið í áföngum. Hvað varðar afstöðu Framsóknarflokksins þá er ljóst að þingflokkur hans setti fram ákveðin skilyrði fyrir samþykki sínu við framlagningu húsbréfafrumvarpsins. Þar skiptir aðalmáli að húsbréfakerfið verði bundið þeim takmörkunum að það nái aðeins til fjármögnunar á eldri íbúðum, sem ganga kaupum og sölum. Pessi fjármögnunar- leið verði reynd í eitt ár og árangurinn af því síðan tekinn til endurmats. Ekki er ólíklegt að ná megi samstöðu á Alþingi um slíka útfærslu húsbréfahug- myndarinnar. Verður ekki annað séð en að félags- málaráðherra væri fullsæmdur af slíkum málalok- um. Jóhanna Sigurðardóttir hlýtur að átta sig á að þetta álitamál verður að leysa með málamiðlun en ekki kempulegum stóryrðum og hótunum. í þessum deilum um húsbréfakerfið hefur komið fram athyglisvert og ítarlegt álit fimm stjórnar- manna í Húsnæðisstofnun ríkisins um ágalla hús- bréfakerfis sem skyndilegrar úrlausnar í fjármögn- un húsnæðiskerfisins í heild. Þar er m.a. bent á, að takmarkalaus húsbréfasala geti valdið sprengingu á húsnæðismarkaðnum, hækkandi fasteignaverði og vaxandi verðbólguáhrifum. Petta sjónarmið verður að ræða til hlítar í félagsmálanefnd neðri deildar, sem nú ber ábyrgð á málinu fyrir hönd Alþingis. Tannlæknar enn Þær fréttir voru að berast að nú hcfðu tannlæknar enn eina ferðina verið að hækka taxta sína. Nánar til tekið gerðist þetta hinn 1. mars og hækkunin nam rúmum fimmtán prósentum. Það er hvorki meira né minna en sjálft Morgunblaðið sem skýrir frá þessu í gær, en að visu er tekið þar fram að blcssaðir mennirnir hafi ekki fengið hækkun frá því í júníbyrjun í fyrra. Það er eiginlega ekki sérlega hcppilegt að frétt um þetta skuli þurfa að birtast einmitt á sama tíma og gömul skólasystkini tann- læknanna í öðrum greinum standa ■ verkfalli og kjarabaráttu við ríkið. Það er alkunna að á liðnum árum hafa tannlæknar verið sú stétt há- skólamanna sem hefur haft iang- hæstar tekjur. Jafnvel svo að laun þeirra hafa verið tvöföld eða þref- öld á við aðra með sambærilega menntun. Þegar að kreppir í þjóð- félaginu mætti þess vegna halda að nær stæði að einhverjir aðrir fengju kjarabætur á undan þeim. Snúin stada Annars virðist staðan í kjaramál- unum vera orðin töluvert snúin og erfitt að sjá hvernig þeim á eftir að lykta. BSRB hefur samið um hækkanir fyrir sitt fólk scm munu liggja nálægt tíu prósentum, eftir þvi sem ráða má af fréttum. Þá eru háskólamenn í verkfalli og meðal annars eru framhaldsskólar lands- ins lokaðir af þcim sökum. Af fréttum að dæma vilja há- skólamenn ekki gera sig ánægða mcð sömu hækkun og BSRB fékk, heldur vilja þeir fá meira. Og ekki er þess að vænta að frétt Morgun- blaðsins af hækkun gamalla skóla- systkina þeirra í tannlæknastétt verði til að minnka í þeim móðinn. Þá er svo að sjá að samningar ríkisins og BSRB hafí fordæmis- gildi að því leyti að ASÍ vilji nú fá sömu hækkanir fyrir sitt fólk, sem út af fyrir sig er vitaskuld ekki nema skiljanlegt. Jafnframt leggja bæði BSRB og ASf mikla áherslu á það að genginu verði haldið föstu. Það er auðvitað skiijanlegt á sama hátt og hitt, þvi að annars er verðbólguspírallinn settur af stað eina ferðina enn, með afleiðingum sem við þekkjum víst orðið allt of vel af biturri reynslu fyrri ára. En það er hins vegar þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Eftir vaxtakollsteypu ársins sem leið eru að heita má öil fyrirtæki í útflutn- ingsgreinunum núna að berjast fy r- ir áframhaldandi lifi sinu. Það er að segja þau sem ekki eru nú þegar komin í greiðslustöðvun eða orðin gjaldþrota. Hveraig menn ætla sér að fara að þvt að hækka launin í útflutningsgreinunum og á sama tíma að halda genginu föstu er þannig stóra spuraingin eins og málin standa í dag. Launamisrétti Hér verður ekki sett fram nein allsherjarlausn á þessum málum. En hitt er annað mál að hér á landi hefur allt of lengi viðgengist launa- misrétti, sem að flestra dómi er orðið löngu tímabært að leiðrétta. Það felst til dæmis í því að ein stétt háskólamanna skuli njóta marg- faldra launa á við aðrar, þrátt fyrir svipaða menntun og ábyrgð í starii. Og er það vitaskuld ekki eina dæmið, því að svipað má flnna víðar. Sannleikurinn er nú einu sinni ekki flóknari en svo að við búum hér í tiltölulega fámennu þjóðfé- lagi, og í landi sem útheimtir það að fólk vinni saman. Það er nokkuð almennt viðtekin skoðun að fátækt eigi ekki að viðgangast hér. Né heldur að einstakir menn eða stétt- ir eigi að hafa það áberandi betra en hinir. Hér eru menn með öðrum orðum jafnréttissinnaðir í launa- málum. Hitt er annað mái að það reynist oft talsvert langt á milli orða og gjörða í þessum málum. Sem sýnir sig rcyndar hvað best í þessu nýja dæmi með tannlæknana og hleypir skiijanlega beiskju í fótk. Ekki síst vegna þess að hækkunin til þeirra á sér stað á sama tíma og að kreppir í þjóðfélaginu, þannig að fólk þarf upp til hópa að herða ólina. Á það hefur til dæmis verið bent að hér vora bankar og fjár- málastofnanir með góða afkomu á síðasta ári og því ekki óeðlilegt að gera til þeirra kröfu um að taka á sig auknar byrðar ■ ár. Það sama ætti auðvitað að eiga við hjá stétt- um sem hafa haft það áberandi betra á síðustu árum en aðrar. Vitaskuld þarf að leiðrétta kjör þeirra sem iakast hafa það. En það er tímaskekkja að slíkt þurfl alltaf að kosta sömu prósentuhækkun upp allan stigann. Þar þarf að stoppa við. Og meðal annars af þcim ástæðum þarf líka að sýna aðgæslu við gerð íhöndfarandi kjarasamninga. Hér þarf að laga margt í launamálum þeirra sem neðst sitja. En það þarf líka að leiðrétta misréttið. Garri. llllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT 111 lllllllllllllllllllllllllllll '11 ' 11Í:» llllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllliil lllllllllllllllllllllllllllll Sérviska og smekkleysur Ef finna ætti formúlu um hvernig á að steindrepa borgir án þess að nota sprengiefni væri auðvelt að semja hana upp úr hraðri niðurlæg- ingu þeirrar Reykjavíkur sem eitt sinn var, og það ekki fyrir svo löngu síðan. Byggð í Kringlumýri, Rjúpnahæð og Gufunesi kemur þeirri Reykjavík ekkert við. Gamla Reykjavík er kæfð en tórir hrum og skítug í gjörgæslu með öskutunnuport framan í hvern mann, skörðótt og uppgrafin. Hún hefur ekki fengið að endurnýjast á eðlilegan hátt og henni er ekki haldið við og í málefnum hennar er hver höndin upp á móti annarri og sérviska og smekkleysur ráða ríkjum. I Aðalstræti, sem er í harðri samkeppni við slömma borga í rómönsku Ameríku um hve miklu er hægt að koma miklu fyrir af sorpi, drullufenjum og öðrum ljót- leika á hvern fermetra, er einhver ferlegasta skrípamynd af varð- veislu menningarverðmæta sem unt getur. Þar á húsi er skjöldur sem á er letruð sú lygi að það sé elsta hús Reykjavíkur og sé hluti af innréttingum Skúla Magnússonar. í raun er þetta ekki annað en skúraþyrping sem hangir saman á forskalningu. f þessu safni um islenskan iðnað er brennivínsbúlla og indverskt veitingahús. Við hliðina er djúp gröf full af skítugu vatni og sér félagsmála- ráðuneytið um að viðhalda díkinu, væntanlega unt ókomna tíð. Heiðalöndin hugstæðu Það væri að æra óstöðugan að fara að tína til allan þann subbu- skap sem veður uppi um alla gömlu Reykjavík, sem verður ljótari og óskipulegri með hverju árinu sem líður, og hrekst eins og hvert annað rekald milli skipulagshug- mynda misviturra manna og kvenna og veit enginn hvert stefnir, enda einblína skipulagssauðir upp á heiðar, þar sem draumalönd þeirra bíða ofar snjólínu. Alþingi og Reykjavíkurborg eru fyrir löngu farin að kljást um eiðið á milli hafnarinnar og Tjarnar. Nú byggir borgin sitt pragthús í Tjörn- inni, náttúrlega í trássi við Alþingi, þar sem þrengslin eru alla að drepa, að minnsta kosti er það ærið umkvörtunarefni. Þingið hefur á undangengnum árum keypt hvert húsið af öðru umhverfis bækistöð sína og aukast þrengsli þingmanna eftir því sem húsum fjölgar í eigu Alþingis. Búið er að teikna og greiða einhver ósköp fyrir nýtt aukaþinghús, en ekkert verður úr framkvæmdum, enda er alltaf verið að finna upp nýjar og nýjar lausnir á húsnæðis- vanda Aþingis. En löggjafarsam- kundan er eigandi að einhverju stærsta drulluplani sem prýðir höfuðborgina og hefur það staðið óhreyft í nokkra áratugi og er tími til kominn að fara að vernda það sem menningarverðmæti í þjóðar- eign. Foræðið víðlenda Lítið ætlar að verða úr bygging- arframkvæmdum við aukaþinghús- ið í bráð. Hins vegar kvað Hótel Borg til sölu rétt einu sinni og vilja margir þingmenn óðir og uppvægir eignast Borgina og koma sér þar fyrir. Aðrir eru mikið á móti og eru nú uppi margs kyns hugmyndir um húsnæðismál Alþingis samtímis og þá jafnframt skipulag spildunnar sem þing og borg getur ekki komið sér saman um hvernig á að verða. Ekki er ljóst hvort þeir sem vilja flytja á Borgina vilja selja allar húseignirnar sem Alþingi hefur sankað að sér og þar með foræðið sem þekur mikinn hluta landar- eignarinnar. Nú er að koma upp úr dúrnum að byggingardjásnið sem kennt er ;við Oddfellow, er til sölu og getur nú Alþingi og Reykjavíkurborg farið að keppa um eignarhald á því. Upp er komin sú tillaga að þingið kaupi húsið til niðurrifs og að sett verði upp torg eða völlur þar sem það stendur og að foræðið mikla verði þakið grasi eða malbiki og yrði þá sæmilega rúmt um Alþingishús og jafnvel ráðhúsið. Þessu hefur þegar verið hafnað ' af æðstu konu þingsins og eru nú greinilega í vændum miklar um- ræður um framtíð þess hluta mið- bæjarins sem virðulegustu stofnan- ir þjóðar og borgar standa á . Munu þær standa í nokkra áratugi ef að líkum lætur og gamla Reykja- vík heldur áfram að grotna og hrörna, en er samt ekki leyft að lognast virðulega út af, sem væri eðlilegast eins og komið er. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.