Tíminn - 25.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.04.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 25. apríl 1989 IÐNAÐAR NYLON-TEFLON FYRIRLIGGJANDI sindra/:\stálhf Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Viö Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar til umsóknar kennarastööur í eftirtöldum greinum: frönsku, dönsku, stærö- fræöi, tölvufræði, viðskiptafræöi og sálfræði eða uppeldis- fræöi. Viö Fjölbrautaskóla Suðurnesja er laus til umsóknar staða skólameistara til eins árs og staöa aöstoðarskólameistara til fimm ára. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar kennara- stööur í þýsku og stæröfræöi. Aö Kirkjubæjarskóla á Síðu vantar kennara til að kenna fiskeldisgreinar, eina og hálfa stöðu. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum: 98-74633 og 98-74640. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík fyrir 19. maí n.k. Menntamálaráðuneytið Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Félagsfundur verður haldinn í Sóknarsal miðviku- daginn 26. apríl kl. 20.00. Fundarefni: 1. Nýgerðir kjarasamningar. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini. Stjórnin. Járnsmíði Stáliðn hf. í Garði, Gullbringusýslu er til sölu. Upplýsingar í síma 92-27084 og 92-15859. Kaup á bankabréfum meira en tvöfölduðust milli 1987 og 1988: Straumurinn f rá verðbréfasjóðum og í bankabréf? „Ég held að það megi áætla að að það hafi veríð samtals einn til hálfur annar milljarður króna sem ýmist fór út af verðbréfamarkaðnum eða kom ekki inn á hann síðari helming ársins 1988. Ástæðan var auðvitað sú slæma kynning (Ávöxtunarmálið) sem verðbréfasjóðirnir fengu í ágúst á síðasta árí. Við erum hins vegar alveg búnir að yfirvinna þennan ótta fólks núna, því það sem af er þessu ári hefur verið mjög mikill vöxtur í verðbréfa- sjóðunum. Það má því líta á þetta sem tímabundinn skrekk í markaðn- um,“ sagði Davíð Björnsson hag- fræðingur hjá Kaupþingi. Athygli vakti, að í Milljón, frétta- bréfi verðbréfadeildar Kaupþings er ný sala skuldabréfa verðbréfasjóða í landinu aðeins áætluð um 730 millj- ónir kr. árið 1988, sem er aðeins 38% af 1.920 milljóna kr. áætlaðri sölu nýrra bréfa árið áður. Á sama tíma meira en tvöfaldaðist áætluð sala nýrra bankabréfa. Samkvæmt tölum Milljónar, sem Davíð sagðist hafa unnið upp úr tölum frá Seðla- bankanum, hefur þróunin verið þessi s.l. þrjú ár í milljónum talið: Nýtt fé í bankabréf/verðbréf Bankabréf Skuldabréf verðbr.sj. 1986 738 770 1987 2.247 1.920 1988 4.766 730 Ný sala bankabréfa og hins vegar skuldabréfa verðbréfasjóða hefur samkvæmt þessum tölum verið nokkuð svipuð fyrri tvö árin, en á síðasta ári hefur ný sala bankabréf- anna aftur á móti orðið 6-7 sinnum meiri. í báðum þessum ávöxtunar- formun samanlögðum hefur aukn- ingin milli 1987 og 1988 verið um 32%. „Það var mjög lítið nýtt fé sem kom inn þegar litið er á árið í heild. Verðbréfasjóðirnir höfðu vaxið mjög vel alveg fram í júlílok, en síðan tók við niðurleið frá ágúst og alveg fram undir áramót vegna þessa slæma máls. Já, auðvitað hafa bankabréfin notið góðs af þessu að einhverju leyti. Menn fóru í bréf sem þeir töldu áhættuminni. Frá því í byrjun janúar hefur fé aftur farið að koma inn með eðlileg- um hætti, og síðan aukist jafnt og þétt síðustu mánuðina,“ sagði Davíð. Þannig að einhverjir luma á pen- ingum þrátt fyrir allan barlóminn meðal bæði einstaklinga og fyrir- tækja? „Já, fólk á ennþá peninga til að ávaxta, a.m.k. sýna okkar viðskipti ekki annað. Það er töluverður pen- ingur í umferð og miklu meiri núna heldur en ég hef oft orðið var við - bæði meðal einstaklinga en þó eink- um hjá fyrirtækjum og stofnana- markaðinum," sagði Davíð Björnsson. - HEI Jón Ingvarsson stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna tekur við verðlaunaskjalinu úr hendi forseta fslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, en afhendingin fór fram á Bessastöðum. Útflutningsverðlaun forseta íslands veitt í fyrsta sinn: SH hlaut verðlaunin Útflutningsverðlaun forseta íslands voru veitt í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn að Bessastöðum á fimmtudag. Útflutn- ingsverðlaunin hlaut Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, fyrir það starf sem Sölumiðstöðin hefur unnið á undanförnum árum að koma fullunnum matvælum í neytendapakkningum á markað. Jón Ingvarsson stjórnarformaður SH tók við verðlaununum úr hendi forseta íslands frú Vigdísar Finnboga- dóttur við þetta tækifæri. Framleiðslan sem verið er að viðurkenna er annars vegar réttir sem framleiddir eru úr úrvals fiski af dótturfyrirtæki SH í Bretlandi fyrir Japansmarkað. Auk þess sérpökkuð fryst fiskflök í neytendaumbúðum sem framleidd eru hér á landi og seld til Bandaríkjanna, Frakklands og V- Þýskalands. Verðlaunin voru steinlistaverk hannað og smíðað af Gesti Þor- grímssyni myndhöggvara. Gripurinn var fiskur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins og er meiningin að búnir verði til nýir gripir á hvérju ári. Auk þess var veitt verðlauna- skjal og sérstakt merki hannað, sem verðlaunahafi hefur rétt á að nota á allt sölu- og kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu verðlaun- anna. Verðlaunin verða veitt árlega héð- an í frá, á sumardaginn fyrsta. Verðlaun sem þessi eru til víða erlendis, t.d. í Danmörku þar sem þau eru kölluð Heiðursverðlaun Friðriks konungs níunda og í Bret- landi þar sem þau kallast Útflutn- ingsverðlaun Bretadrottningar. Útflutningsreglurnar kveða á um að verðiaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi íslenskrar vöru- og þjón- ustu tii annarra landa. Samkvæmt úthlutunarreglum á veiting verð- launanna að taka tillit til verðmæta- aukningar útflutnings, heildarút- flutnings í heildarsölu og viðskipta- landnáms á nýjum mörkuðum. Út- hlutunarnefndin leitaði í upphafi eftir hugmyndum um verðlaunahafa í samræmi við úthlutunarreglur, safnaði upplýsingum um vöruþróun og markaðsstarfi þeirra, sem komu helst til greina og valdi síðan verð- launahafa úr þeim hópi. Úthlutun verðlaunanna eru veitt í samráði við Útflutningsráð Islands. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.