Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.05.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NITTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, a 28822 Atjan man. binding § 7,5% SAMVINNUBANKINN ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1989 Kvikmynd MagnúsarGuömundssonar í fyrsta skipti á dagskrá á Alþingi. Forseti sameinaðs Alþingis tjáði sig um málið: „Lygi, svik og falsanir“ „Helmingur af efni þessarar myndar er lánaður úr kvik- myndasafni Hafrannsóknastofnunar og afgangurinn er feng- inn að láni hjá samtökunum Greenpeace á fölskum forsend- um. Þetta mál er satt best að segja ein raunasaga, það getur vel verið að hún (myndin) hafi gagnast íslendingum í þeirra ranga málstað varðandi umhverfismál í heiminum. Það fer þá vel á því að lygi, svik og falsanir, séu notaðar til styrktar röngum málstað. Það er við hæfi og hæfir þar skel kjafti.“ Þannig fórust Guðrúnu Helga- dóttur orð á Alþingi í gær, þegar verið var að ræða um mynd Magnús- ar Guðmundssonar Lífsbjörg í norðurhöfum. Við umræðuna sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra að ráðuneyti sitt hefði styrkt Magnús Guðmundsson um 400 þúsund, til öflunar heimilda. Guðrún gagnrýndi styrkveitinguna og spurði til hvaða heimildaöflunar styrkurinn hefði runnið. Hún minnti jafnframt á að Magnús hefði sagt sjálfur að mynd sín hefði ekki verið styrkt af opinberum aðilum. Það var í tengslum við fyrirspurn frá Karvel Pálmasyni um hvort sjáv- arútvegsráðuneytið hefði styrkt mynd Magnúsar, að umræður þessar spunnust. Karvel eins og fleirum þingmanna blöskraði hversu hvöss Guðrún var í máli og sagði Karvel að einhvertíma hefði klingt í bjöllu, ef óbreyttur þingmaður hefði átt í hlut. Undir þetta tóku sjávarútvegs- ráðherra og fleiri og sagði Halldór Ásgrímsson ástæðu til að gera at- hugasemd við það þegar bornar væru lygar og svik, úr ræðustóli á Alþingi, á aðila sem væru fjarstadd- ir. Meðal þingmanna sem tóku til máls var Stefán Guðmundsson og fagnaði hann því að Magnúsi hefði verið veittur styrkur frá ráðuneytinu og sagði að vissulega hefði Magnús Guðmundsson þurft að fá mun meiri styrk frá opinberum aðilum. - ÁG Víkingasveitarmeðlimir og aðrír lögreglumenn ræða málin og hluti sem betur mega fara við æfingarnar, á Keflavíkurflugvelli í gærdag. Tíniamjnd Pjelur Þriggja daga æf ingar fyrir heimsókn páfa Víkingasveit lögreglunnar og leðurklæddir meðlimir umferðar- deiídar voru á þriggja tíma æfingu fyrir heimsókn páfa, á Keflavíkur- flugvelli og nágrenni í gær. Fyrst var ekið frarn og til baka um Reykjanesbrautina og því næst hringsólað á Keflavíkurflugvelli. Þetta er liður í þriggja daga æfingum, þar sem lögreglan undir- býr viðamiklar öryggisráðstafanir við komu páfa í byrjun júní. Það vakti athygli ljósmyndara Tímans að meðlimir Víkingasveit- arinnar voru ekki í „Kórónafötum" heldur í gömlu, grænu hermanna- úlpunum. Þegar þetta var borið undir Guðmund Hermannsson yfirmann sveitarinnar glotti hann og vildi lítið tjá sig um „Kórónaföt- in.“ Tíminn hefur hinsvegar heim- ildir fyrir því að fötin verði tekin fram við komu páfa og sveitin verði í FBI línunni í sumar. Að mati ljósmyndara Tímans fóru æfingarnar vel fram og gengu snurðulítið fyrir sig. Hersingin ók ýmist fram og til baka eða í hringi eftir fyrirfram ákveðnu plani. Það er því ljóst að gott skipulag verður á hlutunum þegar trúarleiðtoginn kemur til landsins. -ES Magnús Guðmundsson: Tel þetta ekki styrki til hvalamyndarinnar Magnus Guðmundsson sagði í samtali við Tímann í gær að hann hafi ekki fengið opinbera styrki vegna myndarinnar Lífs- björg í norðurhöfum. Aftur á móti hafi hann fengið styrk til að gera aðra mynd sem enn er í vinnslu og fjallar um útvegsmál og er að mestum hluta um siglingu á smábát yfir Atlants- hafið. „Ég hef ekki logið neinu varðandi styrki vegna hvalamyndarinnar. í fyrra sótti ég um styrk í tengslum við aðra mynd sem ég er enn að vinna að. Þetta er mynd sem var tekin í sambandi við siglingu sem ég og félagi minn fórum yfir Atlantshafið á smábát. Ég fékk ferðastyrk í þá mynd á þeim forsendum að þar er fjallað um siglingar við ísland, út- vegsmál og fleira í þeim dúr, en gerð myndarinnar hefur tafist vegna alls umstangsins í kringum hvalamynd- ina.“ Magnús sagði að hann hafi ekki viljað tengja þessa styrki við hvala- myndina, vegna þess að með því hefði hann hugsanlega gefið fjand- mönnum íslenskra hagsmuna tæki- færi til að misnota þær upplýsingar. það væri hægur vandi fyrir fólk sem er'þminig innstillt að hártoga slíkt og vera með útúrsnúninga. Magnús sagði jafnframt að ferðastyrkirnir hefðu verið án skuldbindinga að hálfu ráðuneytisins. „Sjálfur hef ég ekki túlkað þetta scm styrk vegna hvalamyndarinnar. Að vísu notaði ég hluta af peninga- upphæðinni í hvalamyndina en þeg- ar maður stendur í svona kostnað- armiklum verkefnum þá er það nú svo að einkafjárhagurinn blandast inn í þau. Menn geta þessvegna skoðað veðbókarvottorðið af húsinu mínu til að sjá hvcrnig fjárhagurinn hefur verið. Hluta af styrknum er ég ekki farinn að nota, ég hef staðist freistinguna að nota þá peninga í hvalamyndina. Aftur á móti myndi ég gjarnan þiggja góðan styrk í þá •mynd, ekki veitir af.“ Magnús sagði að lokum: „Þú mátt gjarnan hafa það eftir mér að hegðun Guðrúnar Helgadóttur og talsmáti í þessu máli er til hreinnar skammar fyrir manneskju í hennar stöðu.“ SSH Vænst tilskipunar frá stjórnvöldum í dag sem leysa mun korn og fóðurvöru úr gísl- ingu náttúrufræðinga. Halldór Ásgrímsson: „Atvinnugreinar ekki látnar veslast upp“ „Við höfum ekki farið í mál enn til að fá úr því skorið hvort löglegt sé að stöðva innflutning fóðurs á þann hátt sem gerst hefur í verkfalli BHMR. Það væri afar leiðinlegt að fara út í málarekstur epda tæki slíkt langan tíma og ég eða mitt fyrirtæki langt í frá í einhverri deilu við náttúrufræðinga. Við höfum látið á þetta reyna hjá fógeta hér á Akureyri og mér sýnist að hann vilji fá skýr fyrirmæli frá stjórnvöldum varðandi túlkun laga og reglugerða áður en hann afgreiðir málið af sinni hálfu,“ sagði Guð- mundur Stefánsson forstjóri ístess á Akureyri í gær. Halldór Ásgrímsson sem nú gegn- ir störfum forsætisráðherra, sagði í gær blm. Tímans að ekki yrði horft upp á að nýjar atvinnugreinar yrðu látnar veslast upp vegna ákveðins vinnulags sem tíðkast hefði og ekki væru bein laga- eða reglugerðarfyr- irmæli fyrir. Því búast margir við að korn og fiskifóður verði tollafgreitt í dag og verði gefin um það fyrirmæli af hálfu stjórnvalda. Aðilar sem hagsmuna eiga að gæta í sambandi við fóðurinnflutning sögðu í gær að í sjálfu sér væri þeim ekkert umhugað að troða illsakir við náttúrufræðinga né hefðu þeir eitthvað við það að athuga að þeir hefðu góð laun. Það væri hins vegar alveg Ijóst að þegar svo langt er gengið að stefna heilum atvinnugreinum í voða þá hlyti að þurfa að verkfalli loknu í síðasta lagi, að athuga hvernig þess- um innflutningsmálum verði fyrir komið þannig að sagan endurtaki sig ekki síðar. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.