Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1989, Blaðsíða 6
16 HELGIN HELGIN 17 W HELGIN Laugardagur 29. júlí 1989 Laugardagur 29. júlí 1989 I Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! 8 $ < Q e BIFREIDASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunártíma, pöntunarsími í Revkjavík er 672811 PÓSTFAX TÍMANS BIFREIÐAfí & LANDBUNAÐAfíVELAfí HF. ArmulJ 13 - 10S Reykjavik - s 6S1200 - goóur kostur í bílakaupum Sein lina i söludeild 312 36 „Óvíða jafn mikið saman komið af krassandi skáldskap“ - segir Sverrir Hólmarsson, en ný þýöing hans á Macbeth verður flutt annaö kvöld / Kópal-Steintex Urvals málning á venjuleg hús Á morgun, sunnudag 30. júlí, hefjast „Hundadagar ’89“ með hátíðarmessu í Kristskirkju kl. 10.30 og sýningu á andlitsmyndum eftir Kristján Davíðsson í listasafni Sigurjóns Ólafssonar. En sjálfsagt mun mesta athygli vekja að kl. 20.30 frumsýnir Alþýðuleikhúsið Macbeth í nýrri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Frum- sýning á einhverju leikverka Shakespeares sætir jafnan tíðindum og þá ekki síst er um er að ræða svo kynngimagnað verk og þetta. Macbeth er lang viðamesta sýning Alþýðuleikhússins til þessa og sú f jölmennasta. Það eru þau Erlingur Gíslason og Margrét Ákadóttir, sem fara með aðalhlutverkin, og leikstjóri er Inga Bjarnason. í tilefni af þessum við- burði tókum við þýðandann, Sverri Hólmarsson, tali. Sverrir er lang- reyndur leikritaþýðandi og hefur þýtt m.a. „Sól og stjörnur" eftir Sean 0‘Casey, „Equus" eftir Peter Shaffer og „Illur fengur“ eftir Joe Orthon. Alls munu þýdd leikrit Sverris vera á þriðja tug talsins. En þetta er í fyrsta sinn sem hann ræðst til atlögu við Shakespeare og kemur sér þá vel að Sverrir er reyndur Ijóðaþýðandi og hefur þýtt eftir Ezra Pound og Elliot, svo dæmi séu nefnd. Við spyrjum hann fyrst hvernig þessi gamli texti hafi verið viðfangs, en á undan Sverri hafa þeir Matthías Jochumson og Helgi Hálf- danarson þýtt verkið. „Náttúrulega er þessi texti erfiður, en það er hægt að nálgast svona vcrk á margvíslegan hátt, og kannske má benda á að alls staðar í heiminum þykir það sjálfsagt og nauðsynlegt að vera sífellt að þýða þessa texta upp á nýtt. Á Norðurlöndum og í Þýskalandi mun alltaf vera um nýja þýðingu að ræða, þegar eitthvert verka Shakespeares er tekið til sýn- ingar. Þá vil ég leggja áherslu á hve nauðsynlegt það er líka fyrir þýðand- ann að vinna verkið í samvinnu við leikhópa, leikstjóra og dramturg. Þannig fær maður vitneskju um hvert sýningin ætlar að stefna og verður hluti af hópnum, sem að sýningunni vinnur. Þannig eyddu þær Inga Bjarnason og Ingunn Ásdísardóttir mjög löngum tíma í að yfirfara þýðinguna, þegar ég taldist annars hafa lokið henni. Vit- anlega fundu þær fjölda galla, sem ég settist svo niður við að lagfæra. Þetta varð mér ómetanleg hjálp.“ Texti til að leika, en ekki lesa „Aðal leiðarljós mitt við þýðing- una var annars það að ég var þess sífellt minnugur að þetta er texti til þess að leika, en ekki lesa. Shake- speare var Ieikhúsmaður og skrifaði verk til þess að þau væru leikin - hann hirti ekki einu sinni um að láta gefa þau út, heldur söfnuðu vinir hans þessu saman. Textarnir eru líka margir og enginn veit hvað er sjálfur frumtexti Shakespeares. Ég lagði líka áherslu á það að textinn skildist strax, þannig að áhorfandi sem ekki er kunnugur Shakespeare meðtæki efnið fyrirhafnarlaust. Nei, ekki hef ég nú talið stundirn- ar, sem í þetta fóru. Ég byrjaði á þessu verki fyrir einu og hálfu ári, en aðalvinnuna vann ég á tveimur mán- uðum í vetur.“ Almenningsleikhús „Já, Shakespeare skrifaði fyrir leikhús og það var sérkennandi fyrir leikhús hans ti'ma að það var al- menningsleikhús. Þetta var svipað og í Grikklandi - allir komu í leikhús, allar stéttir. Eina stétta- skiptingin var sú að fína fólkið sat uppi á svölum, en almúgafólk stóð. Af þessu leiddi að höfundurinn varð að skrifa fyrir báða þessa hópa, og fyrir vikið eru leikrit frá þessum tíma svo skemmtileg. Þau búa yfir þessari blöndu af því grófa og ein- falda og svo hinu háfleyga og erfiða. Til dæmis er grunntextinn hjá Shake- speare mjög einfaldur, og það er mjög hættulegt þegar menn þýða Shakespeare að fara að „forfína" hann og gera hann hátíðlegan. Það tel ég vera hálfgerð svik við skáldið. “ Má ekki nefna Macbeth í leikhúsi „Já, ýmsar þjóðsögur hafa mynd- ast um sýningar á Macbeth og sú er ein að Macbeth má ekki nefna á nafn á æfingum. Þá kemur eitthvað skelfi- legt fyrir og eru þess mörg dæmi. Því verður að nota einhver dulnefni. Margt er líka sérstakt við verkið. Þetta er styst leikrita Shakespeares og auk þess er söguþráðurinn svo einfaldur, miklu einfaldari en gengur og gerist hjá Shakespeare. í þriðja lagi verður svo að nefna að textinn er óvenjulega glæsilegur. Óvíða er jafn mikið saman komið af krassandi skáldskap hjá höfundinum. Þetta gefur verkinu kraft þess og svo aðalpersónurnar, sem eru svo sér- lega vel dregnar. Þau eru afar sann- færandi morðingjar og þróun þeirra er lýst af svo miklu innsæi - hvernig manneskjan getur leiðst út á braut þess illa. Macbeth er í upphafi góður og merkilegur maður og satt að segja stórmenni, en hann er ekki góðmenni í gegn, fremur en nokkur. Hans betri maður víkur svo fyrir hinum verri og það á sér stað er þeir Bancho hitta nornirnar á heiðinni og þær hylla hann sem konung. Viðbrögð Macbeth sýna að hann hefur verið búinn að hugsa um þetta áður og að freistingin býr með honum. Nornirnar koma honum ekki til þess að fremja glæpinn, heldur eru þær fulltrúar fyrir hans illu hlið. En fyrst ég nefni nomirnar, þá má geta þess að þær hafa löngum valdið erfiðleikum í uppfærslu verksins. Nú trúa menn ekki á tilveru slfkra vætta, gagnstætt því sem var á dög- um Shakespeares. Leikritið mun hafa verið samið fyrir Jakob konung fyrsta, en hann hafði ákafan áhuga á göldrum og dulrænum fyrirbæmm. Hann skrifaði til dæmis bók um „demónológíu" og með nornunum vildi Shakespeare gleðja konung sinn. Fleira er í verkinu sem er skraddarasaumað fyrir Jakob. Hann Kmálninghf - það segir sig sjálft - ARA AFMÆLISUTGAFA ■ Aukabúnaöur: Stereo útvarps- og segulbandstæki, hátalarar, límrendur á hliðar, hjólkoppar, sportgrill, hliðarlistar og fl. Allt þetta ókeypis í afmælisútgáfunni. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er kom frá Skotlandi og taldi sig vera afkomanda Bancho. Þar með fjallar leikurinn líka um það hvernig Stú- artaættin byrjaði. Macbeth fjallar um upphaf erfðaveldis á Englandi, en á þeim tíma sem Macbeth gerist má segja að ríkt hafi „kjörkonunga- skipulag“. Thanarnir höfðu löngum kosið konunginn. En í Ieikritinu lýsir Dunchan konungur því yfir að nú geri hann son sinn að eftirmanni sínum. Bregður mönnum all mjög við þetta, og Macbeth lítur sam- stundis á þetta sem hindrun, sem hann verði að ryðja úr vegi eða hrasa um. Hér er skorið á möguleika hans til þess að hreppa konungstignina, sem ella hefðu getað verið miklir. Þetta er nauðsynlegt að skilja, því ella væri Macbeth nokkuð ótrúverð- ugur. En með þessu verða hvatir hans skiljanlegar. Þetta hefur Jakobi ErlingurGíslasonertilkomumikill í aðalhlutverkinu - Macbeth. Sverrir Hólmarsson fremst til vinstri ásamt leikhússtarf smönnum. Slíkt samstarf segir hann þýðandanum ómetanlegt. líkað vel og sjálfsagt ekki síður Kristjáni 4. Danakonungi, en leikur- inn var frumsýndur er hann kom í heimsókn til London." Frjálslegur bragarháttur „Nú, hvað forminu viðvíkur, þá hef ég farið heldur frjálslega með bragarhátt. Shakespeare yrkir öfug- an tvílið, fimmkvæðar línur - það er grunnformið. En hann bregður tals- vert út af þessu og ég hef gert það einnig. Grunnbragarhátturinn hjá mér er hinn sami og hjá höfundi, en víða vík ég líka frá honum. Þetta geri ég til þess að ná meiri fjölbreytni í hrynjandina og forðast hjakk. Menn eru enda hættir að standa á sviðinu og fara með Shakespeare eins og ijóð. Hvað stuðlasetningu snertir, þá komst ég fljótt að því að ætli maður að stuðla með algengustu aðferð- inni, er maður búinn að setja á sig klafa, sem gerir manni ótrúlega erfitt fyrir. Það takmarkar svo val- möguleikana. Því fór ég þarna mjög frjálslega að, enda misskilningur að ekki sé til nema ein aðferð til þess að stuðla á íslensku. Aftur á móti ríma ég alls staðar þar sem Shake- speare rímar. Ég held að ég stelist ekki fram hjá einu einasta rími, en Shakespeare er vanur að ljúka hverju atriði með rími. Að einu leyti hef ég farið aðra leið, en til dæmis Helgi Hálfdanar- son. Ég læt nefnilega hin uppruna- legu nöfn halda sér og því heitir Macbeth Macbeth, en ekki Makbeð, eins og hjá Helga. Hér er nú bara um mismunandi sjónarmið að ræða. Nei, ég hefði ekkert á móti því að þýða eitthvert annað verka Shake- speares. En þá yrði einhver aðili að óska eftir þvf sérstaklega. Ég hef ekki I hyggju að fara að þýða eitthvert siíkt verk bara „upp á sport“.“ AUKABÚNAÐUR FYRIR KR. 35.000 - ÓKEYPIS í tilefni 35 ára afmælis BIFF.EIÐA & LANDBÚNAÐAR- VÉLA, gefur fyrirtækiö nú aukabúnað að verðmæti kr. 35.000, með hverjum 5 dyra Lada Samara 1300. Þegar þú málar húsið þitt þarftu að gera þér grein fyrir þeim kostum sem bjóðast. Sé húsið þitt steinhús, í eðlilegu ástandi og ekki er að vænta nokk- urra breytinga á því, þá not- ar þú Kópal-Steintex frá Málningu hf., hefðbund- na, vatnsþynnanlega, plast- málningu í hágæðaflokki. Kópal-Steintex cr auðvelt í notkun, gefur steininum góða vatnsvöm, sem auka má enn með VATNS- VARA-böðun fyrir málun, án þess að hindra „öndun“ steinsins. Kópal-Steintex gefur slétta og fallega áferð, hylur vel og fæst í mörgum falleg- um litum, og einn þeirra er ömgglega þinn. Til að ná bestu viðloðun við stein skaltu gmnna hann fyrst með Steinakrýli og mála síðan yfir með Kópal-Stein- texi, einkum ef um duft- smitandi fleti er að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.