Tíminn - 27.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.09.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. september 1989 Tíminn 5 Ályktun um landbúnaðarmál sem lögð veröur fyrir jandsfund Sjálfstæðisflokksins gerir ráð fyrir að skilyrði verði fyrir samkeppni innlendra og erlendra búvöruframleiðenda eftir þrjú til fimm ár: Sjálfstæðismenn hafna nýjum búvörusamningi! Fyrir væntanlegum Iandsfundi Sjálfstæðisflokksins liggja drög að ályktun um landbúnaðarmál, sem eru eins konar málamiðlun á milli andstæðra sjónarmiða í flokknum. Þar er gert ráð fyrir að stefnt verið að því að ná jafnvægi á milli framleiðslu og neyslu mjólkur og kindakjöts á næstu þremur til fimm árum. Að ekki komi til nýr búvörusamningur, en hugsanlega framlenging núgildandi samnings til tveggja ára. Þessar tillögur voru unnar af nefnd er skipuð var á vegum þingflokks sjálfstæðismanna fyrir skömmu síð- an og hana skipa þingmennirnir Egill Jónsson, Pálmi Jónsson og Birgir ísleifur Gunnarsson og Frið- rik Sóphussson, ásamt málefnanefnd flokksins. Friðrik segir að eftir þriggja til fimm ára aðlögunartíma eigi að hverfa frá verðábyrgðarkerfinu og leggja niður fullvirðisréttarkerfið, og lækka eða jafnvel leggja niður skatt á kjarnfóður. Ekki komi til greina að heimila innflutning í þeim greinum sem styðjast við kjarnfóð- ur, fyrr en að íslensku framleiðend- urnir sitji við sama borð og þeir erlendu. „Við treystum okkur ekki til þess að það gerist fyrr en við erum búnir að ná jafnvægi í hefðbundnu greinunum", segir Friðrik. Hvað þýðir þetta fyrir hefðbundn- ar búgreinar? „Við viljum að framleiðendum fækki, teljum að það sé betra að framleiðendum fækki og að hver bóndi hafi þá meira umleikis í sauð- fjárræktinni heldur en hingað til. Og bendum á að við viljum að bændum verði gert kleift að versla með full- virðisréttinn sín á milli innan sama byggðarlags.“ Samkvæmt tillögum sjálfstæðis- manna er gert ráð fyrir aðlögun búvöruframleiðslu að innanlands- markaði á þremur til fimm árum. Samkvæmt núgildandi búvörusamn- ingi tekur ríkið ábyrgð á 11.000 tonnum kindakjöts. Innanlands- neysla er aftur á móti á milli átta og níu þúsund tonn. Tillagan felur því í sér á milli tvö og þrjú þúsund tonna samdrátt í framleiðslu kindakjöts á næstu þrem til fimm árum. Friðrik Sophusson segir að sam- kvæmt þessum tillögum séu þeir tilbúnir til að framlengja búvöru- samninginn sem næmi tveimur árum. „Mjólkurframleiðslan er ekki vandamál, það er dilkakjötsfram- leiðslan sem er vandamálið", segir Friðrik. „Þar munar miklu á verð- ábyrgð ríkisins og sem er 11.000 tonn og neyslunni sem er nokkur þúsund tonnum minni, jafnvel þó að tekin hafi verið tímabundið úr sam- bandi framleiðsla á umtalsverðu magni kjöts, vegna riðuveiki, að- gerða Framleiðnisjóðs og annarra opinberra aðila sem hafa komið að málinu." En nú gera tillögur ykkar ráð fyrir Fríðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins og einn af nefndarmönnum í landbúnaðar- nefndinni fyrír flokksþingið. því að ná þessum mismun fram- leiðslu og neyslu niður á nokkrum árum. Þýðir það ekki mjög mikinn niðurskurð á skömmum tíma? Friðrik segir það jú þýða það að menn verði að draga saman fram- leiðsluna og það vilji þeir gera með ýmsum ráðum. Þeir vilji að eldra fólki verði gert kleift að búa áfram í sveitum og til þess skuli beitt beinum lífeyrisgreiðslum til viðkomandi. Þá sé æskilegt Jarðasjóður liðki til fyrir þeim sem vilja selja jarðir sínar, en nái ekki að gera það af markaðs- ástæðum og fleira megi upp telja. Þá segir í ályktuninni að stefnt skuli að því að niðurgreiðslur renni beint til bænda, enda stuðli það að aukinni hagkvæmni og lægra vöru- verði. Einnig sé nauðsynlegt að sköpuð verði skilyrði fyrir öfluga og hagkvæma atvinnuuppbyggingu í sveitum, fjölbreytilegan búskap, hlunnindanytjar, iðnað og þjónustu- greinar. - ÁG Stúlkurnar frá Vestmannaeyjum sem taka þátt í smáloðnukynningu í Japan. frá vinstrí Dís Sigurgeirsdóttir og Linda Hrönn Ævarsdóttir. nyi i M Islenskar blómarósir kynnaloðnuí Japan Um þessi mánaðamót tekur Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna þátt í kynningu á nýjum matarréttum unn- um úr íslenskri smáloðnu í stór- mörkuðum í Tókíó, Ósaka og fleiri borgum í Japan. Kynningin er haldin í samvinnu við stærsta þarlenda innflytjandann á loðnu frá íslandi, Kaisei Suisan. Það er dótturfyrirtæki SH, sem tók til starfa í Tókíó fyrr á þessu ári, sem stendur fyrir loðnukynningunni. Fyrirtækið hefur fengið til liðs við sig tvær ungar fiskvinnslustúlkur frá Vestmannaeyjum. Stúlkurnar, sem heita Dís Sigurgeirsdóttir og Linda Hrönn Ævarsdóttir, lögðu af stað til Tókíó í gær. Kaisei Suisan keypti á síðustu loðnuvertíð 1200 tonn af smáloðnu frá SH sem er um helmingur af allri smáloðnu sem fór til Japans. Þar í landi er smáloðna vinsæl fisktegund hjá börnum yngri en 12 ára og þá einkum sem nasl, enda líta Japamr á hana sem holla og kalkríka fæðu fyrir börn í örum vexti. Japönum þykir íslensk loðna bragðbetri en sambærileg loðna frá Kanadamönn- um en þeir eru okkar helstu sam- keppnisaðilar. Þær Dís og Linda Hrönn tóku með sér mikið af blöðrum og íslensk- um fánum sem þær ætla að gefa japönskum börnum um leið og þær minna á naslið úr loðnunni. - EÓ Borgarráð samþykkti lóð fyrir sorpböggunarstöð í Gufunesi. Sorpbrennsla ekkijengur á döfinni: Pakkað í Gufunesi, urðað í Alfsnesi Á fundi horgarráðs i gær var samþykkt samhljóða úthlutun skipu- lagsnefndar á lóð í Gufunesi undir sorpböggunarstöð þannig að útséð virðist með að sorpböggunarstöðin rísi þar og sorpinu verði síðan ekið í Álfsnes þar sem það verður urðað. Á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag lagði Bjarni P. Magnús- son Alþýðuflokki og fleiri fram til7 lögu um að athuguð yrði hagkvæmni sorpbrennslu í stað urðunar og voru útreikningar frá verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns lagðir fram á fundi borgarráðs í gær um þetta efni. „Ég er afskaplega óhress með þessa afgreiðslu enda kemst verk- fræðistofan að þeirri niðurstöðu sem Davíð Oddsson hefur þegar kynnt; að sorpbrennsla sé mun óhagkvæm- ari en böggun. Davíð hefur enda sjálfur sagt að koma þurfi mönnum í skilning um þetta sem ekki hefðu verið nærri þegar um þessi mál var fjallað áður. Ég fullyrði því að þetta er bara pantað álit og það er alvarlegt um- hugsunarefni að hægt sé að fá menn úti í bæ til að búa til svona niðurstöð- ur,“ sagði Bjami. Hann sagðist telja álitamál hvort urðun væri hagkvæmari en brennsla og eins líklegt að brennsla væri hagkvæmari. Hann sagðist hafa komist á þá skoðun með því að ganga á fund borgarverkfræðings og athugað gögn hans um sörpböggun- arstöð, framreiknað tölur úr gömlu skýrslunni um sorpbrennslu frá verk- fræðistofu Guðmundar og Kristjáns og borið hvorttveggja saman. Nú hefði hins vegar sama verk- fræðistofa stuðst við sína gömlu athugun en bætt inn í hana sölugjöld- um og aðstöðugjöldum sem undan- skilin voru í hinni fyrri. Þannig hefðu þeir bætt við 260 milljónum og munaði um minna. Bjarni sagði síðan: „Sorpbrennslan yrði jafnframt orkuveita og það hefði nú mátt láta á það reyna hvort yfirvöld landsmála hefðu ekki viljað láta sömu lög gilda um hana eins og Landsvirkjun og hún yrði á sama hátt undanþegin söluskatti. Þá hefur verkfræðistofan komist að því að urðunin frá sorp- brennslunni sé alldýr. Þeir ætla að urða miklu meir en gerist annars- staðar. Þá komast þeir að því að urðun frá böggunarstöðinni verði ekki eins dýr og reiknað hefur verið með og ég held að hún verði. Á það er að líta að í brennslunni er nánast öllum gastegundum eytt. Hins vegar við böggunina þá er ruslið urðað og alls konar gerjun á sér stað í því. Það yrði því að urða eftir kúnstarinnar reglum ef takast ætti að hafa uppi sambærilegar mengunarvarnir og hægt er í nútíma brennslustöð. Ég dreg það mjög í efa að urðunarkostnaður sá sem þeir búa til við böggunina taki mið af fullkomnustu urðunaraðferðum. Ég tek því lítið mark á þessum útreikningum og tel að þetta sé fyrirfram pöntuð niðurstaða," sagði Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi. Sorpböggunarstöð úthlutað lóð í Grafarvogi. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarmanna: Ekki sorpeyðingu of nærri íbúðahverf i Borgarráð samþykkti með fimm samhljóða atkvæðum að tillögu skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar að úthluta 4,5 hektara lóð undir sorpböggunarstöð í landi Gufuness. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarmanna lét bóka að hún ítrekaði fyrri mótmæli við sorpeyðingu í næsta nágrenni við fjölmenna íbúðabyggð. Einnig væri ljóst að íbúar Grafarvogs- hverfa losnuðu ekki á næstu árum við hina hvimleiðu umferð sorpbíla í gegn um hverfið. Því hefði skipu- lagsnefnd og Borgarskipulag hefðu átt að leita að heppilegri staðsetn- ingu fyrir sorpböggunarstöð. Sigrún var meðflutningsmaður að tillögu Bjarna P. Magnússonar um að athuguð yrði hagkvæmni sorpbrennslu og flutt var á síðasta borgarstjórnarfundi. Á fundinum var lögð fram skýrsla um þetta mál og sagði Sigrún í gær að menn hefðu dustað rykið af gamalli skýrslu um málið og hefði ekki verið haft fyrir því að leita nýrra upplýsinga og bæri afgreiðslan keim af fljótræði. „Eftir því sem mér skilst hefur ýmislegt gerst á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan skýrsla verk- fræðistofunnar var gerð. Þá finnst mér ólíklegt annað en að úrgangur sem urða verði frá brennslustöð verði mun minni en gert er ráð fyrir í skýrslunni, en þar er talið að hann verði um það bil helmingi minni en frá böggunarstöð," sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.