Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 29. september 1989 Tímiirn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skólastarf hafið Skólar landsins eru nú flestir teknir til starfa. Það er aðeins í undantekningartilfellum að skólar hefji vetrarstarf síðar en í septembermánuði. Enn ber á því að erfitt sé að manna kennarastöð- ur fólki með full kennararéttindi, þótt eitthvað hafi úr ræst í því efni á þessu hausti. Þeir sem kennaramenntun hafa sækja í ýmis önnur störf nú sem áður. Það er ekki síst vandi að fá kennara til þess að kenna ýmsar sérgreinar, s.s. tónmennt og íþróttir, jafnvel heimilisfræði og handmenntir. Kennaraskortur af því tagi kemur ekki síst við skóla utan mestu þéttbýlissvæða og sýnir hversu vandasamt ætlar að reynast að halda uppi því breiða námsefni sem skólakerfið þarf að sinna. Kennaraskortur, sem bæði kemur fram í því að fólk með almenna kennaramenntun sækist ekki eftir kennslustörfum og hinu að skortur kennara með þekkingu til að kenna sérgreinar, er vandamál í skólakerfi og skólastarfi, sem nauðsynlegt er að leiða hugann að. Hér er um að ræða úrlausnarefni sem stjórnvöld þurfa að sinna og stjórnmálamenn eiga að gefa gætur. Þótt hér verði ekki tekið undir neinar hrakfalla- lýsingar á íslensku skólakerfi eða minna úr því gert með samanburði við ástand skólamála í öðrum löndum en ástæða er til, er eigi að síður nauðsyn- legt, að íslendingar vaki á verðinum í framkvæmd skóla- og menntamála. Þau eru engin afgangsmál, heldur meðal grundvallarþátta í hagsældarþjóðfé- lögum. Menntunarskortur er reyndar sú hindrun framfara í vanþróuðum löndum, sem erfiðust er viðfangs. Það segir nokkuð til um hversu mikilvæg menntamál eru í hverju þjóðfélagi. Hvað það varðar að tryggja góðan árangur hins almenna og lögboðna skólanáms, er ástæða til að minna á nauðsyn kennaramenntunar. Þótt sýna megi fram á að ýmsir hæfileikaríkir menn hafi reynst góðir kennarar án sérmenntunar til kennslu- starfa, þá raskar það ekki því sem augljóst má vera, að kennaramenntun er skólakerfinu nauð- syn. Kennaraháskóli íslands gegnir afar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi og aðrar menntastofn- anir sem vinna á sama sviði. Kennaraháskólinn starfar nú eftir nýjum lögum, sem án efa styrkja grundvöll hans, en þó því aðeins að skólanum séu búin skilyrði til þess að þróast í samræmi við kröfur tímans og aðkallandi þörf skólakerfisins. Vert er að minnast á, að Kennaraháskólinn hefur bryddað upp á ýmsum nýmælum í starfi sínu, sem sýna vilja ráðamanna hans til þess að gera skólann virkari og opnari. Það felst meðal annars í námskeiðahaldi á vegum skólans utan Reykjavík- ur fyrir þá sem vilja öðlast frekari réttindi til kennslu á sérsviðum auk náms fyrir ófaglærða kennara í grunnskólum, sem stefna að því að fá full kennararéttindi. í upphafi skólaárs fer vel á því að þjóðin öll og ráðamenn hennar leiði hugann að mikilvægi skóla- og menntamála. Illllllllllllllllli GARRI lillllllllllllllllllllllllllllllll Forvitin um grannann Senn er september liðinn og ef að vanda lætur verða menn brátt minntir á svo ekki fer fram hjá neinum að það séu „rétt að koma jól“, þótt hátt í þrír mánuðir séu fram að aðfangadegi. En að hinu er að gæta að margar fyrirhyggju- samar húsmæður, sem hafa vaðið fyrir neðan sig, byrja með fyrra fallinu að bródéra jólalöbera og leggja eyrun við útsölumörkuðum, sem veita tækifæri til að koma sér upp hverskonar skarti og glysi fyrir rýmilegt verð. Og ekki vantar út- sölurnar þessi dægrin og rétt að neyta meðan á nefinu stendur, áður en rándýrir jólalageramir flytjast að strönd. Svo era það aUar bækurnar, sem eru einskonar „vorboði“ jólanna, líkt og krían eða lóan á öðram árstímum, og það er þegar farið að fréttast um ýmislegt merkisprent, sem von er á að senn taki að glóa í öllum regnbogans litum í verslana- gluggum og spá í hvað af þessu muni nú „slá í gegn“. Þá snýst athygUn fljótt að ævisögum, sem sannast hefur að þeirri náttura eru gæddar að engin þurrð er á vin- sældum þeirra. Hafa útgefendur reynst kænir að hafa uppi á sífellt nýju og nýju fólki tU að rekja æfihlaup sitt, hvort sem það nú hefur verið gleðilegt eða sorglegt, og löng reynsla kennir hvað helst trekkir. Óbrigðult þykir ef viðkom- andi söguhetja hefur reynslu af einhverju sem rambar á mörkum þess raunverulega og yfirskilvit- lega, svo sem miðlar, andalæknar eða draumskyggnir menn og konur. Þá era það þeir sem reynt hafa hrakninga á stríðstímum, og þar með aUt sem að hverskonar hernaðarstandi lýtur. Sérstakur flokkur er svo auðvitað bækur helgaðar mönnum með tUtekin hugðarefni, svo sem sjóarasögurn- ar og bækurnar um blessaða fák- ana, stangveiðimennina og gæsa- skytturaar. Einhvern veginn skUst manni að viðamikU prófun á vin- sældum presta og preláta í síðustu jólavertíð hafi ekki sldlað þeim árangri sem vonast var eftir. ís- lendingar „gá víst ekki að Guði“, þegar þeir skima yfir bókakostinn fyrir jólahátíðina. Undantekningar finnast svo, sem ekki verður skipað í neinn sérstakan flokk, eins og þegar fuUorðnar ekkjufrúr, orð- lagðar fyrir fríðleik og auð, lyfta sængurhorninu og segja af létta og sanna að ekki var allt sem sýndist, þegar aUir héldu hamingjusól þeirra skína glaðast. Þessar undan- tekningar frá reglubundnu flokk- unum geta, þegar best tíl tekst, slegið öUu öðra við, ekki síst ef þau innihalda bersöglismál nokkur. Vinsældir ævisagnanna eru því óumdeUdar, og svo fast er sótt á þessi mið að það era meira að segja ritaðar ævisögur manna, sem rétt merja það að vera komnir á þann aldur að Jón Baldvin gæti haldið þeim kampavínsveislu - og það án þess að tala við þá. Þá er farin sama leiðin og þeraur og kammer- þjónar í BuckinghamhöU halda, en þeir hlaupa tU og blaðra öllu af létta um prinsinn, drottninguna og Filippus, um leið og þeir missa vinnuna. Augljóst er að innihald ævisagn- anna breytist með árunum. Nú kærir sig enginn lengur um að lesa um baðstofulíf, keytusöfnun og fráfærur, sem löngum þótti góð og gUd ástæða ævisagnaskrifa, þvi verið væri að „forða frá gleymsku“, en var að vísu orðið fullnóg af um síðir. Nú vUja menn lesa um stofnanalíf í stað baðstofu- lífs, peningasöfnun í stað keytu- söfnunar og skUnaði en ekki frá- færur. Ástin á ævisögum er ekki sérís- lensk, en hún er séríslensk í því hve fyrirferðarmikU hún er. Úti í heimi kaupa menn að visu bækur um Lizu Minnelli, Sinatra, Nixon og David Bovie, en þær eru ekki nema agnarlítið brot af framboðinu í heUd. Þetta hlýtur að stafa af þvi hve margir eru hér fovitnir um annarra hagi. Þetta hefur síður en svo breyst eftir að straumurinn tók að liggja úr þorpi og sveit tU borgarinnar, því meira að segja borgin virðist þrátt fyrir allt ekki svo stór að menn séu ekki með nefið hver ofan í annars koppi - og hver þekkir ekki fólk, sem getur reiprennandi talið upp ástafar allra mögulegra karla eða kerlinga sem það aldrei hefur séð eða skipst á orði við. Eða þá að veit aUt um fjármálastúss, gróða eða töp ólík- legasta, óviðkomandi fólks. Hvort þetta er nú hoUt eða óhoUt skulum við ekki dæma um, en segja má að stórborgarfirringin fræga sé enn ekki mjög þróuð með oss löndum. Og það er í sjálfu sér vel! Garri llllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT ORSÖK 0G TIMBURMENN Sagt er að meðal þess sem skitur hinn vitiborna mann frá öðrum dýrum merkurinnar sé, að homo sapiens kunni að greina orsök og afleiðingu. Margt bendir til að maðurinn skilji sig ekki frá öðrum skepnum vegna óhóflegs skilnings á orsakasamhengi, eða eins og fyllirafturinn sagði - áfengisbölið verður að hafa sinn gang, og harð- neitaði að aflétta bölinu af sjálfum sér. Áfengisbölið tekur á sig alls kyns myndir og hrjáir þá oft meira sem ekki drekka brennivín en bytturnar. Hægt er að fá ægilegri og langlífari timburmenn af því einu að sanka að sér óhóflegu magni af ódýru alkóhóli, en af margra vikna fylleríi. Að gefa og þiggja brennivín getur á sama máta valdið leiðinlegri ógleði en þeirri sem fæst af að hella of miklu af veigunum ofaní sig. Mönnum verður einatt ómótt af þeirri orsök einni að vera full frekir til sjálftöku á ódýru áfengi og virðast seint ætla að skilja að afleiðingin getur orðið ólæknandi timburmenn. Fyrirbyggjandi aðgerðir Nú til dags er mikið talað um fyrirbyggjandi aðgerðir, sem eru í þá veru að koma í veg fyrir orsök sem getur haft andstyggilegar af- leiðingar. Þarna vottar fyrir hinum viti borna manni. Að koma í veg fyrir að fólk missi heilsuna vegna óhollra og skað- legra lífshátta með því að komast fyrir orsökina er ekki síðri heil- brigðisaðgerð en að lækna sjúkdóm. Um þetta eru margir að vakna til meðvitundar og jafnvel haga sér samkvæmt því. Fyrirbyggjandi aðgerðir má út- færa til margra þátta þjóðlífsins, en ekki binda þær við mannslíkam- ann einan. Gjaldþrot og önnur efnahagsleg óáran tekur mikið rúm í umræðu dagsins og eru menn, flokkar og stofnanir á kafi í að leysa vandann, sem verður flóknari og óleysanlegri með hverri nýrri lausn. Hins vegar varast menn eins og heitan eldinn að nálgast orsakir hremminga fjármálalífsins, nema með loðnu skilningsleysi á fjár- magnskostnaði", sem gjaldþrota- kandidatamir telja sjálfum sér og öðrum trú um að setji þá á hausinn. Snarruglaðar ákvarðanir um of- fjárfestingu og þekkingarskortur á umfangi markaðar og fólksfjölda er bókstaflega aldrei sett í neitt orsakasamhengi við hörmulegan rekstur fyrirtækja og stofnana sem • riða til falls á þeim dáravöllum frjálshyggju og samkeppni, sem er sá eini rekstrargrundvöllur sem uppar fjármála- og athafnalífs hafa skapað sjálfum sér og öðrum. Sameining samkeppnisfýrir- tækja og jafnvel spamaður í rekstri bendir til að einstaka aðilar séu famir að greina samhengi orsakar og afleiðingar í atvinnurekstri og að samkeppnisæðið sé ekki endi- lega affarasælast í allri athafna- seminni. Seinir að læra Einatt koma menn af stað at- burðarás sem tekur af þeim öll völd og þeir ráða engu um fram- vinduna. Þá er sagt að þeir séu leiksoppar örlaganna. Seint ætlar Islendingum að lær- ast að umgangast áfengi án þess að fara sjálfum sér og öðrum að voða, og láta sér ekki skiljast hvílíkur orsakavaldur hinar dýrlegu veigar em. Það er ekki andskotalaust að hver áhrifamaðurinn af öðmm skuli vaða út í sama pyttinn, að nota aðstöðu sína til að hramsa til sfn og sinna aðskiljanleg alkóhól á svokölluðu kostnaðarverði og upp- skera öll þau leiðindi sem því fylgja. Það hlýtur hver maður að sjá hvílík áhætta fylgir því fyrir há- embættismenn að vera eins veitulir á áfenga drykki og raun ber vitni og færi best á að þeir hættu að hella alkóhóli ofaní hvem mann. Með því gætu þeir unnið gott starf í fyrirbyggjandi aðgerðum. Áfengi er hættulegt heilsu manna og með því að koma í veg fyrir að það sé drukkið eykur sá sparnaður heilbrigði. Þá ættu sömu aðilar að fyrirbyggja að þeir lendi í grimmi- legum hremmingum fjölmiðla og almenningsálits vegna brennivíns- kaupa á kostnaðarverði. Með því að fyrirbyggja orsök er oft hægt að komst hjá leiðinlegum afleiðingum, og sýna með því að skynsemi sómir hinum viti boma manni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.