Tíminn - 14.11.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.11.1989, Blaðsíða 15
* * *« * > - ; c c it'Cr . t í ijjób^ Þriðjudagur 14. nóvember 1989 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Jón Krístjánsson reynir markskot gegn hávaxinni vöm ungverska liðsins Raba Eto í Laugardalshöll a sunnudagskvöld. Tímamynd Pjetur Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik: Handknattleikur: KR náði stigi í Seljaskóla KR-ingar voru heppnir að ná í stig þegar þeir mættu ÍR-ingum í Selja- skóla á laugardag. Leiknum lauk með 20-20 jafntefli, en ÍR-ingar voru betra liðið í leiknum og ekki hafði verið ósanngjarnt þótt þeir hefðu sigrað. Leikurinn var nokkuð sveiflu- kenndur, en spenna var þó mikil allan tímann. ÍR-ingar voru yfir 5-4 en síðan komst KR yfir 6-8. í leikhléi var jafnt 9-9. ÍR-ingar höfðu yfirhöndina allan síðari hálfleik leiddu 16-13,18-15 og 20-18 þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Konráð Olavson gerði 4 síðustu ntörk KR-inga í leiknum og tryggði vesturbæjarliðinu stigið. ÍR-ingar áttu síðasta skotið í leikn- um, en það fór nauntlega framhjá og leiknum lauk með 20-20 jafntefli. Sigfús Orri Bollason var bestur ÍR-inga, ásamt Hallgrími markverði Jónassyni, en hjá KR voru Gísli Felix Bjarnason í markinu og Páll Ólafsson eldri bestir. Konráð var mikilvægur undir lokin, en átti í heild slæman dag. Mörkin ÍR: Sigfús Orri 7/1, Ólafur 4, Róbert 3, Matthías 3, Magnús 2 og Frosti 1. KR: Páll eldri 9/2, Konráð 4, Stefán 3, Sigurður 3 og Páll yngri 2. BL KA sigur í baráttuleik Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyrí. KA-mönnum tókst að merja sig ur gegn Vestmannaeyingum er lið- in mættust í VÍS-keppninni nyrðra á föstudagskvöld. Leikurinn var mjög spennandi lengst og barátta gífurleg, en það kom á köflum illilega niður á gæðunum. Heimamenn leiddu í hálfleik með 1 marki 11-10 og hófur þeir seinni hálfleikinn vel og náðu fjögurra marka forskoti 17- 13. Vestmannaeyingar náðu að jafna 20-20 og 21-21, en 3 síðustu mörkin voru norðlenska og stigin urðu eftir nyrðra. Erlingur Kristjánsson var bestur KA-manna og Axel Stefánsson varði mjög vel. Sigurður Gunnars- son var langbestur Eyjamanna. Mörkin KA: Erlingur 6, Pétur 4, Friðjón 4, Sigurpáll 4, Jóhannes 3„ Karl 2 og Guðmundur 1. ÍBV: Sigurður G. 10, Sigurður F. 5, Guðfinnur 3, Óskar 2 og Björgvin 1. BL Valsmenn slegnir út í hreinum skrípaleik Sá handknattlcikur sem Valsmenn buðu uppá á sunnudagskvöldið gegn ungverska liðinu Raba Eto, var ekki merkilegur og lið sem þannig leikur á ekki erindi í 3. umferð í Evrópu- keppni. Leikurinn var á köflum hreinn skrípaleikur og Valsmenn léku sem meðal 2. deildarlið. Tapið gegn færeyska liðinu Kyndli í 1. umferð keppninnar segir sýna sögu um Valsliðið þegar það á slæman dag, en einn slíkur dagur leit einmitt dagsins Ijós á sunnudaginn. Valdimar Grímsson, besti maður Vals í leiknum skoraði fyrsta markið í leiknum, en leikmönnum beggja liða gekk afar illa að finna leiðina að markinu í upphaft leiksins. Vals- menn komust í 3-1 og áhorfendur voru vongóður um að íslandsmeist- urunum tækist að vinna upp 6 marka forskot Raba Eto úr fyrri leik lið- anna í Ungverjalandi. En þær vonir brystu þegar Raba jafnaði 3-3 og komst síðan tfir 4-6. Valsmenn léku sem byrjendur og ungversku leikmennirnir náðu undirtökunum og hreinlega sigldu fram úr Val. Staðan breyttist í 5-9, en aðeins náðu Valsmenn þó að halda í vonina með því að minnka muninn í 7-10 fyrir leikhlé: Ungverska liðið gerði fyrstu 2 mörkin í síðari hálfleik og leikur Vals var enn í molum. Markamask- ínan Brynjar Harðarson hafði þegar hér var komið við sögu ekki náð skora þrátt fyrir ótal færi, en Brynjar gerði 10. og 11. mark Vals og á sama tíma fór Júlíus Gunnarsson að lifna við og smám saman tókst Valsmönn- um minnka muninn. Valur var 6 mörkum undir 10-16, en þegar 7 mín. voru til leiksloka jafnaði Jón Kristjánsson úr vítakasti 19-19. Reiðarslagið kom á næstu mínút- um, þegar ungverska liðið gerði 4 mörk í röð. Þeir Jón og Finnur Jóhannesson náði að laga stöðuna í 21-23 áður en yfir lauk. Þar með féllu Valsmenn úr keppninni og þátttöku íslenskra liða í Evrópu- mótunum því lokið í ár. Valsmenn léku mjög illa í þessum leik, misstu boltann hvað eftir annað klaufalega frá sér og ungverski markvörðurinn gerði sér lítið fyrir og varði um 30 skot, þar af 2 vítaköst og 1 vítakast Vals fór í þverslá. Valdimar Grímsson var eins og áður segir bestur í afar slöku liði Vals og Einar Þorvarðarson varði vel í upphafi og undir lok leiksins, eða alls um 15 skot. Þess á milli lak allt inn í markið. Ekki er hægt að láta hjá líða að geta um slaka frammistöðu marka- kóngsins Brynjars Harðarsonar í liði Vals, en hann átti mjög slæman dag, lét verja frá sér hvað eftir annað úr opnum færum jafnt sem vítaköstum. Brynjar hefði mátt hafa sig minna í frammi og leika fyrir liðið. Júlíus Gunnarsson átti mjög slakan fyrri hálfleik, en í þeim síðari náði hann að bjarga hluta af andlitinu. Þeir Jakob Sigurðsson, Jón Kristjánsson og Finnur Jóhannesson léku allir langt undir getu. Sömu sögu er að segja um þá varamenn sem við sögu komu, þeir voru á sama plani og félagar þeirra. Ungverska liðið Raba Eto er sterkt og á mun meira erindi í 3. umferð Evróukeppninnar en Vals- liðið. Liðið hefur hávöxnum leik- mönnum á að skipa og einnig frábær- um markverði. Markvarsla hans í leiknum er einhver sú besta sem sést hefur á fjölum Laugardalshallar. Danskir dómarar dæmdu leikinn og voru frekar htiðhollir Valsmönn- um, en það dugði engan vegin til. Mörk Vals: Valdimar 5, Júlíus 4, Jón 4, Jakob 3, Brynjar 3 og Finnur 2. BL Staðan í 1. deildinni í handknattleik VÍS'keppninni FH ...... 6 5 1 0 164-131 +33 11 Stjarnan ..5 5 0 0 121- 97 +24 8 Valur .... 5 4 0 1 131-111 +20 8 KR ......... 6 3 1 2 127-133 -6 7 ÍR .... 6 2 2 2 141-138 +3 6 Grótta ... 6 2 1 3 119-129 -10 5 ÍBV...... 6 1 2 3 134-139 -5 4 KA ......... 6 2 0 4 128-145 -17 4 Víkingur .6 1 1 4 129-142 -13 3 HK ......... 6 1 0 5 125-154 -29 2 Enska knattspyrnan: Rocastle hætt kominn Enski landsliðsmaðurinn David Rocastle var hætt kominn í leik Arsenal og Millwall á laugardaginn, þegar hann kyngdi tungunni og var nærri kafnaöur. Rocastle fékk mikið högg í magann, féll á völlinn og kyngdi tungunni. Hann lá síðan í 90 sekúnd- ur á vellinum án þess að vera sinnt, en að lokum bjargaði sjúkraþjálfari Arsenal liðsins Rocastle frá fjör- tjóni. Dómari leiksins vargagnrýnd- ur nokkuð fyrir að stöðva leikinn ekki fyrr þannig að hægt væri að huga að Rocastle. Igær fór Brian Marwood leikmað- ur Arsenal og fulltrúi leikmanna fram á að dómarar væru á varðbergi gagnvart tilvikum sem þessum. Ar- senal vann 2-1 sigur í leiknum. Auðvelt hjá Gróttumönnum Grótta vann léttan 26-16 sigur á HK er liðin mættust á Nesinu á laugardag. Staðan í leikhléi var 15-8. Yfirburðir Gróttumanna voru miklir allan leikinn og aðeins var spurning hve stór sigur liðsins yrði. Halldór Ingólfsson og Páll Bjöms- son ásamt Sigtryggi Albertssyni markverði vom bestir í liði Gróttu en hjá HK vora þeir Magnús Sigurðsson og Rúnar Einarsson skástir. Mörkin Grótta: Halldór9/4, Páll 6, Davíð 3, Willum 2, Stefán 2, Svafar 2, Sverrir 1 og Friðleifur 1. HK: Magnús 6/2, Rúnar 6/2, Elvar 2, Kristján 1 og Eyþór 1. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.