Tíminn - 01.12.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1989, Blaðsíða 9
ninn Föstudagur 1. desember 1989 Föstudagur 1. desember 1989 Tímim Emil Bóasson, formaður Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins segir möguleika okkar á samstarfi og viðskiptum við Kínverja vera mikla: Hægt að hugsa sér að ísland c verði sölumið- stöð Kínverja EFTIR EGIL ÓLAFSSON íslendingar eiga mikla möguleika í viðskiptum og samstarfi við Kínverja í framtíðinni. Kínverjar sækjast eftir þekk- ingu í fiskiðnaði, orkuöflun, ullariðnaði og á fleiri sviðum. íslendingar hafa meiri möguleika á að veita þessa þekkingu en ýmsar stórþjóðir vegna þess m.a. að Kínverjar tortryggja slíkar þjóðir af sögu- legum ástæðum. Til þess að íslendingar geti flutt út þekkingu og hugvit til Kína er nauðsynlegt að komið verði á fót skrifstofu stjórnarerindreka eða litlu sendiráði í Peking. Þetta segir Emil Bóasson en hann er formaður Kínversk-íslenska menningar- félagsins og hefur velt fyrir sér kínversk- um málefnum og möguleikum íslendinga á nánari samstarfi við Kína í nær tvo áratugi. Emil hefur farið sjö sinnum til Kína og á kínverska eiginkonu. íslendingar eiga meiri möguleika í Kína en ýmsar stórþjóðir „Eftir að Kínverjar tóku þá ákvörðun að opna land sitt fyrir erlendri fjárfest- ingu og nýrri tækni hafa möguleikar okkar í Kína rétt eins og annarra þjóða, stórlega aukist. Við eigum á margan hátt meiri möguleika heldur en við viljum 'vera láta. Eitt er það að Kínverjum er heldur í nöp við stórþjóðir og óttast yfirgang þeirra, en sækjast þeim mun meira eftir samvinnu við litlar þjóðir. Reynsla þeirra t.d. af Japönum er þess eðlis að þeir reyna heldur að losna við að eiga samskipti við þá. Við eigum hins vegar við þann vanda að etja að við vantreystum alltaf sjálfum okkur. Við trúum því ekki að nokkur maður vilji sækjast eftir nokkrum hlutum frá okkur. Gleggsta dæmið um þetta samningurinn milli Fínullar og kínversks fyrirtækis sem gerður var fyrir fáum vikum. Menn hér á landi spyrja undrandi. Af hverju þurftu þeir að koma hingað til að ná í þá tækni sem þurfti? Svarið við þessu er ósköp einfalt. Við erum þeir einu sem ráðum yfir þessari tækni, en því trúir enginn. Þessi vantrú á sjálfum okkur eyðileggur fyrir okkur á þessu sviði. Skortir tækniþekkingu í fiskiðnaði Þegar ég fór fyrst til Kína fyrir tíu árum ræddi ég þar við menn í fiskiðnaði. Þeir vissu talsvert um ísland og höfðu áhuga á að taka upp nánara samstarf við íslensk fiskvinnslufyrirtæki og bentu meðal ann- ars á þann möguleika að í Kyrrahafi veiddust alls konar fiskar sem seldust út um allan heim og ekki í samkeppni við íslenskan fisk, en hugsanlega mætti nota þá tækniþekkingu sem íslendingar hefðu til þess að gera úr þeim fyrsta flokks vöru og selja dýru verði bæði austan og vestan Kyrrahafsins. Ég bar þessi skilaboð hing- að heim en það var bara hlegið að mér þá. Ég spurði Kínverjana af hverju þeir leituðu ekki til Japana. Þeir sögðust einfaldlega hafa slæma reynslu af þeim í gegnum söguna. Þeir vildu miklu heldur ræða við menn sem að þeirra mati réðu yfir heimsins bestu tækni. Kínverskur fiskiðnaður er mjög aftar- lega á merinni. Kína er þriðja mesta fiskveiðiþjóð veraldar. Þeir draga úr sjó tvöfalt meiri afla en íslendingar eða 3,5 milljónir tonna, framleiða hins vegar jafnmikið í fiskirækt eins og þeir veiða úr sjó eða alls rúmlega 7 milljónir tonna. Mest af þessum fiski nota þeir til manneldis. íslensk fyrirtæki gætu stofn- sett útibú eða sameignarfyrirtæki í Kína sem framleiddu fyrir kínverskan markað og útflutning til Kyrrahafssvæðisins. Kyrrahafssvæðið er að verða mikilvægasti markaður í veröldinni fyrir fisk og aðrar vörur. íslenskt sendiráð í Peking Kínverjar hafa lítið sendiráð á íslandi. Það gætir fyrst og fremst hagsmuna Kínverja og hefur eðli málsins samkvæmt lítið frumkvæði í viðskiptum. Viðskipta- menn sem leita til sendiráðsins reka sig á vegg 5000 ára gamals skrifræðis. í Kína kunna skriffinnarnir miklu betur en ís- lenskir skriffinnar að humma fram af sér hlutina. Mér er sagt að fyrirtæki sem vill flytja inn kínverskan postulínsbolla og leggur inn pöntun í verslunardeild kín- versks sendiráðs einhvers staðar í veröld- inni, megi reikna með því að pöntunin þurfi að fara í gegnum 20 mismunandi stofnanir áður en hún kemst til fyrirtækis- ins sem framleiðir bollana. A hverju þessara þrepa kann að vera tekin ákvörð- un um að pöntuninni verði ekki komið lengra. Á meðan við rekum enga þjónustu fyrir íslendinga í Kína er nánast tómt mál um það að tala að við komum nokkrum almennilegum viðskiptum á við Kína. Það munu vera uppi hugmyndir um áð opna sendiráð í Japan 1991. Það hefði átt að gerast í kringum 1960. Ég held að við ættum frekar að opna það sendiráð í Peking. Kínverjar hafa rekið hér sendi- ráð síðan 1972 en Japanar aldrei. Það væri því pólitískt eðlilegra að opna send- iráðið í Peking eins og Pétur Thorsteins- son fyrrverandi sendiherra hefur látið liggja að í blaðagrein. Peking er land- fræðilega meira miðsvæðis í Austur-Asíu en Tokýo. Flestum þjóðum þar er í nöp við Japana og mun finnast það niðurlægj- andi að þurfa að fara til Tokýo í íslenskt sendiráð. Auk þess er hægt að opna skrifstofu sendifulltrúa í Peking fyrir brot af þeirri upphæð sem verður í Tokýo. Ég efast um að ráðamenn í utanríkisráðu- neytinu átti sig á þessu. Orkuöflun og sauðfjárrækt Við eigum einnig mikla möguleika í nýtingu jarðvarma, bæði háhita og lág- hita. íslenskir tæknimenn hafa reyndar aðstoðað Kínverja talsvert á því sviði á undanförnum árum. Á þessu sviði hafa íslensk fyrirtæki, sem hugsa auðvitað fyrst og fremst um peninga, rekið sig á að Kínverjar eru tregir til að leggja fram peninga. Þeir hafa verið áhugasamari um annars konar tengsl. Hér væri æskilegt að tæknimenn og viðskiptamenn tækju sam- an höndum. I þessu sambandi nægir að vísa til samningsins sem Álafoss og Sovétmenn gerðu á dögunum. Á sínum tíma var undirritað minnis- blað milli íslands og Kína um samskipti í „Samningurinn milli Fínullar og Kínverja sýnir glöggiega að samstarf íslenskra og kínverskra fýrirtækja getur verið báðum aðilum hagstætt,“ segir Emil Bóasson. Túnamynd Pjetur Tímamynd Pjetur orkumálum. Lítið hefur gerst í þessum málum vegna þess að við höfum engan mann á staðnum til að ýta við þessu. Við eigum möguleika á samstarfi við Kínverja í sauðfjárrækt. Vera kann að mönnum þyki það jafn fáránlegt og samstarf við þá um kanínuull. Kínverjar borða mikið af lambakjöti sérstaklega í múslimahlutanum í Kína. Þeir vilja gjarnan leita leiða til að auka afraksturinn af sauðfénu og þar getum við aðstoðað : þá. Einnig framleiða þeir mikið af ull. Þar eigum við greiða leið við að aðstoða þá við framleiðniaukningu og markaðs- setningu, en um þessar mundir flytja Kínverjar inn ull í ríkum mæli. Vinnulaun eru miklu lægri í Kína en hér á landi. Við gætum í samvinnu jafnvel gert ísland að sölumiðstöð eins og Danir og Hollendingar eru orðnir og selt þessar vörur héðan þó að þær séu fram- leiddar annars staðar. Ef til vill gæti ísland orðið hlið Kína í norðri eins og Hongkong er í suðri. Það má einnig hugsa sér samstarf á sviði áliðnaðar. Álinnflutningur til Kína hefur aukist á síðustu árum og það mætti vel hugsa sér aðild þeirra að álbræðslu hér á landi. Þó að við séum sögulega tengd Evrópu megum við ekki gleyma því að heimurinn er stærri en Norðurlönd og Þýskaland. Mikilvægi Kyrrahafs- svæðisins og Austur-Asíu fer sífellt vax- andi. Við getum ekki litið framhjá því að í Kína býr fimmti hluti mannkyns. Tíundi hluti af Kínverjum er jafn margt fólk og býr í Japan. Ef við viljum hugsa fram á veginn er okkur miklu brýnna að byrja að rækta garðinn þar heldur en að reyna að reisa okkur einhvern skrúðgarð þar sem þegar eru ótal skrúðgarðar fyrir. Tengsl og þekking á kínverskum málefnum er nauðsynleg Allt tekur þetta nokkurn tíma. Banda- ríkjamenn ráðleggja þarlendum fyrir- tækjum að vinna að því í tvö ár að koma sér á framfæri í Kína. Samvinnuverkefnið milli Fínullar og Kínverja tókst á innan við hálfu ári. Þar skipti miklu máli að hafa yfir að ráða þekkingu á kínverskum aðstæðum og einnig, sem er mjög mikil- vægt í Kína, að hafa tengsl. Bandarísku fyrirtækin leggja mikla áherslu á að skapa sér tengsl við þá sem taka ákvarðanir. Tengslin skapast ekki með því að ráð- herrar fari í stuttar heimsóknir með nokkurra ára millibili. Tengslin myndast ekki við það að Deng lýsi því yfir við Steingrím Hermannsson að nafnið hans sé óskaplega langt. Það eru bara huggu- legar viðræður sem liðka fyrir ef að hægt er að fylgja þeim eftir. Hér á landi segja menn að það þýði ekkert að skipta við Kínverja af því að þeir séu svo fátækir. Meðallaun í Kína! eru um 2000 krónur á mánuði, en ef hver Kínverji Ieggur 100 krónur í banka á ári eru það 100 milljarðar króna. Menn mega ekki gleyma því að þarna býr milljarður manna. Kína er þriðja heims land, en það hefur þá opinberu stefnu að ná til sín nýrri vestrænni tækni. íslensk fyrirtæki verða að hugsa lengra en til næstu mánaðamóta Möguleikarnir sem við eigum í Kína eru á mörgum sviðum íslensk fyrirtæki eru alltaf að hugsa til næstu mánaðamóta, um það hvort þau eigi fyrir launum starfsmanna. Kínverjar hugsa hins vegar í miklu lengri tíma. Þeir hugsa í hálfum og heilum áratugum þegar þeir eru að velta fyrir sér framtíðarsamvinnu. Fyrir- tæki hér á landi hugsa fyrst og fremst um að selja eða kaupa. Kínverjar eru miklu meiri áhugamenn um samvinnu. íslensk fyrirtæki hafa fengið fyrirspurn- ir um hátækni framleiðslu sína m.a. frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en þau hafa gefist upp við að selja þangað vegna þess að flutningskostnaðurinn er svo hár. Þessi fyrirtæki gætu einfaldlega framleitt þessar vörur í þessum löndum á lægra verði og aukið þannig hagnaðarmögu- leika sína og uppbyggingu á íslandi. Þarna er möguleiki á að flytja út hugvitið sem ráðamenn hafa svo oft talað um og framtíðamefndin svokallaða ræddi um að við ættum mesta möguleika í. En meðan við gerum ekkert til að koma íslensku hugviti á framfæri þá komum við því hvorki á framfæri í Kína né annars staðar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.