Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 25

Tíminn - 30.12.1989, Blaðsíða 25
Laugardagur 30. desember 1989 Tíminn 25 Guðjón Þórðarson þjálfari KA-manna í knatt- spyrnu fékk óvænta flugferð í september, þegar lið hans tryggði sér sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í 1. deild karla. Bandan'ska landsliðið í hand- knattleik sóttu okkar menn heim og tapaði 27-15. Eyjólfur Sverrisson knattspyrnu- maður frá Sauðárkróki skoraði öll fjögur mörk íslenska 21 árs lands- liðsins í 4-0 sigri á Finnum á Akur- eyri í undankeppni Evrópumótsins. Bandarískir körfuknattleiksmenn koma til Iandsins til þess að leika með íslenskum liðum. Sumir fóru þó fljótt heim aftur eins og Brian Hagw- ood leikmaður með Þór, en hann var sendur til síns heima skömmu eftir komuna til landsins. íslendingar töpuðu 0-3 fyrir A- Þjóðverjum í undankeppni HM t knattspyrnu og ísland varð í neðsta sætinu í riðlinum með 6 stig. Sovét- ríkin og Austurríki komust í loka- keppnina. Sigurður Einarsson var valinn í Evrópuúrvalið í spjótkasti. A-Þjóðverjar unnu fslendinga 29- 26 í landsleik í handknattleik sem fram fór í nýju íþróttahúsi í Garða- bæ. FH-inga höfðu 2 stiga forystu fyrir síðustu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. KA-menn komu næstir. ÍR-ingar urðu Reykjavíkurmeist- arar í handknattleik karla, en Fram sigraði í kvennaflokki. Skagamenn töpuðu 0-2 fyrir belg- íska liðinu FC Liege í Evrópukeppni félagsliða á Akranesi. Valsmenn töpuðu fyrir Dynamo Berlín 1-2 í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli. Framarar töpuðu í 4-0 í Búkarest fyrir liði Steaua. Eyjólfur Sverrisson knattspyrnu- maður þiggur heimboð v-þýska liðs- ins Stuttgart og síðar gerði hann eins og hálfs árs samning við liðið. KA-menn tryggðu sér í fyrsta sinn íslandsbikarinn í knattspyrnu. Liðið vann Keflvíkinga 2-0 í síðustu um- ferð mótsins og á sama tíma misstu FH-ingar af titlinum þar sem þeir töpuðu fyrir Fylki 1-2. Fylkismenn og Keflvíkingar féllu í 2. deild, en Stjarnan sem sigraði í 2. deild tekur ásamt fBV sæti þeirra. Pétur Pétursson lék á ný með landsliðinu í knattspyrnu gegn Tyrkjum og skoraði hann bæði mörkin í 2-1 sigri íslands. Leikurinn var lokaleikur lslands í undankeppni HM. Þorvaldur Örlygsson valinn besti leikmaður íslandsmótsins í knatt- spymu og síðan gerðist hann at- vinnumaður hjá enska liðinu Nott- ingham Forest. KR-ingar urðu Reykjavíkurmeist- í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Þór. Robin Nash frá Bretlandi sigraði í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu. Austurríki vann ísland 2-1 ytra í undankeppni HM og þótti leikurinn í grófara lagi. Fram varð bikarmeistara karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KR-ing- um í skemmtilegum leik á Laugar- dalsvelli. Hörður Helgason hættir sem þjálf- ari knattspyrnuliðs Valsmanna. KA-menn taka forystuna í 1. deild með 5-1 sigri á Víkingum. Kristján Arason horfir mjög hrifinn á sigurlaur landsliösins í b-heimsmeistarakeppninni í handknattleik senr fram fór í febrúar. Besti maður keppninnar, Alfreð Gíslason fylgÍSt með. Tlmamyndir Pjetur i Grikkjum í úrslitaleik. Einar Vilhjálmsson sigraði í pjótkasti á Grand-Prix móti í Lau- anne í Sviss, kastaði 79,82 m. Einar og Vésteinn Hafsteinsson )llu báðir miklum vonbrigðum með )ví að lenda aðeins í 8 sæti í deimsleikunum í frjálsum íþróttum Helsinki. íslenska sundfólkið sem keppti á Heimsleikum þroskaheftra í Svíþjóð stóð sig mjög vel, Sigrún Huld Hrafnsdóttir sigraði í öllum þeim 6 greinum sem hún keppti í. V-Þjóðverjar fögnuðu sigri á Wimbledon tennismótinu. Steffi Graf og Boris Becker unnu sigur í úrslitum einliðaleikjanna. íslenska íþróttafólk tók þátt í Eyjaleikunum sem haldnir voru í Færeyjum. ísland sigraði í liða- keppni í badminton og blaklandslið- ið komst í úrslit. Júdómenn stóðu sig einnig vel. Sigurður Einarsson kastaði spjóti 82,10 m og var því skammt frá íslandsmeti Einars Vilhjálmssonar. ÍBV, ÍBK, Fram og KR komust í undanúrslit bikarkeppninnar í knatt- spymu. Þegar íslandsmótið í knattspyrnu hafði hálfnað hefur Valur forystu, en Fram var í öðru sæti. Næst komu FH, KA og KR. Agúst FH-ingar skutust á toppinn í 1. deildinni í knattspyrnu með einu marki gegn engu. Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti á meistarafnóti Islands í frjálsum íþróttum er hann kastaði 82,22 m. Guðmundur Sigurðsson lyftinga- maður varð heimsmeistari öldunga. Úlfar Jónsson Keili endurheimti fslandsmeistaratitil sinn í golfi er hann sigraði á Landsmótinu. Karen Sævarsdóttir sigraði í kvennaflokki á mótinu. Fram og KR tryggðu sér rétt til þess að leika í úrslitum bikarkeppn- innar í knattspyrnu. Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti á Grand Prix móti í Malmö, Einar kastaði 84,50 m sem var hans lengsta kast á árinu. Einar Sigurgeirsson og Margrét Svavarsdóttir sigruðu í einliðaleik á íslandsmótinu í tennis. ÍR-ingar endurheimti bikarinn í frjálsum íþróttum eftir að FH-ingar höfðu bundið enda á 16 ára óslitna sigurgöngu þeirra árið áður. Skagastúlkur urðu bikarmeistarar September er þeir unnu Finna 92-89 í tvífram- lengdum og gríðarlega spennandi leik. Teitur Örlygsson var valinn í úr- valslið mótsins. íslenska landsliðið í blaki vann Færeyinga tvívegis 3-0 og 3-1 en leikið var hérlendis. KR-ingar urðu Reykjavíkurmeist- arar í knattspyrnu er þeir sigruðu Framara 2-1. Barcelona varð Evrópubikar- meistari í knattspyrnu eftir sigur á Sampdoria. fslenska landsliðið í körfuknatt- leik tók þátt í undankeppni Evrópu- mótsins sem fram fór í Portúgal og tapaði liðið öllum leikjum sínum á mótinu. Handknattleikslandsliðið tapaði fyrir A-Þjóðverjum ytra 14-25. Síð- ari leik liðanna lauk með 226-26 jafntefli. Fram vann Val 3-1 í meistara- keppninni í knattspyrnu. Napólí bar sigurorð af Stuttgart og varð Evrópumeistari félagsliða í knattspyrnu. England vann fsland 2-0 í vináttu- landsleik á Laugardalsvelli. ísland vann til 50 verðlauna á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Kýpur. Ragnheiður Runólfs- dóttir sundkona vann til 6 gullverð- launa og var kjörin besti íþróttamað- ur leikanna. íslensku sundmennirnir stóðu sig mjög vel á leikunum. Kvennalandsliðið í körfuknattleik varð í 2. sæti og karlaliðið í því þriðja. Júdómenn unnu einnig til fjölda verðlauna sem og frjáls- íþróttamenn. íslandsmótið í knattspyrnu hófst og Reykjavíkurmeistarar KR máttu þola 1-3 ósigur fyrir Skagamönnum. Liverpool varð enskur bikarmeist- ari í knattspyrnu eftir að hafa sigrað Everton 3-2 í framlengdum leik. Ólafur H. Ólafsson hlaut Grettis- beltið með sigri sínum í Íslandsglím- unni. AC Mílan vann 4-0 stórsigur á Steaua Búkarest og varð þar með Evrópumeistari í knattspyrnu í keppni landsmeistara álfunnar. Hestaíþróttasamband fslands stofnað. Atvinnumenn í körfuknattleik urðu löglegir með landsliðum þjóða sinna. Arsenal varð enskur meistari í knattspyrnu á elleftu stundu með 2-0 sigri í Liverpool. KA-menn koma á óvart með sigri á íslandsmeisturum Fram í íslands- mótinu í knattspyrnu. 21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn V-Þjóðverjum á Laugardals- velli. Handknattleikslandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér rétt til þátttöku í úrslitum HM. Júní Halldór Áskelsson tryggði íslend- ingum 1-1 jafntefli gegn Sovétmönn- um á Lenínleikvanginum í Moskvu í undankeppni HM í knattspyrnu. Vésteinn Hafsteinsson HSK setti íslandsmet í kringlukasti er hann kastaði 67,64 m. fsland og Danmörk léku tvo lands- leiki í handknattleik á Grænlandi og vann ísland annan leikinn en tapaði hinum. Ben Johnson viðurkennir að hafa vísvitandi neytt lyfja um árabil. íslendingar sóttu stöðugt að marki Austurríkismanna er liðin mættust í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvelli, engin komu þó mörkin í þeim leiknum. Detroit Pistons sigraði í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í körfu- knattleik í Bandaríkjunum eftir fjóra sigra í röð á fyrrum meisturum Los Angeles Lakers. Kareem Abd- ul-Jabbar leggur skóna á hilluna 42 ára gamall. Björn Rafnsson varð fyrstur KR- inga í 20 ár til þess að skora þrennu í leik, en það gerði hann í leik gegn Keflvíkingum 19. júní og fékk að launum bílhlass af kóka-kóla. Curtis Strange sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Einar Vilhjálmsson kastaði spjóti sínu yfir 80 m á móti í Japan og varð í öðru sæti. Júgóslavar urðu Evrópumeistarar landsliða í körfuknattleik eftir sigur arar í körfuknattleik. UMFN tapaði fyrir Bayer Leverk- usen í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik og voru þar með úr leik. Sveitir Bandaríkjanna og Evrópu gerðu 14-14 jafntefli í Ryder-bikar- keppninni í golfi. IBK tapaði báðum leikjum sínum gegn enska liðinu Bracknell í Evr- ópukeppni meistaraliða í körfu- knattleik. FC Liege sló ÍA út úr Evrópu- keppninni með 4-1 sigri í Belgíu. Framarar stóðu í leikmönnum Ste- aua Búkarest í síðari leik liðanna á Laugardalsvelli, en töpuðu þó 0-1. Valsmenn voru sömuleiðis úr leik eftir 1-2 ósigur fyrir Dynamo Berlín ytra. íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnurri 21 árs og yngri varð í 5. sæti HM með sigri á Frökkum 24-21. KR sigraði enska liðið Hemel Hampstead í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í körfu- knattleik, en leikurinn fór fram á Seltjarnarnesi. Tveggja tíma töf varð á leiknum vegna þess að einn ensku leikmannanna braut aðra körfuna í húsinu. Drengjalandsliðið í knattspyrnu tapaði 0-2 Svíum í undankeppni EM. Stjarnan tapaði stórt 14-23 fyrir sænska liðinu Drott í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Síðari leiknum ytra töpuðu Stjörnumenn einnig. Jón Páll Sigmarsson sigraði á kraftakarlamótinu Kraftur ’89. Valsmenn töpuðu fyrir færeyska liðinu Kyndli í Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik, Valsmenn komust þó áfram þar sem þeir unnu stórt í síðari leik liðanna. Október Halldór Svavarsson og Sigurjón Gunnsteinsson urðu tvöfaldir Is- landsmeistarar í karate. KR-ingar komust í aðra umferð Evrópukeppninnar í körfuknattleik með 65-60 sigri á Hemel Hampstead í síðari leik liðanna í Englandi. Bjarni Friðriksson varð í 7. sæti á heimsmeistaramótinu í júdó. Halldór Svavarsson varð Norður- landameistari í -65 kg flokki í karate. George Kirby ráðinn þjálfari Skagamanna í knattspyrnu 8 ára hlé. KR-ingar töpuðu báðum leikjum sínum gegn franska liðinu Orthez í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða ó körfuknattleik. ísland og V-Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli 21 árs landsliða ytra í undankeppni EM. Nóvember Valsmenn töpuðu 23-29 fyrir Rapa Eto Györ frá Ungverjalandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Síðari leik liðanna í Laugardals- höll lauk með 21-23 sigri ungverska liðsins og Valsmenn voru því úr leik. íslandsmeistarar KA blaki töpuðu tvívegis fyrir luxemborgíska liðinu Strassen í Evrópukeppninni í blaki. íslenska landsliðið í körfuknatt- leik hélt f tveggja vikan keppnisferð til Bandaríkjanna og lék gegn há- skólaliðum. Liðið stóð sig með sóma og vann tvo leiki. Handknattleikslandsliðið tók þátt í móti í Tékkóslóvakíu, liðið vann a-þýskt úrvalslið og landslið Túnis, en tapaði fyrir a og b liði Tékka og einnig fyrir Hvíta Rússlandi. Desember Eggert Magnússon kjörinn for- maður KSÍ í stað Ellert B. Schram á þingi KSÍ. Mikilvæg skref á átt að atvinnumennsku stigin á þinginu. Pressuleik í handknattleik lauk ,með 29-24 sigri landsliðsins. Njarðvík, KR, Keflavík og Grindavík standa best að vígi í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og þykja líkleg til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Lið ÍBR hefur forystu í 1. deild kvenna. | Valsmenn og FH-ingar leið>lJ deildin í handknattleik og í einúígfl þessara liða stefnir um íslandsmest- aratitilinn. í 1. deild kvenna hefur Fram forystu. ÍS hefur forystu í 1. deild karla og Vfkingur í 1. deild kvenna. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.