Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 17 Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Komiö í morgunkaffi meö Stefáni Guðmunds- syni alþingismanni laugardaginn 17. febrúar kl. 10-12 í Framsóknarhúsinu, Sauöárkróki. Ferðaþjónusta framtíðaratvinnugrein Matarspjallsfundur Landssambands fram- sóknarkvenna veröur haldinn þriðjudaginn 20. febr. n.k. kl. 19.30 í Lækjarbrekku. Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður ræöir ferðamálastefnuna. Fundarmönnum gefst kostur á aö koma meö fyrirspurnir. Umræður. Allt áhugafólk um feröaþjónustu velkomiö. L.F.K. Kópavogur - Opið hús Opiö hús alla miðvikudaga aö Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauöár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miövikudaga kl. 9-12, sími 36757. Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: i Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin Unnur Stefánsdóttir REYKJAVÍK Létt spjali á laugardegs Guðmundur G. Þórarinsson Laugardaginn 17. febrúar kl. 10.30 verður rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Umræðuefni: Uppskurður ríkiskerfisins Frummælandi Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Fulltrúaráðið Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 18. febrúar n.k. kl. 14 í Danshöllinni (Þórscafé) Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri flytur stutt ávarp I kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Áslaug Brynjólfsdóttir Kópavogur Fulltrúaráð framsóknarfélaganna er boðað til fundar mánudaginn 19. febrúar kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Tillögur uppstillinganefnda um framboðslista. 2. Undirbúningur kosningastarfs. 3. Önnur mál. Stjórnin. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður haldinn laugardaginn 24. febrúar n.k. á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarins- son, alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Guömundur G. Þórarinsson Björk félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni. SPEGILL „Fatman“ í megrun - grenntist um 100 pund og bætti svo fljótlega 80 pundum á sig aftur! Hann William Conrad sem leik- ur J.L. „Fatman“ McCabe, sak- sóknara í framhaldsþáttunum Samherjar (Jake and the Fat Man) í Sjónvarpinu á fimmtudögum, hefur ekki alltaf verið svona feitur eins og hann er núna. Fyrir nokkrum árum tók hann sig til og fór í strangan megrunar- kúr, sem tók 100 daga. Hann tapaði jafnmörgum pundum, (eða 100 Ibs) og var mjög ánægður með árangurinn. Conrad var svo ánægður með megrunina, að hann hélt upp á daginn með því að fara út að borða með vini sínum, sem var álíka sælkeri og mathákur og hann sjálfur. Þeir drukku vel með matnum, og það varð framhald á át- og drykkjuveislu næsta dag. Þannig gekk það til næstu þrjá mánuðina, að William Conrad hugsaði ekkert um neina megrun. Hann hafði afgreitt það mál og nú borðaði hann það sem hann lang- aði í. Þetta háttalag hans varð til þess, að 80 pund bættust aftur á hann, - á jafnmörgum dögum og áður tók að losna við 100 pundin! Þá kom á daginn að Conrad var með sykursýki og þess vegna var enn meiri óregla á mataræði hans og holdafari en áður, eða meðan hann var heilbrigður. Nú segist hann hafa insulín-meðul og sér- stakt mataræði, en hann sé ekki nógu duglegur að gæta að sér að borða ekki of mikið. Draumur hans er þó að komast niður í 200 pund. „Það er mjög þægilegt fyrir mig að vera í hlutverki fitubollunnar McCabe saksóknara. Ég þarf ekk- ert að vera að reyna að sýnast grennri með að halda vömbinni inni og bera mig vel. Við erum bara eðlilegir, ég og Max, hundur- inn minn,“ segir Conrad. Hann segir frá því hreykinn á svip, að þegar hann var aðalleikari í sjónvarpsþáttunum „Cannon“, þá kusu sjónvarpsáhorfendur í Þýskalandi hann eitt árið „sexíasta karlmann í sjónvarpi". „Þegar Telly Savalas heyrði um þennan heiður minn var hann nærri dauður af illsku. Hann hefur alla tíð haldið að hann sé kynþokka- fyllsti karlmaður í heirni," sagði Conrad og hló stórkarlalega. William Conrad missti eigin- konu sína árið 1979 úr krabba- meini, en ári seinna gekk hann að eiga Tippi Huntley, sem var ekkja eftir Chet Huntley, frægan sjón- varpsfréttamann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.