Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.07.1990, Blaðsíða 2
2 Timinn ' Miðvikudagur‘4. 'júíí' f990 Afleiðing gámavæðingarinnar í Vestmannaeyjum að sögn Jóns Kjartanssonar: ÁRSVERKUM í FISKI FÆKKAR UM FJÓRÐUNG „Hér í Vestmannaeyjum hefur þeim sem vinna við fiskvinnslu fækkað um 22-23% síðan gáma- væðingin komst í algleyming. Við erum að flytja atvinnuna úr landi og ætlum að byggja upp Hum- ber-svæðið og bjarga fólki frá atvinnuleysi í Norður- Þýskalandi. Þá verða útgerðarmenn og sjómenn múraðiren fiskvinnslufólk, sem ekki var nú vel launað fýrir, má lepja dauðann úr skel,“ sagði Jón Kjartansson, form. Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, er Tíminn spurði hann al- mennra tíðinda af atvinnumálum þar í Eyjum. Hvað varðar skólafólkið nú í vor telur hann þó að flestir sem náð hafa 14-15 ára aldri hafi fengið vinnu í fiskvinnslustöðvunum. Enda er það sá vinnukraftur sem að stórum hluta sér um humarvinnsluna sumar hvert. Er minni vinna þá, að mati Jóns, afleiðing mikils gámaútflutnings en ekki það að fólk fáist ekki til að vinna aflann eins og „gáma- vinir“ láta ofl í veðri vaka? „Já, þeir snúa þessu við. Enda ósköp þægilegt íyrir þá að þeir verði að flytja aflann út vegna þess að ekki sé fólk í landi til að vinna hann. En það er afleiðing þessa útflutnings að fólkinu hefur fækkað svona rnikið," segir Jón. Ekkert tillit sé tekið til þess þegar litið afl- ast. Heldur sé eins mikið og hægt er flutt út, þótt lítil sem engin vinna verði þá eftir í landi. Þegar markað- urinn erlendis er mettur og útgerðamenn telja vænlegra að landa heima, þá sé fólk- ið, sem alla jafha má sitja meira og minna með hendur í skauti, nógu gott til að taka við öllu sem landað er og vinna myrkranna á milli og helst að sleppa öllum sínum frídögum. Þessi til- felli séu síðan notuð til við- miðunar: „Þama sjáið þið, það þýðir ekkert fyrir okkur að koma með aflann í land þegar ekki er hægt að vinna hann.“ Utgerðarmenn vilji nota frystihúsin sem eins konar „ruslakistur" — þau eigi bara að taka við því sem eft- ir er þegar allur besti fiskur- inn hefur verið valinn í gá- mana. „Og því miður hefur þessi aflamiðlunamefnd ekki, að mínu mati, skilið hlutverk sitt rétt. Ég hefði talið afla- miðlun eiga að starfa þann- ig, að séð yrði fyrir hráefni til vinnslu hér innanlands þar sem það vantar hveiju sinni: Síðan megi flytja út þegar nógur fiskur er til vinnu í landi. Ég tel sömu- leiðis eðlilegast að allar söl- ur til erlendra aðila fari fram hér á innanlandsmark- aði, til þess að menn séu ekki að flytja þetta út upp á von og óvon og lenda síðan í því, eins og dæmi em um, að þurfa að grátbiðja fisk- kaupendur að kaupa af sé afla á gúanóverði til að þeir þurfi ekki að sigla með hann aftur heim til íslands. Ég held að við þurfum að fara að taka upp einhvers konar byggðakvóta, því þetta gengur ekki svona til lengdar. Og alls ekki að setja gámakvóta á hvert ein- asta skip í landinu, því nóg er andsk ... braskið fyrir með þennan kvóta þótt brask með gámakvóta bæt- ist nú ekki við líka,“ sagði Jón. - HEI Hlutafjárútboð hjá Kron - Miklagarði: Um miðjan þennan mánuð verður hafist handa á ný við að leita úr- lausna á fjárhagserfiðleikum sem við hefur verið að eiga eftir sameiningu Kron-Miklagarðs. Hlutafjáraukning sem stefnt var að gekk ekki sem skyldi og lauk þann fimmtánda síð- astliðins mánaðar. Að sögn Þrastar Olafssonar framkvæmdastjóra var þar meðal annars um að kenna ákveðnum formgalla á útboði. Um miðjan júlí er stefht að stjómar- fundi þar sem málin verða rædd. „Málið hefur nú legið alllengi í bið- stöðu. Við höfum ekki mikið gert til leiðréttingar þessum formgalla því við höfum hugsað okkur að beina málinu f nokkuð annan farveg," sagði Þröstur í samtali við Tímann. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar Starfseminni verði breytt Viðamesta verkefhi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar á síðasta ári var að vinna að framgangi þess að álver rísi við Eyjafjörð. Nokkur breyting varð á starfsemi félagsins á síðasta starfsári, þar sem aukin áhersla var lögð á ferða- mál með stofhun embættis ferðamála- fulltrúa. Einnig var gerður þjónustu- samningur við atvinnumálanefnd Ak- ureyrar. Áfram var haldið við stofnun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja, og önnur seld sem komin voru á góðan rekspöl. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, sem hald- inn var fyrir skömmu. Á fundinum var rætt um starfsemi félagsins og fram- tíðarhorfur, en ljóst er að breytinga er að vænta á starfsháttum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík, sagði að af hálfu Dalvíkurbæjar væri kallað á breytingar, en ekki væri búið að skil- greina þær nákvæmlega. Einnig er þess getið í málefhasamningi nýja bæjarstjómarmeirihlutans á Akureyri að endurskoða skuli starfsemi félags- ins. Fram kom á fundinum að nokkuð hefði verið rætt um þessi mál innan Iðnþróunarfélagsins, en þeim umræð- um væri ekki lokið. Sigurður P. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Iðnþró- unarfélagsins, sagði að félagið þyrfti að vera sveigjanlegt, og hafa tök á að bregðast við breyttum aðstæðum. Óskaði hann eftir hugmyndum um breytingar, og einnig hvað menn tcldu Mörg innbrot Brotist var inn í verslunina Faco á laugavegi á sunnudagsmorgun og stolið þaðan tveimur segulbands- tækjum samtals að verðmæti um 300 þúsund. Málið er óupplýst og er i höndum Rannsóknarlögreglu rikis- ins. Þá var óvenju mikið um innbrot í íbúðarhús um helgina og brotist var inn í fímm hús í vesturbænum. Ekki liggur ljóst fyrir hve miklu var stolið samanlagt, en í einu tilvikinu, þar sem brotist var inn í kjallara við Ægisíðu, nemur verðmæti þess sem stolið var einni og hálfri milljón. GS. eðlilega skiptingu milli vamarstarfs og nýjunga í atvinnulífinu. Sigfus Jónsson, frafarandi stjómarformaður, flutti skýrslu stjómar og sagði m.a. að á síðasta ári hefðu orðið nokkuð breyttar áherslur í starfsemi Iðnþróun- arfélagsins. Meiri áhersla hefði verið Iögð á að vinna forvamarstarf við starfandi fyrirtæki, frekar en vinna að nýsköpun. Enda væri hlutverk félags- ins ekki að stofha ný fyrirtæki og framkvæma nýjungamar, heldur þyrftu að vera til staðar einstaklingar og frumkvöðlar sem fæm af stað og Iðnþróunarfélagið aðstoðaði af ffemsta megni. Á síðasta starfsári tók félagið þátt í stofhun tveggja fýrirtækja, Ferðaskrif- stofunnar Nonna, og Dettifoss hf. sem ffamleiðir gæludýrafóður. Einnig var komið á samstarfi milli bifreiðaverk- stæðis á Árskógsströnd og danskra að- ila um samsetningu á ruslagámum. Fleiri möguleikar og nýjungar í starf- semi á Eyjafjarðarsvæðinu vom at- hugaðir, en em mislangt á veg komnir. Iðnþróunarfélagið keypti hlutafé í fyr- irtækjum á síðasta ári fyrir 550 þúsund krónur, en alls er eignaraðild félagsins að ýmsum fyrirtækum á svæðinu um 4,8 milljónir króna. Afskrifað var hlutafé í einu fyrirtæki að upphæð 300 þúsund vegna gjaldþrots. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar er hluta- félag í eigu 29 aðila. Stærstu hluthaf- amir em Framkvæmdasjóður Akur- eyrarbæjar og Kaupfélag Eyfirðinga, en auk þcirra eiga Dalvíkurbær, Ólafs- fjarðarbær, öll hreppsfélög við Eyja- flörð og Verkalýðsfélögin á Akureyri hlut i félaginu. Samkvæmt hluthafa- skrá 22. júni var hlutafé félagsins ríf- lega 18,5 milljónir króna. Á aðalfund- inum var samþykkt tillaga um að hlutafé félagsins megi vera allt að 26 milljónir króna, en var 22 milljónir. Nýkjöma stjóm Iðnróunarfélags Eyjafjarðar skipa: Hálfdán Ömólfsson og Þorsteinn Sigurðsson Akureyri, Kristján Þór Júlíusson Dalvík, Bjami Kr. Grimsson Ólafsfirði, Guðný Sverrisdóttir fyrir hreppsfélögin, Þor- kell Pálsson frá KEÁ og Ármann Helgason frá Verkalýðsfélögunum. hiá-akureyri. Forsetar Eystrasaltslandanna óska eftir að Norðurlandaráð miðli málum í deilum sínum við Sovétstjórnina. Páll Pétursson, formaður Norðurlandaráðs: Báðir aðilar verða að óska milligöngu Norðuríandaráð á nú von á því að formleg beiðni forseta Litháens þess efnis að ráðið miðli málum í sjálfstæðisdeil- um landsins beríst því í dag eða næstu daga. Að sögn Páls Péturssonar, formanns Norðuríandaráðs, er það í raun ekki einungis forseti Lit- háens sem stendur að baki beiðninni heldur einnig forset- ar hinna tveggja Eystrasalts- landanna, Eistlands og Lett- lands. Páll segir að þegar formleg beiðni berist verði óhjákvæmilegt að taka hana til afgreiðslu og þá ákveða næsta skref í málinu. „Ut af fyrir sig hefur Norðurlanda- ráð lítið skipt sér af málefhum utan Norðurlanda. En ef við getum komið ffam góðu, þá finnst mér eðlilegt að taka jákvætt í þetta. Ef hins vegar gagn á að geta orðið af þessu, verða báðir málsaðilar að vera sammála um það, að óska eftir milligöngu Norður- landaráðs. Við getum náttúrulega ekki dregið annan aðilann að samn- Páll Pétursson. ingaborði ef hann ekki vill koma,“ segir Páll. -Býst þú við því að Moskvustjómin óski eftir milligöngu Norðurlanda- ráðs? „Ég hef ekki hugmynd um það. Æðsta ráðið hefur verið afar vinsam- legt i garð Norðurlanda og Norður- landaráðs. Hins vegar finnst mér nú líkur benda til að þeir hugsi sem svo að þetta sé innanríkismál og ástæðu- laust að fara til þriðja lands að ræða það.“ -Mynduð þið reyna að koma á fundi deiluaðila ef til þess kemur? „Ég skal ekkert segja um það hvem- ig hægt væri að bera sig að við þetta. Það sem þarf að gerast í þessu máli að mínum dómi er það, að aðilar komi sér saman um að tala saman. Ekki það að þijóskast við og hanga í formsatriðum. Mér finnast Litháar hafa verið ansi óþolinmóðir og þeim liggur mikið á að öðlast sjálfstæði. Á hinn bóginn er sjónarmið Sovétríkj- anna skiljanlegt, að þeir vilji láta þetta fara ffarn eftir þeirri stjómar- skrá sem er í gildi en ekki með ein- hliða yfirlýsingu annars aðilans. Þannig að þetta er ekki einfalt mál.“ Að sögn Páls hefur Norðurlandaráð ekki myndað sér skoðun á þessari deilu. Til stóð að fara í ferð til Sovét- ríkjanna og Eystrasaltslandanna allra til þess að ræða við þingmennina í þeim löndum. Nokkm áður en þessi ferð átti að hefjast komu þau skila- boð ffá Sovétstjóminni að ekki væri unnt að fara til Litháen eins og ástandið væri. „Þetta þótti okkur vondar fréttir og aflýstum ferðinni. Og það er út af fyrir sig mjög ákveð- in aðgerð," segir Páll. Hann segir að enn sé inni í myndinni að fara þessa ferð. En til þess verði aðstæður að breytast og fulltrúum Norðurlanda- ráðs fengið leyfi til að fara þangað sem þá listir. -En telur þú að þessi beiðni Litháa bendi til þess að Eystrasaltslöndin sæki um inngöngu i Norðurlandaráð ef þau öðlast sjálfstæði? ,J>að hafa verið uppi ýmsar hug- myndir á undanfomum ámm um tengsl þessara landa við Norður- landaráð. Ein af þessum þjóðum, Eistar, er skyld Norðurlandabúum og þar er töluverð norræn menning ríkj- andi. Hins vegar tilheyra þau ekki Norðurlöndum og það yrði þá ekki Norðurlandaráð ef um það yrði að ræða. Það yrði þá stofhað Eystra- saltsráð eða eitthvað þess háttar. Hins vegar er sjálfsagt að stunda góð sam- skipti við þessar þjóðir eins og aðr- ar,“ segir Páll. GS. Bjami Jónsson prófessor sjötugur: Málþing í stærðfræði í gærhófstá Laugarvatni málþing samhliða fyrirlestraröðum. Fyrir- í stærðfræði til heiðurs Bjama lestur Bjama sjálfs verður kl. 10:30 Jónssyni sjötugum og stendur það á miðvikudag í húsakynnum fram á föstudag. Bjami Jónsson er Mcnntaskólans að Laugarvatni. Þar prófessor við Vanderbilt háskólann kynnir Bjami nýjar hugmyndir urn í Nashvillc í Tennessee í Bandarikj- algebmlcga meðhöndlun tölvufor- unum. rita, scm hann vinnur aö um þcssar Erlendir þátttakendur á málþing- raundir, en þar beítir hann hugtök- inu em unt 70 talsins auk um 20 um úr líkindafræði og allsheijar- manna fylgdarliðs. Um tveir þriðju algebru f ríkari mæti en áður. gestanna em frá Bandarfkjunum og Auk íslenska stærðfræðiféiagsins Kanada, en í heild em þeir af fjöl- og Háskóla íslands standa þrír skrúðuguþjóðemi. bandarískir háskólar að málþing- Fræðasviðin sem tekin verða fyrir inu, en þeir em Kalifomíu-háskól- á málþinginu em algebra, rökfræði inn í Berkeley, Suður-Carolina-há- og grindaffæði. Alls verða fluttir 18 skólinn í Columbia og Vanderbilt- fyrirlestrar i sameinuðu málþinginu háskólinn f Nashville. GS. og að auki 30 fyrirlestrar í tveimur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.