Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. júlí 1990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Jeppaklúbbur Reykjavíkur: Leggur í ferð til að kenna Svíum alvöru torfærukeppni Ámi Kópsson stendur hér viö hlið heimasætunnar sem hann fer með til Svíþjóðar. 60 meðlimir í Jeppaklúbbi Reykjavíkur leggja þann 24 júlí í af stað til Svíþjóðar með 6-9 jeppa, 4-7 sérútbúna og tvo í standard flokki. Að sögn Aðal- steins Símonarsonar, fararstjóra íslenska hópsins, er ætlunin að halda tvær sýningarkeppnir, þann 29 júlí og 4. ágúst, og sýna Svíum hvemig íslenskar torfærukeppnir fara fram, en þær ku vera þær einu sinnar tegundar í heiminum í dag. Menn vonast til að ferðin verði kannski kveikjan að Norður- landamóti í torfærukeppni á okkar vísu. Forsaga málsins er sú að íyrir ári síðan komu hér til lands tveir sænsk- ir blaðamenn og jeppaklúbbsmenn fóru með þá í ferð upp á Langjökul. Annar þeirra var á vegum sænsks blaðs sem heitir Four Wheeler og var árangur ferðarinnar birtur í máli og myndum í blaðinu. Fyrir sjö árum síðan hafði Aðalsteinn Símonarson hitt sænskan jeppaáhugamann sem síðar varð formaður jeppasamtaka þeirra Svía. Hann sér bíl Aðalsteins, í grein sænska jeppablaðsins, man þá eftir honum og sendir Aðalsteini jólakort og kemst þannig í samband við hann. í ftamhaldi af því kom hann í jöklaferð til íslands og þar fæddist þessi hugmynd að sýningar- keppni í Svíþjóð. í upphafí var ætl- unin að fara með fjóra bíla, tvo sérút- búna bíla og tvo standard bíla, en svo mikill áhugi almennings er íyrir keppninni að Svíamir óskuðu eftir því að fleiri bílar kæmu, svo ekkert færi nú úrskeiðis. Nú er verið að vinna í því að senda þrjá sérútbúna bíla í viðbót. Það að von sé á þessum íslensku torfærutröllum hefúr vakið mikla athygli í Svíþjóð og mun vera von á þúsundum manna til að horfa á keppnina. Svíar þekkja ekki til jeppa- keppna á okkar mælikvarða. Þeir keppa mikið í drulluspymu og nokk- urskonar góðakstri á jeppum þar sem keppt er í tímaþrautabraut. Daginn áður en sýningarkeppni Islendingana verður, halda Svíar sína keppni og hafa íslensku jeppamennimir hug á að keppa á standard bílunum í þeirri keppni. Þá em bílar famir að keyra á vatni og ef tækifæri gefst til þama úti verður það örugglega reynt þar. „Þessi íþrótt hefúr þróast mikið hér heima og hefúr orðið alveg sérstök keppni héma hjá okkur og hún fyrir- finnst hvergi annarsstaðar. Svíamir segja að við séum mörgum ámm á undan öðmm og það sem þeim líst skelfilegast á, er að keyra í hliðar- halla, en svoleiðis æfingar em þeir hræddir við. Þeirra bílar em ekki al- mennilega í stakk búnir í svona. Þeir em þyngri. Við emm að reyna að fá þá til að prófa en þeir þora ekki. Við ætlum að hafa með okkur auka skófludekk, ef einhver er á bíl sem hann getur prófað þau á. Það er meira að segja svo slæmt að það em ekki til nema einn umgangur af skófludekkj- um, svo við vitum. í allri Svíþjóð. Þeir eiga þau ekki almennt. Það em ekki miklir peningar í iþróttinni hjá þeim, en það er mikill fjöldi í félög- unum þeirra. Ég býst við að þessi tegund íþróttarinnar verði útbreidd hjá þeim. Þetta vill fólk horfa á, pass- lega mikill hávaði, gusugangur og klúður sem rétt sleppa fýrir hom,“ sagði Aðalsteinn Símonarson Fleiri þjóðir hafa sýnt þessu áhuga og meðal annars verða þama þjóð- veijar, Norðmenn og Belgar sem ætla að sjá hvemig þetta fer fram og þeir hafa áhuga á að halda svona sýning- arkeppni. „Það er hugsanlegt að það gæti sprottið út einhverskonar at- vinnumennska í íþróttinni, en það gæti orðið svolítið erfitt fyrir okkur vegna staðsetningar. Það verður að halda þessa keppni með reisn og reyna að monta sig af þessu meðan það er hægt,“ sagði Aðalsteinn að lokum. Þess má geta að lokum að á næst- komandi laugardag verður haldin stærsta torfærukeppni ársins. Þrettán jeppar keppa í hvorum flokki og verður keppnin haldin í mynni Jósepsdals rétt við Litlu kaffistofuna og hefst hún kl. 13.00. Frjálsar íþróttir Enn von um Lewis gegn Ben Johnson Ólympíumeistari og handhafi heimsmets í 100 metra hlaupi karla, Carl Lewis, segir að það sé enn möguleiki á einvígi milli hans og fyrrum heimsmethafa, Ben Johnson, á þessu ári. „Það myndi vera á tímabilinu septem- ber til ársloka" sagði Lewis. Umboðsmenn beggja hlauparanna hafa verið að reyna að koma á keppni milli þeirra, þegar tveggja ára keppnisbanni Johnsons lýkur 24. september. Sem möguleikar um keppnisstaði hafa verið nefnd lönd eins og Japan, Spánn, Bandaríkin eða eitthvað Evrópuland. Þegar Le- wis var spurður um hvort fólk gæti litið þessi heimsmet í réttu ljósi eft- ir það sem á undan er gengið sagði hann: „Þegar við höfum þjálfara eins og Charlie Francis, (fyrrum þjálfari Ben Johnsons), sem segja þessa hluti til að hylma yfir van- þekkingu þeirra á þjálfunarmálum, getur fólk sjálfsagt ruglast í ríminu. En ég held að fólk kunni að meta það þegar íþróttamenn eru heiðar- legir.“ sagði Lewis. Hann sagði ennfremur að ef Johnson færi aftur að stunda íþróttir án lyfja, myndu þær njóta góðs af því. „Ef hann kemur aftur, úttalar sig um skað- semi þessara lyfja og bætir fyrir mistök sín, þá verður hann öðrum íþróttamönnum gott fordæmi og æskunni til fyrirmyndar. En ef hann hugsar bara um að vinna verðlauna- peninga og setja met þá er hann bara verr settur en áður,“ sagði Le- wis um Johnson. Johnson segir að hann vilji ein- dregið verða númer eitt aftur þegar bannið er á enda. „Ég vil aðeins koma aftur með allt mitt á hreinu og án allra lyfja, setja nokkur met og vinna Carl Lewis“ sagði Johnson á blaðamannafúndi í Toronto fyrir skömmu. Halldór hjólar Halldór Pálsson, leikmaður með 3. deildarliði ÍK í knattspymu, leggur í dag af stað í hringferð í kringum landið á reiðhjóli. Halldór ætlar sér 14-15 daga i ferðalagið. Hann hyggst í Ieiðinni safna peningum sem ætlaðir eru til að fjármagna ferðalög 3. deildarliðs IK í sumar. Tekið verður á móti áheitum í síma 41793 og einnig hjá Júlíusi Þor- finnssyni í síma 24995 og Víði Sig- urðssyni í síma 72509. Knattspyma: Mikhailichenko til Sampdoria Sigurvegarar í Evrópukeppni bikarhafa, Sampdoria á Ílalíu, hafa fest kaup á sovéska lands- liðsmanninum Alexei Mikhailic- henko og gert við hann þriggja ára samning. Forráóamenn fé- lagsins neita að gefa upp kaup- verðið en fjölmiðlar á ítaliu segja að söluverðið hafi verið um 310 milljónir íslenskra króna. Mikhuilichenko, sem er 27 ára miðjuleikmaður, hefur að undanlörnu leikið með Dynamo Kiev. Hann lék ekki I lokakeppni HM vegna tneiðsla, sem hann átti við að stríða i öxl, og tveggja aðgerða sem gerðar höfðu verið á hné kappans. MikaiUchenko leikur við hUð Brasilíumannsins Cerezo og Júgóslavans Katanec. Hann kemur í stað Spánverjans Victor Munos sem hverfur til Uðs í Genua. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R1£ kr. 9.450. Örugg og hröð þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844. Knattspyrna: Staöan í 1. deild Valur 9 6 l 2 15-8 19 Fram 9 5 l 3 17-7 16 ÍBV 9 4 3 2 12-14 15 Víkingur 9 3 4 2 10-9 13 FH 9 4 0 5 14-13 12 Stjaman 9 3 2 4 11-15 11 ÍA 9 2 2 5 10-16 8 Þór 9 2 2 5 6-12 8 KA 9 2 1 6 8-14 7 LITAÐ JARN A ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníserað þakjárn Gott verö. Söluaöilar: Málmiöjan hf. Salan sf. Sími 91-680640

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.