Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 21. júlí 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Skipherrann Charles Edward Frey var að sögn vina sinna einkar heppinn náungi. Hann átti góða fjöl- skyldu, glæsilegt heimili og hafði traust starf. Frey starfaði í flotastöð á Langasandi í Kalifomíu en átti heima á Pacific Beach sem er úthverfi San Diego. Hann dvaldi um borð í skipi sínu fimm daga vikunnar en kom jafnan heim um helgar. Maður hennar var stunginn 37 hnífstungum um miðja nótt. Engin merki fundust um innbrot í húsið eða mannaferðir í háu, döggvotu grasi. Elskhugi hennar varsamt í húsinu. Dómarnir þóttu sérkennilegir og mikilvæg atriði bar ekki á góma við réttarhöldin. Laugardaginn 18. júlí 1987 sneri hann sér að laglegu konunni sinni, Doris, og spurði hvað yrði í kvöld- matinn. Doris svaraði því til að ráð- gert væri að þau borðuðu með Ri- chardson-hjónunum þetta kvöld. Ný- búið væri að opna veitingastað í mið- borginni og þau langaði til reyna það sem þar væri í boði. Charles hélt að það væri í lagi. Hjónin klæddust sparifötum og hittu vinafólk sitt á veitingastaðnum, þar sem þau nutu veitinga að mexíkönsk- um hætti með tilheyrandi tónlist og nokkrum drykkjum að auki. Charles og Doris Frey komu heim til sín um tíuleytið. Doris stakk upp á að þau fengju sér glas fyrir háttinn en Charles kvaðst búinn að fá nóg og kveikti á sjónvarpinu í hjónaherberg- inu. Doris brá sér í náttkjól og horföi með honum á „My Fair Lady“. Þau spjölluðu saman meðan Rex Harri- son heillaði Audrey Hepbum. Að myndinni lokinni velti Charles sér á grúfú og Doris nuddaði á honum axl- imar. Hann var steinsofnaður um miðnætti. Frey-hjónin bjuggu í flotahverfi ekki langt frá ströndinni og nágrann- ar þeirra voru Johnson-hjónin. Þau vom sofandi þegar síminn hjá þeim hringdi klukkan hálffjögur þessa sunnudagsnótt. í símanum var Doris Frey, næstum óskiljanleg í tali vegna uppnámsins sem hún var í. — Charlie er slasaður, æpti hún. — Ég held að hann andi ekki. Johnson svipti af sér sænginni og hljóp yfir í næsta hús. Doris stóð í dyrunum, neri saman höndunum og grét. — Hann er í svefnherberginu, stundi hún upp og Johnson þaut áfram inn. Charles Frey lá á gólfinu, ataður blóði og svo var gólfið raunar líka og hluti af rúminu. Johnson kraup hjá granna sínum og vini og þreifaði eft- ir æðaslætti. Hann fann örla fyrir honum. Þá þaut hann að símanum og hringdi í neyðamúmerið. Bmgðist var fljótt við en allt kom fyrir ekki. Charles Frey, hamingjusamur heim- ilisfaðir og öðlingsmaður, var lýstur látinn klukkan fjögur, áður en hægt var að flytja hann á sjúkrahúsið. Þurreyg og blóöug Lögreglan var kölluð á staðinn og í kjölfarið komu fúlltrúar morðdeild- arinnar, Olais, Lopez, Smith og Han- sen. Eftir að hafa rætt við Johnson fóm þeir og lituðust um f hjónaher- berginu. Þar lá Charles Frey enn á bakinu, klæddur nærbuxunum ein- um, alblóðugum. Lfkið lá samhliða rúminu, hálfvafið í rautt teppi og við hlið þess vom tveir koddar, annar of- an á hinum og báðir blautir af blóði. Blóðblettir vom á rúmfötunum og Doris Frey felldi engin tár og sýndi engin sorgarmerki er hún lýsti að- komunni að líki manns síns. slettur á rúmgaflinum og veggnum. Líkið sjálft var alblóðugt og var sumt blóðið farið að storkna nokkuð. Það kom í hlut Lopezar að spyija Doris Frey um atburðarásina. Þegar þau gengu afsíðis veitti hann því at- hygli að hún var þurreyg og þögul. Slíkt var ekki óvenjulegt. Lopez var gamall í hettunni og haföi séð fólk bregðast margvíslega við áföllum. Sumir grétu og leystust hreinlega upp, aðrir vom of lamaðir til að sýna nein viðbrögð. Doris Frey virtist til- heyra síðari hópnum. Lopez fór með hana inn í autt her- bergi. Hún var enn klædd náttkjóln- um og utan yfir honum víðum morg- unslopp og var í loðnum inniskóm. Hún útskýrði að maður sinn heföi starfað á Langasandi og kæmi heim um helgar, að þau heföu farið út að borða með Richardson-hjónunum og siðan horft á kvikmynd kvöldsins og farið að sofa laust eftir miðnættið. Hún hélt áfram og kvaðst hafa vakn- að við óp bónda síns um kl hálftvö. — Hann fékk oft martraðir, bætti hún við. Hún sagðist hafa vakið hann og stungið upp á að hún svæfi í gesta- herberginu, því annars héldi hann fyrir henni vöku alla nóttina. Síðan heföi hún nuddað á honum bakið og herðamar þar til hann sofnaði aftur og þá heföi hún lagt sig í gestaher- berginu. Þar svaf hún þar til hún vaknaði við ópin að nýju en í þetta sinn vom þau öðravísi, eins og hann þjáðist óskaplega. — Ég stökk á fætur og fór inn í hjónaherbergið, sagði Doris. — Maðurinn minn lá á gólfinu og það var blóð um allt. Hún kvaðst hafa hlaupið til hans en séð að hún gæti ekkert að gert og því hringt til ná- grannanna. Hún tók fram að hún heföi engan séð og ekkert heyrt ann- að en bónda sinn. Ef til vill væri morðinginn innbrotsþjófúr, því all- nokkuð heföi verið um ferðir þeirra í grenndinni undanfarið. Hún vissi ekki um neinn sem gæti viljað mann hennar feigan, hann væri Christopher Foster gat verið sonur Dorisar, en samband þeirra var allt annars eðlis. einstaklega góður maður og ætti enga fjandmenn. Því skyldi einhver vilja drepa hann? Meðan á samræðunum stóð vakti það athygli Lopezar að Doris Frey sýndi engin svipbrigði eða tilfmning- ar, ekki einu sinni þegar hún lýsti að- komu sinni að líkinu. Hann hugsaði sem svo, að ef þetta væri lost þá væri það meiri háttar. Hann sá líka litlar blóðslettur á náttkjól Dorisar. Hann benti á blóðið og spurði hvemig það heföi hafnað þama. Engin merki um innbrot Doris leit niður eftir kjólnum. Eftir nokkra þögn sagði hún lágt: — Þér finnst það kannski sjúklegt og þess vegna þagði ég. Þegar ég sá manninn minn þama, laut ég niður að honum og snart hönd hans. Kjóllinn hefúr líklcga strokist við likama hans. Lopez fannst þettg alls ekkert sjúk- legt. Hann trúði því einfaldlega ekki. Meðan verið var að reyna að fá allar hugsanlegar upplýsingar hjá Doris, gengu lögregluþjónar ffam og aftur um húsið og garðinn í leit að vis- bendingum og nágrannar stóðu utan girðingar og fylgdust með. Enginn virtist þreyttur og það var farið að birta af degi. Johnson, nágranninn sem hringdi i neyðamúmerið, var spurður um sinn þátt í málinu og einnig var rætt við Richardson-hjónin í síma. Þau sögðu að kvöldið heföi verið indælt og að þetta væri mikill harmleikur. Lögreglan var sammála en hallaðist að því að hann ætti sitthvað sameig- inlegt með „Macbeth". Þegar líkið var rannsakað nánar kom í ljós að Charles hlyti að hafa legið á bakinu þegar byijað var að stinga hann en reynt að velta sér undan og loks hafn- að á gólfinu. Hann haföi verið stung- inn mörgum sinnum í kviðinn og bringuna með breiðblaða hnifi. Hvemig sem leitað var í húsinu fannst hnífúrinn ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.