Tíminn - 03.10.1990, Síða 14

Tíminn - 03.10.1990, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 3. október 1990 ! AÐ UTAN Alexander Menn féll fyrir hendi óþekkts morðingja. Áhangendur prestsins sjá þar myrkraöfl að verki en lögregluyfirvöld segjast ekki hafa neitt í höndunum sem bendi til annars en að þar hafi ótíndur þjófur verið að verki. í landi þar sem einhver er rændur á 12 mínútna fresti, lítur fólk varla upp þegar það fréttir af síðasta viðbjóðslega glæpnum. En kaldrifjað morð á presti innan sjónmáls frá grænum og gullnum hvolfþökum Zagorsk klaustursins rétt utan Moskvu hefur komið þúsundum Rússa í geðshræringu. Myrtur prestur á góðri leið með að verða píslarvottur Sunnudaginn 9. september voru nokkur sóknarbörn mætt í litlu sveitarkirkjuna sína og biðu eftir föður Alexander Menn til að syngja morgunmessu. Hann kom aldrei. Þegar presturinn var á ferð um skóg á leið til kirkjunnar um sex- leytið varð á vegi hans óþekktur árásarmaður sem rak öxi í höfuð hans. Menn dó ekki samstundis heidur skjögraði til baka heim til sín. Hann var kominn að garðhlið- inu 15 mínútum síðar þegar hann féll niður, látinn. Bleikar liljur eru á staðnum þar sem þessi 55 ára prestur var drepinn. „Hann var píslarvott- ur og helgur maður“ Dauði Menns var skelfilegur í augum þeirra þúsunda sem sóttu kirkju til hans. „Hann var píslar- vottur og helgur maður,“ segir eitt sóknarbarna hans. „Hann gerði aldrei neinn feiminn, sagði aldrei óvingjarnlegt orð. Hann var sú manngerð sem getur breytt sálu manns með einu orði.“ Slíkur var orðstír Menns að bæði Míkhafl Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, og Bóris Jeltsin, Rúss- landsforseti létu strax í ljós „djúp- an harrn" vegna morðsins og kröfðust þess að sökudólgurinn yrði látinn gjalda ódæðis síns. Enn sem komið er, er samt lítil merki að sjá um að eitthvað hafi orðið ágengt í leitinni að morð- ingjanum og vinir Menns tala nú um að dauði hans sé fyrsta pólit- íska banatilræðið vegna pere- strojku. Morðinginn skildi ekki eftir sig neinar vísbendingar en nokkrir vinir Menns halda því fram að annaðhvort KGB eða Pamyat, samtök gyðingahatara, hafi staðið að baki morðinu. Umburðarlyndur og frjálslyndur Vinir Menns halda því fram að bæði þessi samtök hafi haft ærnar ástæður til að vilja hann dauðan. Menn var að vísu óþekktur á Vest- urlöndum en heima fyrir hafði hann sterk áhrif á tilfinningar fólks. Þúsundir kirkjugesta rétt- trúnaðarkirkjunnaar þekktu vel frítt, alskeggjað andlit hans, sem það líkti gjarna við fornan grískan guð, úr sjónvarpi og guðsþjónust- um. Guðfræðilegar skoðanir hans voru frjálslyndar og prédikanirnar snjallar. Það umburðarlyndi í trú- arefnum sem fylgir perestrojku hafði gert hann að átrúnaðargoði. Hann hafði líka náin tengsl við rót- tæku hreyfinguna í Moskvu sem lýtur forystu Jeltsíns. Á hinum grimmdarlegu stjórnar- árum Brésnjefs tók Menn að sér að vera nokkurs konar óopinber and- legur hirðir forkólfa andófsmanna og var náinn vinur Alexanders Solzhenitsyn áður en rithöfundur- inn var sendur í útlegð. Eitt sókn- arbarn hans kallaði hann „Sakha- rof kirkjunnar". „Myrkraöfl stóöu að morðinu“ Vinir hans eru sannfærðir um að myrkraöfl hafi staðið að morðinu á honum. Einn þeirra bendir á að ólíklegt sé að smáþjófur sitji í rennandi blautum skógi kl. sex á sunnudagsmorgni og bíði eftir að stela einhverjum peningum. Þessi vinur, hávaxinn maður á fertugsaldri sem svarar sér vel, var einn af 2,000 „andlegum börnum" sem presturinn veitti reglulega trúarfræðslu. Hann trúir því að liðsforingjar í KGB hafi vandlega skipulagt morðið og heldur því fram að þeir hafi ógnað prestinum. „í sumar sagði faðir Menn oft við mig: „Ég hef ekki mikinn tíma“. Hann skýrði aldrei út fyrir mér hvað hann átti við.“ Sovétríkin: Völd KGB verða æ máttminni og því er það að flestir Rússar hafa ekki lengur trú á því að karlar í regnkápum komi fólki fyrir kattar- nef í dagrenningu. En fyrrgreindur vinur prestsins segir að KGB hafi haft ýmsar ástæður til að losa sig við Menn. Ein þeirra var hefnd. „Þeim tókst aldrei að koma honum í fangelsi á valdaárum Brésnjefs og núna, þegar vald þeirra fer dvín- andi, vildu þeir láta ríða til höggs í síðasta sinn.“ Óvinimir KGB og Pamyat í herbúðum KGB höfðu menn líka áhyggjur af því að Menn, með sín ákveðnu frjálslyndu viðhorf, gæti orðið að trúarlegum og pólit- ískum leiðtoga, rétt eins og faðir Jerzy Popieluszko hafði verið á ár- um herlaga í Póllandi. Popiel- uszko, djarfmæltur kaþólskur prestur sem fylgdi Samstöðu að málum, var myrtur 1984 af þrem leynilögreglumönnum. Menn kom vissulega æ oftar fram í sjónvarpi. Vinur hans heldur því fram að margir sjónvarpsþættir, sem nýlega höfðu verið teknir upp með honum fyrir ríkissjónvarpið, hefðu verið snyrtir til á dularfullan hátt fyrir útsendingu. Hins vegar benda aðrir vinir prestsins á stuðningsmenn Pamy- at, sem samtök æstra gyðingahat- ara. Þau hafa Iátið að sér kveða eft- ir að glasnost og perestroika gengu í garð. Menn fór ekki dult með að hann hefði horfið frá gyðingatrú til rússnesks rétttrúnaðar þó að hann hefði oft verið gagnrýndur fyrir þaö. Presturinn lét oft í sér heyra um Pamyat og vakti það mikla athygli. Hann átaldi það sem hann kailaði „smit rússnesks fasisma" sem stuðningsmenn Pamyat út- breiddu, og ásakaði háttsetta bisk- upa rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar fyrir að ráðast ekki nógu harkalega til gagnárásar. „Nærvera hans var eitur í beinum Pamyat," segir eitt sóknarbarna prestsins. „Hann var átrúnaðargoð þeirra sem vilja hleypa nýju lífi í rússneska menningu og árás á hann er árás á sjálfan lífsanda þeirrar hreyfingar." Lögregluyfirvöld hlusta ekki á sam- særiskenningar Samsæriskenningar eiga ekki upp á pallborðið hjá æðsta embættis- manninum í Zagorsk, sem stjórnar leitinni að morðingjanum. „Það liggja hreint engar sannanir fyrir um það að hann hafi óttast um líf sitt. Hann hafði það fyrir sið að brenna öll sendibréf sem hann fékk og hann sagði aldrei konu sinni né syni frá einhverjum morð- hótunum." Þessi lögreglustjóri hefur þá trú að morðinginn hafi verið þjófur, sem ekki hafi gert sér grein fyrir því hvern hann væri að drepa. Hann segir prestinn hafa verið í venjulegum fötum þegar á hann var ráðist. Hann álítur að hvarf tösku prestsins af morðstaðnum bendi til einfaldlega morðs og ráns. „Við höfum engar beinharðar sannanir fyrir því að þeir (Pamyat) hafi verið hér að verki,“ bætti hann við þó að hann yrði svo sem að við- urkenna um leið að hann og menn hans gætu ekki í fljótu bragði þekkt áhangendur samtakanna í Zagorsk. En orðrómurinn sem bendlar Pamyat við morð prestsins nægir til þess að fæla vitni frá því að gefa sig fram af ótta við hefndar- aðgerðir. „Barátta um Rúss- land er að hefjast“ Lögreglurannsóknin virðist þegar vera að renna út í sandinn. En við útför Menns ýjaði fulltrúi í borgar- ráði Moskvu að því að það kunni fljótlega að skipta litlu máli hver framdi morðið. „Guð er að reyna að segja okkur eitthvað með dauða hans. Barátta um Rússland er í þann veginn að hefjast, og eins og alltaf gerist í baráttu falla sumir á undan öðrum," sagði hann. Þetta eru ógnvekjandi hugsanir, en nú þegar Sovétríkin eru í miðri byltingu í annað sinn og spennan eykst, hafa sumir á tilfinningunni að morðið á Menn sé fyrirboði dimms tímabils í sögu perestrojku.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.