Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 12. október 1990 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verö i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fangi meirihlutans Málgögn Sjálfstæðisflokksins ganga nú eins og maður undir manns hönd að mótmæla þeim skiln- ingi sem Tíminn lagði í ræðu Þorsteins Pálssonar á fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í fyrri viku um af- stöðuna til Evrópubandlagsins. Það mundi engan gleðja fremur en höfund ritstjórnargreinar Tímans á þriðjudaginn, ef svo reyndist að Þorsteinn væri enn í hjarta sfnu í andófi gegn hugmyndum sam- flokksmanna sinna um nauðsyn aðildar að Evrópu- bandalaginu. En eftir ræðumennsku og röksemdafærslu Þor- steins á þessum umrædda fundi fer ekki milli mála, að forysta Sjálfstæðisflokksins er byrjuð að lýsa yfir uppgjöf sinni fyrir þeim öflum í flokknum og þeim valdastofnunum og samtökum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn reiðir sig á, sem vilja aðild að bandalag- inu. Þótt svo vilji til að Samtök fiskvinnslustöðva, sem var vettvangur ræðulistar Þorsteins Pálssonar að þessu sinni, hafi að vísu talið að aðild að EB sé „ekki á dagskrá", þá er aðildarhugmyndin eigi að síður á dagskrá innan Sjálfstæðisflokksins, hvort sem Þorsteini Pálssyni líkar það betur eða verr í hjarta sínu. Hins er ómögulegt að dyljast, jafnvel ekki þeim stjórnmálaandstæðingum hans sem fús- astir hafa verið til að unna honum sannmælis, að Þorsteinn Pálsson er orðinn fangi meirihlutans í Sjálfstæðisflokknum, sem vill að íslendingar gangi í Evrópubandalagið og undirbýr jarðveginn fyrir það markmið af lífi og sál. Það er skrýtinn fyrirsláttur hjá formanni Sjálfstæð- isflokksins, ef það er þá rétt haft eftir honum af þeim flokksmálgögnum hans sem tekið hafa að sér að út- skýra hvað hann meinti í ræðu sinni — að hann hafi verið að hvetja til umræðu um Evrópumál en ekki að segja nánar fyrir um afstöðu til þeirra. Þetta er fyrirsláttur vegna þess að Evrópumál eru þegar á fullu í þjóðfélagsumræðunni og hafa verið fyrirferðarmesta umræðuefni fjölmiðla, embættis- stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálamanna í a.m.k. tvö og hálft til þrjú ár og umræðurnar smám saman hnigið í eina átt: Að íslendingar standi frammi fyrir því að ganga í Evrópubandalagið eða tengjast því mjög náið eða „einangrast“ að öðrum kosti. Ef Þorsteinn Pálsson vill af einlægni marka tíma- mót í umræðum um Evrópumál, þá á hann að leit- ast við að stöðva þá örvæntingarvantrú á sjálfstæði íslands og fullveldi, sem uppgjafamennirnir allt í kringum hann eru að boða í nafni nýkapitalisma, tískubundinnar alþjóðahyggju og viðskiptanauð- synjar. Vel má vera að það sé Þorsteini um megn að snúa umræðunni við, og e.t.v. er það ekki á neins manns færi þegar til kastanna kemur. Þeir sem ætla að standast áróður tæknikratanna í Evrópuumræð- unni munu hins vegar sakna Þorsteins úr sínum hópi. En hann veit sjálfur hvað honum er fyrir bestu. GARRI Jón Óttar ákærir Fyrrverandi aöakigandi og stjómandi Stöftvar 2 skrifar fasta þætti í bliöarmálgagn AJþýftu- flokksins og augiýsir þar stíft aft hann sé aft skrifa bók um Stöð 2. Öliu merkiiegra er þó, aö hann ákærir Jón Olafsson í Skffunni fyrir aö blóðmjðika sjónvarpsstöö- ina. Jón Óttar Ragnarsson segir f þætti sínum f síðustu Pressu; „Ég orðaði þaft svo í gamni vift nokkra vini mína í janúar sl, þeg- ar ég heyröi hvernig hópur nýrra eigenda Stöftvar 2 var samsettur, aö nú heffti Guftmundur Garöars- son í bankaráöí Verslunarbankans gert mig aft lífverfti Als Capone. Grunaöi mig þó aldrei aft höfuft- paurinn í húpnum Og núverandi aivaldur á Stöft 2, Jón ólafsson í Skffunni, myndi ganga eins haricalega fram og raun ber vitni vift að blóömjóilra fyrirtíekið á jafnskömmum tíma. Veit ég iyrir víst aö flestum þeirra sem starfa með honum á Stöö 2 hrýs hugur við gegndar- lausri græögi hans og yfirgangi f fyrirtækinu. En ennþá láta þeir Jónka stýra gjörftum sínum og á meftan eru allir samsekir.“ Bankar í skotmálí Grein Jóns Óttars nefnist „Af- mæli í skugga Qármálaspillingar". Telur hann aö auftséft hafí verift að afmælift hafi verift háifdapurieg samkunda. Menn hafi verift stúrn- ir á því þingi og telur hann ástæft- una vera, aft Verslunarbanld ís- lands og íslandsbanki séu búnir aft gera Stöft 2 aft hreiöri fjármála- spUHngar eins eÖa örfárra hlut- hafa. Hvetur hann lögfræöing stöövarinnar og endurskoðanda til aö upplýsa ijármálatengsl Jóns Ólafssonar við Stöð 2. Komi þá ekki fram afdráttarlaus sannleikur býöst Jón Óttar tii að upplysa þjóöina um smáatriöi þess máls. Krefst hann þess að utvárpsréttar- nefnd skipti sér af málinu, þar sem ekki megi samkvæmt reglu- gerö útvarpsiaga blanda saman eigin ijárreiðum hluthafa og rekstri hlnna nýju Ijósvakafjöl- miöla. Hver sópar varin- helluna? Þetta eru f rauninni engar smá- ræftis ákærur, sem fyrrverandi sjónvarpsstjóri og aðaieigandi Stöftvar 2, lætur frá sér fara. Er auðséð á grein hans aö honum er mikift niöri fyrir, einkum út af Jónl Ólafssyni f Skífunni, sem te|ja verftur vaidamesta mann Stöðvar 2 um þessar mundtí. Verftur ekki séft hvaft Stöft 2 þoltí iengi ákærur af þessu tagi öftru- vísi en gera hreint fyrir sínum chTum. Varla vili stöftin iáta Jón Óttar gera hreint fyrir dyrum hennar, en því heíttí hann í greinninni komi ekki skilmerkiieg svör vift ákærunum. EfUr otöum Jóns Óttars aft dæma er Stöft 2 nú í hers hönd- um, og verftur ekki séft á þessari stimdu hvemig mál fara. Miðað vift áskrifendafjöida að stöftinni verftur ekki annaö séft en btýnt sé aft koma stöftinni á þurrt land, svo orka og athafntí i framtíftinni lendi ekki í tómum hjaðningavíg- um. Stöft 2 virftist ekki hafa nokkra tilburfti til aft bera hönd fýrir höfuft sér. Kannski er þaft vegna þess aft höfuftpaurinn, sem ákæröur er, fær engan tll aft taka upp hanskann fyrir sig. Lífvöróur A1 Capone Jón óttar spátí því aö árift 1990 verfti mesta tapár í sögu Stöftvar 2, þótt Páll Magnússon, skjól- stæftingur Jóns Olafssonar, full- yröi að stööin muni standa á núili um ánunótin. Af orftum Jóns Ótt- ars má draga þá ályktun aft hörm- ungum stöftvarinnar ætH seint aft linna. Ekki er iiftift ár frá því aft Jón Óttar varö sjálfur aft hrökld- ast frá stöðinni. Nú sakar hann viftskiptabanka stöftvarinnar, bæfti aft fnrau og nýju, um aö gera stöft- ina aft hreiöri fjármálaspillingar og tllkynnir aft bankaráftsmaftur hafi gert hann, þ.e. Jón Óttar, aft lífverfti Als Capooe. Þetta eru stór orft, sem væntanlega skýrast í ná- inni framtíð. Annaft tveggja þegar lögfræðingur stöftvarinnar eða endurskoðandi fara aö bera hönd fyrir höfuft sér, svo þeir verfti ekki taldtí samsekir, eða þegar bókin fræga kemur út með „allan sann- leikann" innbundinn. Stöft 2 hef- ur verift í umræftunní nokkuft lengi og virftist enginn endtí sjást framundan. Hin nýja og alvarlega ákæra Jóns Óttars dregur síöur en svo úr spegiasjónum um innri mál stöðvarinnar, þar sem tveir bankar, Skífuforstjdrinn, starfs- fóik og lögfræðingur og endur- skoftandi koma víð sögu. Garri 1 AF ERLENDUM VETTVANGI ::::' .. . ..:':. • . ’ :• Heath og ChambeHain Edward Heath, fyrrverandi forsæt- isráðherra Breta og formaður íhaldsflokksins á undan Margréti Thatcher, er kominn hátt á áttræð- isaldur, en lætur stundum í sér heyra um þau stórmál sem mest eru á döfinni. Honum er gjarnan brugðið um það að hann gangi gegn Thatcher af vafasömum per- sónulegum hvötum og láti stjórn- ast af gremju yfir því að hún hafi tekið öðruvísi á málum en hann gerði í sinni formannstíð. Hvað sem þessu líður er víst að breskir fjölmiðlar og greinahöf- undar gera ævinlega mikið mál úr orðum Heaths, ef hann segir skoð- un sína á dægurmálum og gera þá sem þeir geta til að sýna fram á skoðanamun hans og núverandi forsætisráðherra og flokksfor- manns íhaldsmanna. Er reynt að láta líta svo út að Heath noti hvert tækifæri til að auglýsa andstöðu sína við Thatcher og eigna honum vondar hvatir af því tilefni. Þeir sem lengst ganga bregða honum um hvatvíslega afstöðu og ótíma- bærar og rangar skoðanir. Samanburðarfræði Síðustu þrjár vikur hefur talsverð- ur fyrirgangur verið í bresku blöð- unum út af ummælum Heaths í sjónvarpsviðtali um miðjan sept- ember þar sem hann hvatti til þess að leitað yrði lausnar á Persaflóa- deilunni eftir diplómatískum leið- um ekki síður en með stríðshótun- um. Hafa ýmsir tekið þetta óstinnt upp fyrir honum og brugðið hon- um um að vilja Iáta undan árásar- stefnu Saddams íraksforseta og megi líkja við undanlátssemi Chamberlains við Adolf Hitler sem leitt hafi til þess að Hitler lagði undir sig hvert landið af öðru, allt fyrir andvaraleysi forystumanna lýðræðisþjóðanna. Heath hefur brugðist hart við öll- um slíkum samlíkingum á sér og Chamberlain og segir auk þess að margtugginn samanburður á Hitl- er og Saddam eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann segist vera sammála því að mæta eigi Saddam með hörðu, eins og gert hefur verið, en segist hins vegar heldur vilja taka mið af iausn Kúbudeilunnar 1962 en vísa til viðskipta Chamberlains við Hitler. Heldur hann því fram að engin hæfa sé í að líkja stöðu Saddams og veldis hans við stöðu Hitlers og Þýskalands á sinni tíð. Hann segir að írak sé ekki það herveldi né sá iðnaðarrisi sem Þýskaland var á síðari hluta fjórða áratugarins. Hins vegar segir hann að nú eigi menn að leita fordæma í því hvernig Kennedy Bandaríkjafor- seti brást við Kúbudeilunni, þegar hann leiddi Krútsjov fyrir sjónir að Sovétmenn gætu afturkallað ákvörðun sína um að koma fyrir kjarnorkueldflaugum á Kúbu án þess að bíða þann „álitshnekki“ sem þeir óttuðust í því sambandi. „Hví skyldum við ekki nú,“ segir Heath, „viðhafa sömu rök og forð- ast þau skelfilegu átök sem annars eru í vændum og verða að margra dómi enn verri en Víetnamstríð- ið?“ Skammt í öfgar Heath mótmælir því að hann sé að boða undanlátsstefnu, þótt hann hvetji til friðsamlegrar lausnar með samningum. Hann bendir á að á undanlátssemi og samningsvilja sé skýr eðlismunar. Undanlátssemi feli í sér siðferði- lega uppgjöf á að halda meginregi- um til streitu og vinna það til frið- arins, en samningaleiðin feli í sér möguleika til þess að ná árangri án þess að fórna neinu því sem meg- inmáii skiptir fyrir pólitíska æru og álit. Heath ver málstað sinn ýmsum fleiri rökum og segist eiga bandamann í Mitterand Frakk- landsforseta og jafnvel Bush for- seta Bandaríkjanna eins og hann hafi talað upp á síðkastið. Hvað sem annars má segja um skoðanamun sem fram hefur kom- ið um Persaflóadeiluna og afstöð- una til Saddams Hússein, sýna við- brögð við orðum Heaths hversu skammt er í öfgar og ásakanir um illar hvatir ef menn víkja frá ein- hverri kerfishugsun sem reynt er að búa til þegar leikurinn er sem séstastur. Fleiri og fleiri eru að komast á skoðun Heaths að íraks- deiluna verði að leysa með friði og samningum, og hjá því verði ekki komist að tengja hana við önnur óleyst deilumál í þessum heims- hluta. Slíkar hugmyndir byggjast ekki á neinni hlífð við yfirgangs- seggi á borð við Saddam Hússein, heldur þá nauðsyn sem það er öll- um heimi að komið verði á varan- legum stöðugleika í Austurlönd- um nær. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.