Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ 1990 Tíminn 13 Þökkum gott samstarf og yiðskipti á liðnum árum Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum - Reyðarfirði Borgarfirði - Seyðisfirði 'ársœlt komandiár leið og hún snýr sér frá gluggan- um, og það er íbyggin eftirvænt- ing í augnaráðinu. „Hljómurinn frá bjöllunni á dómhúsinu var svo kaldur og tær. Svo heyrðist enginn fugl syngja. Þeir eru farnir til heitu landanna, ójá. Æ, Buddy, hættu að maula þessa kexköku og sæktu kerruna okk- ar. Hjálpaðu mér að finna hatt- inn. Við þurfum að baka þrjátíu kökur.“ Þetta gerist alltaf með sama hætti: það rennur upp einhver nóvembermorgunn og líkt og hún sé að halda opinbera vígslu- athöfn í tilefni af því að tími jól- anna er genginn í garð, sem lyft- ir huga hennar á flug og er sem olía á funa hjarta hennar, lýsir vinkona mína yfir: „Það er jóla- kökuveður! Sæktu kerruna okk- ar. Hjálpaðu mér að finna hatt- inn.“ Svo finnst hatturinn, kringlótt- ur stráhattur með flauelsrósum, sem ótal útiverudagar eru búnir að upplita: hann var eitt sinn í eigu ættingja, sem betur tolldi í tískunni. Saman stýrum við kerrunni okkar, útjöskuðum barnavagni, niður eftir garðin- um og inn í þyrpingu af val- hnotutrjám. Ég á kerruna; það er að segja að hún var keypt handa mér, þegar ég fæddist. Hún er gerð úr tágum, sem tal- vert eru teknar að trosna og hjólin slangra út og inn, eins og hnén á drykkjumanni. En það má reiða sig á þennan grip. Á vorin förum við með hana út í skógana og fyllum hana af blóm- um, ýmsum jurtum og villi- burkna, sem við setjum í kerin á veröndinni. Á sumrin hlöðum við hana nesti og veiðistöngum úr bambus og skröltum með hana niður á lækjarbakka. Einn- ig á vetrum hefur hún hlutverki að gegna: Þá verður hún að flutningavagni sem flytur brenni utan úr garðinum inn í eldhús og er hlýtt rúm handa Queenie. Queenie er litli, vaski, guli og hvíti völskuhunduinn okkar, en hún hefur lifað af hundafár og tvö skröltormsbit. Queenie skokkar við hliðina á vagninum núna. Þrem tímum seinna erum við aftur í eldhúsinu og erum að brjóta skurnið utan af stærðar vagnhlassi af valhnetum sem vindurinn hefur feykt til jarðar. Okkur verkjar í bakið eftir að hafa tínt þær upp: mikið var erf- itt að fmna þær (meginhlutinn af þeim hafði verið hristur af trjánum og seldur af eigendum trjágarðsins, en við erum ekki þeir) innan um laufið sem huldi þær og hrímað grasið, sem villti um fyrlr okkur. Krakkl! Glaðleg- ur brestur, vottur af örlítilli þrumu kveður við, þegar skurn- ið brestur og bingurinn gullni af sætum, fitukenndum og ffla- beinshvítum kjörnum hækkar í mjólkurlitu skálinni. Queenie sníkir að fá að smakka og af og til stingur vinkona mín agnar- litlu upp í sig, þótt hún fullyrði að við megum alls ekki við því. „Við megum ekki gera þetta, Buddy. Ef við byrjum, þá getum við ekki hætt. Þetta er varla nóg samt. í þrjátíu kökur.“ Það er tekið að dimma í eldhúsinu. Rökkrið gerir gluggann að spegli: spegilmyndir okkar renna saman við tunglið sem er að koma upp, þarna sem við sitj- um að vinnu okkar við arininn við arinbjarmann. Seint og um síðir, þegar tunglið er komið hátt á loft, fleygjum við síðasta skurninu í eldinn og andvörpum bæði í einu meðan við horfum á það brenna. Kerran er tóm, skál- in er barmafull. Við borðum kvöldmatinn (kald- ar kexkökur, flesk, berjasultu) o skeggræðum morgundaginn. morgun hefst sú vinna sem ég hef mestar mætur á. Kirsiber og súkkat, engifer og vanilla og nið- ursoðinn ananas frá Hawaii, kanill og rúsínur, valhnetur og viskí og að hugsa sér — heil ókjör af hveiti og smjöri og öll þessi egg, kryddjurtir og bragð- efni: Ja, við verðum að fá lítinn hest til þess að draga kerruna heim. En áður en af þessum innkaup- um getur orðið þarf að huga að fjármálunum. Peningar. Hvor- ugt okkar á neina. Nema þá ein- hverja lúsarögn sem fólk í hús- inu lætur af hendi rakna endr- um og eins (tíu sent eru talin stórfé). Eða þá það sem við öfl- um með margvíslegri starfsemi. Við höldum flóamarkað og selj- um fötur með brómberjum, sem við sjálf höfum tínt, krukkur með heimalagaðri sultu og epla- mauki og niðursoðnum ferskj- um og leitum blóma til nota við brúðkaup og jarðarfarir. Einu sinni unnum við fimm dali, sem voru sjötugustu og níundu verð- laun í landsliðsgetspánni. Ekki svo að skilja að við berum minnsta skynbragð á fótbolta. Við tökum bara þátt í hverri þeirri keppni sem við fréttum af: Um þessar mundir eru vonir okkar bundnar við fimmtíu þús- und dala fyrstu verðlaunin, sem bjóðast fyrir nafn á nýrri kaffi- tegund. (Við stungum upp á F.H. og eftir nokkurt hik, því vinkona mín hélt að það gæti þótt guð- last, kjörorðinu „F.H.! — Halle- lújá!“). En satt að segja var eina reglulega ábatasama fjáröflunar- leið okkar Skemmti- og skrímslasafnið sem við settum upp í viðarskýlinu í bakgarðin- um fyrir tveimur sumrum. Skemmtunin var myndakíkir TRUMAN CAPOTE TVuman Capote (1925-1984) fæddist (New Orleans og ólst upp (suðurríkjum Bandaríkj- anna. Hann varð heimskunnur rithófundur aðeins 23 ára að aldri fyrir skáldsöguna „Other Voices, Other Rooms" og taldist til fremstu bandarískra höfunda um sfna daga. Mesta at- hygli af verkum hans hafa vakið heimilda- skáldsagan „Með köldu blóði" (In Cold Blood), sem komið hefur út á fslensku og „Breakfast at Tiffany’s". Capote var frábær smásagnahöf- undur og er sagan .Jólaminning" (Christmas Memory) dæmi um það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.