Tíminn - 19.02.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.02.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Sprengjur á járnbrautarstöðvum í London: Einn maöur lést og a.m.k. 38 særöust Einn maður lést og a.m.k. 38 særðust og sumir mjög alvarlega þegar sprengjur sprungu á tveimur járnbrautarstöðvum í Lond- on í gærmorgun. Sú fyrri sprakk í Paddingtonstöðinni en hún olli engu manntjóni og litlum skemmdum. Sú síðari sprakk í Viktoríustöðinni á háannatímanum og hafði fyrrgreindar afleið- ingar í fÖr með sér. Yfirgnæfandi líkur voru taldar fyrir því að írski lýðveldisherínn (IRA) hefði komið sprengjunum fyrir, en enginn hafði lýst yfir ábyrgð sinni á sprengjunum þegar blaðið fór í prentun. Eftir seinni sprenginguna var öllum aðaljárnbrautarstöðvunum í London, fjórtán talsins, lokað og lögreglan leitaði að fleiri sprengj- um. Talsmaður Bresku járnbraut- anna sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem allar aðaljárnbrautar- stöðvarnar væru lokaðar á sama tíma. Þetta hefði ekki einu sinni gerst í seinni heimsstyrjöldinni í loftárásum Þjóðverja á borgina. Um hálf milljón manns mun hafa orðið fyrir truflunum vegna þessa. Eftir fyrri sprenginguna var hringt í Umferðarmiðstöð Lúnd- una og maður, sem sagðist vera í írska lýðveldishernum (IRA), var- aði við sprengingum. Haft var um- svifalaust samband við lögregl- una, en ekki vannst tími til að Viðræður milli Sovétmanna, (raka og frana: Sovétmenn leggja bregðast við áður en seinni sprengjan sprakk. Yfirmaður hjá Scotland Yard sagði að maðurinn sem hringdi hefði sagt að sprengj- urnar (fleirtala) mundu springa eftir 45 mínútur. Hann sagði að þetta benti til að fyrri sprengjan hefði sprungið fyrr heldur en hún átti að gera. Lögreglan var að leita að sprengj- um í Viktoríustöðinni þegar sprengjan sprakk þar. Talsmaður lögreglunnar sagði að þeir hefðu ekki ákveðið að loka stöðvunum eftir viðvörunarsímtalið. Hann sagði að á þeim þremur klst., sem liðu frá fyrri sprengingunni þar til sprengjan sprakk í Viktoríustöð- inni, hefði sex sinnum verið hringt til stöðvarinnar og tilkynnt um að sprengju hefði verið komið þar fyrir. Reuter-SÞJ Skæruliðar á Sri Lanka: Fella 44 hermenn Skæruliðasveitir Tamfla veittu stjómarhermönnum launsátur á sunnudag og drápu 44 og særðu 8, samkvæmt upplýsingum frá stjómarhemum. Tamílar eru 2.5 milljónir af 16 milljónum íbúum Sri Lanka og skæruliðar saka stjórnvöld um að beita þá misrétti. Þeir hafa barist fyrir sjálfstæðu landi Tamíla á norðurhluta eyjunnar síðan árið 1983, en þetta er mannskæðasta árás þeirra til þessa. Vopnahlé var gert í byrjun ársins 1989 og teknar upp friðarviðræður, en í júní á sein- asta ári hófust bardagar aftur og síðan þá hafa 3.500 manns látið líf- ið. Atburðirnir á sunnudag gerðust með þeim hætti að tvær flokks- deildir stjórnarhermanna gerðu árás á skæruliða án árangurs og á leiðinni til baka sátu um 200 skæruliðar fyrir þeim og stráfelldu flokksdeildirnar. Einungis þrír her- menn komust undan. í síðustu viku bauðst Premadasa, forseti Sri Lanka, að taka að nýju upp friðarviðræður við skæruliða Tamíla, en með því skilyrði að þeir legðu niður vopn. Skæruliðar segj- ast reiðubúnir til friðarviðræðna, en án allra skilyrða. Reuter-SÞJ fram tillögur Tareq Aziz, utanríkisráð- herra Iraks, átti í gær við- ræður við Alexander Bessm- ertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Gorbat- sjov, forseta Sovétríkjanna í Moskvu. Þar lögðu Sovét- menn fram tillögur sínar til um að binda enda á stríðið, en hvorugur viðræðuaðila sögðu í hverju þær fælust. Sovétmenn sögðu þó að þær hvikuðu hvergi frá fyrri yfir- lýsingum þeirra. Eftir viðræðurnar við sovéska ráðamenn fór Aziz aftur til Teher- an, en þar mun hann eiga viðræður við Rafsanjani, forseta Irans, í dag. í gær lýsti Rafsanjani yfir bjartsýni sinni á að endalok stríðsins væru í nánd. Eftir viðræðurnar við Rafs- anjani er búist við að Aziz fari til Bagdad til að kynna Saddam árang- ur ferðar sinnar. Miklar vonir eru bundnar við frumkvæði Sovétmanna. Margir telja Sovétmenn, sem voru banda- menn íraka áður en baráttan um Kúvæt hófst og hafa útvegað þeim flest þau vopn sem þeir beita nú, geta haft áhrif á Saddam Hussein. Margir arabískir stjórnarerindrek- ar í Moskvu telja að Saddam geti átt það til að semja við Sovétmenn og/eða írani til að bjarga sér út úr þeirri klípu sem hann er í, en bandarískir hershöfðingjar segjast hafa eytt um 35% af styrkleika íraska hersins og sókn landhersins vofir nú yfir. Þá eru óbreyttir borg- arar í írak illa haldnir eftir stöðug- ar loftárásir bandamanna. Bush Bandaríkjaforseti sagðist vera ánægður með tilraunir Gor- batsjovs. „Gorbatsjov forseti gerir allt sem í hans veldi stendur til að binda enda á þessi átök,“ sagði Bush. Sovéska fréttastofan Tass hafði eftir bandarískum embættis- mönnum í gær að Gorbatsjov Sov- étforseti hefði sent Bush Banda- ríkjaforseta bréf í gær og beðið Tekst friðarverðlaunahafa Nóbels að koma á friði við Persaflóa? hann um að fresta sókn landhers- ins þangað til hann hefði talað við Aziz. Þetta fékkst ekki staðfest í Moskvu. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að þeir héldu aðgerðunum við Flóann áfram, þrátt fyrir viðræður Sovétmanna við íraka. Talsmaður Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, var varfærinn í svörum sínum um viðræður Sovétmanna og íraka. Hann sagði að þeir hefðu ekki fengið nákvæmar upplýsingar um gang og niðurstöður viðræðnanna. Herskip rekast á tundurdufl Tvö bandarísk herskip á Persaflóa rákust á tundurdufl í fyrrinótt, að sögn bandarískra embættismanna innan hersins. Þetta voru skipið Tripoli og beiti- skipið Princeton, en þau munu verða í eldlínunni ef flotinn reynir Iandgöngu. Ekki urðu miklar skemmdir á skipunum. Áhöfn þeirra er samtals um eitt þúsund manns, flestir landgönguliðar. Þetta er í fyrsta sinn sem herskip bandamanna rekast á tundurdufl í Flóanum síðan írakar réðust inn í Kúvæt þann 2. ágúst. írakar hafa verið iðnir við að leggja tundurdufl til að verjast innrás í Kúvæt af sjó. Þá er einnig mikið um dufl sem lögð voru í stríðinu milli íraka og írana. Bandamenn segjast ekki vita hvort þeir séu enn að leggja dufl en þeir hafa sökkt eða skemmt flest tundurduflaskip íraka frá því að „Eyðimerkurstormurinn" hófst 17. janúar. Ef landgönguliðar eiga að sækja inn í Kúvæt frá sjó virðist nauðsyn- legt að gera tundurduflin óvirk. Fimm fullkomnir breskir tund- urduflaslæðarar, af gerðinni Tup- perware Taskforce, eru líklegir til að stjórna slíkri aðgerð, en þeir eru fullkomnustu slæðararnir sem bandamenn ráða yfir. Þeir eru nú á leiðinni til Persaflóa, en áhafnir skipanna hafa nýlokið margra mánaða þjálfun. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit MOSKVA - Gorbatsjov Sovét- forseti kynnti fyrir Tareq Aziz, ut- anrikisráðherra Iraks, tillögur Sovétmanna um að binda enda á Persaflóastríðíð. Talsmaöur Gor- batsjovs sagöi að viðraeðumar viö Aziz hefðu verið mjög upplýs- andi og Aziz ætlaði að kynna til- lögur Sovétmanna fyrir Saddam. Aziz fór til Teheran í gær og mun í dag eiga viðræður við Rafsanjani, forseta Irans. NIKÓSÍA - Rafsanjani, forseti Ir- ans, sagði i gær að likur á að hægt væri að binda enda á átokin við Flóann á friðsamlegan máta hefðu aukist eftir að írakar hefðu gefiö jákvæð svör við friðartillög- um hans. WASHINGTON - Bandaríkja- menn halda áfram hemaðaraö- gerðunum við Persaflóa, þrátt fyr- ir tilraunir Gorbatsjovs til að binda enda á átökin á friðsamlegan máta, að sögn bandaríska varn- armálaráðuneytisins. LONDON - Sprengjur sprungu í tveimur aðaljárnbrautarstöðvum í London I gærmeð þeim afleiðing- um aö einn maður lét llfiö og a.m.k. 38 særðust. Innanrfkisráö- herrann, Kenneth Baker, sagði að frski lýðveldisherinn (IRA) bæri líklega ábyrgð á verknaðinum. DHAHRAN, Saudi-Arabíu - Fréttamenn eru bálreiðir yfir því að fá ekki fullnægjandl upplýsing- ar um gang átakanna við Persa- flóa og hótuðu þvf að fara til víg- stöðvanna á eigin vegum. Nokkr- ar ferðir hafa verið famar með fréttamenn á vígstöðvamar, en bandariskir og breskir fréttamenn hafa næstum eingöngu fengiö slík tækifæri. VÍN - Hundruð albanskra stúd- enta undirbjuggu hungurverkfall I gær til að mótmæla því að eini háskóli landsins sé kenndur við fyrrverandi leiðtoga landsins, En- ver Hoxha. MOSKVA - Sovéski herinn tók með vopnavaldi eina af bæki- stöðvum óopinbers þjóðvaröliðs í Georgíu i gær. Leiðtogi þjóðvarð- liðsins sakaði forseta lýðveldisins um að eiga aðiid að aðgerðinni. MANILLA - Þrjátíu og fjórir léf- ust í bardögum milii skæruliða kommúnista og stjómarhersins á Filippseyjum um helgina, að sögn talsmanns stjómarhersins. Reuter-SÞJ Georgía, Sovétríkjunum: Herinn tekur bæki- stöövar þjóðvarðliðs Sovéski herinn réðst á bækistöðv- ar óopinbers þjóðvarðliðs í Georgíu í gær. Landgönguliðar, skriðdrekar og bryndrekar brutu þjóðvarðliða á bak aftur og hertóku bækistöð þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem sovéski herinn leggur til atlögu við sjálfskipaða þjóðvarðliða í Georgíu, en þeir tóku upp vopn fyrir tveimur árum þegar mikil þjóðemisólga blossaði upp í Iýðveldinu. Um þrjátíu þjóðvarðliðar voru í bækistöðinni þegar herinn gerði árásina, en þrír skriðdrekar og tíu bryndrekar munu hafa tekið þátt í árásinni. Leiðtogi þjóðvarðliðsins sagði í viðtali fyrir nokkrum dögum að hann gæti fjölgað í liði sínu um 6 þúsund manns á innan við átta klst. í gær sakaði hann forseta lýðveldis- ins um að eiga aðild að árás hersins. Margir þjóðfrelsissinnar í Georgíu viðurkenna ekki þjóðvarðliðið og hafa sagt að það lúti stjórninni í Kreml og fái vopn sín þaðan. Þeir segja að tilgangur þess sé að valda vandræðum í lýðveldinu. Georgíubúar hafa á undanförnum vikum lýst yfir áhyggjum sínum yfir mögulegum aðgerðum hersins í Ge- orgíu. Otti þeirra kom til vegna at- burðanna í Eystrasaltsríkjunum. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.