Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 5. mars 1991 KVIKMYNDIR IIMIIIMIII inÁfAlé - ' m ú fljlUieK Menn og köngulær Arachnophobia ★★★ Aðalhlutverk: Jeff Daniels (Ragtime, Purple Rose of Cairo), Harley Jane Kozac (When Harry Met Sally, Parenthood), John Goodman (Sea of Love, Always, Ra- ising Arizona). Leikstjóri: Frank Marshall. Framleiðandi: Steven Spielberg. Sýnd í Bíóhöllinni. Bönnuð innan 14 ára. Margir þekkja það að vera hræddir við köngulær og mun þetta vera ein algengasta taugaveiklun sem fyrir- finnst hjá mannkyninu nú á dög- um. Þessar litlu áttfættu verur sem búa í hverju skúmi og skoti, hrella húsmæður um allan bæ, eru flestar eins meinlausar og mest getur orð- ið. Bíóhöllin býður nú upp á spennumynd af bestu gerð sem fékk mig til að svitna og endur- skoða afstöðu mína til þessara skepna. Sagan segir frá leiðangri inn í frumskóga Venesúela sem hef- ur það markmið að safna saman sýnishornum af alls kyns skordýr- um til nánari rannsóknar. Þarna finnst áður óþekkt köngulóarteg- und sem fyrir slysni kemst alla leið inn í smábæ í Kaliforníu og hrellir þar íbúa. Ross Jennings (Jeff Dani- els) er nýfluttur ásamt fjölskyldu sinni þangað og hefur í hyggju að taka við starfi gamla bæjarlæknis- ins, en spilin snúast í höndum hans og annað og erfiðara starf bíður hans. Steven Spielberg er framleiðandi myndarinnar, hans gæðastimpill svífur yfir vötnum og munar um minna. Til þess að hún yrði raun- verulegri skapaði hann þvílíkar sviðsmyndir að Ieitun er á öðru eins og nefni ég dæmi um það fossafall sem er það tignarlegasta sem ég hef augum litið. Frank Marshall hefur skapað mjög skemmtilega mynd og segist hann sjálfur hafa tileinkað sér stemmn- Fræknir félagar Memphis Belle ★★★ Aöalhlutverk: Matthew Modine (Pacific Heights), Eric Stoltz (Mask, Some Kind of Wonderful), Sean Astin (Staying Together), Billy Zane (Dead Calm). Leikstjóri: Michael Caton-Jones. Framleióandi: David Puttnam. Sýnd í Bíóborginni. Bíóborgin sýnir myndina Memp- his Belle og ekki verður annað sagt en að hún hafi komið mér skemmtilega á óvart. Þarna er sagt frá áhöfn á B- 17 flugvélinni Memphis Belle, sem saman stend- ur af ungum, hugdjörfum ævin- týramönnum sem eru um það bil að verða þeir bestu í hópi banda- manna. Þegar ég settist niður, bjóst ég við enn einni Top Gun eft- irhermunni, en mér til mikillar ánægju var það víðs fjarri. Þetta er fyrst og fremst saga sem segir frá félögum og vinum þar sem staða einstaklingsins innan hersins er í brennidepli. Ádeilan er aldrei langt undan og þegar myndin hefur runnið sitt skeið vaknar óneitan- lega upp sú gamalgróna spurning hver sé tilgangurinn með þessu öllu og hví menn heyja stríð. Myndin sjálf nær hápunkti þegar áhöfnin er send í sinn síðasta leið- angur sem í leiðinni er sá hættu- mesti, en þá sögu er ekki vert að rekja meira að sinni. Memphis Belle er byggð á raunverulegum at- burðum úr lífi Williams Wyler sem gegndi herþjónustu í liði banda- manna í síðari heimsstyrjöldinni. Fjörutíu árum seinna ákvað dóttir hans að gera kvikmynd eftir dag- bók hans og fékk til liðs við sig David Puttnam til þess að fram- leiða hana. Michael Caton-Jones, leikstjóra myndarinnar, tekst hér mjög vel upp, rétt eins og í nýlegri inguna sem Alfred Hitchcock náði að skapa með myndum á borð við Vertigo og The Birds. Marshall tekst þarna að skapa spennumynd sem í raun er ekki bara spennu- mynd þar sem allt snýst um eitt- hvert visst atriði, heldur tekst hon- um að búa til sjálfstæða mynd inn- an spennumyndarinnar sem segir frá lækni sem er í atvinnuleit og samskiptum hans við nágranna og nýja vini. Aðdáendur jafnt spennu- sem hryllingsmynda fá þarna mynd sem fer ótroðnar slóðir og tekst að magna upp þann stigvaxandi skjálfta sem krafist er. Jeff Daniels fer með hlutverk læknisins sem þjáist af köngulóarhræðslu og tekst það prýðisvel. Vert er að geta að John Goodman leikur meindýra- eyði sem á í baráttu við ógnvaldinn og er oft spaugilegt að fylgjastrneð hans aðferðum. ÁHK. ARACHNOPHÖBIA Úr öskunni í eldinn Look Who’s Talking Too ★ Aöalhlutverk: John TVavolta (The Ex- perts, Greasc, BIow out), Kirstie Alley, Lome Sussman, Megan Milner. Leikstjóri: Amy Heckeriing. Framleiðandi: Jonathan D. Krane. Sýnd í Stjömubíó. Þegar gera á framhaldsmynd eru nokkrir hlutir sem þarf að hyggja að áður en hafist er handa. í fyrsta lagi er oft betra að fyrri myndin hafi gengið sæmilega og að efnisþráður- inn bjóði upp á að spunnið sé áfram, ásamt nýrri persónusköpun þar sem ný viðhorf koma fram. Þegar tekið hefur verið ákvörðun um að gera framhald af Pottormi í pabba- leit hafa ýmis atriði verið grand- skoðuð og reynt að skjóta inn nýj- um persónum til þess að færa líf í myndina. Einu virðast framleiðend- ur myndarinnar þó alveg hafa gleymt og er það ekki ómerkari hlutur heldur en sjálfur söguþráð- urinn, sem hingað til hefur verið bráðnauðsynlegur til þess að gera bíómynd sem horfandi er á. Nú þeg- ar til sögunnar er komið, hefur fjölgað í fjölskyldunni og litla syst- irin Julie er komin til sögunnar og virðist hafa það eitt fyrir stafni að hrella stóra bróður sem áður hafði verið aðalpersóna fyrri myndarinn- ar. En lítið annað er hægt að segja um hvað myndin fjallar, því sögu- þráður er varla til staðar, eins og áð- ur var sagt. Myndin er í alla staði leiðinleg og það eina sem vekur kát- ínu er lífsgleði Julie sem Roseanne Barr talar fyrir. Travolta, sem hefur heldur verið að færast upp á við síð- ustu ár eftir margra ára dvöl í eymd atvinnuleysis, leikur hér persónu sem hann skóp í fyrri myndinni, en lítið fer fyrir leik, því hans tilgangur er ekki fullmótaður frekar en ann- arra leikara, sem minna mig helst á fólk sem ekkert hefur fyrir stafni. Vonandi vex metnaður Amy Hec- kerling og komi í veg fyrir að hann sendi frá sér annað hroðaverk eins og þetta. ÁHK. mynd hans Scandal. Hann vinnur þannig með sögulega atburði að þegar gamla B-17 vélin var í sinni seinustu ferð var eins og maður væri sjálfur kominn um borð, slíkt var handbragð hans. Sannfærandi leikur og skemmtileg leikstjórn Michaels Caton-Jones ásamt fanta- góðum flugatriðum eiga heiðurinn af kvöldstund sem þessari og bíð ég spenntur eftir hans næstu mynd. ÁHK. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i Roykjavík 1. til 7. mars er í Arbæjarapóteki, og Laugamesapóteki. Það apótek sem fyrr er netht annast eitt vörsluna fra kl. 2Z00 aö kvöidi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar í sima18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörður Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar í sfmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvorl að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. A helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Apótek Keflavikur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö í hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins eropið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fýrir Reykjavík, Seitjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapant- anir i sima 21230. Bongarspitalinn vaktfrá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar i sim- svara 18888. Ónæmisaögenöir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Roykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Sdtjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garóabæn Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er í sima 51100. Hafriarflötður Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur. Heilsugæslan er opin 8 00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrirfeður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspítalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafharbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Hcilsuvcmdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 til kl. 13.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraös og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregla Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan sími 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur. Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Hafnarljörðun Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Kefiavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar. Lögreglan, sími 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 22222. fsaQöröur: Lögreglan simi 4222, slökkviliö sími 3300, brunasími og sjúkrabifreiö sími 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.