Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 3
Laugardagúr 16. mars 1991 Tíminn 3 Ríkissaksóknari fékk 123 mál til meðferðar sem varða kynferðislegt ofbeldi gegn börnum: Ákært var í innan við helmingi mála Frá árínu 1980-1990 bárust ríkissaksóknara 123 kærur vegna kynferðisafbrota gagnvart börnum yngri en 16 ára. Flest voru málin árið 1980, eða 21, en fæst hafa þau verið síðustu ár. Árið 1987 voru þau fjögur, árið 1988 tvö, árið 1989 fjögur og 1990 ellefu. Hin árin var fjöldi mála 11-15 á ári. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Björk Vilhelmsdóttir, starfsmaður Stígamóta, samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, var spurð hvort að aukin umræða á síðustu árum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, væri skýringin á því að kærum hefur fækkað. Björk sagði að aukin umræða um þessi mál hefði orðið þolendum kynferðislegs ofbeldis til góðs. Hún sagðist hins vegar efast um að þær tölur sem koma fram í svarinu væru fullkom- lega réttar. Samkvæmt skrá samtak- anna hefðu árið 1989 borist 17 kær- ur til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, þar af hefðu 13 verið send- ar til ríkissaksóknara. Samkvæmt sömu skrá komu 18 mál til Rann- sóknarlögreglu ríkisins í fyrra, en 13 voru send til ríkissaksóknara. Björk sagðist hafa óskað eftir skýr- ingum á þessum mismun hjá emb- ætti ríkissaksóknara, en svör hefðu ekki borist enn. Af þeim 112 málum sem ríkissak- sóknari fékk til meðferðar á árunum 1980-1989 var ákært í aðeins 49 og dómur féll í 47 málum, en í tveimur tilfellum létust hinir ákærðu áður en dómur féll. Dómsátt var gerð í 41 máli og 22 mál voru felld niður. Björk sagði að miklu meira væri um kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um en lesa mætti út úr svarinu. Mörg mál væru alls ekki kærð, eink- um ef sá sem verknaðinn framdi væri ættingi barnsins. Björk sagði að í meirihluti af þeim málum sem gengju til dómstóla væri það óskyld- ur aðili sem fremdi ofbeldið. -EÓ Atak hf. ræður sér framkvæmdastjórá Þórir Jón Asmundsson, véltækni- leggja fram meira rekstrarfé. Að fræðingur frá Akureyri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Átaks hf., félags um nýsköpun í atvinnumál- um á Sauðárkróki. Starfið er til tveggja ára. Þórir hefur störf í byrj- un maí. Það eru 42 fyrirtæki á Sauðárkróki sem standa að Átaki hf. Þau eiga öll jafna hluti, en stærri fyrirtækin sögn Guðmundar Guðmundssonar, stjórnarformanns Átaks hf., er þegar unnið að ýmsum hugmyndum. Sú vinna kemst þó ekki í fullan gang fyrr en Þórir hefur störf. Ef vel geng- ur, verður starfi Átaks hf. haldið áfram. Ávörðun um það verður þó ekki tekin fyrr en að tveggja ára reynslutíma íiðnum. -aá. HEILSUVIKA var haldin í Lækjaskóla í Hafnarfirði vikuna 11. til 15. mars og að auki í tveim öðrum skólum á landinu. f þessari heilsu- viku var stundatafla nemenda í 5.-7.bekk brotin upp og þess f stað lögð áhersla á morgunmat, hreyfingu og heilbrigði. Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðhenra heimsótti nemendur í Lækjaskóla í vikunni af þessu tilefni eins og sjá má á meöfylgjandi mynd. MyndiFP Sinfóníuhljómsveitin veitir: Starfslaun til tónskálda Sínfóníuhljómsveit íslands hefur ákveðið að veita tónskáldunum Áskeli Mássyni og Hauki Tómassyni starfslaun til tónsmíða í þrjá mánuði hvorum. Hljómsveitin auglýsti fyrir skömmu eftir umsóknum um starfs- laun til tónsmíða í þágu hljómsveit- arinnar í samræmi við 6. grein laga um hljómsveitina. Að þessu sinni var ákveðið að skipta starfslaununum í tvennt og veita hvoru tónskáldi þriggja mánaða starfslaun. Áskeli Mássyni til að semja verk fyrir strengjasveit sem tileinkað verður Sinfóníuhljóm- sveitinni og Hauki Tómassyni til að semja verk fyrir hljómsveit með hefðbundinni hljóðfæraskipan. Með svartan blett á tungunni, er heiti greinar sem nýsleginn riddari tnálhreinsunar skrifar í málumvöndunarblaðið Mogga. Jón Óttar Ragnarsson veður gunnreifur fram á ritvöllinn og er búinn að finna sér hreina mey að berjast fyrir og verja, og er það íslensk tunga. Hún ein getur bjargað menningu okkar frá gleymsku, segir stoínandi fjöl- miðils sem gusar enskri tungu í ómældum skömmtum yflr varn- arlausan iandslýð. Herhvöt hans en „í þeirri sókn sem framundan er — og ein get- ur bjargað menningu okkar frá gleymsku — verður íslenskan okkar beittasta sverð og glæst- asti gunnfáni. Þann fána eigum við að draga hátt á hún þegar samruni Evrópu vofir yfir.“ Þetta drcgur Moggi út úr grein- inni og bírtir stórt og feltt og varar sig ekki á málblóminu fremur en skrúðmæltur heima- varnarliðsmaður íslenskunnar. Það er f lagi að sveifla sverði og veifa gunnfána, en undarlegur er sá fánaburður ef fáninn er hafð- ur á húni. Ættu nú málhrcinsunarmenn að virða fána á stöng fyrir sér. Ef þeir vita ekki hvað húnn á stöng er ættu þeir að spyrja einhvern sér fróðari. Tii þessa hefur þótt duga að draga fána að húni og að láta fána biakta við hún. Það getur alla hent að verða fótaskortur á tungunni. En þeg- ar glæstir riddarar tungunnar sameina krafta sfna með þeim Moggamönnum tii að til að munda sverð og sveifla gunnfán- um til vamar ísienskri tungu fer betur á því að þeir kunni með stílvopnin að fara. ,Al>IU l'OS'l'LIDAUUIt lb. MAU/ Jón Óttar Ragnarsson „íþeirri sóknsem framundan er — og ein getur bjargað menn- ingu okkar frá gleymsku - verður ís- lenskan okkar beittasta sverð og glæstasti gunnfáni. Þann fána ^ eigum við að draga hatt á hún nú þegar samruni Evrópu vofir yfir.“ Verðlaunahafamir f flokkunum sjö, f.v.: Einar Ólafsson, Pjetur Sigurðsson, Júlíus Sigurjónsson, Páll Stefáns- son, Ragnar Axelsson, Kristján G. Amgrímsson, og Sigurþór Hallbjömsson. Fréttamynd ársins er á milli þeirra. Blaðaljósmyndasýning opnuð í gær og fréttaljósmynd ársins valin: „Byssumaður handtekinn“ Myndin Byssumaður handtekinn var valin fréttamynd ársins 1990, en sýning á blaða- og fréttamyndum var opnuð í Listasafni ASÍ í gær. Höfundur myndarinnar er Júlíus Sigurjónsson, Ijósmyndari á Morg- unblaðinu. Pjetur Sigurðsson, Ijós- myndari á Tímanum, gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki spaugmynda með mynd sinni Erótík og segir í niðurstöðu dómnefndar að Pjetur hafi næmt auga fyrir því kímilega í tilverunni. Auk þess voru afhent verðlaun í fimm öðrum flokkum. í opnum flokki sigraði mynd Ragnars Axels- sonar, Ijósmyndara á Morgunblað- inu, en hún ber nafnið Fyrsti vetrar- dagur. Sigurþór Hallbjörnsson, ljós- myndari á Pressunni, sigraði í portr- ett flokki með mynd af Hallgrími Helgasyni listamanni. Einar Ólason, ljósmyndari á Alþýðublaðinu, sigr- aði í flokknum daglegt líf, með mynd af borgarstjóranum í Reykja- vík frá óvæntu sjónarhorni. Mynd- röð Kristjáns G. Arngrímssonar, „Okkar maður", Pjetur Sigurðsson Ijósmyndari á Tímanum, við mynd sína „Erótík" sem hlaut verðlaun í spaugilega flokknum. Tímamyndir Ami Bjama ljósmyndara á Morgunblaðinu, af Karmelsystrunum sigraði í flokki myndraða og myndin Leikfimi í Laugardal sigraði í fiokki íþrótta en höfundur hennar er Páll Stefánsson, Ijósmyndari á Iceland Review. 21 ljósmyndari í Samtökum blaða- og fréttaljósmyndara á myndir á sýn- ingunni. Hún verður opin til 24. mars nk. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.