Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. apríl 1991 Tíminn 5 20 ár frá heim- komu handritanna Síðastliðinn sunnudag voru liðin rétt 20 ár frá því fyrstu íslensku handritin komu til landsins eftir langa útivist í Danmörku. „Eftir þessi 20 ár er mér efst í huga þakk- íæti til Dana að þeir skyldu, á sín- um tíma, afhenda okkur handrit- in,“ sagði Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Ámastofnunar, í sam- tali við Tímann í gær. Það var 21. apríl 1971 sem danska varðskipið Vædderen kom hingað til lands með Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddukvæða. Síðan þá hafa önnur handrit verið að berast hing- að jafnt og þétt og nú er meginþorr- inn kominn. Samkvæmt sáttmála við Dani frá 1971 á skilum á hand- ritunum að vera lokið árið 1996 eða 25 árum frá fullgildingu sáttmálans. íslendingar fá nærri 2000 handrit, ýmist heil eða í brotum og eru 4/5 hlutar þess komnir. Nokkuð verður þó eftir af handritum í Árnasafni í Kaupmannahöfn en bróðurpartur- inn kemur hingað heim. Barátta íslendinga fyrir að fá hand- ritin heim var löng og ströng. Upp- haflega voru þau í eigu Árna Magn- ússonar handritasafnara en á bana- beði ánafnaði hann Hafnarháskóla handritunum en þá var skólinn alls Danaveldis, þar á meðal íslands. Um miðja þessa öld hófst barátta íslend- inga fyrir að fá handritin aftur heim. Danska þjóðþingið samþykkti hand- ritalögin árið 1961 og staðfesti þau 1965. Síðan tóku við sex ára mála- ferli innan ríkis í Danmörku um af- hendingu handritanna. Þeim lauk vorið 1971 og þá var fullgildur sátt- máli milli Danmerkur og íslands um flutning á hluta hinna íslensku handrita frá Kaupmannahöfn í vörslu og umsjón Háskóla íslands. Árnastofnun er sérstök stofnun innan Háskóla íslands. Þar eru handritin varðveitt og þar fara fram margvíslegar rannsóknir á þeim. Fræðimenn Árnastofnunar vinna einnig að fornum íslenskum bók- menntum og þjóðfræðum margs konar. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, sagðist vera þokka- lega ánægður með hvernig tekist hefði til á þessum 20 árum. Hann sagðist þó hafa kosið að staðið hefði verið við að meira hefði verið gefið út af ritum á vegum stofunarinnar og betri tengsl hefðu náðst við þjóð- ina. Þar átti hann við að bæði skólar og almenningur allur sækti hand- ritasýningar stofnunarinnar. En nú gefst þjóðinni tækifæri. í til- efni þessara 20 ára verður efnt til sýningar í Árnastofnun á handritun- um. Þar má nefna; Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók, Skarðs- bók Jónsbókar, Skarðsbók postula- sagna, Möðruvallabók, Stjórn og fleiri kjörgripi. Sýningin verður op- in 2 til 4 síðdegis í dag, laugardag, á morgun sunnudag og miðvikudag- inn 1. maí. Jónas Kristjánsson handfjatlar Gráskinnu. Tímamynd: Ámi Bjarna. Hveradalir: Fimm bílar í árekstri Fimm bílar lentu í tveimur árekstr- um í Hveradalabrekku á Hellisheiði í gærdag. Flúgandi hálka var á veg- inum. í fyrra skiptið lentu tveir bílar sam- an, en þrír í það seinna. Þá slasaðist , einn maður á höfði. Bílarnir skemmdust nokkuð. Að sögn varð- stjóra hjá lögreglunni á Selfossi gerði mikla hálku á veginum upp úr hádegi. Einnig var bylur á heiðinni og lélegt skyggni. -sbs. Landsvirkjun: Dollarinn óhagstæður Landsvirkjun skilaði hagnaði upp á 1 milljarð króna á síðasta ári. En fyrstu þrjá mánuði þessa árs var hallinn 300 milljónir. Þetta kom fram á aðalfundi Landvirkjunar í gær. ^ Hækkun dollarans að undanförnu er óhagstæð fyrir Landsvirkjun. Lægri dollar þýðir minni skuldir og lægri vexti. Þessi óhagstæða þróun erlendis frá þýðir þess vegna að á næstunni má búast við beiðni um hækkun gjaldskrár. -sbs. Akureyri: Ekið á pilt á hjóli Ungur drengur á reiðhjóli varð fyr- hús en betur fór en á horfðist í ir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í fyrstu og fékk pilturinn að fara heim gær. Pilturinn var fluttur á sjúkra- að lokinni skoðun. —SE AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 7. maí 1991 kl. 16.00 í Safnahúsinu í Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál; 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningar fyrir liðið reikningsár ásamt skýrslu endurskoðenda verður lagður fram til stað- festingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkis- ins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál, sem löglega eru uppborin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoð- enda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf. Landskjörstjórn vísar kæru Heimastjórnarsamtakanna frá: Engin rök fyrir ógildingu Landskjörstjóm hefur vísað frá kröfu Heimastjómarsamtakanna um að úr- slit alþingiskosninganna verði ómerkt og þær endurteknar. Landskjörstjóm vísar í 46. grein stjómarskrárinnar. Þar segir að Alþingi skeri úr um hvort þingmenn séu löglega kosnir. Heimastjómarsamtökin í Reykjavík kærðu til landskjörstjómar undir- búning alþingiskosninganna. Þau telja að haldið hafi verið uppi stór- felldum ólöglegum kosningaáróðri og unnin kosningaspjöll, sem breytt hafi niðurstöðum kosninganna. Þau kröfðust þess enda að landskjörstjóm ógilti kosningamar og legði til við stjómvöld að kosið yröi að nýju. í úrskurði landskjörstjómar segir m.a.: „Heimastjómarsamtökin telja að brotin hafi verið útvarpslög 3. tl. 3. gr., 15. og 20. gr„ brotin hafi verið ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38, 1954 og „sum“ ákvæði almennra hegningar- laga, svo sem í XII og XIV kafla lag- anna. Þá vísa þau til 78. gr. stjómar- skrárinnar og 4. tl. 125. gr. kosninga- laga. Hvorki lagaákvæði né efnisrök liggja til þess að landskjörstjóm taki til úr- skurðar gildi eða ógildi kosninga af þeim orsökum, sem framan eru rakt- ar, hvað þá heldur fyrirskipi að kjósa verði að nýju. Um tilvik þau sem hér eru til umfjöllunar eru skýr ákvæði í stjómarskrá og kosningalögum. Samkvæmt 46. gr. stjómarskrárinnar sker Alþingi sjálft úr því, hvort þing- menn þess séu löglega kosnir. Þetta ákvæði hefúr ætíð verið skilið svo, að Alþingi ætti úrskurð um kjörgengi nýkjörinna þingmanna og lögmæti kosninganna. Þessi skilningur er líka staðfestur í 31. gr. kosningalaga nr. 80, 16. október 1987, sbr. lög nr. 10, 19. mars 1991. Með tilvísun til 46. gr. stjómarskrár- innar sbr. lög um kosningar til Al- þingis sérstaklega 31., 126, 127, og 128. gr. lítur landskjörstjóm svo á, að Alþingi skuli skera úr um það hvort þingmenn séu löglega kosnir, enda at- hugar það og úrskurðar um kosningu allra nýkjörinna þingmanna, hvort sem nokkur kæra liggur fyrir eða ekki. Af þessu leiðir að landskjörstjóm tekur ekki til greina og vísar frá kröfu Heimastjómarsamtakanna um ógild- ingu kosninga til Alþingis er fram fóm 20. apríl 1991.“ Smiðsbúð, byggingavöruverslun, hefur nú til sölu mótatimbur og sperruvið á ótrúlega hagstæðu verði. SPARIÐ ALLT AÐ 40% Ath. nú tekurþað þvíað gera VERÐSAMANBURÐ Pantið með Vl2 til 2ja mánaða fyrirvara, sperrur og piankavið, svo tryggt sé að fá réttar stærðir og lengdir þegar bygging hefst og þar að auki með 3% lægra verði Seljum ennfremur: Spónaplötur, eldvarnarplötur, eldvarnarmálningu, panel, plastlagðar plötur í hillur o.fl. málaðar loftaplötur, tjörutex 12 mm krossvið, steinull o.m.m.fl. Semjiö um heiidarpakka SMIÐSBÚÐ Smiðsbúð 8 ■ Garðabæ • Sími 91-656300 ■ Fax 656306

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.