Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 9
Eftir Stefán Eiríksson Tíminn 9 kjól, með fallega hárgreiðslu og vel máluð, ef stúlkan getur ekki borið það. Það eru stúlkurnar sem eru orðnar mjög meðvitaðar um sjálfa sig sem sigra oftast,“ sagði Katrín. Hún sagði að hún reyndi eftir því sem hægt væri að ná þessu fram hjá stúlkunum en það væri einnig lögð áhersla á að þær styddu hver aðra. „Ég held að þetta sé draumur hverrar lítillar stelplu að vera prinsessan á sviðinu og í sviðsljósinu og margar þeirra fá ekki tækifæri til að upplifa þessa stund aftur,“ sagði Katr- ín. Ákaflega lítilsvirð- andi og niðurlægjandi Baráttufólk fyrir réttindum kvenna hefur mjög gagnrýnt fegurðarsam- keppnir. Heldur hefur þó dregið úr há- værum mómælum og var sú spurning lögð fyrir Ingibjörgu Hafstað kvenrétt- indakonu, hvort sigrar fegurðar- drottninga á erlendri grund hafi kæft þessar raddir: „Nei, mínar skoðanir á þessu máli hafa ekki breyst. Hins vegar er þetta alltaf dálítið viðkvæmt mál. Við búum í þjóðfélagi þar sem þetta þykir sjálfsagt og eðlilegt og það er mjög erfitt að berjast gegn þessu öðruvísi en að gagnrýna konur, sem ég hef engan áhuga á að gera. Mér finnst þetta af- skaplega lítilsvirðandi fyrir konur. Þessi gerð fegurðar er orðin módel fyr- ir aðrar konur og mikil pressa er á þær að troða sér inn í það módel. Fegrun- araðgerðir eru orðnar mjög algengar og það er farið að heyrast að konur sem ekki gangast undir slíkt séu subbulegar og hugsi ekki nógu vel um sig. Hið eðlilega er því orðið óeðlilegt og hið óeðlilega er orðið eðlilegt.“ Ingibjörg sagði að þetta væri mjög svo óheillavænleg þróun. „Að sjálf- sögðu er þetta sýning, þetta er gripa- sýning og einhver dómnefnd er sett í þá aðstöðu að geta dæmt um hvernig konur eiga að vera, dómnefndin býr til módel fyrir dýrategundina alveg á ná- kvæmlega sama hátt og dómnefndir á öðrum gripasýningum gera. Að sjálf- sögðu er það mjög niðurlægjandi fyrir konur að ganga í gegnum þetta en það sem er alvarlegra í þessu er hugarfarið á bak við þetta og hvaða áhrif þetta hefur á ungar stúlkur,“ sagði Ingibjörg Hafstað. Vegna orða Ingibjargar Hafstað var haft samband við Olafur R. Guðjóns- son, reyndan hrossadómara, og það at- hugað hvort mat á hrossum ætti eitt- hvað skylt við það hvernig ungar stúlk- ur í fegurðarsamkeppnum væru metn- ar. Ólafur sagði að það sem helst væri lagt til grundvallar þegar hestar væru dæmdir í keppni væri margt. „Við met- um ganginn, hversu takthreinn hann er, hversu hreyfingarnar eru fallegar og hvort hesturinn fari úr réttum gangi á réttum tíma, skipti á réttum stað o.s.frv.," sagði Ólafur. Einnig færi þetta eftir ásetunni hjá knapanum, hvernig hann stjórnaði hestinum, hvort ábendingar hans væru grófar eða vart sýnilegar. — Hvað með ytri fegurð hestsins? „Hún skiptir líka miklu máli, en fal- legur hestur getur gert hlutina miklu verr en ljótur hestur.“ — Hvernig lítur fallegur hestur út? „Fallegur hestur ber hálsinn vel upp úr herðunum og hefur fallegan bol, ber höfuðið rétt, er mátulega reistur, mjúkur í beisli, mjúkur í hreyfingum og ber lappirnar vel þegar hann geng- ur. Þetta er í raun sambland af fegurð og hæfileikum hestsins sem lagt er til grundvallar," sagði Ólafur R. Guðjóns- son, og dæmi nú hver fyrir sig. 8Tíminn Föstudagur 3. maí 1991 Föstudagur 3. maí 1991 Það er víst eins gott að eiga ekki þessar stúlkur á fæti. Katrín Hafsteinsdóttir leiðbeinir einni stúlk- unni. Fegurð á fegurð ofan. Hin árlega Fegurðarsam- keppni íslands er haldin í kvöld með pompi og prakt en stúlkurn- ar hafa undirbúið sig sl. einn og hálfan mánuð: það sé eitthvað á milli eyrnanna á okk- ur.“ „Ó, ég er svo happý," söng Ragnhildur Gísladóttir sem fegurðardrottning, en það er Ijóst að það er ekki tekið út með sældinni að vera fegurðardrottning. Glenntar, togaðar, teygðar grenntar, mýktar, reigðar í kvöld fara fram úrslit í hinni árlegu Fegurðarsamkeppni íslands á Hótel Is- landi en að þessu sinni keppa 18 stúlk- ur um titilinn fegurðardrottning ís- lands. Undirbúningur fyrir keppnina hefur sl. einn og hálfan mánuð verið í fullum gangi. Stúlkurnar eru í þjálfun í World Class heilsuræktinni undir stjórn Katrínar Hafsteinsdóttur. Blaða- maður og ljósmyndari Tímans litu inn á æfingu hjá stúlkunum í vikunni. Stúlkurnar 18 höfðu komið sér fyrir í einu horni heilsuræktarinnar og lágu þar og lyftu löppunum á sér út og suð- ur af mikilli elju. Katrín gaf þeim góð ráö: „Stúlkur, ekki gleyma að anda þó það sé verið að taka mynd af ykkur, passið upp á mjaðmirnar," og þar fram eftir götunum. Eykur sjálfstraust og bætir framkomu Tvær af stúlkunum átján eru Selma Unnsteinsdóttir og Sólveig Kristjáns- dóttir. Selma er nýkjörin ungfrú Aust- urland og sagði hún aðspurð að miklu meira væri í kringum þessa keppni miðað við keppnina á Austurlandi. Meira væri lagt í æfingarnar. Aðspurð sagði Sólveig að undirbúningurinn fyr- ir keppnina hefði ekki komið henni á óvart. Hún sagði að undirbúningurinn fælist aðallega í gönguæfingum og lík- amsþjálfun. Þær hefðu hist síðasta mánuðinn þrisvar í viku en núna síð- ustu vikuna væru æfingar á hverjum degi. Þá væru þær sendar í nudd og ljós og nú síðustu vikuna væru stífar gönguæfingar öll kvöld. „Við vissum samt að hverju við gengum og vorum því undirbúnar undir þessar miklu æf- ingar,“ sagði Selma. Um síðustu helgi hittu stúlkurnar Heiðar Jónsson snyrti og sögðu þær að sú heimsókn hafi komið að góðum not- um. Bæði hafi hann verið skemmtileg- ur og uppörvandi. Sólveig sagði að það væri mjög góður andi í hópnum og alls ekki hægt að sjá að þær væru allar að bítast um efsta sætið. Aðspurð sagði Selma að þessi keppni ætti örugglega rétt á sér. Hún sagði að náinn ættingi sinn hefði verið mjög á móti þessu af ýmsum ástæðum og jafn- vel talið keppnina mannskemmandi. „Ég ákvað nú samt að drífa mig, eitt- hvað heillaði mig,“ sagði Selma. Stúlk- urnar voru sammála um það að keppn- in yki sjálfstraustið, þær lærðu margt í framkomu og síðast en ekki síst þá kynntust þær sjálfri sér, sérstaklega í gegnum það að í þessari keppni þyrftu þær að standa mikið til á eigin fótum þó svo að þeim væri uppálagt að styðja vel hver við aðra. Selma, sem er ungfrú Austurland, sagði að það hefði breytt litlu fyrir hana að vinna þann titii. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessari keppni og það að vinna titilinn var bara góður endir á góðu ævintýri," sagði Selma. En það er ekki eingöngu göngulag og gott útlit sem vekur áhuga dómnefnd- armanna. Stúlkurnar hafa einu sinni verið kallaðar fyrir dómnefndina og hafa svarað þar ýmsum spurningum, bæði um þær sjálfar sem og það sem er að gerast í kringum þær, eða eins og Selma orðaði þaö: „Þeir þurfa að sjá að Draumur allra stúlkna að vera prinsessan á sviðinu Katrín Hafsteinsdóttir í World Class sér um þjálfun stúlknanna. Við upphaf æfingatímans arka stúlkurnar á sund- bolum fyrir framan hana, hún gerir at- hugasemdir, bendir á hvað megi betur fara, hvaðan þurfi að losna við nokkur kíló og annað í þeim dúr. Síðan ráð- leggur hún þeim um æfingar og fylgist náið með árangri og framförum stúlkn- anna. Katrín hefur séð um að undirbúa stúlkur fyrir þessa keppni sl. sjö ár. Að- spurð sagði hún að hóparnir væru mjög mismunandi ár frá ári. „Mér finnst þessi hópur núna vera nokkuð jafn, það eru nokkrar sem skera sig úr en ég tel að það verði mjög erfitt að dæma þennan hóp,“ sagði Katrín. Hún sagði að í gegnum árin hefði hún oft getað séð hvaða stúlka komi til með að vinna þegar fer að líða að keppninni. „Þetta er mjög mikið spurning um hvað kemur frá þeim sjálfum, koma þær til með að æfa mikið og taka þessu alvarlega. Síðan er það auðvitað þeirra útgeislun, það er ekki nóg að vera með ægifagran líkama og vera í fallegum Æfingamar virdast kreflast mikillar einbertingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.