Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 7. júní 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Augtýsingasfml: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskríft kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stríð og friður Til marks um friðarástandið í Miðausturlöndum er sú fregn sem fréttastofur heimsins sendu út fyrir þrem- ur dögum að ísraelskar flugvélar hefðu gert harða loftárás á stöðvar ýmissa skæruliðahópa sem hafast við í Líbanon. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Reuters stóð loftárás þessi tvær klukkustundir. Nokkrir létu lífið og margir særðust, þ.á m. tólf börn, segir í fréttinni. Hver skyldi þá vera ástæðan til þess að ísraelsmenn gera nú loftárásir á Líbanon, löngu eftir að heimur- inn hefur verið uppfræddur á því að 15 ára styrjöld þar í landi sé lokið? Ástæðan er sú að ísraelsmenn vildu hefna þess að Sýrlendingar hafa gert samning við Líbanonstjórn um náið samstarf í efnahags-, öryggis og utanríkis- málum. Vafalaust er það rétt að þessi samningur Líb- ana og Sýrlendinga er ekki annað en snyrtileg um- gerð um innlimun Líbanons í ríki Assads Sýrlandsfor- seta. Slík útþensla á veldi Assads verður aldrei annað en þyrnir í augum ísraelsmanna og nægilegt tilefni nýrra styrjaldarátaka á þessum slóðum, þar sem stríðsástandið er viðvarandi og hver friðarsamningur sem svo á að heita felur sjaldan annað í sér en stutt vopnahlé. En jafnframt því sem frétt af þessu tagi flýgur um heiminn og vekur raunar enga sérstaka athygli út af fyrir sig, fer meira fyrir frásögnum heimspressunnar af umræðum um að koma á alþjóðlegri friðarráð- stefnu um málefni Miðausturlanda. Eins og ljóst má vera hafa Bandaríkjamenn nú meiri skyldum að gegna á þessu óróasvæði eftir framgöngu sína í Persa- flóastríðinu, sem færði þeim mikið sigurhrós, en lét þeim einnig eftir forréttindastöðu í íhlutunarstefnu stórvelda um málefni þessa heimshluta, sem leggur þeim miklar skyldur á herðar um að koma á friðvæn- legri sambúð ríkja og þjóða á svæðinu. Ekki þurfa Bandaríkjamenn a.m.k. að óttast samkeppni Sovét- ríkjanna um áhrif og íhlutun í Arabaheiminum. Fer varla hjá því að það breyti miklu um þróun mála á næstu árum, hvernig sem úr því vinnst. Bandaríkjastjórn lætur óneitanlega mikið að sér kveða í sambandi við undirbúning friðarráðstefnu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, hefur farið hverja förina á fætur annarri milli höfuðborga ríkja í Miðausturlöndum. E.t.v. liggur fátt áþreifan- legt fyrir um árangur slíkra ferða, en vert er að veita því athygli að hann hefur átt viðræður við hina ólík- ustu þjóðarleiðtoga og vafalaust aflað sér þekkingar sem gæti nýst því markmiði að koma ráðstefnunni á. Bandaríkjaforseti hefur auk þess í eigin persónu beitt sér í þessu máli, ekki síst lagt hart að ísraels- mönnum að sýna sveigjanleika í friðarviðræðum. Flest bendir til þess að ísraelsstjóm muni láta af mestu hörku sinni í þessu efni og gera Bandaríkja- stjórn kleift að koma friðarráðstefnu á með víðtækri þátttöku áhrifamestu ríkja heims og Sameinuðu þjóðanna. Þótt árangur af slíkri ráðstefnu liggi ekki á borðinu íyrirfram, eru meiri líkur á því nú en nokkru sinni, að einhvers árangurs sé að vænta. ■ GARRI Staða og áiit Gorbatsjovs Sovét- leiötoga hefur verið að breytast undaofaraa mánuði. Svo sem 811- um er kunnugt befur leiðtogínn leogi verið stðrum vinsælii á Vest- urlöndum en heima fyrir, en Vest- urtandamenn hafa séð í honum takn beirrar jriðu sem orðið hefur á alþjóðavettvangi hin síöustu árm og hvorid er iíkiegt né sanngjarnt að hlutur Gorbatsjovs í því efni gleymist skjótt. Aftur á móti hefur verið að renna af mönnum utan Sovétrikjanna upp á síðkastið. Mælskt daemi hafa menn haft fyrir augunum í síðustu viku er lciötog- inn kom að flytja þakkariræðu í er honum voru vcitt í fyrrahausL VlðtÖkurnar voru ólíkt kuidalegri en þær hefðu að Íddndum orðið ef Gorbatsjov hefði mátt koma tli ÚslÓ fyriraðeins háifu ári. En ekki er við hann að sakast í raun réttri. Verutcikinn f Sovéfrikjunum er napur og kaldur og það er erfítt að varóveita meyjarblómann óflekkað- an fyrir leiðtoga þessa vtðienda rík- is í Jjósi þeirra óhenyu vandamála sem viðeraðelja. Efnahagsmál Sovétrjkjanna eru I svo geigvænlegur ástandi að hrun vofir yfir. Ekkert fysir því skýrar hvað við er að giíma en þegar Gor- batsjov gerir þennan vanda að helsta umræðuefni sínu i Noregi í heimsókn sinni; en ekki má gteyma að hann er fulttrói stór- veidis, sem ekki á minna af stoltí og þykkju en önnur míki! heraað- arveldi. Líklegt er að það sé ekki minnst þessi þyidqja sem er eids- matur svonefndra afiurhaidsaíla heima fyrir. Hússar eru þjóðcmis- sinnaðir og um áratugabil hefur verið haidið að þeim áróðri um eig- in reisn og mikilieika. Sá ' fer nú á fund annarra þjóða að hiðja ásjár og hefur síðustu ár veltt fjöimargar tflsiakanir gagnvari vestrænum ríkjum, sem túikaðar hflóta að verða sem veiideikavottur. Þessa er Gorbatsjov sér vflanlega vel meðvitandi og hann reynir á ýmsan hátt að friða þessi öfl með því að spyrna við fótum þar seffl gamlir aðdáendur hans viija að hann gefi áfram eftir. Þetta kom m.a. fram í ummæium hans um fraœferði sovéska hersins í Eystra- saftsrflgunum, sem hann varði og varð mörgum að hneyksiunar- og gremjuefni. Þiátt fyrir þíðuna í aíþjöðavið- skiptum veit enginn með vissu hve traustur Gorbatsjov er i SessL Lcyndin yiir vaidatafiinu innan Kremlannúranna er enn scm fyrr fyrir henál. En áður háttsettur og heimskunnur maður, sem ættí að vera flestum hnútum kunnur þar á bæ, Shevardnadse, áður utanríkis- ráðherra, hefur látið ummæli faila sem vekja ugg. Hann telur ríka ástæðu Ul að óttast að herská öfl í Sovétrísjunúm kunni óvænf að taka vöidin í sínar hendur. Og mis- skilníngur er að ætía að þar sé um einangraðar Wikur aö ræða, því slík viðhorf eiga sér fylgi meðal al- mennings, sem skeihr skuldinni vegna óstjóraarinnar í efnahags- málum á siökunarstefnuna, og þykir hún bera vott um uppgjöf og sfjómleysi. Þessi öfl er vitaniega rflc áatæða ttí að óttast og frá gam- afli tíð þekftja menn að leiðtoga- skiptí vilja gerast snöggt í Sovét- ríkjunum og ekki er trygging fyrir að sú hefð sé aflögð. Þw er vonandi að umleftunum ieiðtogans um að- stoð frá öðrum ríkjum verði ve! tekið, þar sem hún er vænieg tii að tryggja áframhaldandi iýðræðis- þróun, en draga máttínn úr þeim er ráöa vijja bót á meinunum með því að snúa á ný til gamaila og óvaldari aðferða. Sárt bitur softin lús, seghr máltækið. Umbætur á stjórnaríari f Sovétrfldunum hljóta þær fái að haida áfram — og með þeim mun heimurinn geta fylgst fram á næstu Öld, ef að Itkum iæt- ur. Því er aó vona að menn þrátt fyrir ailt sjái i gegnum flngur við ieiðiogann, þótt ekki séu öil orð hans og atíiafnir í þeim anda sem menn helst vfldu, í þeirri von að tíminn vinni með þeirri stefnu er hann hefur staðið fyrir. VÍTT OG BREITT 1H■ HHHJ§§§§ ffiffiffiili Z" yi Innflutningur verndaður Stjómvöld og aðrir markaðshyggju- menn eru að fikra sig áfram í frjáls- ræðinu sem að er stefnt, að gera all- an innflutning frjálsan og helst toll- frían. Nú á að fara að semja við Evr- ópuríki um hömluleysi í innflutningi á gróðurhúsaplöntum svo sem ávöxtum, grænmeti og af- skomum blómum. Hér er gróður- húsaframleiðsla eins og tómatar og paprika talin til ávaxta, en ekki grænmetis einsog oft er gert. Hömluleysið á innflutningi á þess- um neysluvörum á að vera til að sýna og sanna að íslendingar eru til í að gefa eftir í samningunum um EES og að ekki sé rekin hér á landi vemdarstefna til að létta undir með innlendum framleiðendum. Gumað eraf því í fjölmiðlum að nú verði íslenskir gróðurhúsabændur að fara að standa sig í samkeppn- inni, því að innflutta varan sé svo miklu ódýrari. Táismenn Neytenda- samtakanna taka undir að það séu hagsmunir neytenda að fá að kaupa sér grænmeti, blóm og gróðurhúsa- ávexti sem ræktaðir eru í öðmm heimshlutum. Óvinafagnaöur Nú vill svo til að á íslandi em gróð- urhúsaafúrðir ekki niðurgreiddar. Þær heyra ekki undir neinn kvóta og opinber stuðningur við ræktun þeirra er enginn. íslenskir gróöurhúsabændur eiga í samkeppni hverjir við aðra og ekki síður við innflutning, því innflutn- ingur á þeim afurðum, sem hér em ræktaðar, er nánast frjáls og nú ætla stjómvöld að fara að efla þann óvinafagnað, að leggja niður inn- flutningsgjöld af gróðurhúsaafurð- um til að auðvelda erlendum aðil- um samkeppnina við íslenska bændur. Ef einhver heldur að þetta sé gert til að allir sitji við sama borð er það misskilningur, byggður á lygi. Inn- flutta grænmetið, afskorin blóm og önnur gróðurhúsaframleiðsla er meira og minna ríkisstyrkt og nið- urgreitt í framleiðslulöndunum ýmist Ijóst eða leynt. í EB-löndun- um em ótal aðferðir notaðar til að styrkja framleiðslu einstakra landa eða héraða og að fara að ljúga því upp að íslenskir gróðurhúsabændur standi jafnfætis evrópskum starfs- bræðmm sínum í samkeppninni em falsrök. Annað er að engin trygging er fyrir því að t.d. grænmeti, sem flutt er inn frá Frakklandi, eða blóm frá Hollandi sé ræktað í þeim löndum. Það getur allt eins komið frá Afríku eða Suður-Ameríku og umskipað í einhverju Evrópulandi. Heilbrigði Um hreinlæti íslenskra framleið- enda er vitað eins og hitt, að hér á landi em ekki skordýraplágur sem orð er á gerandi og notkun eiturefna við ræktunina er því í lágmarki. Mikið af innflutta grænmetinu er hægt að geyma svo vikum skiptir í kæli án þess að það skemmist. Það segir allt sem vita þarf um notkun rotvamarefna. Ef afgreiðslufólk í blómabúðum er spurt hvenær blómin, sem það er að selja, em skorin getur það svarað upp á dag um innlendu framleiðsl- una, en hefur ekki hugmynd um hvort innflutningurinn, sem verið er að selja samtímis, leggst útaf þeg- ar heim er komið eða stendur sig eitthvað lengur. Oft er hægt að fá umframbirgðir af vömm, sem þola takmarkaða geymslu, fyrir slikk þegar lífdögum fer að fækka. Sjálfsagt em slíkar birgðir aldrei fluttar til íslands. Það hlýtur að vera einhver önnur skýring á spíraða kál- inu og rotnunarlit á salatinu, sem er svo algengt í íslenskum grænmetis- borðum. Aðstaða til gróðurhúsaræktar á ís- landi er góð að því leyti að hægt er að notast við tiltölulega ódýran jarð- varma. Boranir, lagnir og aðrar til- færingar til að nýta heita vatnið kosta samt sitt og er langt því frá að jarðvarminn sé ókeypis. En myrkrið er mikill tálmi þess að hægt sé að rækta plöntur mikinn hluta ársins. En með lýsingartækni, sem nú er að ryðja sér til rúms, er hægt að bæta úr því og auka fram- leiðsluna vemlega. En gróðurhúsa- bændur þurfa að borga margfalt raf- orkuverð á við verksmiðjur og gerir það vetrarræktun illmögulega. í stað þess að létta undir með ís- lenskri gróðurhúsaræktun standa yfirvöld þversum fyrir þeirri at- vinnugrein, sem annars ætti sér glæsta framtíð og mikil gróska er í, og nú á að drepa hana alveg með því að afhenda mikið niðurgreiddri er- lendri framleiðslu allan markaðinn. Er þetta kölluð samkeppni. Ef heldur sem horíið verða allir ís- lenskir bjargræðisvegir steindrepn- ir í nafni markaðsfrelsis og sam- keppni. Ef fóma á gróskumikilli atvinnu- grein eins og gróðurhúsarækt fer að verða vandséð á hverju menn eiga að lifa hér á landi og jafnvel hvort nokkur ástæða er til að vera yfirleitt að bardúsa hérna. Kannski best að flytja sig bara þangað þar sem ódýra grænmetið og blómin gróa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.