Tíminn - 02.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tkninn Þriðjudagur 2. júlí 1991 Aðsóknin í framhaldskóla: Yfirffuílir skólar og langir biðlistar Um 3200 nemendur af um 4000, sem útskrifuðust úr grunn- skóla í vor, ætla í framhaldsnám. Allir skólar í Reykjavík eru yf- irfullir. Um 100 nemendur eru nú þegar á biðlista. Af tæplega 900 nemendum, sem hefja nám í þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu, má búast við að um 190 til 230 þeirra hætti á fyrsta ári. Þetta kemur fram í opinberum upplýsingum og viðtölum við skólamenn. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu munu um 3200 nemendur, eða 80%, af um 4000 nemendum sem luku grunnskóla- prófi í vor, sækja um vist í ffamhalds- skólum í haust Samkvæmt lauslegri könnun ráðuneytisins sýnist sem um 100 nemendur í Reykjavík eigi í vand- ræðum með að komast að. Fulltrúi í ráðuneytinu segir að verið sé að leita lausnar á þessu vandamáli og að það muni leysast í ágúst Hann segir ástæður nemenda vera misjafnar og að margir í hópnum séu að sækja um skólavist í skólum, sem ekki sé skylt að taka við þeim. Allir skólar í Reykjavík eru sneisa- fullir, því að nú geta allir nemendur farið í ffamhaldsskóla sem þess óska, en sumir verða þó að byrja á svoköll- uðum núlláföngum. Það eru áfangar, sem ekki gefa neinar einingar, og eru því til undirbúnings frekari skóla- göngu. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hófst innritun í skól- ana um mánaðamótin maí-júní. Fulltrúinn segir að hverfandi líkur séu á að nemandi utan af landi kom- ist að í framhaldsskólum í Reykjavík. Ef boðið er upp á sambærilegt nám í heimahéraði segir hann að nemend- um sé vísað þangað. HÚSNÆÐISERFIÐLEIKAR „Við erum búnir að taka við fleirum en við ætluðum okkur,“ segir Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík. Hann segir að skól- inn geti hýst um 250 nýnema í haust og þó nokkrir væru á biðlista. Guðni segir að ætlunin hafi verið að fækka nemendum, sem kæmust að, vegna húsnæðiserfiðleika sem skólinn á við að stríða. Hann segir að líklegast verði ekki af þeim áformum, vegna þess fjölda sem óskar skólavistar. Guðni segir að undanfarið hafi stórir árgangar verið að koma úr grunn- skóla og þeir reyni að hýsa alla sem sæki um. Guðni segir að yfirleitt helt- ist um 18 til 22% úr lestinni eftir fyrsta árið og talsvert sé um að nem- endur sæki aftur um inngöngu á fyrsta ár. ENGUM GREIÐIGERÐUR „Það verða um 250 nemendur inn- ritaðir á fyrsta ár,“ segir Rannveig Haraldsdóttir, skrifstofústjóri Menntaskólans við Sund. Hún segir að þegar sé orðið fullbókað í skólann og 25 nemendur séu á biðlista. Rann- veig segir að talsvert sé um það að nemendur, sem falli á fyrsta ári, sæki aftur um skólavist og giskaði á að um 15 nemendur byrjuðu þannig aftur á námi í hausL Hún segir að oft hafi tæplega 30% nemenda horfið frá námi á fyrsta ári, sem eru þá um 75 nemendur á ári. í þessum hópi segir Rannveig vera stóran hóp sem þurfi stuðning og sérkennslu. Magnús Þorkelsson, kennslustjóri skólans, segir að það þuríi að taka markvissar en nú er gert, á vanda þessa hóps. Hann segir að engum sé greiði gerður með því að takast á við nám sem fyrirsjáanlegt er að sé nem- endum ofviða og þá allra síst nem- endunuam sjálfum. Hann segir að reynt sé að beina nemendum annað og finna úrræði innan skólans. Magn- ús segir það mjög brýnt að taka á málum þessa hóps og skapa þeim nám við hæfi. TÆPUR HELMINGUR KEMST AÐ ,Milli 740-760 hafa sótt um skóla- vist. Af þeim getum við einungis hýst um 380,“ segir áfangastjóri Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Hann seg- ir flesta þá, sem sækja um, vera nem- endur úr öðrum skólum sem vilji flytja sig milli skóla og lítist greini- lega best á Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Hann segir þá veita nær ein- göngu nýnemum skólavist og þeir séu flestir úr Breiðholtshverfi. Þá álítur hann að um 15 til 25%, eða um 60 til 100 nemendur, á fyrsta ári hverfi frá námi á hverju ári. Hann segist ekki vita hvað verði um þessa nemendur. BETRA ÁSTAND ÚTIÁ LANDI Upplýsingar, sem aflað var frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólanum á Akranesi, sýndu að þar er ástandið miklu betra en á höfuðborgarsvæðinu. Á Egils- stöðum eru nánast allir í skólanum frá sveitarfélögum á Austurlandi og ekki þarf að vísa nemendum frá. Þar hefja yfirleitt um 40 nemendur nám á hverju hausti. Á Ákranesi hafa um 290 nemendur sótt um skólavist og bjóst skólameist- arinn þar við að hægt væri að veita þeim skólavist. Hann segir að um 30 nemendur verði frá að hverfa og þá aðallega vegna þrengsla á heimavist. Skólameistarinn giskaði á að um 10% nýnema endurskoðuðu áform sín að loknu fyrsta ári. -HÞ Bjarni Ara- son sjötugur Á morgun, 3. júlí, er sjötugur Bjami Arason héraðsráðunautur, Þórólfsgötu 15, Borgamesi. Bjami og kona hans, Kristín Har- aldsdóttir, taka á móti gestum á af- mælisdeginum að heimili sínu eftir kl. 20. HRAÐSKAKMOT TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR Það sem af er árinu hefúr 'faflfélag Reykjavíkur haldið sex mánaðarleg hraðskákmót og áætlað er að halda sex í viðbót. Sigurvegarar á mótun- um hafa verið Sölvi Jónsson sem sigraði í janúar, Helgi Áss Grétarsson sigraði í febrúar og mars, Hannes F. Hrólfsson sigraði í apríl, í maí sigr- aði Einar TVausti Óskarsson og Magnús örn Úlfarsson sigraði í júní- mánuði. Hraðskákmót júlímánaðar verður svo haldið sunnudaginn 14. júlí kl. 20 í Faxafeni 12. Taflfélagið Hellir stofnað í Reykjavík: verslanir: mm SRiAl lALOG IN NÝKOMIN ÚT Ekki stofnað vegna óánægju um Taf Ifélag Reykjavíkur Á vegum ríkisskattstjóra er ný Ingu, bamabætur og húsnæðis- útgáfa af skattalögum komin út í bætur, frádrátt vegna fjárfesting- sérstðku 149 blaðsíðna ar, húsnæðisspamaðarreikninga hefti/bók. I henni er að finna og fleira. Þá eru í bókinnl lögin gríðarlegan fróðleik, þar sem um tryggingagjaldið, sem á hún spannar öll gildandi ákvæði þessu ári var teldð upp i stað varðand) álagningu beinna Iaunaskatts og annarra launa- skatta. Bókin, sem kostar 700 tengdra gjalda. Ennfremur eru kr., fæst í ýmsum bókavershm- birt í bókinni lðg og reglugerðir um og hjá ríkisskattstjóra að um staðgreiðslu opínberra Laugavegi 166. gjalda. Lðgin um tekju- og eignarskatt í frétt frá ríkisskattstjóra segir eru fyrirferöarmcst. En auk að þessi útgáfa sé ætluð til hag- þeirra eru í bókinn] lög um ræðis fyrir þá sem vinna að tekjustoína sveitarfélaga, ýmls framkvæmd skattalaganna. Og önnur lög og reglugerðlr varð- sömuleiðis aila þá sem vilja andi skattskyldu og skattlagn- kynna sér skattalögin. - HEI Stofnfundur nýs taflfélags á Stór- Reykjavíkursvæðinu, Táfl- félagsins Hellis, var haldin síð- astliðinn fimmtudag. Tilgangur hins nýja taflfélags er að biása nýjum anda í skáklíf lands- manna. Samkvæmt heimildum Tímans þá hefur nokkurrar óánægju gætt meðal skákmanna í Taflfélagi Reykjavíkur, m.a. vegna þess að félagið tók ekki þátt í Evrópuskákmótinu sl. vetur, og vitað er að Margeir Pétursson skákmeistari er genginn úr félaginu. Andri Áss Grétarsson, sem var í und- irbúningsnefnd Hellis, sagði að stofn- un félagsins ætti ekkert skylt við þá óánægju sem ríkt hefur manna á með- Er að rofa til með atvinnu á Akureyri? Kanadískur útgerðarmaður hefur sýnt áhuga á að kaupa óselt skip Slippstöðvarinnar á Akureyri. Hann hefur, samkvæmt heimildum Tímans, hug á að gera á því nokkrar breytingar sem Slippstöðin muni annast. Þá hefur því heyrst fleygt að útgerðaraðilar í Vest- mannaeyjum hafi hug á að fá stöðvarmenn til að byggja fyrir sig fiskiskip. Byrjað var að smfða skipið, sem hinn kanadíski útgerðarmaður sýnir áhuga, árið 1987. Það hefur valdið stöðinni ómældum erfiðleikum að enn hefúr ekki tekist að selja það. Sigurður Ringsted, forstjóri Slipp- stöðvarinnar, segir að ekki sé ljóst hvort af kaupum Kanadamannsins verði. Hann hafi spurst fýrir um skipið í fyrra og hafi verið í sambandi við Slippstöðina af og til síðan. í síðustu viku hefði hann enn spurt hvort skipið væri ennþá óselt, en síðan hafi ekkert heyrst frá honum og um málið væri í raun ekkert fleira að segja á þessu stigi. Þá hefur einnig spurst að hópur sá, sem nefndur hefur verið „Óskarshóp- ur“ og í er m.a. Sigurjón Óskarsson aflakóngur frá Vestmannaeyjum, hafi leitað eftir að fá smíðaðan nýjan bát. Sá á, samkvæmt heimildum blaðsins, að vera sem líkastur bátnum Þórunni Sveinsdóttur, sem Slippstöðin afhenti Sigurjóni f vetur sem leið. Um þetta sagði Sigurður að einn sona Óskars hefði sagt, án allra skuldbindinga, að sig vantaði nýjan bát. „Það eru næg verkefni f sumar, eins og ævinlega er á sumrin, en oft er þrengra á vetuma og ég á ekki von á að það breytist," sagði Sigurður að lok- um. -HÞ al með Taflfélag Reykjavíkur. Hann sagði að ástæður þeirra, sem gengu í félagið, væru margvíslegar og eflaust mætti rekja ástæður einhverra til óánægju með Taflfélag Reykjavíkur. Gunnar Björnsson, sem einnig sá um undirbúning stofnunar félagsins, sagði að þó svo að aðstaðan hjá Taflfé- lagi Reykjavíkur væri góð, þá fyndist mönnum að þar vantaði nauðsynlegt aðhald. Borgin væri stór og því væri eðlilegt að fleiri en eitt taflfélag væru til staðar. Hann sagði að hugmyndin væri að fara frekar hægt af stað með nýja taflfélagið og trúlega myndi félag- ið byrja með æfingar í haust. í fram- haldi af því yrðu svo haldin skákmót, en það færi þó allt eftir umfangi félags- ins. Hann sagði að það væri ekki orðið ljóst hvar félagið yrði til húsa, en lík- lega yrði það með aðstöðu í einhverj- um skóla eða það leigði sér húsnæði. -UÝJ Norðurlandsmótið í bridge: SIGLFIRÐINGAR SIGURSÆLIR Sveit Boga Sigurbjömssonar frá Siglufirði sigraði á Norðurlandsmót- inu í bridge, sveitakeppni sem haldin var í Hamri á Akureyri nýlega. í öðru sæti varð sveit Jakobs Kristinssonar frá Akureyri, og sveit íslandsbanka á Siglufirði varð í þriðja sæti. Þess má geta að sveit íslandsbanka varð Norð- urlandsmeistari 1990. Alls tóku 18 sveitir víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Húsavíkur, þátt í mótinu, og voru spilaðar 7 um- ferðir eftir Monradkerfi. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson og mótsstjóri Frimann Frímannsson. Sigursveitina skipa fjórir bræður, þeir Bogi, Anton, Ásgrímur og Jón Sigur- bjömssynir, og auk þess tveir synir Jóns, ólafur og Steinar. Sveitin spilaði af miklu öryggi á mótinu, vann 5 leiki og gerði 2 jafntefli. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem sveitin getur sér gott orð á Norðurlandsmótum, því engin sveit hefur jafn oft hampað titl- inum Norðurlandsmeistari í bridge. í öðru sæti varð sveit Jakobs Kristins- sonar á Akureyri, en hana skipa auk Jakobs: Pétur Guðjónsson, Grettir Fn'- mannsson, Anton Haraldsson og Stef- án Ragnarsson. Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. Bogi Sigurbjömss. Siglufirði 147 2. Jakob Kristinsson Akureyri 135 3. íslandsbanki Siglufirði 127 4. ÆvarÁrmannssonAkureyri 125 5. Zarioh Hamadi Akureyri 113 6. Stefán Vilhjálmsson Akureyri 110 7-9. Ingibergur Guðmundsson Skagaströnd 105 TVyggingamiðsL Hvammstanga 105 Bjöm Friðriksson Blönduósi 105 hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.