Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 12. október 1991 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39- 108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 686270 Forstöðumaður útideildar Laus er til umsóknar staða forstöðumanns útideildar. Háskólamenntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði er áskilin og einnig reynsla af starfi með unglingum. Æskilegt er að starf geti hafist eigi síðar en l.janúarn.k. Útideild er deild innan Félagsmálastofnunar Reykjavíkur sem sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga og er markmiðið með starfinu að fyrirbyggja að unglingar lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Starfið felur í sér auk vettvangsstarfs, einstaklings, hópa- og samfé- lagsvinnu. Starf forstöðumanns er fólgið í ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagningu á starfi deildarinnar, auk almennra starfa í deildinni. Starfið býður upp á mikla möguleika þar sem starf útideildar er í stöðugri mótun. Nánari upplýsingar veitir Petrína Ásgeirsdóttir forstöðumaður útideildar, símar 621611 og 20365 og Vilmar Pétursson deildarstjóri unglingadeildar í síma 625500. Umsóknarfrestur ertil 1. nóvember n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39 á umsóknar- eyðuböðum sem þar fást. FELAG IIROSSAOÆNDA Hrossakjötsmarkaður F.hrb. — Vöntun á sláturhrossum — Kaup á sláturhrossum v/ Japansmarkaðar Um helgar og alla laugardaga og mánudaga í október, nóv- ember og desember verður frampartakjöt af fullorðnum hrossum til sölu á mjög hagstæðu verði meöan til er hjá S.S. á Selfossi. Pantanir í síma: (98)-21192-21692. Fullorðin hross vantar til slátrunar til að uppfylla pöntun á Japansmarkað frá október til desember. Eigendur hrossa eru beðnir um að skrá hross sín til slátrunar hjá sláturleyf- ishöfum eða hjá trúnaðarmönnum F.hrb. Aðeins stór og feit hross, 5 vetra og eldri, eru tekin inn á þennan markað. 95% af skilaverði greitt innan 2ja mánaða. (Ijós hefur komið að flest hross af þéttbýlissvæðum, sem hafa komið til slátrunar, eru ekki nógu feit. Því býðst F.hrb. til að taka við hrossum til haustbeitar og slátrunar gegn því að ábyrgjast lágmarksgreiðslu fyrir hvert hross kr. 10.000,- Byrjað verður að taka við hrossum 15. október. Skráning og upplýsingar veittar hjá Hallveigu í síma (91)-19200 á skrif- stofutíma og hjá Sigurði Gunnarssyni, Bjarnastöðum, eftir 14. okt. í síma (98)-64445. — Ef þetta þjónar þér, þá skaltu geyma auglýsinguna. Félag hrossabænda Dómshús í Reykjavík FORVAL Fjármálaráðuneytið mun á næstunni láta bjóða út endurnýjun innanhúss í „Útvegsbankahúsinu við Lækjartorg". (forvali verða valdir 4-5 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði. Um er að ræða fullnaðarfrágang á c.a. 1600 m2 svæði, aðallega á 1. og 2. hæð auk endurbóta á lagnakerfum í öðrum hlutum hússins. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Borgartúni 7, Reykjavík, og skal skila umbeðnum upplýsingum á sama stáð eigi síðar en kl. 15.00 miðvikudaginn 23. október 1991. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK bónda í Hvammi í Landi, Einarsson- ar. Hann bjó 15 ár á Reyðarvatni. Þau hjón urðu hvorugt gömul. Guð- björg dó fertug. Einar sextugur. Þau létu sjö börn eftir sig sem giftust. Frá þeim er margt fólk. Þunguð íjórtán vetra Guðrún Halldórsdóttir fæddist 16. júlí 1816. Hún óx upp og þroskaðist skjótt. Varð fljót til ásta og líklega vergjörn meira en í meðallagi. Fjór- tán vetra gömul varð hún þunguð fyrsta sinni. Öðru sinni sextán vetra og síðar öðru hverju þar til hátt á fertugsaldri. Ó1 þó eigi nema 10 börn. Hún hóf búskap með bónda sínum, Böðvari Tómassyni frá Sámsstöðum, 19 vetra gömul. Þá voru þrjú af bömum þeirra fædd. Þau bjuggu 13 ár á Reynifelli. Böðv- ar þótti góður búhöldur. Prestur hans taldi hann annan tveggja af- burðatúnhleðslumanna sem þá voru í Keldnasókn. Hinn var Brynjólfur Jónsson á Þingskálum. Böðvar flutti að Reyðarvatni við andlát Einars ríka. Þar bjó hann 18 vetur, uns hann andaðist sjötugur að aldri. Guðrún ekkja hans var talin tvö ár fyrir búi. Þá giftist hún vinnumanni sínum: Helga, syni Bjarna í Stampi á Landi, Helgasonar í Heysholti, Er- lendssonar. Hún var þá liðlega hálf- sextug. „Farðu nú á mig, Helgi“ Það var almælt að hún hefði skipað honum að kvænast sér. Hún var í hjúskap þeirra og búskap sögð hafa tögl og hagldir og skipa Helga fyrir flestum verkum. Til marks um það var þessi saga sögð: Eitt sinn er þau dægmðu drukkin, heyrði fólk Guð- rúnu ávarpa bónda sinn svo: „Farðu nú á mig, Helgi, og gerði það strax, ef þú ætlar að gera það.“ Sem vænta mátti áttu þau eigi börn. Líklega hefur Helgi harmað það. Kominn hátt á fimmtugsaldur tók hann sig til og átti dóttur með Elínu vinnu- konu. Hún var 20 árum yngri en hann. Um það framtak sagði Guð- rún þetta: „Bölvuö skömm var að því, Helgi, að þú skyldir taka framhjá mér.“ „Þú kenndir mér þetta," mælti hann. Það var skilið þannig að hún hefði stundum gripið til Helga með- „Þar kom sá sem tímdi að skera“ an Böðvar bóndi var enn á lífi. Var það raunar að vonum þar sem Guð- rún átti í hlut, lífsþyrst kona, hisp- urslaus og enn í fullu fjöri, en Böðv- ar bóndi útslitinn og sárþjáður af gikt og mæði mörg sín efstu ár. Mælt er að Guðrún hafi verið hvat- orð, djörf og beinskeytt við hvern sem hún skipti orðum. Ýmis tilsvör hennar urðu fleyg og voru sögð mann fram af manni í þriðja og fjórða ættlið Rangvellinga. Fólk var í fásinni fyrri tíma nýtið á flest sem nota mátti til gamans á góðri stund. Þess guldu fleiri en Guðrún á Reyð- arvatni. Nú eru sögur um hana flest- ar fymdar. Hinar þykja bragðdaufari en fyrir hundrað árum og því verður að mestu gengið fram hjá þeim hér. „Skömm að seinni giftingunni“ Eitt sinn sátu saman f veislu og ræddust við þrjár rosknar konur, búnar að missa bændur sína, en all- ar giftar aftur mönnum sem voru þeim miklu yngri. Ein þeirra var Vigdís Jónsdóttir, húsfrú í Gunnars- holti, önnur Vigdís Guðmundsdótt- ir, húsfrú í Austvaðsholti. Hún var raunar þrígift. Þriðja konan í þess- um hópi var Guðrún Halldórsdóttir á Reyðarvatni. Hún var 15 árum eldri en Helgi bóndi hennar. Guðrún var að vonum ölvær nokk- uð og að vanda eigi myrk í máli. Hún mælti, svo hátt að margir heyrðu, við þær Vigdísirnar: „Okkur er öllum bölvuð skömm að seinni giftingunni." Nokkuð var Guðrúnu lagt til lasts að hún var vínhneigð meira en hóf- legt þótti. Ef til vill var til þess tekið fyrir þá sök að fáar konur drukku sig ölvaðar á hennar tíð. Hitt var hefð að bændur væru fullir í ferðum og flestum veislum sem þeir komust í. Útboð Snjómokstur á Norðurlandi eystra Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur á Norðurlandi eystra vetuma 1991-1993. 1. Norður-Þingeyjarsýsla 2. Suður-Þingeyjarsýsla 3. Eyjafjarðarsýsla Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og i Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 14. október n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. október 1991. Vegamálastjóri Framsóknarfélag Þorlákshafnar og Ölfus Almennur fundur sunnudaginn 13. október kl. 20.30 I Duggunni I Þorlákshöfn. Fundarefni: Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Önnur mál Guðni Ágústsson mætir á fundinn. Stjómln. Kópavogur- Framsóknarvist Spilum framsóknarvist I húsi félagsins aö Digranesvegi 12, sunnudaginn 13. október kl. 15. Framsóknarfélögln / Kópavogl. Fáar sögur fara af því að ölvun Guð- rúnar stuðlaði að slysum. Hugsast mátti þó að svo hafi verið, er hún eitt sinn hraut úr söðli f samreið og lærbrotnaði. Samferðamönnum hennar brá að vonum og stóðu hjá henni stundarkorn f hálfgerðu ráða- leysi. En gamla konan var æðrulaus og varp á þá þessum orðum: „Verið þið ekki lengur að góna upp í klofið á mér. Komið þið heldur með brennivín." Guðrún var lengi ljósmóðir og fór það vel úr hendi. í Keldnakirkjubók skráði prestur hana „guðmóður" 16 vetra gamla. Vera má þó að móðir hennar hafi tekið á móti því barni. Ljósmóðurfræði hefur hún líklega lært hjá Skúla lækni á Móeiðarhvoli. Hún virðist hafa verið hreinleg og kunnað vel að handleika hvítvoð- unga. Ölhneigð hennar kom þar ekki að sök. Þá daga, sem hún sat yf- ir konum, bragðaði hún ekki brennivín fyrr en barn var fætt og frá því gengið. Mælt er að hún haft mörgu sinni tekið Ijósböm sín heim með sér og fóstrað þau fyrstu viku eða hálfan mánuð. Það kom sjaldan að sök þótt hún væri kennd á þeim ferðalögum. Reiðhestur hennar skil- aði oftast öllu heilu heim. Segir síð- ar frá því. Að Holtsmúla í Landsveit bjuggu mörg ár Magnús Magnússon frá Stokkalæk og Arnheiður Björgvins- dóttir frá Reyðarvatni. Á jóladag árið 1877 fæddist þeim hjónum efnileg- ur sveinn. Það þótti þó vissast að ausa hann vatni og gefa honum nafn eins fljótt og verða mátti. Guðmundur Jónsson á Stóruvöll- um, prestur þeirra Holtsmúlahjóna, var vanheill um þær mundir, líklega sinnisveikur. Allan síðari helming ársins hafði hann fá eða engin prest- verk unnið. ísleifur Gíslason Keldnaprestur vann þau fyrir hann. ísleifur bjó í Vestri-Kirkjubæ og þjónaði Stórólfshvols- og Keldna- sóknum. Þetta hálfa ár hefur hann bætt á sig Skarði og Stóruvöllum. Það er eigi kunnugt hvernig hann hagaði messum um þessi jól. Hér verður ráðið í það eftir líkum. Á jóladag messaði ísleifur á Keld- um og reið um kvöldið út að Stóru- völlum, um það bil 20 kílómetra leið. Guðmundur Loftsson, bóndi á Heiði, var fylgdarmaður hans. Þeir voru systkinasynir. Guðrún gamla á Reyðarvatni virðist hafa slegist í för með þeim. Þó gat hún verið farin áð- ur út að Holtsmúla. Áannan í jólum söng ísleifur prest- ur messu á Stóruvöllum. Þá færði hann með fagurri rithönd sinni inn í kirkjubók Stóruvalla síðasta auka- verk sitt þar í sveit: skírn Böðvars Magnússonar í Holtsmúla. Þar finnst sá maður skráður fyrsta sinn með hefðbundnu fylgdarliði: Ijós- móðurinni á Lækjarbotnum, Katr- ínu Biynjólfsdóttur, Sæmundi bónda hennar Guðbrandssyni og Halldóri í Selinu Böðvarssyni, báð- um skímarvottum. Þetta bendir til þess að barnið hafi verið reitt til skírnar upp að Stóruvöllum. Prestur gat til hægðarauka skráð í kirkjubók skírn sem hann átti að framkvæma sama dag. Um kvöldið var haldin í Holtsmúla skírnarveisla. í veislulok var of seint að ríða austur á Rangárvelli. Prestur varð yfir tvö vatnsföll að fara, sem gátu verið viðsjál á vetrarnóttu. Það er kunnugt að þessa daga var snjór á jörðu, norðanblástur og hart frost, bæði austan lands og vestan. Á Teigarhorni við Berufjörð var þá 8- 10 stiga frost. í Stykkishólmi var 16 stiga frost á annan í jólum. Á Suður- landi var ekkert skráð um frost né vind í þann tíma, en að líkindum var þá kaldara á Landi og Rangárvöllum. Ytri-Rangá rennur þar milli sveita. Á henni eru ágæt vöð, sem oftast voru auðveld yfirferðar. í frostum mynd- ast þó ísskrið í ánni og þverhníptar skarir með Iöndum. Hins vegar leggur hana sjaldan svo, að traustur hestís tengi þessar sveitir saman og varla nema snjófok kæfi í ána. „Er krakkinn týndur?“ Þegar birti á þriðja í jólum sneru Rangvellingar heim á leið. Guðrún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.