Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 24. október 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fróttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sfmi: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö f lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hið pólitíska heildarmat Samningur EFTA og EB er að sjálfsögðu aðalfrétta- efni fjölmiðla þessa daga. Þótt ekki verði höfð uppi bein gagnrýni á umfjöll- un fréttamanna í þessu efni, getur varla dulist að blærinn mótast af sigurvímu utanríkisráðherra. Ráðherrann sparar ekki hól um afrek sín og sinna manna með svo útmálandi orðum að þau verða auð- gripin sem fyrirsagnir eða einkunnarorð fyrir frétta- frásögnum. Sú endurtekna fullyrðing ráðherrans að það sé „samdóma álit samningamanna Evrópubandalags- ins“ að samningsárangur íslendinga sé „ótrúlegur“ og að þeir líti svo á að íslendingar hafi „fengið allt fyrir ekkert“ er e.t.v. freistandi fyrirsagnarefni, en eigi að síður tómt skrum, enda stenst hún ekki. Að sjálfsögðu leggja íslendingar mikið af mörkum af margs konar pólitískum gildum og efnahagslegum verðmætum í sambandi við þennan samning. Þá hefur utanríkisráðherra heppnast í fyrstu lotu fjölmiðlaumfjöllunar um samningslokin að setja þann blæ á málið að hér sé um viðskiptasamning að ræða. Þetta er mjög alvarleg blekking, raunar víta- verð. EFTA-EB-samningurinn er ekki viðskiptasamning- ur í eðli sínu, hann er samningur um stofnun ríkja- bandalags með að vísu viðskiptalegu ívafí og undir- tón. Þessi samningur er ekki öllu frekar viðskipta- samningur heldur en að kalla ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna slíku nafni eða aðra gerninga sem tengja saman ríki eða fylki í ríkjasambönd af einu eða öðru tagi. Ofuráhersla utanríkisráðherra á að þessi samning- ur sé viðskiptasamningur, en ekki sá rammi sem hann er um stjórnskipan og stjórnarfar í stjórn- bundnum ríkjasamtökum, fær aukna vigt í fjöl- miðlaumræðunni vegna einhliða umfjöllunar full- trúa sérhagsmunanna, sem spurðir eru álits á samn- ingnum. Þótt ekki verði þessir menn taldir upp með nafni er það sameiginlegt einkenni á þeim að þeir virðast ekki hafa yfírsýn yfir málið í heild, en mæla allt út frá þröngum viðskiptalegum sérhagsmunum, ef eitthvað er. E.t.v. er sérhagsmunaöflunum ekki láandi. En stjórnmálamenn verða að temja sér fulla yfírsýn um þetta stóra mál, sem er jafnpólitískt í eðli sínu sem raun ber vitni. Nú er það stjórnmálamanna, íýrst og fremst alþingismanna, að taka við málinu og átta sig á heildarmyndinni, hinum víðtæku þjóðfélagslegu áhrifum sem það hefur. Við mat á heildaráhrifunum verður ekki nema að litlu leyti stuðst við fjárhags- legan mælikvarða. Hér er ekki síst verið að íjalla um huglæg gildi, mannleg, menningarleg og stjórn- málaleg verðmæti. Ýmsir stjómmálamenn hafa sagt að þeir ætli ekki að taka afstöðu til samnings þessa fyrr en hann liggur fyrir í heild. Sú afstaða er skilj- anleg. En henni fylgir sú skylda að samningurinn sé þá metinn í heild, en ekki í sundurlausum brotum sérhagsmunaaflanna. iB GARRI §§§H H§§ S mj v> |§g| «r nú á Kjarvalsstöóum I sfíkasta sinn I böL Hann er nýkomin heim frá tveggja ára dvöl í Gautaborg, þarsem hann keondi m.a við H<* meðan Einar dvaldl í Sviþjóó, héh hann iltnm sýningar þar í landi. 1987-1988 og fomianur sljómar Kjarvalsstaöa í Qögur ár. Einar er mikill listamaður og er óhætt að sem hann heldur, sé umtalsverður listviðhurður. Þá er ekki síður mikilsvert, að Einar er óhræddur ur fara miður á sviðl lista. Dvöl hans ytra síðustu tvÖ ár heftir um ir því sera íslenskt er, svo vitnað sé í blaðaviðtal og gert hann gagnrýn- inn á þróun myndlistarmála hér heima. Listasöfn vörumarkaðir Sérfræðingar I öllum greinum lista gerast nú stöðugt fyrirferðai- meiri, og bera ábyrgð á jþví hvað al- menningur sýnir iistum litinn áhuga. Alkunna er deyfðin yfhr leikhúsunum. í bókmenntunum hafa sérfneðingar tekið völdin, samanber skoðanakönnun bók- menntadeiidar háskólans um helstu slcáid á íglandL Einar víkur að þessari þróun mála í viðtali við Ttmann um síöustu helgi og segir þar, að það gerist víða um heim síðustu árin, aó áhrifamikilir listfræðingar segi mönnum fyrir um hvað sé rftt í Ust. Fýrir listasöfn eins og vörumaricaðir í stórborgum. ElnarHátonaraon Einar var siðustu árin Unmaður sem wm mM sýningu sína á Kjarvalsstöðum ef- laust af því tilefni. Hann segir að miMI breyting hafi orðið á þessum máhun hvað iistfræðingana snert- far. Fyrir tveimur áratugum hafi sagn- eins og þeir hlutu menntun til. Nú hafi þeir gerst yf- hlýða þeim. í framhaldi af þessu segir hann að sýningarstaðir lúti þessum yflrvöidum. Hins miðstýringu sem iýtur að bók- ijós og á póiitískar rætur síhar í um, sem er sama hvað þetta snertir. Aftur á móti er það ekki fyrr ea nú að at- urs í listum í Hafnarbotg í Haíhar- fitði. Þar eru menn sagðir opnir fyrir nýrri og fijóni Usti MtÖstýring í listum Margt hefur verið sagt um Hafn- arfiörð um dagana, svo ekki sé minnst á Álftanesið. En aldrei fyrr hefúr því verið haldið fram^að þar Nú hefúr þeldktur og virtur mynd- listarmaður komist að þessarf nið- urstöðu og er það vei. Lengi hefur verið vítað að listalxfi í landinu hef- ur verið miðstýrt úr hófi hér á landi í langan tíma. Oft hefur ver- ið rætt um þessa miðstýringu hér í þessum þáttum og þá einkum um, sem nefna sig svo þótt þeár Lltlxr sérfræðingar Þótt syrt hafi í áiinn fllstum um sinn, er ekki um annað að gera en taka þvL Það er hins vegar engin " _ wm þá þróitn sem orðin er hér unáir faidi sér- fræðinganna. Nýlega hefur mesta sérffæðingaveidi heims gengið fyrir ættemisstapann. Þar var ein- ungis stunduð svoneftid ríkisUst í áratugi. Árangurinn varö minnl en enginn. Þebr, sem ætia sér að stjóma Ustnm og smekk fÓHss, takast yflrieitt á hendur stærra verkefnien þeir valda. Pyrir því er ingamir, sem stjóma Kjarvals- stöðum, eiga eftir að komast að raun um það. ÖU sú vitleysa, sem sýnd er nú tíl dags í nafni Ustar, á haf. En þaðber vott um heilbrigði og kjarit Einars Hákonarsonar llstmálara, að hann skuU taka t homin á sérfræðingabolanum með fyrrgreindum hætti, og finna listinni stað í Hafnarfirói í leið- l'.wV VÍTT OG BREITT Köllum kaup en ekki gjöf Allt fyrir ekkert hljómaði eins og ljúf tónlist í eyrum Jóns Baldvins Hannibalssonar þegar niðurstaða samningaviðræðnanna um evr- ópska efnahagssvæðið lá fyrir. Eða svo sagði utanríkisráðherra frá til- fmningum sínum þegar hann sté fæti á ættjörðina eftir síðustu Lúx- emborgarlotu. Vel má það rétt vera að íslending- ar hafi fengið allt fyrir ekkert í samningum við EB-risann um títt- nefnt efnahagssvæði. En það verð- ur að segjast eins og er að það er mikið göfuglyndi af Evrópubanda- laginu að gefa fámenninu á íslandi svo stórar gjafir. En ekki er alveg víst að það sé beinlínis diplómatískt að hlakka opinberlega yfir slíkri samnings- lipurð og að telja að það séu góð skipti fyrir smáþjóð, að þiggja gróflega stórar ölmusur af efna- hagslegu risaveldi og láta ekkert á móti. Ekki sníkja í gamalli bók, líkast til Land- námu, er sú sögn að Ingólfur Am- arson hafi gefið frændkonu sinni Rosmhvalanes úr landnámi sínu. Sú vissi lengra en nef hennar náði og endurgalt gjöfina með heklu mikilli og tilkynnti frænda sínum, að kaup skyldi kalla en ekki gjöf. Þeir samningamenn, sem fara með umboð fslensku þjóðarinnar í viðskiptum við EB, og jafnvel önn- ur EFTA-lönd mættu vel taka sér frændkonu Ingólfs til fyrirmyndar og gera gagnkvæma samninga við risaveldið og kalla kaup, en koma ekki fram eins og vesælir bón- bjargamenn og sníkja fríðindi og ótrúlega hagkvæm viðskiptakjör án þess að neitt komi á móti. Það er að minnsta kosti vond pól- itík að glaðhlakka yfir því að hafa nú platað stóra bróður og hlunn- farið hann hressilega í viðskiptum. Viðskipti eiga að vera gagnkvæm og báðum, eða öllum samningsað- ilum til hagsbóta. Hér eru engin færi á að nefna eitt eða annað sem ísland gæti látið EES í té fyrir öll fríðindin og eftir- gjafir, sem sagt er að við munum njóta í fyllingu tímans. En eitthvað hlýtur það að vera sem EB, slæðist eftir og hefur kannski fengið, án þess að það liggi í augum uppi á þessari stundu. En eitthvað sjá þeir slyngu samningamenn við að gera samninga við ísland, sem heldur sig hafa fengið allt án þess að láta gjald fyrir. Vonandi??? Þótt mikið sé rætt og ritað um ESS-samninginn, nær sú umfjöll- un enn sem komið er lítið út fyrir tollaprósentur og svona flökum og hinsegin flökum og að LÍÚ muni enn um sinn færa íslenska skipa- stólinn eignamegin í bókhaldið. Hvernig á að framfylgja banni við fjárfestingum erlendra aðila í sjáv- arútvegi eftir að íslendingar eru komnir inn í hringiðu hlutabréfa- markaðar Stór-Evrópu og erlendar lánastofnanir fá frítt spil í landinu, er þraut sem ekki verður heiglum hent að leysa. Enda kannski ekki meiningin. Ekki er vert á þessu stigi að spyrja flókinna spuminga. Utanríkisráð- herra hefur lýst yfir að hann ætli að efna til vitlegrar umræðu um EES-samninginn og verða vanga- veltur um framtíðina að bíða þess að umfjöllunin verði vitvædd. Eins og önnur málgögn fjallar Morgunblaðið um samninginn í leiðara og sýnist drögin harla góð. Ekki ríkir þó nein fullvissa um framtíðina í skrifunum: .Auðvitað geta vissar hættur verið fólgnar í þessum samningum. Okkar fá- menna þjóðfélag má t.d. ekki við miklum innflutningi erlendra manna hingað í atvinnuleit eða af öðmm ástæðum. Vonandi losnum við alveg við slík vandamál." Af hverju vonandi? Er ekki verið að gera kláran og kvittan samning og jafnvel vitrænan? Það skýtur því skökku við að bmgðið geti til beggja vona um framkvæmd hans. Auðvitað er rétt að taka undir þá skoðun Jóns Baldvins, að engin ástæða sé til að óttast að forstjóri Pepsi Cola kaupi Aðaldalinn. Það getur nefnilega allt eins orðið for- stjóri Unilever eða bankastjóri þýska seðlabankans, en eins og al- kunna er em svoleiðis bankar gráðugir í laxveiðijarðir. Hvort einhverjum af 100 milljón atvinnuleysingjum EB-landanna eða „flóttamanna" sem stöðugt leita staðfestu í Vestur-Evrópu, dettur í hug að leita athvarfs á ís- landi er einhvers konar kannski- og-eða-mál. Jafnvel vonandi eða vonandi ekki. En þetta em auðvitað smámál miðað við að aflétta 18% tolli af sfidarflökum. En það sem fyrir liggur er að gera gagnkvæma samninga og þá ríður á að halda höfði og gera kaup en ekki að betla ölmusu eða sníkja gjafir. Því fámennari sem þjóð er, því meira liggur við að halda reisn í samskiptum við öflugan samn- ingsaðila. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.