Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 26. nóvember 1991 Fyrrum starfsmaður sovésku leyniþjónustunnar í viðtali við Aftenposten: Norðmenn á mála hjá KGB Butkov flúði til Bretlands í maí eftir að hafa unnið í Osló undir því yfirskini að hann væri blaðamaður síðan 1989. Hann segir að sov- éska leyniþjónustan hafi fyrst og fremst áhuga á Noregi vegna aðild- ar þess að Atlandshafsbandalaginu. Hann sagði einnig að iðnaðar- njósnir væru nokkuð stundaðar og sagði að þær væru næst mikil- vægustu njósnimar á eftir heraaðarajósnum. í síðasta mánuði ráku Norðmenn átta sovéska sendiráðsmenn, og ásökuðu þá um að hafa misnotað sér aðstöðu sína, sem er í raun ekkert annað en njósnir. Það var Butkov sem veitti Norðmönnum upplýsing- ar um njósnastarfsemi þeirra. Butkov sagði einnig að 38 sovéskir borgarar hafi stundað njósnir í Nor- egi í fyrra. Aðeins 32 sovéskir sendi- ráðsmenn eru skráðir í Noregi. Engir Norðmenn hafa verið hand- teknir eftir að Butkov fór til Eng- lands. Butkov segir að Arne TVeholt hafi verið afar mikilvægur njósnari. Tre- holt, sem er íyrrum diplómati, af- plánar nú 20 ára dóm sem hann hlaut fyrir njósnir. Butkov sagði að Treholt væri orðinn einskonar goð- sögn innan sovésku leyniþjónust- unnar. í síðustu viku var ósk hans um að vera látinn laus hafnað, en hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi. Reuter-SIS Arne Treholt er goðsögn innan KGB. Söngvarinn í rokkhljómsveitinni Queen: Freddy Mercury látinn úr eyðni Freddy Mercury, söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Queen, lést úr eyðni á sunnudaginn. Hann var 45 ára að aldri þegar hann lést. Mercury viðurkenndi opinberiega á laugardaginn að hann væri smit- aður af sjúkdómnum en miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann væri kominn með eyðni. Hann dó á heimili sínu í Kensing- ton í London. Blaðafulltrúi hans, Roxy Meade, sagði að dánarorsökin hafi verið lungnabólga. Hann verð- ur jarðsettur í kyrrþey síðar í vik- unni. Mercury var ein skærasta stjarna þeirra Breta. Hann var í sviðsljós- inu í rúmlega 20 ár, og var hljóm- sveit hans, Queen, vinsæl svo ár- um skipti. Meðal vinsælla laga þeirra má nefna Bohemian Rhapsody, We are the Champions og I want to break free, sem seld- ust í milljónum eintaka víða um heim. í tilkynningu sem hann gaf frá sér daginn áður en hann dó, hvatti hann aðdáendur sína um allan heim að taka þátt í baráttunni gegn eyðni. Mercury kom síðast fram opinber- lega fyrir 18 mánuðum til að taka við tónlistarverðlaunum. Hljóm- sveitin Queen hefur ekki komið fram opinberlega síðan árið 1986. Freddy Mercury var fæddur í Zanzibar í Tcinzaníu 5. september árið 1946. Skímamafn hans var Frederick Bulsara. Hann fór ekki dult með kynhvatir sínar en hann var tvíkynhneigður og sagðist hafa átt fjölda elskhuga, bæði karla og konur en það hafi allt farið illa. Reuter-SIS Dómskerfið í Bretlandi Einn eitt máliö þar sem dómur er ógiltur Dómarar í Bretlandi skýröu frá því í gær, aö maður sem var sak- felldur árið 1987 fyrir að myrða lögreglumann sé saklaus af morð- ákærunni. Þetta eru síðustu atburðir í röð mála þar sem áður fall- inn dómur er lýstur ógildur. Wilston Silcott var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyir morðið sem var framið í óeirðum í London. Hann var sakfelldur eftir að hafa játað það fyrir lögreglunni. Hann verður samt áfram í fangelsi þar sem hann af- plánar lífstíðardóm fyrir annað morð. Tveir aðrir menn sem voru dæmd- ir samsekir fyrir þetta sama morð hafa einnig áfrýjað dómum sínum. Undanfarið hafa komið í Ijós mikl- ar brotalamir í breska dómskerfmu. Þetta hefur leitt til þess að stjóm- völd hafa orðið að útnefna konung- lega nefnd til að endurskoða allt dómskerfið. Flest þessara mála vöktu mikla reiði hjá almenningi á sínum tíma. Þar á meðal eru sprengjutilræði írska lýðveldishersins. í september sl. var mál Judith Ward tekið fyrir aftur, en hún var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1974, ásökuð um að hafa átt þátt í sprengjutilræði IRA þar sem 12 manns týndu lífi. Fyrir tveimur árum, voru félagar í hóp sem kallaði sig Guildford Four og sakfelldir fyrir sprengjutilræði IRA á krá einni, látnir lausir eftir að sannað þótti að játning þeirra var fölsuð. Á þessu ári var hópur sem kallaðist Birmingham Six, sem einnig var sakfelldur fyrir sprengjutilræði á krá dæmdur saklaus af því eftir að ný sönnunargögn komu fram. Einnig var dómur yfir Maguirefjöl- skyldunni, sem vom lengi í fangelsi grunuð um að hafa stjómað IRA sprengjuverksmiðju, lýstur ógildur. Joseph Cicipppio laus í þessari viku? Tilkynnt að hann verði látinn laus í vikunni Fastlega er búist við að bandaríski gíslinn Joseph Cicippio verði lát- inn laus í þessarí viku. Bæði íranir og Sameinuðu þjóðiraar vonast til að gíslamálið verði leyst fyrir lok þessa árs. Líbanskir bókstafstrúarmenn til- kynntu í gær að Byltingarsamtök rétt- lætis ætli að láta hann lausann innan fárradaga. Cicippio er 61 árs gamall endurskoð- andi. Hann hefur verið í haldi mann- ræningja í meira en fimm ár. Heimildir Reutersfréttastofunnar herma að Iausn vestrænna gíslanna fimm sem enn eru í haldi í Líbanon sé ekki lengur tengt því að ísraelar láti arabíska fanga lausa. Hins vegar er búist við að innan skamms láti Tsrael- ar fanga lausa, en ekki er vitað hversu marga. Diplómatar í Beirút segja að lausn hinna sjö vestrænu gísla velti á því að Giandomenico Picco, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna, kæmi til Sýrlands eða Líbanon. „Picco þarf að vera kominn hingað áður en nokkkur gísl í Líbanon verður látinn laus, því hann hefur yfirumsjón með þessu máli. Við eigum von á hon- um mjög fljótlega," segir vestrænn diplómati. „Hann gæti jafnvel verið kominn til Teheran." Vonir um að gíslamálið yrði komið í höfn fyrir áramót jukust stórlega í síðustu viku eftir að líbanskir leið- togar sögðu að endir þessa máls væri ekki undir því komið að ísrael- ar létu arabíska fanga lausa í stað vestrænna gísla. „Þetta er einmitt það sem við höfum viljað fá framgengt í mörg ár án nokk- urs árangurs," segir háttsettur vest- rænn sendimaður. „Það hlýtur að hafa verið vegna þrýstings frá íran. Ef þessi mál eru skilin að, ættu allir vestrænir gíslar að fá frelsi fljótlega," segir hann. Terry Waite og Thomas Sutherland fengu frelsi í síðustu viku án þess að ísraelar gæfu nokkuð eftir. ísraelar segjast ekki ætla að láta fanga lausa nema fá fréttir af týndum hermönn- um. íranska fréttastofan IRNA sagði síð- asta fimmtudag að Cicippio ætti meiri möguleika á að fa frelsi en aðrir gíslar í BerúL IRNA greindi einnig frá því að það væri mjög sennilegt að lausn gísla- málsins yrði innan sjónmáls áður en árið er úti. The Teheran Times greindi frá því í síðustu viku, að einn eða tveir vest- rænir gísiar yrðu látnir lausir fýrir vikulok. Þá sagði blaðið frá því að þeir yrðu allir frjálsir um áramótin. Elham Cicippio, eiginkona Joseph Cicippio, telur að alvara búi að baki þessum fréttum. ,J4álið horfir öðru- vísi við en áður, fyrst það er ekki leng- ur tengt föngunum sem eru í ísrael," sagði hún. Þá segir hún að henni hafi ekki borist fréttir um að lausn hans, en hefúr pakkað niður og er tilbúin til að fara til Damaskus til að hitta eigin- mann um leið og hann kemur þang- að. Cicippio hefur verið í haldi Byltingar- samtaka réttlætis í mörg ár og ef hann verður látinn laus, hefur tala vest- rænna gísla í Líbanon ekki verið jafh lág síðan gíslasagan hófst árið 1985. Reuter-SIS FRETTAYFIRLIT: BELGRAD - Skotið var á Osijek í austurhluta Króatiu í gærdag en fremur rólegt var á ftestum átaka- svæðum. í PARlS sögðu Frakkar að Sameinuðu þjóðimar ættu að senda friðarsveitir tfl Júgóslavlu eins fljótt og hægt er. BEIRÚT - Libanir hafa samþykkt boð Bandarítgamanna um að við- raeðum um flið tyrir botni Miðjarð- arhafs verði framhaldið í Washing- ton i næsta mánuði. Ubank segja að með því sé tryggt aö Banda- rikjamenn hafi yfimmsjón með við- ræðum í málunum. Israelsk stjóm- völd era nú nær þvi að þekkjast boð Bandarikjamanna en hafa þó reyrrt að draga úr mikilvægi þess. PLO hafa failist á að i Moskvu fari fram alhliða viðræður á milii rfkja fyrir botni Miðjarðarbafs og á von á að undirbúningsfundur fart þar fram seint í desember. JAKARTA - Indónesía hefur neit- að fróttum um að fjöldamorð séu framin í austur Timor en Amnesty intemational segir að þessar fréttir séu tnlverðugar og hvetja tfl þess að Sameinuðu þjóðimar rannsaki málið. CAPE CANAVERAL, Flórtda - Geimfarar i geimskutlunni Atlandt- is skutu á loft gervihnetti sem varar við eldflaugum aðeins sex klukku- tímum eftir að geimskuöan fór ffá Jöröu. Þessi gervihnöttur kostaði 300 milljón doflara eða rúmlega 18 milljarða fslenskar krónur. NÝJA DELHÍ - U Peng, forseti Kír», fer í heimsókn Ö Nýju Delhí þann 11. desember. Þetta er fyrsta heimsókn embættismanns í Kina tfl Indland slöan löndin tvö háðu stríð um landamæri fyrir nærri 30 árum. MOSKVA - Borís Pankín, fynum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, segir að þar t8 nýiega hafi altt að helmingur starfsfólks [ hverju sov- ésku sendiráði verið njfenarar, ekki stjómarerindrekar. VARSJÁ - Lech Walesa, forseti Póflands, setti pólska þingið í gær. (ræðu sinni sagði hann að landinu væri stefnt í hættu ef stjómmála- mönnum tækist ekki að mynda rf k- isstjóm fljóöega DUSHANBE, Sovétríkin Rakhmon NaÚyev, fynxim leiðtogi kommúnistaflokksins, iýsti yfir stgri i frxsetakosningum í Tajikistan, en andstæðingar hans hafe ásakað hann um fjármálaóreiöu. OSLÓ - Herlóringjastjómin I Búrma hefer hafnað beiðni frá Nóbelsverðlaunanefndinni að fá að heimsækja Aung San Suu Kyi, en hún er handhafi friðarvenðlauna Nóbels í ár. Herforingjastjómin heldur henni í stofufengelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.