Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn " Laugardagur 8. febrúar1992 Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum Fæddur 15. nóvember 1897 Dáinn 30. janúar 1992 Farvel heim, heim í drottins dýrðargeim. Náð og miskunn muntu finna meðal dýrstu vina þinna. Farvel heim. (Matt Joch.) Öðlingurinn og drengskaparmað- urinn, föðurbróðir minn, hann Jón frændi, er látinn. 30. jan. sl. gekk hann á vit guðs síns, laus frá þraut og kvöl. Friðsæl var brottför hans á fund þeirra ástvina, sem þegar höfðu lagt í þá ferð sem við öll förum. Við heils- umst og fögnum, kveðjum og syrgj- um, það er gangur lífsins. Eitt er víst að þar sem lífið er, þar er líka dauð- inn, aðeins misjafnlega langt undan. Þessa staðreynd erum við áþreifan- lega minnt á þegar vinir og vanda- menn kveðja þetta jarðlíf. Þeim ís- lendingum fer nú óðum fækkandi sem fæddir eru fyrir aldamót. Ein- staklingum sem lifað hafa þá mestu og ótrúlegustu framfara- og breyt- ingatíma sem orðið hafa í sögu þessa lands. Einn þessara manna er Jón frændi minn. Kynslóðir fara, kyn- slóðir koma. Allt frá því ég man eftir mér hefur Jón frændi verið til staðar og átt viss- an sess í huga mér. Hann var þessi virðulegi frændi sem ég var svo montin af, einhvers konar höfðingi ættarinnar og var eiginlega hafinn yfir alla gagnrýni. Hann fæddist 15. nóv. 1897 að Einholtum í Hraun- hreppi, elsta barn foreldra sinna, þeirra Sesselju Davíðsdóttur og Sig- urðar Jósefssonar sem þar bjuggu. Þau hjónin eignuðust átta böm, sjö drengi og eina stúlku. Eru þrír bræðranna famir á undan Jóni, þeir Þorleifur, Þórarinn og Stefán, eftir lifa Davíð, Hjörleifur Oddur og systir- in, Guðrún. Jón var bóndi í Gerðhúsum í Hraunhreppi 1922-1923, í Skíðsholt- um 1923-1944, eða í 21 ár. Þegar Jón gerðist bóndi tók hann foreldra sína til sín, en áður hafði hann verið á heimili þeirra. Þegar hann hætti bú- skap var afi dáinn fyrir nokkmm ár- um, en amma flutti þá að Miklaholti til foreldra minna. Ég minnist ótal ferða Jóns í heimsókn til móður sinnar. Betri son var vart hægt að hugsa sér, enda mikill kærleikur milli móður og sonar. Árið 1946 flutti Jón í Borgames og hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga sem bókhaldari; reyndar hafði hann oft unnið þar áður hluta úr ári. Hann lét af störfum hjá Kaupfélaginu árið 1976, þá orðinn 79 ára að aldri. Hrunamannahreppur hefur löngum haft á að skipa glæsilegu mannvali. Síðustu ár nítjándu aldar og þau fyrstu þeirrar tuttugustu fæddust þar margir einstaklingar, sem ólu þar allan aldur sinn og settu með gáfum sínum og glæsibrag mikinn svip á sveit sína og umhverfi. Má þar fyrst nefna niöja Magnúsar Andrés- sonar, þá frændur Helga á Hrafn- kelsstöðum, Helga í Hvammi, Sig- urð í Birtingaholti, alla gagnmennt- aða og fróða, Sigurður einnig fræg- ur tónmenntamaður. Emil Ásgeirsson í Gröf, sem setti svip á sveit sína og hérað með einstakri glæsimennsku og að ævilokum var búinn að byggja undirstöðu að at- vinnusögu héraðsins. Árni í Galta- felli, Marel á Laugum, vitrir og yfir- vegaðir, enda báðir einstaklega vel látnir. Jón í Hrepphólum með höfð- inglegt fas og fágaður gestgjafi, í einu orði sagt, hreppinn prýddi hið besta mannval. Allir eru þessir menn nú látnir. Jón var hamingjumaður í lífi sínu. 17. ágúst 1963 kvæntist hann Ólöfu Sigvaldadóttur, hinni myndar- legustu konu, hugljúfri og hjarta- hlýrri. Auðfundið var að þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru, voru sannir vinir í þess orðs bestu merk- ingu. Ólöf var ekkja eftir Ara Guð- mundsson vegavinnuverkstjóra, mikinn ágætismann. Hún átti sjö uppkomin börn, sem öll reyndust Jóni sem hans eigin böm væri, og hamingjuauki hans voru afabömin, barnabörn Ólafar, sem voru honum afar kær, enda var Jón sérlega bam- góður maður. Jón og Ólöf áttu sér fallegt og hlý- legt heimili að Þórunnargötu 1 í Borgarnesi. Þangað var gott að koma og þar var oft gestkvæmt. Gestrisni þeirra hjóna og höfðingsskapur var einstakur og þess nutum við í ríkum mæli, frændfólkið hans. Jón var góðum gáfum gæddur, vel lesinn, fróður um menn og málefni, mjög fær reikningsmaður. Hann hafði sérlega fallega rithönd, var pennafær mjög og vel hagmæltur og talaði og ritaði einstaklega gott mál. Ég hef það einnig fyrir satt að bæði enska og önnur erlend tungumál hafi ekki valdið honum neinum erfiðleik- um. Eflaust hefði frændi minn kosið sér langskólanám, en þá voru tímar erfiðir og breyttir frá því sem nú er og því var hann sjálfmenntaður. Vegna mannkosta og hæfileika var oft leitað til Jóns og reyndi hann að leysa hvers manns vanda. Á löngum starfs- og æviferli gegndi Jón fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Hann var t.d. einn af stofnendum Ungmenna- félagsins Björns Hítdælakappa, var gjaldkeri þess í mörg ár og nú heið- ursfélagi. Hann var hreppstjóri Hraunhrepps í nokkur ár og í hrepps- nefnd í mörg ár, í skattanefnd og fast- eignanefnd, svo eitthvað sé nefnt, en þær voru miklu fleiri nefndirnar og ráðin sem hann átti sæti í. Hann var þeirrar gerðar hann frændi minn, sem hreykti sér ekki hátt í samfélag- inu en skilaði sínu dagsverki og ævi- starfi af stakri vandvirkni og sam- viskusemi. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og standa hjarta manns nær, en það er huggun harmi gegn þegar eftir standa góðar minningar um gott og farsælt lífs- hlaup þess sem kvaddur er. Á kveðju- stund er margs að minnast og margt að þakka. Minningarnar hrannast upp: Ég minnist þess þegar ég var veik og var flutt úr Borgarnesi á Akranesspítala, að Jón og hún Lauga mín, sem var mér sem önnur móðir, umföðmuðu mig með ást og kær- Sigríði á Hrafnkelsstöðum mátti telja í hópi þessara manna og ekki var hún þeirra síst; hlédrægni henn- ar varð þess valdandi að ekki bar mikið á henni. Sigríður varð háöldr- uð og lést níræð voriö 1991. Sigríð- ur fæddist að Hrafnkelsstöðum síð- asta dag nítjándu aldar. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Helga- dóttur frá Birtingaholti og Haraldar Sigurðssonar frá Kópsvatni. Voru þau hjón systkinabörn, bæði komin af Magnúsi Andréssyni alþingis- manni, enda mun Sigríður eins og fleiri Hrafnkelsstaðasystkinin hafa líkst Magnúsi allmikið í útliti. Sig- ríður var fremur stórvaxin og sköru- leg í framgöngu, og eins og fleiri ættmenn hennar fróð og minnug og kunni mikinn fjölda af sögum og vísum og þekkti tilefni þeirra. Sig- ríður hafði skýran og sterkan mál- róm og afbragðs frásagnarhæfileika. Orðaval hennar einkenndist af mjög vel þroskuðum málsmekk og yfir- gripsmikilli málþekkingu, sem hver leika. Hún fór með mér í sjúkrabfin- um, hann fylgdi á eftir á sínum bíl til að vera til staðar þegar ég kæmi á áfangastað. Já, svona voru þau. Eins minnist ég að nokkrum dög- um síðar, þegar ég var flutt á Land- spítalann, kom Jón einnig til að fylgja mér; þó voru bæði læknir og hjúkr- unarkona með í för. Svona var hann frændi minn. Marga ferðina fór hann suður til Reykjavíkur gagngert til að heimsækja mig á sjúkrahúsið. Ef ég var hress, sagði hann mér fréttir af vinum og ættingjum og laumaði gjaman einhverri spaugsögu með. Ef ég hins vegar var óhress og gat ekki talað, sat hann og hélt í höndina á mér og strauk öðru hverju um vanga minn. Já, þannig var hann nú hann frændi minn. Dulur var hann og bar ekki tilfinningar sínar á torg, en inni fyrir bjó hlýja og góðvild sem aldrei gleymist. Já, margs er að minnast, svo ótalmargs sem ég mun geyma með sjálfri mér. Hin síðari ár fór heilsu Jóns að hraka, raunar þeirra beggja hjón- anna, þannig að hann fór á Dvalar- heimili aldraðra í Borgamesi, en hún, eftir erfiðan uppskurð, á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Nú þegar leiðir skilja um stund, senda foreldrar mín- ir, bróðir og mágur hjartans kveðjur og þakka honum fyrir samferðina í gegnum árin, alla vináttu og tryggð. Eg kveð elsku frænda minn með ást og virðingu og þökk fyrir það sem hann var mér og mínum. Ég bið guð að blessa honum heimkomuna. Ólöf mín, þér og öðmm ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Aldraður heiðurs- maður er genginn, guð blessi minn- ingu hans. Sesselja Davíðsdóttir Síminn hringir. Hann Jón föður- bróðir þinn er dáinn. Sorg og eftirsjá fylla hugann, en síðan einnig þakk- læti. Loksins tók Guð hann til sín. Þessi stolti, sómakæri maður, gáfað- ur og fyrirmannlegur. Höfuð ættar- innar. Hélt andlegum styrk til hinstu stundar, en mátti búa lengi við ein- angrun vaxandi heyrnarleysis og að síðustu þverrandi líkamskrafta. Vildi löngu fyrr vera genginn á vit feðra sinna. Minningar fylla hugann. Lítil telpa fór á hverju vori til Jóns frænda, sem bjó með ömmu og blindum afa mín- um, Sesselju Davíðsdóttur og Sig- urði Jósefssyni, í Skíðsholtum í Hraunhreppi. Ég kom eins og far- fuglarnir á vorin og kvaddi um leið og þeir. Kynntist lífsháttum fyrri tíma. Torfbær, ekkert rafmagn, eng- íslenskufræðingur hefði mátt vera stoltur af. Öll framkoma Sigríðar byggðist á rótgróinni menningararf- leifð. Sigríöur giftist nágranna sínum, Sveini yngra Sveinssyni frá Efra- Langholti, árið 1926 og hófu þau búrekstur á hluta Efra-Langholts á móti hálfbróður Sveins, Sveini eldra Sveinssyni, og bjuggu þar í eitt ár, en fluttu þá að Hrafnkels- stöðum og dvöldu þar til æviloka. Þar kom á heimili þeirra Helgi, bróðir Sigríðar. Sveinn, eiginmaður Sigríðar, var glæsilegur fróðleiksmaður og á unga aldri afrenndur að afli og mætti segja ýmsar sögur því til stuðnings. Hann mun ungur hafa fundið fyrir vanheilsu, sem ágerðist þegar á ævina leið og leiddi til dauða hans langt fyrir aldur fram úr kvala- fullum sjúkdómi. Alla banaleguna, sem varð bæði löng og erfið, lá Sveinn heima á Hrafnkelsstöðum og hjúkraði Sigríður honum alla tíð án inn sími, vegleysur, hnakkar og klyf- berar. Vatn sótt í brunn, matarforði í sekkjum og tunnum í skemmu. Smjör- og skyrgerð, sandskúrað gólf, sauðskinnsskór til inniveru. Eldur- inn falinn á kvöldin, olíulampar, steinkola í fjósi, mótekja, ullarþvott- ur. Orf og hrífa. Upplifði breytingar. Slétt tún og sláttuvél. Vegurinn náði að bænum, farið var með ullina í hestvagni. Byggt fjárhús og hlaða. í Skíðsholtum var ég dekurbam, umvafin væntumþykju. Átti bú í tún- fætinum. Hjálpaði ömmu að strokka, lagði fingur að bullunni og sleikti svo rjómann. Hélt um halann á kúnum við mjaltir, gaf hænsnunum. Þóttist vera að raka með litlu hrífunni minni. Lék mér við yrðlingana, með- an Jón gaf refunum. Spurði frænda minn um allt sem ég þurfti að vita. Hvað er bak við fjöllin? Hvað heita svona, ský, blóm, fiiglar? Hann sýndi mér hreiður þeirra. Kenndi mér að umgangast náttúmna. „Nú er von á rigningu, hlustaðu á vælið í kjóan- um. Sjáðu maríutásurnar, nú er Mar- ía mey að þurrka ullina sína.“ Hann benti mér á bestu berjalyngin, gaf mér þau. Fóðraði fyrir mig kindina mína. í heilt sumar þóttist hann ekki taka eftir leyndarmáli mínu, nokkr- um kartöflugrösum í tóftarbroti. Fór í stóran sveig fram hjá, ef hann gmn- aði að ég fylgdist með ferðum hans. Varð steinhissa um haustið þegar ég sýndi honum búskapinn. Hann reiddi mig á hnakknefinu milli bæja. Prinsessan á bauninni fékk gæmbút til að mýkja sætið. Amma mín reið í söðli. Svo kom mæðiveikin. Jón gafst upp á búskapnum, skipti um lífs- hætti, seldi Skíðsholtin og settist að í Borgamesi. Amma fór til Davíðs, sonar síns í Miklholti. Jón hafði gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað og var um þetta leyti hreppstjóri Hraunhrepps. Sem ungur maður hafði hann í 2 ár unnið hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og um langt árabil kom hann á hverju hausti og gisti þá hjá foreldrum mín- aðstoðar. Sveinn virti konu sína mikils og mun sambúð þeirra hafa verið hin ánægjulegasta. Þess hefur verið getið að við komu þeirra hjóna að Hrafnkelsstöðum kom Helgi, bróðirSigríðar, á heimili þeirra og eftir andlát Sveins héldu Helgi og Sigríður heimili saman. Ekki vom þeir mágar skaplíkir né höfðu líkar skoðanir á málum. Báðir vom þó ræktunarmenn, vel viti um. Stjómaði þá kjötsölu Kaupfélags Borgfirðinga f Reykjavík. Tengsl mfn við frænda minn rofnuðu því ekki. Nú varð hann skrifstofumaður, bók- haldari hjá Kaupfélaginu, og gegndi því starfi til loka starfsaldurs síns, um 30 ára skeið. Jón var sjálfmenntaður, eins og flestir gáfaðri menn alþýðunnar á þessum ámm. Fylgdist m.a. með kennslu í gegnum útvarpið. Hann var mikill bókamaður. Hafði afburða fallega rithönd og sat löngum við skrifborð sitt. Var vel ritfær og gott skáld. Eftir hann liggja mörg fialleg ljóð og þættir um ýmis efni. Er skaði að hann skyldi aldrei gefa út ljóða- bók. Þó er sumt til á prenti. Þar á meðal lýsing á reiðleiðum í Hraun- hreppi, en þar var yfir fenjaflóa að fara. Markaskrá Mýrasýslu sá hann um í áraraðir, meðan hann var markavörður. Hann safnaði ömefh- um í hluta Hraunhrepps fyrir Ör- nefhaskrá fslands og tóku fleiri bræð- ur hans þátt í þeirri örnefnasöfnun á öðmm landspildum og afrétti. Fram á síðustu ár var hann endurskoðandi ýmissa fyrirtækja og félaga, m.a. Sparisjóðsins. Hann var heiðursfé- lagi í Umf. Björn Hítdælakappi. Starf- aði í Rotaryklúbbi Borgarness, forseti hans 1969 og var sæmdur æðstu nafnbót Rotaryhreyfingarinnar, Paul Harris-félagi, 1988. Þriðja tímabil ævi Jóns hófs 1963, þegar hann 65 ára að aldri kvæntist Ólöfu Sigvaldadóttur. Þá hófst ham- ingjuríkasta tímabilið í ævi frænda míns. Böm hennar frá fyrra hjóna- bandi vom flest uppkomin, þó vom tveir yngstu synirnir enn heima. Jón var stoltur af fjölskyldu sinni og var þar um gagnkvæmt traust og vináttu að ræða. Eitt sinn er ég heimsótti Jón og Ólöfu, sagði hann við mig: „Ég varð að vísu ekki faðir, en afi er ég. Má ég kynna þig fyrir Jóni Sigurðs- syni yngra," og sýndi mér lítinn, fal- legan snáða sem hallaði sér til örygg- is upp að afa sínum. Jón og Ólöf vom höfðingjar heim að sækja. Byggðu sér nýtt, fallegt hús í Borgarnesi 1966. Margar góðar stundir hef ég og fjölskylda mín átt með þeim á þeirra fallega heimili. Árin liðu og aldur færðist yfir þau hjónin. Erfitt var fyrir Ólöfu, sem sjálf var orðin hreyfiskert, að annast Jón eftir að þrek hans fór að þverra. Að lokum varð það úrræði að hann fór á Elliheimilið í Borgamesi. Hafi starfsfólkið þar þökk fyrir hve vel það hlúði að frænda mínum. Ég kveð elskulegan Jón minn hinstu kveðju og þakka honum sam- vemna og hlýjuna í minn garð. Megi góður Guð varðveita hann. Ólöfu, bömum hennar og öllum barnabömunum votta ég mína dýpstu samúð og flyt þakkir og kveðj- ur frá móður minni og bræðmm. Hjördís Þorleifsdóttir bomir og höfðu vilja og getu til að flytja sinn málstað og gerðu. Var því ekki undarlegt þó sambúð þeirra yrði ekki alveg hnökralaus, enda var svo ekki. En þegar til Sigríðar kom féll öll sundurþykkja um sjálfa sig fyrir háttvísi hennar og persónu- styrk, enda var Sigríður þeirrar gerðar að þegar til hennar kom féll allt sem lágfleygt var og ljósfælið í skugga og lét ekki bæra á sér. Margir komu að Hrafnkelsstöðum. Báðir vom þeir Sveinn og Helgi af- burða búfjárræktunarmenn og áttu því ráðunautar hinnar hefðbundnu búfjárgreina oft erindi þangað, ásamt fjölmörgum áhugamönnum um búfjárrækt sem komu til að sjá og kynnast því glæsilegasta sem hinir íslensku búfjárstofnar höfðu sér til ágætis. Öllum var tekið með sömu einlægu gestrisninni og þeirri viðtalshæfni sem mjög einkenndi þetta fólk. Sjálfur á ég margar minn- ingar frá heimsóknum þaðan, sem ljúft er að minnast. Börn áttu þau Hrafnkelsstaðahjón 5. Þar af em 4 á lífi. Þeim óska ég farsældar um ókomin ár og ánægju- legra lífdaga. Ólafur Ámason frá Oddgeirshólum Sigríður Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.