Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. júní 1992 114. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ólafur Ragnar óhress með nefndarskipan utanríkisráðherra: ENN Ein DÆMIUM FLOKKSPÓLITÍSKA ÞRÖNGSÝNIJÓNS B. Gefið í á Ólafs- fjarðarvegi: Sviptur ökuleyfi Lögreglan á Akureyri svipti mann nokkurn ökuleyfinu í gær á Ólafs- fjarðarvegi í Arnarneshreppi. Maðurinn ók á 100 km hraða þar sem einungis mátti aka á 50 km hraða vegna vegagerða. Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að þeir taki mark á slík- um hraðatakmörkunum þar sem Vegagerðin er að störfum. -GKG. Utanríkisráðherra hefur í samráði við /orsætisráðherra skipað nefnd til að fjalla um öryggis- og vamarmál íslands við breyttar að- stæður í alþjóðamálum. Nefndinni er meðal annars falið að fjalla sérstaklega um tvíhliða vamarsamstarf íslands og Bandaríkjanna. Formaður nefndarínnar er Benedikt Gröndal fyrrverandi utanríkis- ráðherra og aðrir nefndarmenn em Björa Bjaraason alþingismaður, Karl Steinar Guðnason alþingismaður, Þorsteinn Ingólfsson ráðu- neytisstjórí utanríkisráðuneytis, Dr. Gunnar Pálsson sendiherra og Albert Jónsson deildarstjórí í forsætisráðuneytinu. Ólafur Ragnar Grímsson.formaður Al- þýðubandalags sem sæti á í utanríkis- málanefnd Alþingis segir það mjög óeðlileg vinnubrögð að skipa ekki stjómarandstöðuþingmann í nefndina og enn eitt dæmið um flokkspólitíska þröngsýni forsvarsmanna ríkisstjóm- arinnar. Hann segir utanríkismál þess eðlis að yfirleitt sé reynt að ná breiðri pólitískri samstöðu um þau alla vega í upphafi. Við lifum nú tíma slíkra breytinga á þeim sviðum að mjög mikilvægt er að mjög breið samstaða náist meðal þjóð- arinnar og stjómmálaflokkanna um viðbrögð við þessum miklu breyting- um. Það er afar óeðlilegt að taka það aðeins til meðferðar á flokkspólitískum gmndvelli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. En það er eins og þessir blessað- ir menn virðast halda að þeir stjómi hér langt fram á næstu öld og átti sig ekki á að þeir búi í lýðræðislegu þjóðfé- lagi. Meiri líkur em nú á að þeir haldi ekki meirihluta eftir næstu kosningar, hvenær sem þær svo verða“,segir Ólaf- ur Ragnar. „Það er óeðlilegt hvemig þessi nefnd er samansett og einnig hvemig hún er tilkomin. Nú er það lagaskylda á ríkis- stjóminni að hafa samráð við utanrík- ismálanefnd og mér finnst mjög óeðli- legt að nefnd í jafn mikilvægu máli sé ekki kynnt þar áður en hún er sett á laggimar. Hins vegar er það mjög áber- andi núna síðustu mánuði og allan síð- asta vetur að Jón Baldvin Hannibalsson hefúr haft mjög lítinn áhuga á því að hafa samráð við utanríkismálanefnd og ég held að þeir séu fleiri fundir nefnd- arinnar sem hann hefúr ekki mætt á, en þeir sem hann hefur mætt á. Það er mjög óeðlilegt", sagði Ólafúr Ragnar að lokum. -bs Ráðstefna norrænna röntgenlækna: Er tæknin orðin okkur of flókin? Nú fer fram í Háskólabíói ráó- stefna norrænna röntgenlækna. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og er þetta í 3. sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Á opnun ráðstefnunnar flutti Ásmundur Brekkan prófessor heiðursfý'rirlestur sem nefndist „Völdum við því sem við get- um?“ Hann fjallaði þar um þá miklu þróun sem hefur orðið í myndgreinlngu á siðustu áratug- um. Asmundur telur nauðsyn- Íegt að læknar haldi vöku sinni í framþróuninni og læknisfræði- leg þekking verði ailtaf látin sitja i fyrirrúmi. Velja verður á milli þess sem menn geta og þess sem þeir valda. 1 röntgen- og myndgreiningu eru ótrúlegir möguleikar fram- undan á því að greina og með- höndla sjúkdóma og segir Ás- mundur að forsendan sé stöðug árvekni, aðgát og viðhald al- mennrar og sérhæfðar menntun- ar. Alls sitja 250 norrænir röntg- eniæknar ráðstefnuna og þar af eru 26 íslenskir. Auk lækna sitja eölisfræðingar, tæknimenn og fulltrúar lyfjafyrirtækla ráðstefn- una. Með mökum gestanna sækja þingið á 5. hundrað manns. For- seti þingsins er örn Smári Arn- aidssn yfirlæknir rðntgendeildar Borgarspítalans. -GKG. Ásmundur Brekkan flyiu ursfyrirlestur sinn viö setning- arathöfhina í Háskólabíói. mu mm wmmam mmmmmmmmmmmmmm Hársnyrtistofur hafa hækkað taxta sína langt umfram launahækkanir og verðbólgu annað árið í röð a.m.k.: Klipping hækkaði 33-37% á meðan laun hækkuðu um 11% Sú þjónusta hársnyrtistofanna sem erfiðast er án að vera, klipp- ing karla og kvenna, kostaði nú í maí um 20% meira að meðal- tali heldur en í mars í fyrra. Á sama tíma hafa vísitölur launa og framfærslukostnaðar aðeins hækkað um 6,5% og 6,8%. Önnur þjónusta hársnyrta (t.d. permanent) hefur hækkað minna, þann- ig að taxtar hársnyrtistofa hafa hækkað tæplega 11% að meðal- tali á þessu rúma ári. Þetta er niðurstaða könnunar sem Verð- lagsstofnun gerði á um 180 hárgreiðslustofum núna í maí og bar saman við könnun frá mars 1991. Þetta er annað árið í röð, a.m.k., sem hárgreiðslustofur hækka taxta sína langt umfram almennar verð- lags- og launahækkanir, því svipuð niðurstaða fékkst í fyrra þegar verð þá var borið saman við verð frá júní 1990. Á þeim tæplega tveim árum sem líða frá þeirri könnun til hinnar nýjustu hafa verðtaxtar hárgreiðslustofanna hækkað um 22,6% að meðaltali. Þessi þjónusta hefur því hækkað um tvöfalt meira en nemur 11,4% hækkun launa- vísitölu á sama tíma og rúmlega tvöfalt meira en 10,3% hækkun framfærsluvísitölunnar frá júní 1990 til maí 1992. Rétt er að taka fram að mjög er misjafnt hvað stofur hafa hækkað þjónustu sína og 8 þeirra höfðu m.a.s. óbreytt verð frá mars í fyrra. Um helmingur þeirra hafði hins vegar hækkað taxta sína frá 11% og allt upp í 28% á þessu rúma ári. Eins og á s.l. ári er það klippingin sem virðist hafa hækkað langsam- lega mest á þessu tímabili. Önnur algeng þjónusta hefur hækkað heldur minna einsog sjá má á eftir- farandi tölum um meðalverð: Verðhækkanir á 23 mánuðum Jún.’90 Maf92 Hækkun Karlan kr.: kr.: % Klipping 1.080 1.191 33% Ný lína 1.149 1.523 33% Konun Klipping 1.121 1.522 36% Ný lína 1.227 1.679 37% Lagning 1.025 1.322 29% Perman. 2.793 3.364 20% Þvottur 262 311 19% Börn: Klipping: 871 1.046 20% Kona sem fer í permanent, hár- þvott (sem margar stofur krefjast að gera fyrir permanent) og klippingu eftir nýrri línu og lagn- ingu má þannig búast við að þurfa að borga um 6.680 krónur á miðlungs hárgreiðslustofu. Sé þar um að ræða afgreiðslukonu á meðaltímakaupi tekur það hana nærri 18 klukkutíma að vinna fyrir þessari þjónustu, eða nærri hálfrar viku laun. Keypti hún þessa þjónustu hins vegar þar sem hún er dýrust, og fengi gráu hárin sín lituð í leiðinni, yrði hún hins vegar að snara út um 14.300 kr., eða nærri heillar viku laun- um. Hér er þó allstaðar miðað við stutt hár. í töflunni að framan er allstaðar um meðalverð að ræða. En gífurlegur verðmunur getur verið á milli hársnyrtistofa. Herraklipping getur þannig kostað frá 970 kr. til 2.480 kr. og á klippingu kvenna getur verð- munurinn verið meira en þrefald- ur, frá 970 kr. og upp í 3.280 krónur. Verðmunur á hárþvotti er allt að fjórfaldur, frá 150 til 595 kr. Hárlagning kostar frá 700 til 2.370 krónur. Strípur kosta frá 1.150 kr. og upp í 3.055 kr. og litun á stuttu hári frá 1.420 til 3.310 kr. Verðlagsstofnun reiknaði út meðalverð á 5 til 15 þjónustulið- um sem í boði eru á þeim 180 stofum sem könnunin náði til. Á ódýrustu stofunum var verðið kringum 25% undir meðalverði, en hins vegar um 30% yfir meðal- verði á þeim dýrustu. Frá þessu er þó ein stór og mikil undantekn- ing - 3 hárgreiðslustofur Salon VEH sem eru 78% yfir meðal- verði, sem þar með þýðir líka um 34% hærra verð heldur en á þeirri stofu þar sem verðið er næst hæst. Salon VEH var líka með hæsta verð í síðustu könnun en þó „aðeins" 52% umfram með- alverðið þá. Þessi dýrasta stofa hefur því hækkað sína taxta rúm- lega 16% umfram meðalhækkun allra hinna. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.