Tíminn - 12.09.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. september 1992 170. tbl. 76. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Svört atvinnustarfsemi, dóp og vændi eru vaxandi vandamál í veitingahúsarekstri á íslandi: hatt. Það sé heldur ekki einungis mál starfsfólks veitingahúsanna að berjast gegn þessu vandamáli. Starfsfólk og veitingahúsaeigendur séu hins vegar skyldugir til að taka þátt í baráttu gegn því. Dæmi eru um að mjög ungir krakkar séu ráðnir til vinnu á vín- veitingahúsum. Tíminn hefur dæmi um það að 16 ára stúlkur séu ráðnar til vinnu í sal á vínveitingahúsum. Sigurður Guðmundsson sagði að fyrir nokkrum árum hefði veitinga- hús verið með 12-13 ára stúlkur í vinnu. Signý Sen, fulltrúi lögreglu- stjóra, sagði að samkvæmt reglu- gerð sem sett var í samræmi við lög um vernd barna og ungmenna megi stúlkur yngri en 18 ára ekki vinna á stöðum þar sem ætla megi að sið- ferðiskennd þeirra sé misboðið. Ekki má selja ungmennum yngri en 20 ára áfengi og sagði Signý að hún vildi að vínveitingahús settu þá reglu að ráða ekki fólk yngra en 20 ára til starfa. Signý sagði að hins vegar mættu 16 ára ungmenni, sem fara á samning hjá meistara, vinna á veitingahúsum. Hún sagði að þessi spurning um aldur ungmenna sem vinna á veitingahúsum væri bæði gömul og ný. Reynt hefði verið að komast að samkomulagi við veit- ingahús um að ráða ekki ungmenni til starfa yngra en 18 ára. -EÓ Rettaö ■ Skeiðaréttum Kindajarm, hundgá, vinaþel manna í miilum og pelinn dreginn und- an úlpunni undir réttarvegg. Þetta og margt annað er einkenni rétta á Suðurlandi og trúlega víðar á landinu, en frægustu réttir á Suður- landi, Reykjaréttir á Skeiðum, réttir Flóa- og Skeiðamanna, voru haldnar í gær í ágætis veðri. Kunnugir giskuðu á að í dilka heföu ver- ið dregin eitthvað á milli 4 og 6 þúsund fjár og er það svipað og ver- ið hefur allra síðustu árin. Fé á afréttum Sunnlendinga fer fækkandi ár frá ári og nú eru uppi hugmyndir, af hálfu Landgræðslunnar, að af- réttunum verði lokað fyrir allri beit. Bændur eru þó ekki sáttir við þær hugmyndir og í nýlegri skoðunarferð gróðurvemdamefndar Ár- nessýslu um afrétti Biskupstungna- og Hrunamanna kom fram, að mati nefndarinnar, að hvergi væri um ofbeit að ræða eða að gróðri væri hætt. Á myndinni em Stefán Jasonaarsoon og Friðrik Þórarinsson. - SBS/Selfossi Tímamyndir SBS „Þó nokkur starfandi veitingahús hér í bænum eru með nánast ekkert bókhald, engir skattar eða gjöld eru greidd af vinnu starfsmanna, sem oft á tíðum fá greitt með brennivíni af barnum. Á þessum veitingahúsum viðgengst dópsala og vændi og annar slíkur ófögnuður. Þetta vandamál er stað- reynd og fer vaxandi,“ segir Sigurður Guðmundsson, for- maður Félags starfsfólks í veitingahúsum. Sigurður sagði að þetta vandamál hefði verið nánast óþekkt í veitinga- húsarekstri fyrir nokkmm ámm. Núna sé þetta vandamál orðið stórt og fari stöðugt vaxandi. Sigurður sagðist geta nefnt mörg dæmi um fólk sem vinni á veitingahúsum án þess að gerður hafi verið við það nokkur ráðningarsamningur. Þetta fólk sé réttindalaust ef eitthvað bjáti á og engin gjöld eða skattar séu greidd af laununum. Hann sagði að Félag starfsfólks í veitingahúsum verði vart við þessi mál m.a. með þeim hætti að starfsfólk leiti til þeirra þegar það fái ekki greidd laun eða brotin séu á því réttindi. Erfitt sé stundum við þessi mál að eiga því engir launaseðlar séu til. Hann sagði að undantekningalaust vilji viðkomandi starfsmenn ekki kæra málin eða vekja opinberlega athygli á þeim, jafnvel þó sannanlega hafi verið brotinn á þeim réttur. Starfs- fólkið léti nægja ef félagið gæti þvingað veitingahúsaeigandann til að greiða ógreidd laun. Sigurður nefndi dæmi um stúlku sem lengi hafði unnið á veitinga- húsi. Hún varð ófrísk og þurfti að fá vottorð hjá vinnuveitanda til að fá fullt fæðingarorlof. Engir ráðning- arsamningar höfðu verið gerðir og engir launaseðlar vom til. Þegar til átti að taka neitaði vinnuveitandinn að staðfesta að hún hefði nokkurn tímann unnið á viðkomandi veit- ingahúsi. Hann sagði einfaldlega að hún væri ekki til á launaskrá fyrir- tækisins. Sigurður sagði erfitt að fullyrða að dópsala og vændi fari fram á veit- ingahúsum í skjóli þeirra. Það sé hins vegar Ijóst að starfsfólk og rekstraraðilar húsanna viti af því að eiturlyfjasalar séu inni í húsunum. Starfsfólkið láti þá afskiptalausa við iðju sína. Inn í þetta spili ótti starfs- fólks við að hafa afskipti af þessu. Sigurður tók fram að hann setji alls ekki öll veitingahús undir sama Fortíðin knýr dyra í Bosníu Dagur Þorleifsson skrifar um rætur átakanna i Júgóslavíu. Atvinnuleysis- dagar nálgast eina milljón Atvinnuleysisdagar hafa flestir orðið 586 þúsund áriö 1990. Nú stefnir f aö þeir verðl hálfu flelri. Baksföa Vegið að háskóla- starfinu Viðtal viö Sveinbjörn Björns- son háskólarektor. Blaösiða 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.