Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.09.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. september 1992 Tíminn 7 FRANKFURT — Þýski seðlabankinn lækkaði í gær vexti í því skyni að styrkja annars veika stöðu dollar- ans og gefa hlutabréfavið- skiptum aukinn kraft. Bæði stjórnmálamenn og verð- bréfasalar fögnuðu þessari tilkynningu seðlabankans, en vaxtalækkunin, sem nam aðeins fjórðungi úr prósenti á þeim lánum sem seðla- bankinn veitir viðskiptabönk- um, var þó víða í Evrópu tal- inn nokkuð rýr. RÓM — Það virtist í gær ætla að duga ítalska forsæt- isráðherranum skammt að fella gengi lírunnar, því kröf- ur urðu sífellt háværari frá stjórnarandstæðingum og öðrum gagnrýnendum stjórnarstefnunnar um að haldgóðum aðgerðum yrði beitt til að koma ítölsku efnahagslífi á hreyfingu á ný. LONDON — John Major, foarsætisráðherra Bretlands, fékk í gær nokkurt andrými og ráðrúm til að spoma gegn því að fella gengi pundsins, eftir að samkomu- lag hafði náðst milli stóru aðilanna í EB um að lækka vexti í Þýskalandi og fella gegni ítölsku lírunnar. PARÍS — Forystumenn frönsku þjóðarinnar — sem þessa dagana nota allt sem þeir geta til að telja þjóðinni trú um að brýnt sé að sam- þykkja Maastricht-sam- komulagið í þjóöaratkvæða- greiðslu sem fram á að fara um næstu helgi — sögðu í gær að ákvörðun þýska seðlabankans um að lækka vexti væri sigur þess anda samvinnu, sem fælist í Ma- astricht- samkomulaginu. SARAJEVO — Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo sagði í gær að Bo- snía-Herzegóvína væri á barmi allsherjarstyrjaldar og sakaði báða ófriðaraðila um að reyna að ná hernaðarieg- um yfirburðum í stað þess að leita eftir friði. ISLAMABAD — Flóð ógn- uðu hinni sögufrægu borg Multan í Suður-Punjab í Pakistan í gær. Um 1 milljón manna býr í borginni, en um 1.000 manns hafa farist í flóðum sem komið hafa í kjölfar stórrigninga. MOGADISHU — Fjörutíu pakistanskir hermenn fóru inn í Sómalíu í gær og eru þeir fyrstir í hópi heriiös Sameinuðu þjóðanna, sem á að fara inn í landið til að tryggja að hjálpargögn kom- ist til þurfandi viðtakenda. Búist er við að fljótlega bæt- ist hermenn við og að um 500 manns verði þama samankomnir á vegum S.Þ. fljótlega og að allt að 3.000 manna heriið verði í landinu áður en yfir lýkur. Tveir golsóttir hrútar á leið í dilkinn „Hún Grása mín skilaði báðum lömbunum af fjallinu.“ Kristján fjallkóngur í Bakkakoti á tali viö réttagesti. Réttað í Þverárrétt: Ttittugu þúsund fjár og féð dragvænt Þverárrétt í Borgarfirði er fjár- flesta rétt landsins, enda rétta þar í einu Þverhlíðingar, Stafholt- stungnamenn og Hvítsíðungar. Um tuttugu þúsund fjár er réttað og hefur féð sjaldan verið eins vænt. Fyrir nokkrum árum var réttað um 30 þúsund fjár. Byrjað var að rétta á sunnudag, en því var lokið í gær. Hrepptu fjall- menn blindhríð og ófærð í hluta smalamennskunnar, en að öðru leyti gekk allt að óskum. Fjallkóngur Stafholtstungna, Krístján Axelsson í Bakkakoti, teygar síðustu dropana úr Qallpelanum. Fjallmenn framtíöarínnar fylgjast með fénu af réttarveggnum. LJósmyndlr og textl: G.T.K. Elli í Kvíum í Þverárhlíð, gamli fjallkóngur þeirra Þverhlíð- inga, kominn með bankastjór- ann úr Borgarnesi undir arm- inn og albúinn að vinka safn- inu inn í réttina með stafnum. Sonur hans, Þorsteinn í Kví- um, er tekinn við kóngstign- inni, en aörir réttargestir fylgj- ast með safninu. Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.